Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 Of KTA J 8 'A UOflO M MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÖGREGLUMENN í Reykjavík hlýddu á fyrirlestur bandaríska lögreglumannsins Gary Steinbergs um glæpagengi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg GARY Steinberg, rannsóknarlögreglumaður frá Tallahassee, sýn- ir lögreglumönnum dæmi um handamerki glæpagengja. Lögreglumaður frá Tallahassee í heimsókn hjá lögreglu í Reykjavík Ekkí hætta á að glæpa- gengi nái fótfestu á Islandi „ÞRÁTT fyrir að einhver dæmi séu um veggjakrot í Reykjavík, sem svipar til veggjakrots glæpagengja í Bandaríkjunum tel ég ekki hættu á að þróunin verði sú að glæpa- gengi nái fótfestu hér á landi. Er- lend glæpagengi munu áreiðanlega ekki sjá sér hag í að starfa hér enda er landið fámennt og auðvelt að þekkja ókunnuga úr. Þá virðist mér það starf sem lýtur að ungling- um svo öflugt, að allar tilraunir til að stofna gengi yrðu kæfðar í fæð- ingu,“ sagði Gary Steinberg, rann- sóknarlögreglumaður frá Talla- hassee í Flórída, í samtali við Morg- unblaðið. Heimsókn hans hér á landi er Iiður í skiptiheimsóknum lögreglumanna á milli Tallahassee og Reykjavíkur, sem komust á að tilstuðlan Hilmars Skagfields, aðal- ræðismanns íslands í Flórída. Gary Steinberg starfaði í 12 ár í lögreglunni í Miami í Flórída, en hefur undanfarin 8 ár starfað í Tallahassee. Þar vinnur hann við að safna upplýsingum um glæpa- gengi og vinna úr þeim. Hann hélt fyrirlestur um glæpagengi fyrir reykvíska starfsbræður sína í gær. í fyrirlestrinum rakti Gary helstu einkenni glæpagengja í Bandaríkj- unum og benti á að veggjakrot væri yfirleitt fyrsta merki um að glæpagengi væri að ná völdum. „Hvert gengi hefur eigin merki, sem það notar til að gefa í skyn að það stjómi ákveðnu svæði. Gengið málar einnig oft merki and- stæðinga sinna á veggi, en þá á niðrandi hátt, til dæmis með því að mála þau á hvolfi eða krota yfir þau. Venjulegt veggjakrot hef- ur enga þýðingu, en veggjakrot gengjanna gefur mjög skýr skila- boð.“ Rúmlega 23 þúsund gengi Gary sagði að í Bandaríkjunum væru tæplega 23.400 gengi og að á síðasta ári hefðu 67% morða ver- ið rakin til þeirra. „Þetta hlutfall er áreiðanlega enn hærra því að í sumum tilvikum hefur ekki tekist að sanna tengsl við glæpagengi svo óyggjandi sé. Mesta ógnin nú er að stóru gengin beijast um yfírráð á fíkniefnamarkaðnum. Verð á fíkniefnum lækkar sífellt í stór- borgum vegna offramboðs og fé- lagar í gengjunúm sem selja fíkni- efni eru í lífshættu vegna eilífrar baráttu um yfirráð. Þess vegna leita gengin út í smærri bæi, þar sem lögreglan og almenningur þekkir ekki vandann af eigin raun og veit því síður hvernig á að bregð- ast við.“ Gary sagði að ísland væri áreið- anlega síðasti staðurinn sem bandarískt gengi myndi líta til, ætlaði það að færa út kvíarnar. „Landið er of einangrað í miðju Atlantshafinu og allir myndu átta sig á ef ókunnugir færu að þreifa fyrir sér hér.“ Samkvæmt skýrslu sem banda- ríska dómsmálaráðuneytið lét vinna um gengi eru langflestir fé- lagar þeirra, eða um 80%, karl- menn. Meðalaldur félaga er aðeins 15,9 ár og sameiginlegt einkenni þeirra er m.a. fátækt á heimilum og erfiðleikar í skóla. „Við vitum að gengi eru að ná fótfestu þegar veggjakrot verður áberandi, í kjöl- farið fylgja auknar árásir í skólum og í samfélaginu almennt, þá fjölg- ar tilkynningum um að skotum hafi verið hleypt af í nágrenninu því næst kemur fjölgun allra glæpa, hvaða nafni sem þeir nefnast, og loks er ástandið orðið svo slæmt að félagar í gengjunum myrða.