Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 35
MORG UNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 35 Þvælugagnrýni er eins og mývargur KARL Kvaran, sá ágæti málari, var ein- stakur sérvitringur í upphengingu mynda. Ekkert verk mátti trufla annað og var þetta á mörkum mein- læta. Fyrir bragðið virtust einkasýningar hans, en þær voru ekki margar, svolítið ein- hæfar. Karl var per- feksjónisti. En hann blómstraði á samsýn- ingum í sambýli eða andbýli við aðra mál- ara og aldrei sá maður betur en þá hvílík stærð hann var. Sam- sýningu má, þó langsótt sé, líkja við hljómsveit þar sem öll þessi ólíku hljóðfæri geta ekki hvert án annars verið við flutning tónverks. Það er langt síðan ég tók að viðra þá hugmynd að endurreisa sam- sýningarnar, fremur litlar en stór- ar. En það var eins og ekkert væri hægt að gera nema stofna fyrst félag og hafa helst tilbúna skrá yfir þá sem ekki máttu vera með. Ég var löngu hættur að minn- ast á þetta, þegar Einar Hákonar- son orðaði við mig þannig sýningu. Ég fór fram á sjálfdæmi um val á listamönnum og var það strax sam- þykkt. Þessari sýningu, sem senn er lokið, hefur verið afar vel tekið af flestum, þó ekki öllum. Aðsókn bendir til að fólk hafi haft þörf fyrir nýja hugsun í sýningahaldi. Og þá víkur sögunm að hinum skrýtna manni Braga Asgeirssyni. Hann er haldinn skýringaráráttu, vel að merkja gagnvart öllum öðr- um en sjálfum sér. Ég sé ekki ástæðu til þess, í svo litlu landi, að setja saman ævisögu mína í hvert sinn sem ég sýni. Og nú er nefndur til sögunnar hinn illræmdi „einblöðungur“ sem kveikir í Braga þvílíkt bál að hann jarðar heilar sýningar út af honum. Hann heimtar bók eins og í „útlandinu". Og úr því málið barst að upplýs- ingum, hvað veit Bragi um undir- búning þessarar sýn- ingar Sjö málarar? Nákvæmlega ekkert, en ef hann vill að eitt- hvað sé í skötulíki þá skal svo vera og vei þeim sem efast um óskeikulleika páfa. Að upphengingu vann fólk með áratuga reynslu að baki en hann heldur að hann geti tekið þessa lista- menn á kné sér og snuprað eins og nem- endur í MHÍ. Þetta fólk hefur jafnvel ver- ið í „útlandinu“ eins og Bragi. Að vandlega yfirveguðu ráði valdi ég lista- menn, sem sjálfir réðu vali mynda sinna og nenni ég nú ekki að skatt- yrðast frekar út af heimabökuðum kenningum, röngum, um undir- búning þessarar sýningar. Og þá er komið að hinum undarlega gagnrýnanda, Braga. Hann hefur alla tíð verið þrúgaður af einskonar tregðulög- máli gagnvart Einari Hákonarsyni. Allt sem Einar hefur tekið sér fyr- ir hendur hefur vakið upp hálf- velgju jafnvel hálf meðvitaða and- úð hans. Til skýringar á þessu get ég ekki einu sinni skrifað einblöð- ung. Þetta er kannske eitthvað fyrir sálfræðina. Ég fór utan áður en sýningin var opnuð og var ekki búinn að sjá hana þegar ég las pistil Braga. Ég get ekki neitað því að mér brá svolítið í brún. Ég hef lengi haldið í vonina um að Bragi væri á ritvelli ein seinasta bijóstvörn gamalla og góðra gilda í myndlist. Gat mér hafa mistekist svo hrapallega? Mér létti strax þegar ég sá að sýningin var jafn- vel enn betri en ég hafði þorað að vona. Við þessa aðra sýningu í Listaskála Hveragerðis, hefur tregðulögmálið snúist upp í niður- gang, og þegar þannig er ástatt hafa menn gjarnan allt á hornum sér. Það tekur því varla að tína upp visnaðar fjólur og tittlingaskít Ég sé ekki ástæðu til þess, segir Kjartan Guðjónsson, að setja saman ævisögu mína í hvert sinn semégsýni. úr slóð málarans á ferð hans um sýninguna, né eltast við missýn, misskilning og rangfærslur. Og þó, engan mann veit ég hafa sýnt meira og oftar gamlar myndir en Braga, og ber ekki að lasta það. En nú verður ekki annað séð en að málverk skuli vera einnota eins og plastflöskur. Hann fitjar upp á trýnið ef hann sér eða heldur að hann hafi séð mynd einhversstaðar áður. Engin mynd Soffíu hefur verið sýnd áður og fæstar Péturs en þetta skiptir raunar engu máli, myndir eru sem betur fer ekki ein- nota. Ég get ekki annað en vor- kennt manninum að sjá ekki hvað býr í þessum ungu listamönnum sem hafa nýhafið feril sinn. Geðill- ur gagnrýnandi getur tafið fyrir ungum listamanni, en þau munu bæði, Pétur og Soffía, lifa Braga af. Það