Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR í VÖRN OG SÓKN TONLIST Tjarnarbíó SVÖLULEIKHÚSIÐ Tónlist Áskels Mássonar við dans- leikinn „Fyrir lífíð“ eftir Láru Stef- ánsdóttur og Auði Bjarnadóttur. Áskell Másson, slagverk (á sviði); Áskell Másson, slagverk; Guðni Franzson, bassaklarinett, og Bryndís Halla Gylfadóttir, selló (á segul- bandi). Tónmeistari: Páll Sveinn Guð- mundsson. Tjamarbíói, laugardag- inn 28. september kl. 20:30. UPPHAFIÐ var innblásið. Ör- mjórri ljóstýru slær niður úr lofti á almyrkvuðu sviði sem þrumufleyg og fókusar á tvær hendur þyrla handtrommu ofurveikt, er smám saman útfærist í heljarlanga trommuetýðu eftir öllum kúnstar- innar reglum. Hvít tauhrúga á gólf- inu fær líf, sveimar um sviðið og skiptir sér líkt og fruma, ballerína fæðist og dansinn hefst. I takt við þetta örófaferli verður tónlistin, er í öndverðu liggur á myrkviðislegum dimmum bordúns- tóni, fjölbreyttari. Flest lauslegt úr ótónstilltu vopnabúri slagverksins kemur við sögu, auk víbrafóns, lít- ilsháttar marimbu, bassaklarínetts (notað mest á hinu óviðjafnanlega neðsta sviði) og, undir lokin, hefð- bundnir jafnt sem minna hefð- bundnir tónar á öllu tæpu fímm áttunda tónsviði sellósins. Ekki ber að gleyma „trommuorgeli", slag- Frum- stæðar hvatir hljóðfæri gert úr mislöngum (upp í 4 m) pípum, líkast til hönnuðu af tónhöfundi sjálfum, sem átti eftirminnilegt atriði í miðjum leik, enda bæði hljóð og útlit áhrifamik- ið, þar sem fjögur röranna stóðu lárétt út í loftið eins og fallbyssu- kjaftar. Ekkert var tekið fram um það í leikskrá hvort rafhljóð kæmu við sögu, en trúlega hafa tónhöfundur og tónmeistari beitt nútíma hljóð- verstækni (þ.ám. hlið- eða staf- rænni útfærslu á segulbandalykkj- um fyrri tíma) við útfærslu á „konkret" hljóðgjöfum. Ekki var að sökum að spyrja; fjölbreytnin í hljóðavali var hreint ótrúleg og til þess fallin að kalla fram seiðmögn- uð augnablik, er undirstrikuðu sambland af yfírnáttúrulegum hindurvitnum og dýrslegum hvöt- um frumskógarlífs, svo manni rann stundum kalt vatn milli skinns og hörunds, og tæki margar síður að nefna bara það helzta. Þó komu upp atvik er voru eftirminnilegri en önnur, t.a.m. nokkur örstutt innskot með „ketjak“-söng Balíbúa, ummynduðum í eitthvað harla ómanneskjulegt hljóð - ef hann var þá ekki hreinlega búinn til á rafhljómborði frá grunni. Atriðið þar sem upphófst stöðug- ur „tactus“-grunnsláttur á bassa- páku við allskonar lausaslagverk (symbala, hristur, sköfur o.m.fl.) var einnig sérlega áhrifamikið og minnti enn sem oftar á það, að viðleitni flestra framsækinna tón- skálda lengst af við að forðast allan púlsrytma sem pestina hefur ekki aðeins fírrt þau mikilvægum mögu- leikum, heldur einnig alið á sterkri löngun hjá áheyrendum nútímatón- listar eftir góðri gamaldags takt- vímu - jafnvel þótt úi og grúi á sama tíma í „teknó“-poppinu í kringum okkur. Það er nokkurn veginn á vísan að róa, að ef það vantar balletttón- list með miklu slagverki sem kalla á fram hugmyndatengsl við galdur, myrkvið og frumstæðar hvatir, þá er Áskell Másson rétti maðurinn á íslandi. Virtúósískur trommuslátt- ur hans, einstætt næmi fyrir lit- brigðum og möguleikum hinna fjöl- skrúðugu slagverkstóla hvaðanæva úr veröldinni, svo og persónuleg reynsla hans frá frumbýlingsárum íslenzka dansflokksins sameinast um að tryggja exótíska og magn- aða upplifun. BOKMENNTIR G u ð f r æ ð i VARNARRÆÐA SPÍRITISTANS eftir Sigurð Hauk Guðjónsson. 