“ Gary sagði að margir félagar í gengjum leituðu í þau til að öðlast viðurkenningu. „Hjá sumum kemur gengfi í stað fjölskyldu, aðrir leita í þau sér til vemdar eða til að taka þátt í fíkniefnasölunni og fá þannig peninga. Það sem knýr gengin fyrst og fremst áfram er fátæktin, eitur- lyfjanotkun og að félagar þeirra hafa ekki fengið þjálfun til nokk- urra verka. Ég spurði 24 ára mann, sem var dæmdur í ævilangt fang- elsi fyrir brot sín, af hveiju hann hefði gerst félagi í gengi og hann svaraði því til að hann ætlaði sko ekki að vera í einhveiju láglauna- starfi. Þegar ég spurði hann hvort hann hefði þá reynt að mennta sig eða fá starfsþjálfun til annarra verka horfði hann forviða á mig og sagði að slíkt þyrfti hann ekki að láta bjóða sér. Þetta er viðhorf- ið sem við eigum við að etja.“ Engin skilaboð í íslensku veggjakroti í Tallahassee hafa 18 gengi látið til sín taka um lengri eða skemmri tíma og uppfylla 13 þeirra skil- greiningu laga á gengjum. Ekkert gengi starfar nú í borginni, en lög- reglan er sífellt á varðbergi því nýir hópar reyna sífellt að koma sér þar fyrir. Að fyrirlestrinum loknum sagði Gary Steinberg í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði farið um Reykjavík ásamt íslenskum lög- reglumönnum. „Ég sá ekki mikið veggjakrot. Af því sem ég sá má ráða að veggjakrotarar hér eru ekki að senda skilaboð á sama hátt og gengin. Ég sá aðeins tvö merki hér sem algeng eru sem merki gengja úti. Annað er kvísl eða gaffall og hitt fimm stjörnu kóróna. Hins vegar voru þessi merki aðeins á einum stað og lík- legast að krotarinn hafí bara verið að herma eftir merkjum sem hann hefur séð á prenti eða í kvikmynd- um. Veggjakrotið hér er einungis einn þáttur í tísku, líkt og hjóla- bretti og tilheyrandi klæðnaður." Gary Steinberg benti á að í Talla- hassee væri reynt að mála yfír allt veggjakrot innan 24 tíma. „Veggja- krotarar eru stundum margar klukkustundir að klára verkið og ef það er fjarlægt strax er ólíklegt að þeir leggi í slíka vinnu aftur. Það má ekki láta það standa því þá bætist sífellt meira krot við og yfirbragð borgarinnar gefur til kynna hnignun. Slíkt yfírbragð getur hvatt til afbrota." Gary sagði að hann gæti auðvit- að ekki útilokað að gengi myndu einhvern tímann ná fótfestu hér á landi. „Það er alltaf hætta á að unglingar hér fari að herma eftir erlendum gengjum sem eru stund- um hafin til skýjanna í kvikmynd- um og tónlist. Hérna vinnur fólk hins vegar vel saman, lögreglan, félagsmálayfirvöld, skólar og íbúar. Þess vegna held ég að hægt verði að kæfa gengjamyndun í fæðingu." ísafjörður Fasteigna- markaður lifnar við ísafirði. Morgunblaðið. MIKLAR hreyfingar hafa verið á fasteignamarkaðinum á ísafirði að undanförnu eftir fremur rólegt tímabil þar á undan. Mest hreyfing hefur verið á litlum og miðlungs stórum fasteignum en líkt og fyrr hafa stærstu fasteignirnar verið erfiðastar í sölu. Eftir smásölukipp í vor kom algjör ládeyða yfir sumarið en allt virðist benda til þess að fasteignamarkaðurinn sé að komast í eðlilegt horf. Mikið af ungu fólki er í fasteignahugleið- ingum um þessar mundir og segir Tryggvi Guðmundsson, lögmaður og fasteignasali á ísafirði, að það sé góðs viti eftir mjög neikvæða umræðu um Vestfirði undanfarna mánuði. Góð sala „Undanfarnar fjórar vikur hefur verið góð sala á litlum og miðlungs stórum húseignum eftir þriggja til fjögurra mánaða ládeyðu. Það kom smákippur í söluna í vor en síðan þá hefur verið fremur rólegt yfir markaðinum. Unga fólkið er mikið í fasteignahugleiðingum og það er góðs viti eftir alla þá neikvæðu umræðu sem verið hefur um Vest- firði undanfarna mánuði. Mér sýn- ist sem að þessu oki sé að létta af fólki og að fasteignasalan sé að komast í eðlilegt horf,“ sagði Tryggvi Guðmundsson í samtali við blaðið. Tryggvi segir að mikill skortur sé á millistærðum af fasteignum, 4ra herbergja íbúðum, sérhæðum og minni raðhúsum en aftur á móti sé nóg framboð af stærri ein- býlishúsum. „Það var byggt mikið af stórum einbýlishúsum á árunum frá 1970 til 1980 og margir eigend- ur slíkra fasteigna eru með hugann við að minnka við sig um þessar mundir, því er nóg framboð á stærri eignum. Það sem hamlar sölu á slíkum eignum er að það eru ekki margir sem hafa pening- aráð til slíkra verka um þessar mundir.