Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Mikið
siösuð eft-
ir bílveltu
HJÓN voru flutt með þyrlu
Landhelgisgæslunnar á slysa-
deild Sjúkrahúss Reykjavíkur í
fyrrinótt eftir að bíll þeirra valt
skammt austan við brúna á
Vatnsdalsá rétt fyrir miðnætti
á mánudagskvöld. Konan slas-
aðist mikið en er ekki talin í
lífshættu.
Hjónin voru á norðurleið og
rétt komin yfír brúna þegar
kind stökk upp á veginn fyrir
framan bílinn. Ökumaðurinn
reyndi að sveigja frá til þess
að lenda ekki á kindinni en
missti við það stjórn á bílnum,
sem fór út af veginum og valt
þrjár veltur. Að sögn lögreglu
á Blönduósi er bíllinn mjög illa
farinn og ljóst að bílbeltin hafa
bjargað miklu.
Konan er með brjósthols- og
höfuðáverka en ekki í lífshættu,
að sögn Leifs Jónssonar, Iæknis
á slysadeild. Maður hennar var
á spítalanum til eftirlits í gær
en áverkar hans eru mun minni,
aðallega eftir bílbeltið.
Þriggja ára biðtími er nú eftir leiguíbúðum Reykjavíkurborgar
Húsaleiga ráðist af kostnaði
borgarinnar við rekstur
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
kveðst vilja hækka húsaleigu á leiguíbúðum í
eigu borgarinnar þannig að hún miðist við þann
kostnað sem borgin hefur af því að eiga og reka
íbúðimar. Borgarstjóri segir að til þess að þetta
geti gerst þurfi að breyta lögum sem nú kveða
á um að húsaleigubætur greiðist ekki til þeirra
sem leigja húsnæði af opinberum aðilum. Einnig
segir borgarstjóri brýnt að skattlagning húsa-
leigubóta verði aflögð og bendir á að vaxtabæt-
ur, sem greiðast til íbúðareigenda, séu undan-
þegnar skatti.
Biðtími eftir leiguhúsnæði hjá Reykjavíkur-
borg er allt að þtjú ár. Borgin á 1.100 leiguíbúð-
ir. „Raunin hefur verið sú að þeir sem komast
inn fari ekki svo glatt út aftur. Lykillinn að því
að hreyfing verði á þessum markaði er raunleiga
sem miðast við þann kostnað sem borgin hefur
af því að eiga og reka þetta húsnæði. Síðan
ættu allir að eiga rétt á húsaleigubótum," segir
Ingibjörg Sólrún.
Árið 1996 var úthlutað 99 leiguíbúðum á veg-
um borgarinnar sem er svipuð tala og árið 1995.
206 nýjar umsóknir bárust í fyrra og í árslok
voru 370 manns á biðlista eftir leiguhúsnæði.
311 milljónir í húsaleigubætur
Leigusamningar eru í gildi fram á mitt næsta
ár fyrir allar íbúðirnar. Ingibjörg Sólrún segir
að grunnurinn að breytingum á þessu staðnaða
kerfi séu breytingar á húsaleigubótakerfinu.
Þeir einir fá húsaleigubætur sem búa í leiguíbúð
í eigu annarra en opinberra aðila.
„Það þarf lagabreytingu til. En mesta réttlæt-
ismálið og það mikilvægasta er að húsaleigubæt-
ur verði undanþegnar tekjuskatti. Ríki og sveit-
arfélög eru að borga 311 milljónir króna í húsa-
leigubætur á ári og af því fer um 70 milljónir
króna á ári beint í skatt, þar af megnið til ríkis-
ins. Það er lítill hvati fyrir sveitarfélögin að
leggja meiri fjármuni í húsaleigubótakerfi ef
stór hluti af því fer síðan beint í ríkissjóð í formi
skattgreiðslna. Auk þess þykir mér þetta réttlæt-
ismál því greiddir eru um 3,3 milljarðar kr. í
vaxtabætur til íbúðareigenda á ári sem eru und-
anþegnar tekjuskatti. Húsaleigubæturnar eru
það ekki þrátt fyrir að það sé að jafnaði tekju-
lægsta fólkið sem fær þær bætur,“ sagði Ingi-
björg Sólrún.
