Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 13 Hausthrein- gerning í bjarginu Grímsey. Morgunblaðið. FUGLALÍFIÐ er Grímseyingum gjarnan hugleikið og nú er sá tími að renna upp að síðustu sum- arfuglarnir yfirgefa eyjuna. Bjargfuglagargið sem yfir- gnæfir önnur hljóð á vorin og er vorboði á sinn hátt er hljóðnað um sinn. Bjargið er orðið autt og líkast því að þar hafi verið gerð hausthreingerning. Má- varnir fara ekkert því þeir eru hér yfir veturinn og sama má segja um æðarfuglinn sem þó nokkuð er af hér. Mönnum ber þó saman um að sáralítið hafi komist upp af æðarungum þetta nýliðna sumar og í þetta sinn er veðráttunni ekki kennt um held- ur hefur vargfugli fjölgað stór- lega. Þar er aðallega um að ræða hvítmáv og silfurmáv. Talsverð dúntekja þótt varpi sé ekki sinnt sérstaklega Talsverð dúntekja hefur verið hér, þó er varpinu ekki sérstak- lega sinnt í þeim tilgangi að efla það og styrkja. Sigrún Oladóttir á Básum fékk t.d. dún úr um það bil 60 hreiðrum sem líklega er um kíló. Það þykir ekki ýkja mikið hjá þeim sem stunda þessa atvinnugrein en verð á æðardúni er allhátt um þessar mundir. Seinni hluta sumars hefur orð- ið vart við fugla eins og skarf, skrofu og súlu en enginn þessara fugla verpir hér svo vitað sé. Þó verpti súlan hér fyrir 20-30 árum en fjöldi þessara fugla nú er miklu meiri en áður og ástæð- ur þess hugsanlega mun hlýrri sjór en í langan tíma. Ennþá eru mófuglar eins og þúfutittlingur, lóa og hrossa- gaukur hjá okkur en óðum stytt- ist í að þeir yfirgefi eyjuna og hverfi til heitari landa. Brátt tekur skammdegið völd og lægðirnar að sunnan senda okkur misjöfn veður. Minnug þess að alltaf vorar á ný og loft- ið fyllist fuglasöng eftir langan vetur og stundum strangan höld- um við áfram að vinna því þeir fiska sem róa. RAFVEITA Akureyrar varð 75 ára í gær, þriðjudaginn 30. september, og af því tilefni var gestum boðið að heimsækja höfuðstöðvar veitunnar við Þórsstíg. Þar hafði verið sett upp sögusýning sem vakti verðskuldaða athygli, fræðslu- erindi voru flutt, m.a. um gjaldskrá Rafveitunnar sem er með þeim lægstu á landinu, um raforkunotkun heimilistækja og hættur af völdum raf- magns. Rafveitan ætlar að minnast tímamótanna með ýmsum hætti, m.a. hefur verið ákveðið að veija 250 þúsund krónum árlega næstu fimm ár til skógræktar við Glerá, en Glerárstöð í Glerárgili var fyrsta rafstöð veitunnar. Þá hefur veitan látið hannað göngubrú yfir stífluna í Glerár og mun hafa umsjón með fram- kvæmdum við gerð hennar. A myndinni er Þorvaldur sem benti stoltur á mynd upp á vegg og sagði að þarna væru pabbi sinn, Snæbjörn og afi, Þorvaldur sem báðir vinna hjá Rafveitu Akureyrar. Taldi Þorvaldur alls ekki ólíklegt að hann mynd sjálfur í framtíð- inni starfa hjá fyrirtækinu. Vísinda- og fréttamenn gripu í tómt í gær Loðna kynjaskepnan á Flateyjardal horfin KYNJASKEPNAN sem rak á land norðvestur undir Eyrarhnjúk í Flat- eyjardal við Skjálfanda fyrir skömmu var horfin er ljósmyndari Morgunblaðsins fór á staðinn í gær ásamt Tryggva bónda Stefánssyni á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal, sem hafði séð skepnuna og Erlendi Boga- syni starfsmanni Hafrannsóknar- stofnunar á Akureyri. Tryggvi taldi skepnuna helst líkj- ast hval en á skrokknum var gul- hvít ullarkennd ló. Hausinn vantaði á skepnuna en Tryggvi hafði séð meirihluta skrokksins og sporðinn er hann var þarna á ferð nýlega. Einnig hafði komið upp í umræð- unni að þarna gæti hafa verið sæ- skrímsli á ferð, enda slík kvikindi ekki óþekkt við Skjálfanda. Skrímslasérfræðingar geta haft það fyrir satt „Við vorum aðeins of seint á ferð- inni og sjórinn hefur tekið hann út í nótt (fyrrinótt). Þar með geta skrímslafræðingar og aðrir slíkir haft það fyrir satt að þetta hafi verið eitthvað mjög merkilegt og það er ekki gott að taka slíkt frá mönn- um. Þar sem er draugagangur er best að hann fái að vera ef menn geta ekki skýrt hann með eðlilegum hætti,“ sagði Tryggvi, sem sjálfum hafði ekki dottið neitt dularfullt í hug varðandi þennan fund sinn. Fréttin í Morgunblaðinu í gær um kynjaskepnuna vakti mikla athygli, enda fór það svo að ijölmiðlamenn fjölmenntu á stórum jeppum í Flat- eyjardal í gær en gripu í tómt. Höfðu gárungarnir á orði það hefði helst verið ónefnd bílaleiga á Akureyri sem eitthvað hefði haft upp úr krafs- inu. Morgunblaðið/Kristján