183 bls. Útg. Fjallið Hvíta. Prentun: Oddihf. ÞETTA eru kröftugar predikanir. Höfundur veigrar sér hvergi við að kveða fast að orði. Kenning hans er afdráttarlaus og ádeilu blandin. Þama er ekki aðeins blásið til vamar heldur líka til sóknar. Rökleiðslu sína reisir höfundur öðm fremur á granni guðfræðinnar. Hann lýsir skoðunum sínum á hugtökunum náð og þrenn- ing sem mörgum hefur hingað til gengið báglega að skilja. Guðspek- inni sýnist hann engan veginn frá- hverfur þótt hann nefni hana hvergi; skírskotun hans til kvæða Einars Bene- diktssonar og afstaða hans til annarra trúar- bragða geta bent til þess. Það er hins vegar kærleiksboðskapur kristninnar sem hann setur á oddinn, jafnvel framar spíritismanum sem fær þó tilskilið rúm í bókinni. Höfundur tek- ur til endurmats viðtekin guðfræðileg hugtök, skýrir þau og skilgreinir og leitast jafnframt við að færa þau nær hug- myndaheimi nútímans. Hann minnir á hvemig fyrri tíðar menn klæddu hugtökin í persónugervi; sú var þeirra leið til skilnings. Hann telur, vafa- laust réttilega, að sérhver tími ljái guðdóminum svipmót í samræmi við heimsmynd og tíðaranda. Fyrr á tím- um gerðu menn sér í hugarlund, svo dæmi séu tekin, að guð líktist gömlum manni með skegg, satan gengi með hom og klaufír en englarnir svifu á vængjum. »Já, engill er vissulega til, en þú fangar útlínur hans ekki, að- eins hugur þinn gerir sér af honum mynd, og sú mynd er háð erfð þinni, trú og þroska.« Þannig skýrir höfund- ur þetta notalega og - líkast til að sumum finnst - bamslega hugtak! Séra Sigurður Haukur varð ekki fyrstur til að setja fram skoðanir sín- ar á spíritismanum. Einar H. Kvaran kynnti stefnuna í ótal greinum og fyrirlestrum, auk þess sem hann skrifaði sérstaka bók um þetta áhugamál sitt og nefndi Trú og sann- anir. Sá var háttur Einars að hann nálgaðist efnið eftir krókaleið; taldi fyrst upp allar hugsanlegar mótbár- ur, síðan hvaðeina sem mælti með. Séra Sigurður Haukur fer öðravísi að. Hann gengur beint að efninu. »Um að látinn lifír efast eg ekki, - eg trúi því ekki aðeins, heldur veit,« segir hann. Til upprisunnar skírskotar hann títt, telur hana meginuppsprettu kristindómsins. Ef Kristur hefði ekki birst lærisveinum sínum eftir dauðann hefði aldrei orðið nein kristin trú. Með upprisunni hafí hann gripið til »jarð- neskrar myndar til þess að sanna sig,« eins og hann kemst að orði. Ennfrem- ur minnir hann á orð Páls postula - sem hann vitnar reyndar víðar til: »Og til era himneskir líkamir og jarðnesk- ir líkamir.« Þótt höfundur setji skoðanir sínar fram óhikað og vafningalaust telur hann sig til efa- semdamanna; hann verði að skilja til að geta trúað. Sá er kostur þessarar bókar að höfundur bregður ljósi yfir ýmsa meginfleti trúarinnar sem nútímafólki gengur alla jafna tregt að átta sig á. Máli sínu til stuðn- ings tilfærir höfundur fjölda dæma úr ritning- unni. