Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU ERLENT Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva haldinn í dag Afkoma og samspil vaxta og gengis helztu málin AÐALFUNDUR Samtaka fisk- vinnslustöðva verður haldinn í Skíðaskálanum í Hveradölum í dag. Helztu málefni fundarins verða af- koma í vinnslunni, umhverfismál í sjávarútvegi, samspil vaxta og gengis og viðhorfskönnun á því hvort allur fiskur eigi að fara um fiskmarkaði eða ekki. Arnar Sigur- mundsson, formaður stjórnar SF, segir að afkoman í vinnslu bolfisks sé slök, en annars sé afkoman í greinni misjöfn. Arnar segir ennfremur að sam- spil vaxta og gengis sé mikilvægt fyrir sjávarútveginn og verði um- ræðan um þau mál á fundinum bæði fræðileg og vönduð. Þá verði að vænta athyglisverðra upplýsinga í viðhorfskönnuninni um hvort selja skuli allan físk á mörkuðum. Ná- kvæmar upplýsingar um stöðu vinnslunnar í heild og einstakra greina innan hennar verða lagðar fram á fundinum í dag. Dagskrá fundarins er í stórum dráttum á þá leið, að hann hefst með skýrslu formanns stjórnar SF, Arnars Sigurmundssonar. Að henni lokinni kynnir Einar K. Jónsson, rekstrarhagfræðingur, niðurstöðu viðhorfskönnunar á því hvort selja eigi allan fisk á fiskmörkuðum og síðan ávarpar sjávarútvegsráð- herra, Þorsteinn Pálsson, fundar- menn. Þá ræða Friðrik Pálsson, forstjóri SH, og Einar Svansson, framkvæmdastjóri FH, um um- hverfismál í sjávarútvegi og Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri VSÍ, og Már Guð- mundsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, fjalla um samspil vaxta og gengis. Loks verða pall- borðsumræður um áhrif vaxta og gengis á afkomu og samkeppnis- hæfni útflutningsgreina. Umræð- unum stjórnar Einar Oddur Krist- jánsson en þátttakendur verða Finnbogi Jónsson, Hannes G. Sig- urðsson, Jón Hallur Pétursson, Már Guðmundsson, Pétur Reimarsson og Þórður Friðjónsson. Aðalfundur SF hefst klukkan 10. Ohæf til manneldis Gunnólfur hættir aðild að SF „Léleg frammistaða ástæða úrsagnar“ KRISTINN Pétursson, fram- kvæmdastjóri Gunnólfs ehf. á Bakkafirði, hefur afráðið að hætta aðild að Samtökum fiskvinnslu- stöðva auk þess sem hann gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn SF. Að sögn Kristins eru ástæður úrsagnarinnar m.a. lé- leg frammistaða SF í málefnum fisk- vinnslunnar á tímum langvarandi taprekstrar bolfiskvinnslu án þess að stjórn SF hafí lagt af mörkum nokkrar raunhæfar tillögur til stjórnvalda um málefni vinnslunnar þannig að snúa mætti langvarandi taprekstri í hagnað. „Ég hef oft áréttað í stjórn að stjórnin ætti að taka afstöðu um aukningu þorskkvóta til að auka framboð á bolfíski til landvinnslu, þar sem það væri eina raunhæfa leiðin til að rétta af taprekstur land- vinnslunnar og afstýra frekara tjóni á mörkuðum erlendis en þegar hefur orðið vegna samdráttar í þorskafla," segir m.a. í bréfi Kristins til stjórnar SF. Fölsuð veiðiráðgjöf Ennfremur segir: „Á stjórnarfund- um hjá SF hef ég oft lagt fram upp- lýsingar, sem bent hafa til þess að veiðiráðgjöf í þorskveiðum væri föls- un en lítill hljómgrunnur hefur verið fyrir því að ræða það efnislega við veiðiráðgjafa og reyna að fínna skýr- ingu á hvað sé hið rétta í málinu." í úrsagnarbréfinu telur Kristinn sömuleiðis upp þau atriði, sem hann telur að gætu nú bætt stöðu bolfisk- vinnslunnar þannig að hún legðist ekki af. í fyrsta lagi nefnir hann að auka þurfi þorskveiði strax um 100 þúsund tonn. Því fylgi lítil áhætta þar sem auðvelt sé að rökstyðja að þorskstofninn nú sé a.m.k. 400 þús- und tonnum stærri en veiðiráðgjafar vilja viðurkenna og í gildi væri 25% aflaregla. í öðru lagi telur Kristinn að vigta beri allan bolfisk, sem flutt- ur er úr landi, nettó. Fiskur til land- vinnslu væri vigtaður nettó sem leiddi til grófrar samkeppnismis- mununar í erlendri fiskvinnslu í hag. Tilbúnar tölur í þriðja lagi vill Kristinn að allur afli verði vigtaður við móttöku um borð í frystitogurum en að hans sögn er áætluð nýting í frystitogurum í dag tilbúnar tölur. „Fiskistofu er kunnugt um að nýtingartölur frysti- togara eru í flestum marklausar ágiskanir. Fiksistofu er einnig kunn- ugt um að frystitogarar landa sumir 6-8% „afskurði“ utan aflaheimilda með vitund sjávarútvegsráðuneytis- ins og sjávarútvegsráðuneytið leyfir frystitogurum með reglugerð að draga 2% „drip loss“ frá nettóvigt landaðra afurða sem jafngildir um 5% af óunnu hráefni." SÍLDIN, sem Þorsteinn EA og Beitir NK komu