Morgunblaðið - 26.09.1997, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 26.09.1997, Qupperneq 60
JHmi£d I -setur brag á sérhvern dag! qnœruu * grein (^) BÚNAMRBANKI ÍSUNDS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG RITSTJ@MBL.1S AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 126 KR. MEÐ VSK Rjúpnaskytta sýknuð í Hæstarétti Auður djúpúðga nam ekki landið HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær rjúpnaskyttu, sem var saksótt fyrir að hafa skotið ellefu rjúpur í landi Neðra- Hundadals í Dalabyggð án leyfis landeiganda. Rétturinn vitnaði í Land- námu, þar sem skýrt er frá því að Auður in djúpúðga hafi numið öll Dalalönd í innan- verðum Breiðafirði frá Dög- urðará til Skraumuhlaupsár og gefið land skipverjum sín- um og leysingjum. Hundi leysingi hennar fékk Hunda- , dal. Skyttan að veið- um í Njóladal Ekki liggur fyrir hve stórt landið hefur verið, en Njóla- dalur gengur til suðurs frá enda Hundadals og þar var rjúpnaskyttan að veiðum. Þá er vitnað í landamerkjabréf frá 1884 fyrir jörðinni Neðri- Hundadal, en rétturinn segir að ekki liggi fyrir gögn eldri en það um að land Neðri- Hundadals hafi náð til rjúpnaveiðisvæðisins. Land þar sé um og yfir 550 metra hæð yfir sjávarmáli og gróð- Lg. ur enginn. Þetta land ekki numið í öndverðu „I Ijósi þessara staðhátta verða ekki taldar líkur fyrir því að þetta land hafi verið numið í öndverðu eða síðar,“ segir Hæstiréttur og telur að þrátt fyrir landamerkjabréfið verði að telja slíkan vafa leika á um beinan eignarrétt eig- anda jarðarinnar Neðri- Hundadals yfir umræddu svæði að sýkna verði ákærða. ÞEIR sýndu það, eldri kylfingar, víðs vegar að, á opnu móti í „pútti“ á vegum Félags áhuga- fólks um íþróttir aldraðra, að þeir eru ekki deginum eldri en Ungir í anda þeim finnst þeir vera - og sýndu það með tilþrifum sfnum að þeir eru í raun og veru kornungir. Þátttakendur í púttmótinu á Morgunblaðið/RAX púttvellinum í Laugardal voru um 40 talsins og komu m.a. frá Ási í Hveragerði, Nesklúbbi, DAS í Reykjavík, Hraunbæ, Vest- urgötu 7 og Kópavogi. Þýzka bókasafnið í Reykjavík lagt niður GOETHE-stofnunin, sem rekur þýzk bókasöfn og sinnir menningartengsl- um Þýzkalands við lönd um allan heim, hefur ákveðið að loka útibúi sínu í Reykjavík. Ástæða lokunarinn- ar er spamaðarráðstafanir sem stofn- unin er knúin til að grípa til vegna krafna þýzkra stjórnvalda, um að rík- isstofnanir fækki starfsfólki. Frá þessu greindi Hilmar Hoffmann, for- seti Goethe-stofnunarinnar, í viðtali við þýzku fréttastofuna dpa í gær. Auk þýzka bókasafnsins í Reykjavík verður alls níu útibúum stofnunarinnar lokað á næsta ári: í Árósum í Danmörku, Brasilíuborg, Canberra í Ástralíu, Daressalam í Tansaníu, Lahore í Pakistan, Marseille í Frakklandi, St. Louis í Bandaríkjunum og Tampere í Finn- landi. Aftur á móti verða þrjú ný úti- bú opnuð, í Vilnius í Litháen, Tash- kent í Usbekistan og Ramallah á sjálfstjómarsvæði Palestínumanna. Neyddir til að selja borðsilfrið „Við emm neyddir til að selja borðsilfrið - og gerum það með miklum trega með tilliti til langtíma- afleiðinganna," sagði Hoffmann. Hægur vandi sé að glata ávinningn- um af menningarstarfi af þessu tagi, en mjög erfitt að ná honum aftur. Spamaðurinn sem næst með þessum aðgerðum sé smávægilegur í saman- burði við það tjón sem þær valda tengslum Þýzkalands við önnur ríki, sagði Hoffmann. Frá 1994 hefur Goethe-stofnun- inni verið gert að fækka starfsfólki um 1,5% á ári, og 2% frá 1998. Enn sem komið er heldur stofnunin úti 141 útibúi í 76 