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta guðfræði, fyrst og síðast. Bágast gengur undirrituðum að skilja þann hvassa ádeilubrodd sem höfundur beinir gegn kirkjunni. Finn- ur kirkjunnar þjónn svo að sér þrengt - innan stofnunar sinnar - að hann þurfi að bijótast um fast til að hrista af sér fjötrana? Sé svo eru innviðir stofnunarinnar sterkari en sýnist - utan frá að horfa! Nei, hitt hlýtur að teljast senni- legra að þetta sé einungis stílbragð. Höfundur, sem er ritfær maður, kunnur predikari og vanur ijölmiðl- um, viti sem er að svo best geti maður látið til sín heyra gegnum skvaldur og hávaða daglega lífsins að maður brýni raustina og skafí ekki utan af orðunum! Erlendur Jónsson Ríkarður Ö. Pálsson AÐSTANDENDUR sýningarinnar hylltir í leikslok. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Séra Sigurður Haukur Guðjónsson Signr símakórsins TÓNOST Hveragcrðiskirkja UNM-TÓNLEIKAR Verk eftir Tebogo Monnagotla, Jesper Koch, Egil Gunnarsson, Jörg- en Dafgárd og Riika Talvitie. Geir Draugsvoll, harmónika; Riika Tal- vitie, óbó; UNM-kórinn u. stj. Egils Gunnarssonar. Hveragerðiskirkju, laugardaginn 27. september kl. 14. FIMMTU UNM-hátíð á íslandi lauk með tónleikum í miðlungssetinni kirkju Hvergerðinga á laugardaginn var. Auk þriggja kórverka vora reifuð tvö einleiksverk fyrir harmóniku og óbó. Fyrsta verkið var „Molnsteg" fyrir kór eftir unga þeldökka sænska tónskáldkonu er stundar nám norður í Piteá (á sömu breiddargráðu og Seyðisfjörður) þar sem íslendingar sendu sína fyrstu fulltrúa á UNM 1974. Kórverkið var við kvæði eftir ljóðskáldið Elisabetu Hermodsson er lýsti skýjabólstrum og hughrifum af völdum þeirra. Tónlistin var mjög mótuð af viðfangsefninu, seig hægt og virðulega áfram á „hlust-himni“ áheyrandans með lagrænu og síðar hljómrænu ferli sem hefði notið sín vel í kvikmynd tekinni úr flugvél hnitandi kringum cumulo-nimbus fláka, nema hvað stöku sinni mátti heyra/sjá snöggar Máríutásur. Notk- un á háttliggjandi sópran var nokkuð áberandi, ásamt líðandi hljómaklös- um og bylgjuhreyfingum, og endaði verkið á miðjulausum hljómi, er und- irstrikaði ágætlega loftkennt eðli við- fangsefnis og íjarlægðina frá jörðu. „UNM-kórinn“ var skrifaður fyrir flutningi kórverkanna, og man ég ekki eftir slíkri stofnun frá fyrri há- tíðum. Hinn 17 manna kór undir ör- uggri stjórn Egils Gunnarssonar mun raunar hafa staðið nær fyrirbrigðinu símakór sem erlendir kalla, þ.e. skip- aður duglegu fólki sem hóað hefur verið saman úr síma með stuttum fyrirvara; í þessu tilviki með uppi- stöðu úr Hljómeyki og Háskólakóm- um, enda þótt ekki væri þar um til- greint í tónskrá frekar en um stutt en laglega sungið sópransólo Hall- veigar Rúnarsdóttur. Gengu lausa- fregnir meðal manna um að kórverk- in að þessu sinni væru eftirlegukind- ur frá UNM-hátíð fyrra árs sem ekki hefði reynzt unnt að flytja, m.a. vegna mikillar kórhátíðar á sama stað og tíma, en hvað sem hæft er í því, þá var ekki annað að heyra en að hinn litli „ad hoc“ UNM-kór gerði verkunum aðdáunarlega góð skil mið- að við aðstæður. Við Iestur tónskrárathugasemda næsta verks, „Jabberwocky“ fyrir einleiksharmóniku eftir þrítuga Dan- ann Jesper Koch, losnaði undirritaður, og kannski fleiri, Ioks við þá gömlu firra að samnefnt bullkvæði úr Að skuggsjárbaki Lewisar Carrolls, höf- undar Lísu í Undralandi, merkti ekki neitt, enda þar fátt um finnanleg orð í orðabók. Nú varð maður þess vís- ari, að textinn lýsir bardaga drengs og tré-ófreskju, e.k. Laufa-Gláms eða, m.