Lengri biðtíminn í eldri hverfi
Alls bárust 999 umsóknir í félagslega íbúðar-
kerfið í Reykjavík á síðasta úthlutunarári. Innan
kerfísins sem heyrir undir Húsnæðisnefnd
Reykjavíkur eru 4.200 íbúðir, þar af um 4.000
eignaríbúðir og um 200 kaupleiguíbúðir. Hátt í
400 fasteignir skipta um eigendur í kerfinu á
ári en biðlistinn er að jafnaði um 500 manns
og bið eftir íbúðum í eftirsóknarverðari hverfum
um og yfir tvö ár en allt niður í tvo mánuði í
Grafarvogi þar sem íbúðir eru dýrastar. Til að
bæta úr þörf fyrir húsnæði í eldri hverfum borg-
arinnar keypti Húsnæðisnefnd Reykjavíkur 42
íbúðir í Sóltúni sem verða afhentar síðla næsta
árs og í ársbyrjun 1999 og 39 íbúðir við Skúla-
götu sem koma til afhendingar á svipuðum tíma.
Þá er verið að ljúka stórum byggingaráfanga í
Borgarhverfi. Þar er alls 186 íbúðir sem verða
afhentar á næsta ári.
í
31% manna hefur dregið úr kjötneyslu
67% andvíg inn-
flutningi á kjöti
31% MANNA neytir nú minna kjöts
en áður ef marka má niðurstöður
markaðsrannsóknar sem gerð var
fyrir Kjötnefnd Framleiðsluráðs
landbúnaðarins. 52% hafa ekki breytt
sinni neyslu, 6% hafa aukið kjöt-
neyslu en 11% flutt neysluna milli
kjöttegunda og töldu flestir sig hafa
aukið neyslu á svínakjöti.
67% svarenda í könnun Fram-
leiðsluráðs sögðust andvígir innflutn-
ingi á hráu kjöti, 26% eru því fylgj-
andi en 7% höfðu ekki skoðun.
34% þeirra sem lögðust gegn inn-
flutningi studdu skoðun sína þeim
rökum að nóg framboð væri á kjöti
innanlands og jafnmargir sögðust
óttast smithættu úr innfiuttu kjöti.
12% andstæðinga innflutnings á kjöti
sögðu slagorðið „íslenskt, já takk“
ráða þeirri afstöðu sinni. 42% þeirra
sem vildu leyfa innflutninginn rök-
studdu það með tilvísun til aukinnar
samkeppni á markaði hérlendis.
Flestir borða kjöt tvisvar til
þrisvar í viku
48% svarenda segjast neyta kjöts
tvisvar til þrisvar í viku, 28% oftar
en það. 21% svarenda neyta kjöts
einu sinni til tvisvar í viku.
1% sagðist aldrei neyta kjöts en
3% í mesta lagi einu sinni til tvisvar
í viku.
Þá kom fram að 40% svarenda
töldu umræðuna í þjóðfélaginu gagn-
vart landbúnaðinum ósanngjama.
22% töldu hana hlutlausa, 11% töldu
umræðuna draga taum atvinnugrein-
arinnar en 27% höfðu ekki skoðun á
spumingunni.
10% svarenda sögðust fylgjast
með allri umræðu um landbúnaðar-
mál en 7% fylgjast aldrei með. 31%
fylgjast oftast með umræðum um
landbúnaðarmál, 22% sjaldan og 30%
stundum.
Þá kom fram að 64% svarenda
sögðu að kindakjöt væri oftast á
boðstólum á sínu heimili. Nautakjöt
er mest borðað á 15% heimila, svína-
kjöt á 7% heimila og einnig eru helst
kjúklingar borðaðir á 7% heimila.
11,8% neituðu að svara
Könnunin var gerð síðastliðið vor.
Hana unnu nemendur í rekstrardeild
Tækniskóla íslands í gegnum síma
fyrir Kjötnefnd Framleiðsluráðs
landbúnaðarins. Tekið var 1.000
manna slembiúrtak fólks á aldrinum
20-67 ára úrþjóðskrá. 11,8% neituðu
að svara, ekki náðist í 21,1%, 67,1%
úrtaksins tóku þátt.
ísland - landið hlýja í
norðri með Ijósmyndum
Sigurgeirs Sigurjónssonar
erlangmest selda bókin fyrirl
erlenda ferðamenn.
Fróðlegur texti eftir Torfa H. Tulinius.
þýsku, frönsku og sænsku
FORLAGIÐ ---------------------
Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðurnúla 7 • Sími 510 2500
Morgunblaðið/Golli
ÞAÐ sem áður hét Geirsbúð verður nú kallað Reykjavíkurstofa
og hér er Valur Magnússon við myndir sem minna á sögu
Reykjavíkur.
Naustið opnað á föstu-
dag eftir endurnýjun
VEITINGAHÚSIÐ Naust í
Reykjavík verður opnað næst-
komandi föstudagskvöld eftir
viðamiklar breytingar sem fram
hafa farið í húsinu í sumar. Valur
Magnússon, sem rekur Naustið,
segir að alls verði rúm fyrir rúm-
lega 500 matargesti og gert verði
ráð fyrir lifandi tónlist á þremur
stöðum í húsinu á föstudags- og
laugardagskvöldum.