“ Markaðsverð óbreytt Tryggvi segir að markaðsverð fasteigna á Isafirði hafi haldist nokkuð óbreytt undanfarin tvö ár þó með þeirri undantekningu að stærstu eignirnar hafi frekar lækk- að í verði. „Lækkunin er þó ekki mikil miðað við það sem maður hefur verið að sjá annars staðar eins og t.d. í Reykjavík. Þar hefur orðið stærra stökk niður á við hvað varðar stærri eignir," sagði Tryggvi Guðmundsson. Maðurinn sem dæmdur var fyrir kynferðisafbrot í héraðsdómi Norðurlands Engar vísbendingar um áreitni við önnur börn AÐ SÖGN Einars Inga Magnússon- ar aðstoðarfélagsmálastjóra Hafn- arfjarðar, hefur Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar vistað fimm börn á heimili mannsins sem dæmdur hef- ur verið í héraðsdómi Norðurlands fyrir kynferðisafbrot gagnvart tæplega fimm ára gamalli stúlku. Þar af voru þrír drengir, tveir ungl- ingar og einn stálpaður piltur. Eng- ar vísbendingar hafa komið fram um að önnur böm hafi orðið fyrir áreitni. Að sögn Braga Guðbrands- sonar forstöðumanns Bamavernd- arstofu er þetta í fyrsta sinn sem svona mál kemur upp hér á landi en nýleg rannsókn í Svíþjóð leiddi í ljós 200 samsvarandi tilvik. Einar sagði að engar vísbending- ar hefðu komið fram um að önnur börn hafi orðið fyrir áreitni á heimilinu og benti hann á að dóm- urinn byggði á að um einstaklings- tilfelli hafi verið að ræða. Sagði hann að fyrir lægi úttekt Bama- vemdarstofu á heimilinu og að í 30 ár hafi ýmsar bamaverndar- nefndir, félagsmálastofnanir og fé- lagsmálaráð úr mörgum sveitarfé- lögum leitað til heimilisins með börn og að honum væri ekki kunn- ugt um að nokkurt mál í þessa vem hefði komið upp. Ekki hæfnisvottorð Bragi sagði að með stofnun Bamavemdarstofu hefði lögum ver- ið breytt í þeim tilgangi að bæta mat á fósturheimilum og allan und- irbúningi og var Bamavemdarstofu falið að annast fósturmál og meta hæfni tilvonandi fósturforeldra og undirbúa þau. „Það er því ekki heim- ilt að taka bam í fóstur nema hafa fengið hæfnismat frá Barnavernd- arstofu,“ sagði hann. „í því hæfnis- mati gemm við kröfur til að fjöl- skyldumar sæki undirbúningsnám- skeið hjá okkur. Á þessu er þó und- antekning. Einstökum barnavernd- arnefndum er heimilt að vista böm í fóstur til skamms tíma eða skem- ur en sex mánuði. Þessi fjölskylda sem um er að ræða hafði ekki feng- ið hæfnisvottorð frá Bamavemdar- stofu en hins vegar hafði nefndin fyrir norðan og bamavemdamefnd Hafnarfjarðar gert sínar athuganir og ekki fundið neitt athugavert." Fyrsta dæmið Bragi sagði þetta vera mikið áfall. „Þetta er fyrsta dæmið sem vitað er um á íslandi," sagði hann. „Við vitum að í nágrannalöndunum hafa mál sem þessi oft komið upp og nýleg rannsókn í Svíþjóð leiddi í ljós að um 200 samsvarandi tilvik hafa uppgötvast þar. Þannig að þetta er mál sem menn þurfa að vera vakandi fyrir og við teljum okkur vera það. Við höfum ákveðið hjá Barnaverndarstofu að í kjölfar þessa atviks verði rannsakað hvort aðrar barnavemdamefndir hafí vistað böm á þessu tiltekna heim- ili. Jafnframt að leita eftir upplýs- ingum hjá þeim hvort ástæða sé til að rannsaka í þeim tilvikum hvort börn hafi hugsanlega orðið fyrir einhverri áreitni. Við höfum einnig ákveðið að beina þeim spurn- ingum til nefndanna hvort þeim sé kunnugt um einhver slík tilvik þar sem þetta hafi komið fyrir áður. í framhaldi af því munum við taka ákvörðun um hvort ástæða sé til frekari aðgerða." > * : l I í I i : I Ui
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.