Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 15 Nýi CLAAS skotbómulyftarinn er einstakt fjöinotatæki sem hentar við : -mokstur -viðhald -verktakavinnu Lyftir frá 2,5 - 3 tonnum uppí allt að 7 m hæð Lyftir 1,5 tonni í 3.8 m fjarlægð við erfiðar vinnuaðstæður Lúxushús 360° útsýni @ Fjórhjólastýrður Krabbastýrður 20 - 35 km hámarkshraði 3ja hraða „power“ skiptur Ein stjórnstöng fyrir allar aðgerðir Dráttarkrókur og vökvaúrtök að aftan | Einnig fáanlegur liðstýrður Fjölsóttur borgara- fundur á Húsavík Nýttskip Bolvíkinga ísafirði - Nýtt skip, Hrafnseyri ÍS- 10, bætist í flota Bolvíkinga á laug- ardag. Eigandi skipsins, sem er 430 lesta frystitogari, er Þorbjörn hf. í Bolungarvík en það var keypt af Fiskiðjusamlagi Húsavíkur fyrir stuttu og hét þá Kolbeinsey ÞH. Að sögn Eiríks Tómassonar, framkvæmdastjóra Þorbjarnar hf., eru ráðgerðar nokkrar breytingar á skipinu áður en það heldur til veiða og verða þær framkvæmdar í Grindavík. Hrafnseyri IS kemur í stað Dagrúnar ÍS-9 sem hefur ver- ið til sölu um tíma og kvóti síðar- nefnda skipsins fluttur yfir á nýja skipið. Skipstjóri verður Grétar Kristjánsson sem verið hefur skip- stjóri á Dagrúnu. A laugardag fer einnig fram hlut- hafafundur í Bakka hf. Bolungarvík þar sem tekin verður endanleg ákvörðun um sameiningu fyrirtæk- isins við Þorbjörn hf. Yfir 90% hlut- hafa í Bakka hafa skrifað undir yfírlýsingu til samþykktar samein- ingunni og mun því Bakkanafnið hverfa við upphaf nýrrar vinnuviku. Ingvar i | z = Helgason hf. -...— r Sævarhöfða2 ^===^ Sími 525 8000 Véladeild Sími 525 8070 landi. Bæjarstjórinn, Einar Njáls- son, skýrði málið í ítarlegri fram- sögu og sagði að verið væri að breyta farvegi Helgugerðislækjar en hann lægi nú í stokk í gegnum skrúðgarðinn. Hugmyndin væri að framhald skrúðgarðsins yrði upp Sprænugil- ið og ætti að opna lækinn til prýði skrúðgarðsins en til þess að svo gæti orðið yrði að breyta farvegi hans. Hann sagði ótta bæjarbúa ástæðulausan þar sem þetta væru þær framkvæmdir sem nú stæðu FRÁ borgarafundinum á Húsavík. Moreunblaðlð/Sllh yfír og því ekki um neitt malarnám og að undangengnu umhverfis- að ræða en slíkt yrði ekki gert mati. Skildu fundarmenn því al- nema með samþykki bæjarstjórnar mennt sáttir að fundarlokum. Fjölmennt í Gunnars- staðarétt Þórshöfn - Réttardagar setja svip sinn á mannlíf í sveitinni á haustin og er mikið að gerast hjá fólki og fénaði. Veður hefur verið fallegt og hlýtt þessa réttardaga og er mál til komið því haustið sendi Norðlend- ingum kaldar kveðjur í byijun. Bændur fengu slæm veður í göngun- um en það mun vera nokkuð árvisst hjá þeim. Réttað var í Gunnarsstaðarétt í Svalbarðshreppi um síðustu helgi í blíðskaparveðri og var fjölmennt, því nokkuð er um að fólkið „á mölinni" mæti í sveitina með börnin, auk bændafólks í sveitinni. Um 2.000 fjár fara um Gunnarsstaðarétt í haust og sýna börnin oft mikil til- þrif innan um féð í réttinni. Sex ári snáði sat klofvega á lambhrút og ætlaði að koma honum í rétt hólf en sá var ekki samvinnuþýður og rauk af stað svo kappinn flaug aftur af honum en var gripinn af nær- stöddum manni áður en illa fór. Samanburðarrannsóknir Stærstum hluta fjár hér úr byggð- arlaginu er slátrað á Kópaskeri því allmörg ár eru síðan sláturhúsið á Þórshöfn var lagt niður. Slátrun á útflutningsfé fer hins vegar fram á Húsavík. Gunnarsstaðir í Svalbarðs- hreppi eru eitt af þremur bændabýl- um hér á landi sem taka þátt í til- raunaverkefni, þ.e. samanburðar- rannsóknum á lambakjöti, og eru um 90 lömb á bænum í því úrtaki. Almennar mælingar eru gerðar á kjötframleiðslunni; s.s. hlutfalli kjöts og beina og hvernig lambakjötið kemur út í samanburði við annað, t.d. hvað bragð og gæði varðar. Auk íslands taka fimm lönd í Evrópu þátt í þessu verkefni. -----♦ ♦ ♦ Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir HAUKUR Þórðarson frá Þórs- höfn flaug af baki þegar hrút- urinn tók á rás augnabliki eft- ir að myndin var tekin. Húsavík - Bæjarstjórinn á Húsa- vík boðaði til borgarafundar sl. miðvikudagskvöld og var hann mjög fjölsóttur. Fundurinn var boðaður vegna mikillar ólgu í bænum vegna fram- kvæmda bæjarins í Skógargerðis- mel því margir töldu þær fram- kvæmdir vera upphaf malartekju úr melnum og myndi hann því hverfa eins og Stórhóllinn en um það mál hafa verið skiptar skoðan- ir. En að mati sérfræðinga er Skógargerðismelurinn eitt besta svæðið til malartekju í Húsavíkur- CLAAS Sanderson skotbómulyftarar -vegna yfirtöku CLAAS á Sanderson skotbómulyfturum kynnir Ingvar Helgason þetta sterka fjölnotatæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.