Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997
AÐSENDAR GREIIMAR
MORGUNBLAÐIÐ
Leikskólinn
fyrsta skólastig
barnsins
Sigrún Margrét
Birgisdóttir Sigurðardóttir
Á SÍÐUSTU áratug-
um hafa orðið miklar
breytingar á viðhorfum
manna til lestrarnáms
j og undirbúnings þess.
Ekki er langt síðan
óæskilegt var talið að
hafa ritmál fyrir böm-
um í leikskólum. Það
gæti stuðlað að því að
þau færu að lesa of
snemma og yrðu leið í
grunnskólanum. Einnig
gæti það skapað gremju
og vonbrigði hjá þeim
sem ekki væru tilbúin
að lesa. Þetta byggist á
gömlum hugmyndum
sem eiga m.a. rætur að rekja til árs-
ins 1930 um að börn séu þá fyrst
tilbúin að læra að lesa þegar þau eru
orðin 6 72 árs
I dag er hins vegar talið að tal-
mál, lestur og skrift séu samverk-
^ andi þættir sem styðji hver annan.
Læsi - þ.e. að læra að lesa og skrifa
og geta notað það til að hafa sam-
skipti við aðra er ferill sem hefst
við fæðingu og tekur alla ævina.
Þetta er ferli sem nefnt hefur verið:
„myndun læsis“. Með því er átt við
reynslu barns af lestri og skrift á
heimili sínu og nánasta umhverfi.
Reynslu sem hefur mótandi áhrif á
hugmyndir barna um ritmálið.
Þegar ijallað er um ritmál og lest-
ur varðandi leikskólabörn er alls ekki
átt við að færa beri námsefni grunn-
•v skólans í leikskólann. Leikurinn er
eftir sem áður í fyrirrúmi og áætlan-
ir og skipulag leikskólanna miðast
við að í gegnum leikinn þroskast böm-
in líkamlega, félagslega, vitrænt og
tilfínningalega. í Ijósi nýrra rannsókna
og vitneskju þar sem bent er á leikinn
sem fullgildan þátt í námskrá leik-
skóla eru m.a. færð rök fyrir sam-
bandi leiks og lestrar. í leik getur
bamið æft sig í ritmálshegðun og
útvíkkað hugmyndir sínar um ritmál-
ið.
Þátttaka í þykjustuleik eykur mjög
á frásagnarhæfni. Komið hefur í ljós
Það sem leikskólakenn-
arar gera með börnum
löngu áður en þau geta
lesið, segja Sigrún
Birgisdóttir og Mar-
grét Sigurðardóttir,
hefur mikil áhrif á lestr-
arhæfni þeirra!
að þegar böm leika sér í þykjustuleik
þá em þau einnig að búa til sögu.
Sögumar hafa öll einkenni raunvem-
legrar sögu: sögupersónur, tíma, stað
og söguþráð. Þessi hæfni til sögu-
gerðar er mjög mikilvæg fyrir lestr-
ar- og skriftarhæfni.
Að skilja að prentað mál hefur
merkingu er fyrsta stigið í að læra
að lesa og skrifa. Börn læra þetta
með því að fylgjast með hvernig lest-
ur hefur áhrif á hegðun fólks. For-
eldrar þeirra stöðva bílinn við stöðv-
unarskilti, þau skrifa innkaupalista
fyrir búðarferðina, lesa uppskriftir til
að vita hvað á að fara í kökuna
o.s.frv. Það er einnig löngu viður-
kennt að þegar lesið er fyrir börn
þá eykst áhugi þeirra á lestri og
hæfileiki þeirra til að læra að lesa.
Smám saman læra þau smáatriði
varðandi ritmáiið. Þau uppgötva
lestraráttina og að orð em búin til
úr stöfum. Seinna læra þau nöfn
þessara stafa og síðan aðferðir við
að lesa úr þeim orð.
Mikilvægi hinna fullorðnu í lífí
barnsins verður seint ofmetið. Rann-
sóknir á hinum ýmsu viðfangsefnum
og þroskaþáttum ungra bama sýna
einatt fram á, að það sem skiptir
sköpum er leiðsögn og þátttaka hinna
fullorðnu. Með því er ekki átt við
stöðugan samleik fullorðinna og
barna, heldur að hinir fullorðnu sjái
börnunum fyrir ákjósanlegum að-
stæðum til að njóta sín og þroskast.