ö.o., einvígi Davíðs og Golíats(!) Nikkan, í meistarahöndum norska snillingsins Geirs Draugsvoll, lýsti at- ganginum með líflegri beitingu á íjölda litríkra möguleika nútíma drag- spilstækni, auk nokkurra eldri (t.d. belg-tremólói), svo að minnti þá hlust- endur er lengst mundu fram á ekki ósvipað verk, „Dinosaur" eftir Ame Nordheim frá árdögum framsækinna dragspilstónmennta á brautryðjendaá- rum Mogensar Ellegaards, því vissu- lega komu allskonar óvanaleg urr, hvæs og skraðningahljóð úr tólinu, og sum allstórskepnuleg. Virtist þann- ig í vissum skilningi um gamalt vín á nýjum belg að ræða, en samt for- kunnar skemmtilegt áheymar, og mátti í lokin bókstaflega heyra skrímslið gefa upp öndina, er Draug- svoll tappaði lofti af belgnum með mæðulegu hvissi. „Martröð," kórverk HÍ-kórstjóm- andans Egils Gunnarssonar við sam- nefnt kvæði Amar Arnarsonar, var næst á dagskrá. Hafí virkilega enginn gert þessu krassandi kvæði með draugalagsniðurlagi í hverri vísu („þó vantar næði / þó vantar mig næði.“) tónaskil áður, var kominn tími til. UNM-kórinn söng hér sitt bezta framlag þetta síðdegi, enda var verk Egils að mörgu leyti vel skrifað fyrir miðilinn og trútt textanum, þó að einstaka atriði, eins og s-hljóðaeffekt- ar kórsins í 2. erindi sem hljóðlíking á sjávamiði, nálguðust hið banala. Engu að síður voru víða áhrifamiklir sprettir, t.d. crescendó-staðurinn við orðin „þær beija mig grjótí,“ og nið- urlagshljómurinn var einhver sá safa- ríkasti sem heyrzt hefur úr blönduð- um kór um árabil. „Agnus Dei“ eftir hinn sænska Jörgen Dafgárd var mikil prófraun fyrir UNM-kórinn og stjórnanda hans, og stappaði nærri kraftaverki að kæmist fyrir horn, því verkið var með ólíkindum kröfuhart, eins og gera má sér í hugarlund strax við lestur vöralýsingar höfundar: „[...] byggist á átta radda kanon.. . .lag- rænt efni tónverksins er samhverf tólftóna röð.. [er] . .breytist og um- tumast í sífellu innan kanonsins, þannig að hún endurtekur sig aldrei í sömu mynd...“ Orð að sönnu. Hlust- andinn botnaði ekkert í því hvemig söngfólkið fór að því að koma rétt inn og að halda sínu striki, en hinn hægi en afskaplega óaðgengilegi kórsatz, er virtist í heild tjá innhverfa heim- spekilega kvöl (auk hinnar úthverfu fyrir flytjendur) komst samt sem áður til skila, þótt allar líkur væra á móti. Njörvað verk og nostursamlega unnið, en ekki að sama skapi líklegt til útbreiðslu, nema þá færni vest- rænna kóra taki stökkbreytingu fram á við á næstunni. Tónleikunum lauk með sjarmer- andi lítilli etýðu fyrir einleiksóbó eft- ir flytjandann, hina fínnsku Riiku Talvitie, „Perspektiivejá;" að sögn höfundar einfalt verk að uppbygg- ingu: „þrír fjögurra tóna hljómar fylla áttundina og era umkringdir tengi- tónum. Þessar tvær „áttir“ skapa tening með heyranlegum hornum." Ekki heyrði nú undirritaður það svo glatt, en stykkið var engu að síður lögulegt; spilaði töluvert á andstæður milli staccatós og Iegatós í fremur stuttum hendingum (hringöndun hvergi beitt) á afar afströktu tóna- máli, og var lipurlega fram reitt af frk. Talvitie af látlausum þokka. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.