gerir minna til með okkur sem erum volkinu vön. Þvælugagn- rýni er eins og mývargur, hvimleið- ur en hættulaus. Annars má gott heita að hann skyldi ekki kalla okkur listaspírur. Sjálfur tel ég mig hafa sloppið nokkuð vel, sennilega fyrir aldurs sakir. Ég fæ vingjarnlegt klapp á kollinn eins og hundur nágrannans á kvöldgöngu. í forsvari fyrir hvað skyldi Bragi annars vera? En fátt er svo með öllu illt... Bragi hefur þrátt fyrir alltfundið menninguna í Hveragerði. í pistli sínum gefur hann að lokum því framtaki ágætiseinkunn að hengja upp myndir (áður sýndar) í farfugla- hóteli á bökkum Varmár. Höfundur er listmálari í Reykjavík. Kjartan Guðjónsson FERDAFÉLA6 ÍSLANDS Haffjarðará, en að austan er mýr- arflói. (-) Eftir honum renna tveir stokkalækir undan hrauninu, úr norðaustri til suðvesturs, samein- ast sunnarlega í flóanum og falla í einu lagi út á Löngufjörur. Þeir heita Tálmi og Slarki. í.útsuður frá bænum, eftir vestanverðum flóanum, ganga gróðurlaus holt með mýrarsundum á milli, alla leið út að Löngufjörum (-) hluti þeirra ... er í raun og veru flói milli Stóra- hrauns- og Litlahraunslands að austan og Skógarness að vestan, yfirflotinn sjó um flóð, en að mestu leyti svartar leirur um fjöru. (-) Út í þennan flóa fellur Haffjarð- ará. Hún er mesta vatnsfall í heimi um flóð, en lítil um fjörur. (-) Um flæði fellur sjór upp að túninu, og í stórstraumum á haustin kemur það fyrir í áhlaðanda, að flóð geng- ur alla leið á tún upp. Þá er gesti bar að garði, sáu þeir stundum sýn, sem þeim varð minnisstæð. Lengst í vestri grilltu þeir menn koma ríðandi á þurru landi, en enginn sjór sjáanlegur. Gestirnir komu inn, þáðu kaffi og skröfuðu nokkra stund við fólkið. En þegar þeir komu út, var allt þurrlendi horfið og menn róandi á bátum, þar sem reiðfólkið hafði áður ver- ið. Þá var komin flæður og sjór fallinn upp undir húsdyr.“ (Að æfilokum, Rv. 1950, bls. 15-17) Hér er farið þannig að: Fyrst er staðsetning og mið við eitthvað alþekkt, og raunar gefíð í skyn að prestsetrið sé andskaut við sjálfa höfuðborg landsins. Síðan er stað- háttalýsing þar sem helstu kenni- leita er getið, án verulegrar upp- talningar örnefna, og jafnan miðað við einn tiltekinn stað, bæinn á Stórahrauni. Kannski er lækjanna í mýrarflóanum því aðeins getið með nafni að nöfnin vísa til ferða- slarks þar sem lækirnir tálmuðu för. Farið er sparlega með lýsingar- orð en ekki skirrst við ýkjur þegar svo ber undir (mesta vatnsfall í heimi); frásögnin af áhrifum flóðs og fjöru er lýsingarorðalaus en get- ur vart verið myndrænni og skýr- ari. Það er áhrifaríkt bragð að tengja hana fremur gestum en heimafólki. - í textabútum sem hér voru felldir brott er efni sem heldur betur fyllir og skreytir: bent er á huldufólk í klettum, vitnað til Landnámu um upptök Eldborgar- hrauns, minnt á kirkjuna fornu í Bæjarey, greint frá fjallasýn og Snæfellsjökull fær þessa játningu: „Skelfíng þótti mér vænt um hann.“ Þetta að vera í tilfinningalegum tengslum við landið er kannski nokkur forsenda þess að landlýsing heppnist eins og að er stefnt. Séra Ámi segir: „Mér leið mjög vel á Stórahrauni. Þar lifði ég eins og blóm í eggi. Jörðin batnaði. Bú mitt stækkaði, og ég hafði nóg af gestum mér til skemmtunar." Nú var nefnt dæmi frægra manna, frásagnameistara og rit- snillings, en lítt þekktu fólki úr þjóðardjúpinu hefir oft tekist að lýsa landslagi á þann hátt að hverj- um rithöfundi væri sómi að og þá einnig árbók Ferðafélags. Það er trúa mín að verkefni árbókanna, að lýsa landinu og sambúð fólks við landið, sloti ekki meðan íslend- ingar þykjast hafa eitthvað til lands síns og sögu að sækja. Höfundur hefir um sinn umsjón með útgáfu Forðafélagsárbóka. Ein miltjon frípunkta! Við drögum 2. október úr hópi þeirra sem hafa notað Fríkortið í Hagkaupi dagana 25. september til 1. október 1997. 20 viðskiptavinir sem nota Fríkort fá 50.000 frípunkta hver. Fynr 50.000 frípunkta má t.d. fara einu sinni til útlanda, fljúga þrísvar innanlands, fara 14 sinnum í leikhús eða 50 sinnum í bió. Pvi oftar sem þu notar Fríkortið þitt því meiri líkur eru á að þú verðir meðal hinna heppnu. fifrirfjölskMlduMtL- 1 < <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.