löndum, en fram til aldamóta á að loka 15 útibúum og fækka um 120 starfsmenn. Erfítt að fá kennara til starfa við sjávarútvegsdeild Háskolans á Akureyri Mikið tjón í Þor- lákshöfn ELDUR kom upp í mjölgeymslu fiskimjölsbræðslunnar Hafnarmjöls í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Allt mjöl sem þar var er talið ónýtt og gæti tjónið numið nokkrum milljónum króna. Slökkviliðið í Þorlákshöfn fékk tilkynningu frá Neyðarlínunni um kl. 22.30 um að eldur væri í húsinu á Hafnarskeiði 28 þar sem fyrirtækið er til húsa. Báðar slökkvibifreiðar slökkviliðsins voru sendar á staðinn og logaði eldur í mjölinu þegar að var komið. Mjölið er sekkjað og hef- ur verið unnið úr fiskúrgangi frá fiskvinnslustöðvum í Þorlákshöfn. Þrír nemar sækja námskeið í veiðitækni til Mexíkó ÞRÍR nemar í sjávarútvegsdeild Há- skólans á Akureyri sækja námskeið í veiðitækni til Mexíkó, þeir eru ný- lega famir utan og taka námskeiðið á þremur vikum. Kostnaður háskól- ans vegna þessa er 240 þúsund krón- ur, eða 80 þúsund krónur á hvern nemanda. Einar Hreinsson sjávarútvegs- fræðingur sem sérhæft hefur sig í veiðarfærum og starfar hjá Neta- gerð Vestfjarða hefur verið stunda- Jsennari við Háskólann á Akureyri og "ennt þetta námskeið að stærstum hluta en um fjórðung námsins sér starfsmaður á Hafrannsóknastofnun. Ástæðan fyrir því að nemarnir þurfa að sækja þetta námskeið alla leið suður til Mexíkó er sú að Einar vinnur nú við verkefni í Mexíkó, en aðrir kennarar voru ekki tiltækir hér á landi um þessar mundir. Jón Þórðarson, forstöðumaður sjávarútvegsdeildar, sagði að ekki hefði verið um annað að ræða í stöð- unni, ella hefði þurft að fella nám- skeiðið niður en það hefði þýtt tafir á námi. Einn nemanna er um það bil að ljúka námi sínu við deildina og hinir tveir era á þriðja ári. Erfitt að fá kennara Jón sagði afar erfitt um þessar mundir að fá kennara til starfa við deildina, en háskólinn væri langt í frá samkeppnisfær við einkageir- ann. „Við erum í beinni samkeppni við atvinnulífið um kennarana og ráðum engan veginn við hana,“ sagði Jón og benti m.a. á að þeir verkfræðingar sem hefðu sinnt stundakennslu við deildina hefðu allir horfið til annarra og betur launaðra starfa. „Það má eiginlega segja að erfitt sé að reka háskóla nema í niðursveiflu í þjóðfélaginu, nú er þensla og þá leita menn ann- að.“ Jón nefndi einnig að fram til þessa hefðu Islendingar ekki menntað mikið af fólki í sjávarút- vegsgreinum, það væri því tiltölu- lega fámennur hópur sem byggi yfir þeirri sérþekkingu sem til þyrfti. Ein birtingarmynd þess væri Mexíkóför nemanna þriggja. Al- þjóðavæðing í sjávarútvegi spilaði líka inn í, þeir sem hefðu sérþekk- ingu á ýmsum sviðum sjávarútvegs væru við störf víða um heiminn. Logarnir sleiktu loftið Logarnir höfðu sleikt loft hússins, sem er steinsteypt með bárujárns- þaki, en eldurinn hafði ekki náð að festa sig í þaktimbrinu, sem þó var sviðið. Eldurinn var slökktur fljót- lega en að sögn lögreglu á Selfossi kviknaði ítrekað aftur í giæðunum. Brá slökkviliðið á það ráð að rýma mjölgeymsluna með lyftara. Sigurður Olafsson slökkviliðs- stjóri í Þorlákshöfn sagði að mikill reykur hefði verið innst í húsinu og ljóst væri af mjölpokunum að eldur- inn hefði kraumað þarna Iengi. Taldi hann líklegast að um sjálfsíkveikju væri að ræða. „Mjölið er líklega allt ónýtt af reyknum. Þetta skiptir nokkrum tugum tonna af mjöli,“ sagði Sig- urður. Akveðið var laust fyrir miðnætti í gær, að vakt yrði við mjölið í nótt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.