Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Einn stór norrænn SJONMENNTIR Listhúsiö B o r JS MYNDVERK ÞORVALDURSKÚLASON Opið alla daga frá 12-18. Sunnudaga 14-18. Til 28. september. Aðgangur ókeypis. ÞRÓUNIN hefur illu heilli orðið sú hin síðari ár, að æ fátíðara verð- ur að markvert yfirlit eldri málara, einkum genginna, sjáist í listhús- um borgarinnar, helst stök eða fá verk og sum af vafasömum upp- runa. Verður svo áfram svo lengi sem öll aðalsöfn okkar eru öðru fremur starfrækt sem sýningarsal- ir. Sjálft Listasafn íslands næði ei heldur að sýna nema brot þróun- arinnar, þótt allir salir „monthúss- ins“ væru virkjaðir til hins skýrt markaða hlutverks er þjóðlistasöfn gegna erlendis, standi þau á annað borð undir nafni. Rýnirinn hefur endurtekið vakið athygli á þessu í skrifum sínum, fann sérstaklega fyrir hinni stóru gloppu er hann skoðaði sölusýn- ingu á verkum Þorvaldar Skúla- sonar í nýjum húsakynnum list- hússins Borg að Síðumúla 34. Um er að ræða myndir sem koma frá Danmmörku, úr búi Astrid Fug- man, sem listamaðurinn var kvæntur í áratug 1938-48, og enn lifir 94 ára að aldri. Á sýningunni eru ýmis verk sem álíta má að ekki hafa borið fyrir augu manna fyrr hérlendis, í öllu falli ekki í frumgerð sinni, en eru þó svo ótvírætt með handbragði hins snjalla málara að viðbrugðið er. Fór ósjálfrátt að hugleiða þetta með pensilförin, sem sumir nefna pensilskrift, að það virðist alveg sama hvað góður málari tekur sér fyrir hendur að mála, hvort heldur það sé hlutvakinn heimur eða fijálssprottin sértæk tjáning, því pensilstrokurnar bera ótvírætt kennimark gerandans. Þetta eiga þjálfaðir málarar að sjá öðrum betur, því þeirra er innsæið á vinnulag starfsbræðra sinna. Á því er þó sá fyrirvari, að viðkom- andi hafi gengið í gegnum það hefðbundna grunnnámsferli og verklegu þjálfun sem lengstum JACOBS M' i . .kc>rSe1ccúon C ri icni OPINN gluggi, olía á léreft, 1942. var meginveigur náms í listaskól- um. Þorvaldur var afar hæfileikarík- ur og vel menntaður málari, m.a. nemandi Axels Revolds við listaka- demíuna í Ósló, 1928-31, en sá var samtíða Jóni Stefánssyni í einka- skóla Henri Matisse í París 1908-10. Að auki var Þorvaldur viðloðandi einkaskóla Marchel Gromaire í París 1931-33. Báðir þessir lærimeistarar höfðu drjúg áhrif á þróun hans og innsýn á málverkið eins og myndirnar bera með sér. En Þorvaldur braut þessi og önnur áhrif sem hann varð fyr- KONA í stól, þekjulitir og blýantur 1939-40. ir undir persónuleika sinn og kem- ur það einkar vel fram í myndunum á sýningunni sem bera vitni rífandi geijun gerandans á tímabilinu. Það er sömuleiðis eftirtektarvert, hve þróað og sterkt líf eins og streym- ir út úr myndverkunum, en slíkt næst einungis með þrotlausri þjálf- un og aga. Hér er vel að merkja um annað og þróaðra málaralag að ræða en t.d. hjá Svavari Guðna- syni, enda bjó Þorvaldur yfír mót- aðri tækni og yfirsýn á málverkið. Kannski er það óskhyggja, en sé litið til baka freistast maður til að álíta að Þorvaldur hefði enn um stund mátt halda áfram að rækta hið hlutvakta svið. Á engu tíma- bili listar þorvaldar voru litirnir jafn safaríkir og efniskenndir og þótt ekki sé um úrskerandi lykil- verk að ræða eru þetta býsna vel málaðar myndir, enda náði enginn málari tímabilsins viðlíka tökum á þessu alveg sérstaka