„Staðurinn verður stærri, betri
og fjölbreyttari og ýmislegt kom-
ið til viðbótar við það sem var í
Naustinu í gamla daga og hér
verður til dæmis hægt að fá sali
af ýmsum stærðum fyrir einka-
samkvæmi. Lagt verður meira
uppúr matarþjónustu og lifandi
tónlist um allt,“ segir Valur Magn
ússon.
Píanóbar, koníaksstofa
og villibráð
hægt að fá hana leigða fyrir
einkasamkvæmi. Af pallinum er
líka hægt að ganga inn í nýjan
160-180 manna sal þar sem í fyrst-
unni verður boðið upp á villibráð-
arkvöld og þar verður síðar jóla-
hlaðborð og sagðist Valur þegar
farinn að taka á móti pöntunum
vegna jólahlaðborðs.
Þorrinn verður
tekinn mjög stíft
„Þarna tökum við síðan þorr-
ann mjög stíft, eins og hann var
í gamla daga, maturinn verður
hafður í trogum þannig að auð-
velt verði að bera í menn, rétt
eins og þeir væru í búrinu,“ sagði
Valur.
Þennan sal segist Valur nefna
Galdra-loft og að þar eigi að halda
miklar galdraveislur bæði fyrir
Islendinga og ekki síður erlenda
ferðamenn.
Fyrir utan gamla Naustið þar
sem verður boðinn 50 rétta mat-
seðill verður hægt að taka á móti
um 80 manns í Reykjavíkurstofu
sem áður var Geirsbúð á efri hæð
hússins og segir Valur þar verða
sýnt ýmislegt úr sögu Reykjavík-
ur. Þá er búið að stækka pallinn
við innganginn við Vesturgötu
þar sem er 60 fermetra anddyri
með píanóbar og út frá því er
gengið uppí gamla Símonarsal
þar sem verður koníaksstofa og
40-50 starfsmenn
Milli 40 og 50 manns munu
starfa í Naustinu þegar mest verð-
ur um að vera. Eldhúsið hefur
einnig verið endurnýjað og bætt
við nýju eldhúsi til að þjóna einka-
samkvæmum. „Við ætlum að opna
í rólegheitum og eldhúsið verður
komið í fullan gang í næstu viku
og í október-nóvember verður
stóri salurinn uppi einnig tekinn
í gagnið,“ segir Valur að Iokum.
150 millj.
vegna
Nesja-
vallalínu
BORGARRÁÐ samþykkti í gær
tillögu stjórnar Innkaupastofnunar
Reykjavíkurborgar um að ganga
til samninga fyrir rúmlega 150
milljónir króna til kaupa á há-
spennustreng og stálmöstrum
vegna Nesjavallalínu.
Borgarráð samþykkti að taka
124,9 milljóna króna tilboði fyrir-
tækisins Nokia Cables og ískraft
varðandi kaup á 145 kV háspennu-
streng samkvæmt lokuðu útboði
sem sjö bjóðendur á Evrópska
efnahagssvæðinu tóku þátt í.
Tilboð Nokia/ískraft var lægst
en næstu tilboð voru 127 m.kr. frá
Alcatel IKO/Johan Rönning, og
131 m.kr. frá Alcatel Kabel/Smith |
&Norland. ,
Þá var samþykkt að semja við
finnska fyrirtækið Potila OY um
kaup á stálmöstrum fyrir Nesja-
vallalínu fyrir 27,7 milljónir króna.
Samið með fyrirvara um
afgreiðslu ráðuneytis
Um var að ræða lokað tilboð 7
fyrirtækja á EES. Að frátöldu til-
boði Potilla voru lægstu tilboð frá
IVO Power Engineering í Finn- I
landi, að upphæð 33,3 m.kr., EVE )
Structures í Englandi að fjárhæð
34,1 m.kr. og CM í Frakklandi að
fjárhæð 34,6 m.kr.
Gengið verður til beggja samn-
inganna með fyrirvara um af-
greiðslu umhverfisráðuneytisins á
kæru vegna legu línunnar.
I
\
I
í
i
Lyfjaverk-
smiðja fær lóð
BORGARRÁÐ Reykjavíkur
samþykkti í gær að úthluta
Omega Farma ehf. lóð undir
lyfjaverksmiðju við Fossaleyni
8 í Reykjayík.
Lóðin er 11.000 fermetrar
að stærð og nema gatnagerð-
argjöld samtals 16,4 milljón-
um króna og miðast þá við
3.330 fermetra byggingu.