Bömin þurfa tíma, efnivið og rými
til leikja. Einnig þurfa þau að byggja
leik sinn á reynslu. Reynslu sem þau
koma með að heiman og reynslu sem
þau öðlast í leikskólanum í gegnum
samneyti við önnur börn og leikskóla-
kennara sem af áhuga og hugsjón
hafa valið sér leikskólann sem starfs-
vettvang. Aðstæður margra bama í
dag era þannig að þau umgangast
jafnaldra lítið nema í leikskólanum.
Það eru færri böm en áður í fjölskyld-
um og umhverfí margra barna er
þannig að þau hafa litla möguleika
á að hitta jafnaldra í nágrenni heimil-
is síns. Mikilvægi þess að þau fái
tíma fyrir fijálsan leik í leikskólanum
er því alltaf að verða meira.
Leikskólinn er fyrsta skólastig
bamsins. Fyrsti áfangi í skólagöngu
hvers og eins. Því er mjög mikilvægt
að vel takist til. Leikskólakennarar
hafa löngum verið fróðleiksfús stétt
sem fylgist grannt með þróun í upp-
eldisfræðum. Stöðugur straumur
leikskólakennara á námskeið og fyr-
irlestra sem tengjast starfínu ber því
glöggt vitni. Námskeið og fyrirlestrar
era oftar en ekki í frítíma hvers og
eins og ekki á nokkum hátt metið
til launa eða annarra hlunninda. Þá
era ótalin hin mörgu þróunarverkefni
sem leikskólakennarar standa fyrir í
mörgum leikskólum og sýna fram á
stöðuga þróun og framfarir.
Með því að sinna hvetju einstöku
barni og bamahópnum öllum af alúð,
nærgætni og kunnáttu, með því að
fylgjast með nýjungum og aðlaga
leikskólastarfíð síbreytilegu, kröfu-
hörðu samfélagi, leggja leikskóla-
kennarar sitt af mörkum við sköpun
mannauðs í þessu landi.
Við erum hlekkur í keðju sem
ekki má slitna.
Höfundar eru leikskólakennarar.
Samkomulag
um afturför
FOSTUDAGINN 12.
september síðastliðinn
skrifuðu ijármálaráð-
herra, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra
og borgarstjóri undir
samkomulag um:
1. Veralegan niður-
skurð á geðdeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur, með
fækkun plássa á bráð-
amóttökudeild.
2. Flutning geðdeildar
frá Sjúkrahúsi Reykja-
víkur í Fossvogi. Ráð-
herramir og borgarstjór-
inn ákváðu að geðdeildin
skyldi staðsett á Grensásdeild.
3. Að göngudeild verði í Hvítabandi.
4. Að geðdeild Landspítala skyldi
taka á sig aukið álag sem af þessum
niðurskurði leiðir, án aukaíjárveitinga.
Þjónusta við geðsjúka hefur þann-
ig með einu pennastriki verið færð
mörg ár aftur í tímann. Mikilvægt
er að kjósendur þessara valdamiklu
stjómmálamanna fái upplýsingar um
afleiðingar gerða þeirra.
' * Á hveiju ári koma að jafnaði um
250 manns á slysadeild eftir sjálfs-
vígstilraunir. Ekki verður hægt að
veita þeim eðlilega geðlæknisfræði-
lega aðstoð ef geðdeildin verður stað-
sett annars staðar.
Hátt í 1.000 manns á ári fá aðstoð
geðlækna á slysadeild. Þessi þjónusta
mun skerðast veralega. Margir sjúkl-
ingar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þurfa
á aðstoð starfsmanna geðdeildar að
halda, en það verður
erfitt að koma því við
ef starfsmennimir
verða í mikilii fjarlægð.
Um 3.000 komur eru á
göngudeild á ári, en
ekki er ljóst hvemig
koma á þeirri starfsemi
fyrir við Skólavörðustíg.
Mikill niðurskurður
hefur átt sér stað á geð-
deild Landspítala síð-
ustu árin, með sumar-
lokunum og lækkun
rekstrarkostnaðar.
Samt hefur starfsemin
aukist, með fleiri inn-
lögnum og göngudeildarviðtölum.
Þetta hefur leitt til ótímabærra út-
skrifta og sjúklingar hafa þurft að
leggjast inn aftur. Mikið álag hefur
verið á starfsfólki. Þrátt fyrir það er
ætlast til að geðdeildin taki á sig
auknar byrðar án þess að auka mann-
afla. Þetta mun leiða til þess að geð-
deildir verða enn verr í stakk búnar
til að sinna verkefni sínu, að lækna
og lina þjáningar geðsjúkra.