málunarlagi. Sagan frá lokum fyrri heims- styijaldarinnar og árunum eftir hana, endurtók sig með uppstokk- unum á öllu almennu gildismati. Það var því eðlilegt að framsæknir listamenn töpuðu sumir áttum í þeim nomakatli nýrra viðhorfa sem árin eftir seinni heimsstyijöldina vom óneitanlega. Franskir kenn- ingasmiðir vildu þá leggja heiminn undir heimatilbúna rökhugsun í list- um og litu niður á flest sem var gert annars staðar, líkt og margir þarlendir álíta aðrar þjóðtungur óæðri frönskunni. Á þessum árum var París vissulega Mekka mynd- listarinnar, en hér sannaðist eins og fyrra skiptið, að altæk lögmál og trúarbrögð gilda ekki í listum, em dæmd til að lifa sig. Menn taki einungis eftir, að flestar kenningar bendiprika áratuganna eftir stríð um alheimsmál listarinnar, hafa reynst fáfengilegar upptuggur, klisjur, sem stóðust ekki tímans rás og eftir standa einungis safamikil og blóðrík myndverk. Eins fór um hinn hinn snjalla og lævísa uppslátt módem- ismans; „í listum liggur engin leið til baka“, sem svo sára auðvelt var að falla fyrir. Bein og óbein frönsk áhrif viðhorfanna fyrir stríð koma greinilega fram í hlutkenndu myndunum á sýningunni og svo fær skoðandinn að fylgjast með ýmsum þreifingum í anda Helhestsins (Helhesten), sem var undanfari Cobra. Þar slakar Þorvaldur um stund á hinni ströngu frönsku rökhyggju í upp- byggingu myndheilda og og er með óformlegar og skynrænar þreifingar á grunnfletinum. Sýningarhópurinn Co- bra varð hins vegar ekki til fyrr en er Þorvaldur hafði snúið sér að strangflatalistinni, þannig að rangt er að nefna þetta Cobra tímabilið, eins og stundum er gert og einn hefur eftir öðrum. Það er einnig röng söguskoðun sem iðulega er haldið fram, að menn hafi verið orðnir leiðir á óhlut- kenndu listinni, þar réðu öðru fremur rangsnúinn áróður, mark- aðslögmál og pyngja listmógúla framúrstefnulisthúsa austan hafs og vestan, hin vægðarlausa krafa um nýja söluvöru í myndlistinni. Það var þessi krafa fjarstýrðra bendiprika sem útskúfaði málverk- inu á áttunda áratugnum og er að endurtaka sig á þeim tíunda, eins og menn hafa berlega orðið varir við hér á útskerinu einangraða. Þessvegna eru þessi myndverk Þorvaldar Skúlasonar líkust fersk- um gusti úr fortíð og er sá úrsvali í listinni sem blífur. Um er að ræða lifandi þráð tímans, því myndirnar eru jafn ferskar og eiga þannig séð viðlíka erindi til okkar og þegar þær voru málaðar. Það stendur íslenzkri myndlist helst fyrir þrifum, að menn hafa verið svo alteknir áróðrinum fýrir tilbún- um nýjungum, að afgangi hefur mætt að jarðtengja það sem gert hefur verið. Búa til ímynd í kring- um okkar eigin vettvang, okkar eigin sjónlistasögu. Styðja við bak- ið og lyfta íslenskri myndlist á stall með hlutlægri söguskoðun og forma í kringum hana rammgerða landhelgi eins og aðrar þjóðir hafa gert. Hér eru Bandaríkjamenn, Þjóðveijar, Englendingar, Hollend- ingar og Frakkar fremstir í flokki, eins og allir geta séð á stórsýning- um og kaupstefnum úti í heimi. Um leið erum við miklir og frum- stæðir eftirbátar grannþjóða okkar eins og hver og einn getur sann- færst um í sjón og raun ef vill. Telst verðugt verkefni fyrir metn- aðargjarna listsögufræðinga og alla þá sem láta sig myndlist varða að snúa hér vörn í sókn. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.