með til Norðfjarð- ar eftir veiðar skammt vestur af Tromsö í Noregi, reyndist hvorki hæf til frystingar né söltunar. Engu að síður var svolítið af síld- inni af Beiti tekið til að prufu- keyra vinnslukerfi fyrir frysta síld og saltsíld hjá Síldarvinnslunni, en slík vinnsla hefst bráðlega í Nes- kaupstað. Þrettán íslenzk skip fengu leyfi til að taka 770 tonn af síld hvert innan lögsögu Noregs samkvæmt samningi um heildarnýtingu norsk-íslenzku síldarinnar. Flest skipin fylltu sig nánast strax er kom á miðin, en ekki var hægt að fá löndun í Noregi fyrr en suður undir Álasundi; en þangað var 600 mílna sigling. Utgerðir skipanna ákváðu því að láta þau sigla heim með aflann, en það voru um 700 mílur. Það var um þriggja sðlar- hringa sigling og hrepptu skipin brælu á leiðinni. Engin kæling er í lestum Þorsteins og fór allt af honum til bræðslu. Beitir er hins vegar með sjókælitanka en þrátt fyrir það var síldin orðin mjög slegin eftir bræluna og í raun óhæf til manneldis er heim var komið. Síldin reyndist um 19% feit og 30 til 33 sentímetrar að lengd. Skip Síldarvinnslunnar í Neskaup- stað einbeita sér nú að síldveiðum við ísland. Aðeins fá skip hafa þegar hafið síldveiðar í haust, en síldin er stór og góð bæði í fryst- ingu og söitun. Xi^murphii * SWICHGlGE Þrýstimælar, hitamælar, tankmælar, flæðimælar, ampermælar o. m. fl. Mikið úrval. Mjög hagstætt verð Leitið nánari upplýsinga. VÉLASALAN EHF. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 552 6122. Reuter Hnefaleikakengúra FJÖLLEIKAHÁTÍÐ stendur nú yfir í Póllandi og fjölleikaflokkar hvaðanæva úr heiminum hafa flykkst þangað til að sýna listir sínar. Hér er Rússinn Valeva Af- anasjev með félaga sinum, keng- úrunni Tonic, sem æfir hnefaleika fyrir sýningu þeirra í Varsjá. Norsku miðflokkarnir Yilja tefja viðræð ur um Schengen Ósló. Morgunblaðið. HUGSANLEGT er að væntanleg miðflokkastjórn í Noregi reyni að draga viðræður íslands og Noregs um aðild að Schengen-vegabréfa- samstarfinu á langinn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins innan miðflokkanna vilja miðjumenn, sem eru andvígir samstarfssamningi Noregs við aðildarríki Schengen, reyna að draga viðræðurnar fram yfír þjóðarat- kvæðagreiðsluna um Amsterdam- sáttmála Evrópu- sambandsins í Danmörku. Noregur og ís- land undirrituðu í desember sl. samstarfssamninga við aðiidarríki Schengen-samningsins, sem kveður á um afnám vegabréfa- eftirlits á landamærum. Með sam- þykkt Amsterdam-sáttmálans í júní sl. var hins vegar ákveðið að innlima Schengen-samninginn í stofnsátt- mála ESB og því þarf nýjar samn- ingaviðræður til að laga samstarfs- samningana að þeirri breytingu. Miðflokkarnir í Noregi voru and- vígir samstarfssamningnum, en hann var staðfestur með miklum meirihluta á Stórþinginu í vor. Ný miðflokkastjórn á því ekki annars kost en að ganga til nýrra viðræðna. Vonast til að Danir felli Miðflokkarnir vonast hins vegar til þess að verði Amsterdam-sáttmál- inn felldur í Dan- mörku verði það til þess að ekkert verði úr aðild Norðurlandanna að Schengen og jafnvel að nor- ræna vegabréfa- sambandið haldi áfram í lítt breyttri mynd. Aftenposten greinir hins vegar frá því, að bæði framkvæmdastjórn ESB og dönsk stjórnvöld leggja áherzlu á að samningum við Noreg og ísland verði lokið fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna í Danmörku, sem senni- lega verður haldin í maí á næsta ári. íslenzk stjórnvöld hafa einnig lát- ið í ljós óskir um að viðræðunum verði hraðað. Danskir ESB-andstæðingar Ný málshöfðun Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. HÓPUR ESB-andstæðinga hefur enn á ný stefnt forsætisráðherra vegna stjórnarskrárbrots. Að þessu sinni snýst málið um hvort forsætis- ráðherra afsali valdi í trássi við stjórnarskrána, með því að staðfesta Schengen-sáttmálann, sem snýst um samstarf um umferð um landamæri og lögreglusamstarf. Málið nú snýst um hvort 20. grein stjórnarskrárinnar, sem kveður á um að aðeins sé hægt að afsala tak- mörkuðu valdi til alþjóðlegra stofn- ana. ESB-andstæðingarnar álíta að í Schengen felist mun víðara afsal og því sé um stjórnarskrárbrot að ræða. Fyrir dómstólum liggur einnig annað mál, er varðar Maastricht- sáttmálann og valdaafsal er í honum felst. Undirréttur hefur sýknað for- sætisráðherra í því máli, en málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar, sem væntanlega kveður upp dóm í vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.