TRYGGVI Stefánsson á Hallgilsstöðum t.v., Sigurður Ægisson, sóknarprestur á Grenjaðarstað og Erlendur Bogason, á Hafrannsóknarstofnun, ræða málin í fjörunni í Flateyjardal og skoða bókina íslenskir hvalir fyrr og nú, sem Sigurður og félagar hans eru höfundar að. Þeir voru að reyna að gera sér grein fyrir því hvers kyns skepna þetta var, samkvæmt lýsingu Tryggva, með því að skoða myndir af hvölum í bókinni en komust ekki að neinni niðurstöðu. Það sem vakti þó mesta athygli þeirra Sigurðar og Erlendar var að hausinn skyldi vanta á skepnuna en sporðurinn hefði verið nánast heill. Ferðin í Flateyjardal í gær var þó ekki alger fýluferð því Tryggvi fann hryggj- arlið úr hval í fjörunni. Héraðsdómur Norðurlands eystra Skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisáreitni RÚMLEGA fimmtugur karlmaður var dæmdur í fimm mánaða skil- orðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær fyrir kyn- ferðisbrot gegn rúmlega fertuga konu. Einnig var manninum gert að greiða konunni miskabætur, rúmlega 250 þúsund krónur auk dráttarvaxta, sem og að greiða sak- arkostnað. Elti konuna heim eftir dansleik Atburðurinn átti sér stað eftir dansleik í félagsheimili á kauptúni á Norðurlandi í apríl í fyrra. Konan var ásamt sambýlismanni sínum á dansleik, en hélt einsömul heim á leið um kl. 3 umrædda nótt. Fylgdi ákærði í humátt á eftir henni og náði henni á lóðinni við heimili hennar. Hafði hann að sögn kon- unnar í frammi kynferðislega áreitni, reyndi m.a. ítrekað að kyssa hana, en hún taldi átök þeirra á grasflöt lóðarinnar hafa staðið í um 15 mínútur. Sambýlismaður kon- unnar kom á vettvang, færði mann- inn inn í þvottahús og kallað eftir aðstoð lögreglu. Fyrir dómi kvaðst maðurinn ekki hafa litið svo á að hann hefði beitt konuna kynferðislegu ofbeldi. í dómi héraðsdóms kemur fram að sannað þyki að maðurinn hafi veitt konunni eftirför er hún var einsömul á heimleið eftir dansleik. Ætlun hans hafi verið að leita eftir blíðuhótum og hafi hann ítrekað gegn vilja hennar reynt að kyssa hans og við það hafi þau bæði fall- ið til jarðar. Ekki þótti sannað að hann hafi haft í fram frekari kyn- ferðislega háttsemi en tilraunir til kossa. Þótti því ekki nægilega sann- að að ásetningur hans hafi verið að þvinga konuna til samræðis við sig gegn vilja hennar. Maðurinn hefur ekki áður gerst sekur um hegningalagabrot. Saga Rafveitunnar Grunurum netaveiðar SVO virðist sem árnar í svo- kölluðum Fjörðum séu ekki nægilega gjöfular á hefðbund- in veiðarfæri. Um síðustu heigi þegar bændur í Grýtubakka- hreppi voru að ganga seinni göngur sínar var komið að áhugasömum veiðimönnum við veiðar í og við Hvalvatn í Hval- vatnsfirði og vöknuðu grun- semdir um að hefðbundin veið- arfæri hefðu ekki verið látin duga við veiðarnar. Líkast var að net hefði verið lagt í vatnið en slíkar veiðar eru með öllu óheimilar. Haft var samband við hrepp- stjóra í Grýtubakkahreppi sem kvaddi lögreglu á staðinn. Hjá lögreglu á Akureyri fengust þær upplýsingar að málið hefði verið afhent rannsóknardeild lögreglunnar til rannsóknar. í samtali við formann veiði- félagsins Stanga í Grýtu- bakkahreppi kom fram að í nokkur skipti hafa menn verið staðnir að verki við veiðar með net í Fjörðum en málin látin fara sína leið í dómskerfinu. Samkvæmt veiðikortum veið- ast árlega um 400 fiskar í Gilsá og Hvalvatni i Hvalvatnsfirði, mestmegnis bleikja. Hjálmar settir upp ATHÖFN verður við syðri enda göngugötunnar í Hafnarstræti í dag kl. 17 í tilefni af því að gildi taka reglur um notkun hlífðarhjálms við hjólreiðar. Hugmyndin er að hjólreiða- menn mæti og setji upp hjálm- inn, til að minna á mikilvægi þess öryggis sem þeir veita. Fulltrúar annarra, sem nota hjálma við störf sín, munu einnig mæta, t.d. lögregla, slökkvilið, íslandsmeistarar í íshokkí, hestamenn og fleiri. Allir krakkar 7-14 ára, sem koma með reiðhjólahjálm, fá happdrættismiða. í vinning eru m.a. hjólreiðavörur og pizzur. Tryggingafélög gefa endursk- insmerki og þá verður boðið upp á sælgæti og svaladrykki. Unglinga- starfið hefst FYRSTI fundur í unglingadeild KFUM og K verður haldinn annað kvöld, fimmtudags- kvöldið 2. október, kl. 20.30 í félagsheimilinu í Sunnuhlíð. Fundirnir verða vikulega í vet- ur og eru fyrir drengi og stúlk- ur 13 ára og eldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.