Fordómar gegn geðsjúkum munu
aukast þegar sjúkdómar þeirra era
ekki metnir til jafns við aðra sjúk-
dóma. Með því að flytja þá í burtu
frá almennu sjúkrahúsunum er verið
að láta í ljós það viðhorf að þeirra
sjúkdómar séu annars eðlis. Hér er
um mikla fordóma að ræða. Það kem-
ur á óvart, ef rétt er, að þessar tillög-
ur koma frá stjórnendum sjúkrahús-
anna. Ef um fagfólk er að ræða má
Pétur
Hauksson
Geðhjálp skorar á fjár-
málaráðherra, heil-
brigðis- og trygginga-
málaráðherra og borg-
arstjóra, segir Pétur
Hauksson, að aftur-
kalla samkomulagið frá
12, september.
draga alvarlegar ályktanir um
menntunina af viðhorfum sem hér
eru látin í ljós.
Samkomulag ráðherrana og borg-
arstjóra var kynnt sem jákvæður við-
burður. Aðgerðirnar voru kynntar
sem aukaíjárveiting til sjúkrahús-
anna og eðlileg hagræðing sem fylgdi
í kjölfarið. Enda höfðu einhveijir
reiknað út að þetta ætti að vera
hægt. Aukaíjárveitingin var hins veg-
ar bara greiðsla upp í halla, og ha-
græðingin reyndist vera harkalegur
niðurskurður. Þannig eru ákvarðanir
sem era óhugnanlegar fyrir geðsjúka
kynntar sem gleðilegar fréttir. Póli-
tískar öfugmælavísur sem þessar era
fyrir neðan virðingu ofangreindra
stjómmálamanna, sérstaklega þegar
þær hafa í för með sér mannlega
þjáningu. Æðstu ráðamenn hljóta að
geta ráðist á garðinn annars staðar
en þar sem hann er lægstur.
Geðhjálp skorar á fjármálaráð-
herra, heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra og borgarstjóra að afturkalla,
samkomulagið frá 12. september nú
þegar afleiðingar þess era ljósar.
Höfundur erformaður Geðhjálpar.
Verða kennarar
hraktir úr störfum
sínum?
STAÐAN í launa-
deilu kennara er mjög
hættuleg. Þrátt fyrir að
langt sé um liðið frá
því að viðræður samn-
ingsaðila, kennara og
sveitarfélaga, hófust,
bólar ekki á samkomu-
lagi. Með sama áfram-
haldi aukast líkur á
fjöldaflótta úr kennara-
stéttinni. Uppsagnir
kennara upp á síðkastið
eru til marks um það.
Sú staða er einfald-
lega uppi í þjóðfélaginu
að störf kennara eru
skammarlega lágt
metin. Kennarar vita að það er til-
tölulega einfalt að verða sér úti um
betur launað starf. Þrátt fyrir að
við séum áhugasöm um vinnu okk-
ar og höfum kosið okkur kennsluna
að lífsstarfi, þá er þolinmæðin á
þrotum. - Svo lengi má nefnilega
brýna deigt járn að bíti.
Rothögg fyrir skólana
Sú hætta er raunverulega fyrir
hendi að skólarnir missi burtu
hæfustu kennarana. Þeir snúi sér
annað í atvinnuleit þó flestum sé
sá kostur nauðugur. Kennarar eins
og flestir aðrir eiga nefnilega
skyldum að gegna við fjölskyldur
sínar. Þess vegna eiga þeir æ erfið-
ara með að réttlæta það gagnvart
sjálfum sér og öðrum að halda
áfram kennslunni fyrir 100 þúsund
á mánuði að meðaltali þegar þeim
eru boðin allt önnur og betri kjör
annars staðar.
Það er þess vegna sem ég nefndi
stöðu mála hættulega. Allir virðast
sammála um að okkur ríði á að
efla skólastarfið og bæta menntun-
ina í landinu. Ekki síst eftir niður-
stöðu alþjóðlegra kannana síðastlið-
inn vetur. Það væri algjört rothögg
fyrir skólana, ef til viðbótar við allt
annað bættist, að hópar af hæfu
fólki yfírgæfu starfsvettvang sinn
í skólunum og héldu til annarra
starfa í þjóðfélaginu.
Kaupstaðirnir keppa -
um kennarana
Við getum velt því fyrir okkur
hvað tæki þá við. Því er auðsvarað.
Það er einmitt við slíkar aðstæður
sem launaskriðið - yfirborganirnar
byija. Sveitarfélög sem standa
frammi fyrir kennaraskorti verða
að hækka laun kennara til þess að
skólamir geti starfað. Hinir lágu
grunntaxtar nýtast ekki nema til
örlítillar viðmiðunar. Ný staða kem-
ur upp. Kaupstaðirnir keppa - og
að þessu sinni um krafta kennar-
anna. Er það þetta sem samninga-
nefnd sveitarfélaganna er að bíða
eftir? Ef ekki er þá ekki rétt að
fara að snúa sér að alvöra málsins
o g ljúka kjarasamningum sem
tryggi það að við getum eflt skóla-
starfið, gert kennurum kleift að
starfa áfram í skólunum og bundið
enda á óvissuna sem hefur ríkt.
Ágæt byrjun
Samskipti okkar kennara og
hinna nýju viðsemjenda okkar,
sveitarfélaganna, hófust ágætlega
og vöktu vonir. Sérstök kynnisferð
var farin til hinna Norðurlandanna
til þess að átta sig á starfskjörum
kennara þar. Og þar gat heldur
betur að líta upplýsingarnar. Mig
hefur undrað hve mjög þær upplýs-
ingar sem sveitarstjórnamenn og
kennarar öfluðu sér í ferð sinni
hafa legið í þagnargildi. Því tel ég
mikilvægt að draga þær fram, til
þess að varpa ljósi á kjaralega stöðu
okkar í samanburði við starfsbræð-
ur okkar á Norðurlöndunum.
Meiri vinna en lægri laun
Þó svo að skólaárið sé heldur
lengra á hinum Norð-
urlöndunum en hér, þá
er það athyglisvert að
árleg vinnuskylda
kennara er meiri hér á
landi en þekkist á
meðal kennara í Nor-
egi, Svíþjóð og Dan-
mörku. Sömu sögu er
að segja af vikulegri
kennsluskyldu. Hér á
landi er vikuleg
kennsluskylda 28
tímar, sem hver er 40
mínútur, en til dæmis
í Danmörku er hin
vikulega kennslu-
skylda 18-22 tímar
sem hver er 45 mínútur. Kennslu-
skylda í Noregi og Svíþjóð er einn-
ig mun minni en hér á landi. Það
eina sem ekki sker sig úr er nem-
endafjöldi í bekk. Hann er álíka
hér á landi og á hinum Norðurlönd-
unum.
Kennarar á Norðurlöndunum
með ríflega helmingi
hærri laun
En þá er rétt að líta á Iaunin.
Hér á landi ná byijunarlaun kenn-
Það væri rothögg fyrir
skólana ef til viðbótar
við allt annað bættist,
segir Sigrún J. Þóris-
dóttir, að hópar af
hæfu fólki yfirgæfu þá
og héldu til annarra
starfa í þjóðfélaginu.
ara ekki 75 þúsund krónum á mán-
uði. En hvað getur að líta hjá frænd-
um vorum á Norðurlöndunum? Hver
eru mánaðarleg byijunarlaun
þeirra?
Noregur: 151 þúsund kr.
Danmörk: 183 þúsund kr.
Svíþjóð: 162 þúsund kr.
En þetta segir alls ekki alla sög-
una. Meðallaun kennara hér á landi
og í nágrannalöndunum eru sem
hér segir:
ísland: 101 þúsund
Noregur: 192 þúsund
Danmörk: 223 þúsund
Svíþjóð 171 þúsund.
Lýst er eftir stefnu
sveitarsljórnarmanna
Með öðrum orðum. Laun kennara
á Norðurlöndunum hvort sem litið
er til byijunarlauna eða meðallauna
era lang lægst hér á landi. Laun
íslenskra kennara þyrftu að hækka
um helming til þess að verða sam-
bærileg á við það sem er á hinum
Norðurlöndunum. Eftir tuttugu ár
við kennslu er ég ekki nema riflega
hálfdrættingur á við dönsk starfs-
systkin mín sem í haust settust í
fyrsta sinn á bak við kennaraborð-
ið, beint frá prófborði þarlendra
kennaraháskóla.
Er þetta hægt?
Þeirri spurningu eiga sveitar-
stjórnamenn okkar að svara undan-
bragðalaust. Það eru þeir sem eiga
að móta stefnuna og stýra afstöðu
samninganefndar sveitarfélaganna.
Slíkrar stefnumótunar er þörf. í
húfi er sjálft skólastarfið, menntun
barna okkar og framtíð þessarar
þjóðar. Á þessum vetri getur það
þess vegna ráðist hvernig til tekst
við mótun skólastarfsins til langrar
framtíðar.
Höfundur er
grunnskólakennari.
Sigrún J.
Þórisdóttir