Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D/E
STOFNAÐ 1913
222. TBL. 85. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Blair lýsir markmiðum stjórnar sinnar á flokksþingi breska Verkamannaflokksins
Boðar „fyrir-
myndarríki“
næstu aldar
Brighton. Reuter.
TONY Blair, forsætisráðherra
Bretlands, kvaðst í gær vonast til
þess að stjórnar sinnar yrði niinnst
sem einnar af róttækustu ríkis-
stjórnunum í sögu landsins og
hvatti Breta til að taka höndum
saman og gera Bretland að „fyrir-
myndarríki 21. aldarinnar“.
Blair lét þessi orð falla í ræðu á
fyrsta þingi Verkamannaflokksins
sem stjórnarflokks frá árinu 1978.
Forsætisráðherrann sagði að mikl-
ar kröfur væru gerðar til stjómar-
innar eftir stórsigur flokksins í
þingkosningunum 1. maí. Hún
þyrfti að vera „stjórn háleitra hug-
sjóna og erfiðra ákvarðana...
Ekki aðeins betri en stjórn íhalds-
manna heldur ein af merkustu og
róttækustu umbótastjórnum í sögu
okkar.“
Velferðarkerfíð
stokkað upp
Blair sagði að stokka bæri upp
breska velferðarkerfíð en það væri
aðeins eitt af mörgum erfiðum við-
fangsefnum sem Bretar þyrftu að
takast á við til að búa efnahaginn
undir nýja öld. Hann kvaðst vilja
byggja upp þjóðfélag samkenndar
FRANSKA stjórnin ákvað í gær að
takmarka umferð einkabfla í París í
fyrsta siim eftir að niturdíoxíðs-
mengunin í borginni fór yfir hættu-
mörk. Stofnun, sem fylgist með
loftmcnguniuni í París, sagði að
mengunin hefði náð „þriðja stigi“,
eða hæsta stigi mælikvarðans sem
hún notar. Þriðja stigs loftmengun
þýðir að almenningssamgöngur
verða að vera ókeypis og yfirvöld-
um ber skylda til að takmarka um-
ferðina.
og samúðar en bætti við að nýja
velferðarríkið þyrfti að hvetja fólk
til að afla sér lífsviðurværis og vera
ekki háð opinberum styrkjum.
Forsætisráðherrann kvaðst full-
viss um að Bretar myndu ekki ótt-
ast breytingarnar ef stjórnin sýndi
þjóðinni fram á að þær væru nauð-
synlegar. „Eg segi nú við bresku
þjóðina: hlekkir meðalmennskunn-
ar hafa brotnað, þreytan er að baki
og við getum nú skarað fram úr á
ný. Við getum byggt upp þetta fyr-
irmyndarland 21. aldarinnar, orðið
leiðarljós heimsins.“
Áhersla lögð
á menntamál
Blair sagði að stjórnin hygðist
leggja ríka áherslu á umbætur í
menntamálum og sagði að með
samvinnu stjórnarinnar og einka-
fyrirtækja yrði öllum skólum
landsins séð fyrir tölvum ekki síðar
en árið 2002. Hann kvaðst einnig
ætla að auka framlög ríkisins til
viðgerða á skólum í niðurníðslu og
sagði að námsmönnum í fram-
haldsskólum landsins myndi fjölga
um hálfa milljón á næstu fimm ár-
um.
Stjórnin ákvað að banna notkun
einkabfla með skráningarnúmer
sem enda á sléttri tölu. Bannið gild-
ir í dag og umferðin á götum borg-
arinnar á að einskorðast við bfla
með oddatölu, lögreglu-, slökkvi-
liðs-, sjúkra- og leigubfla, auk raf-
knúinna bifreiða og lítilia bfla með
að minnsta kosti tvo farþega.
Lognmolla h fur verið í París
síðustu daga og stuðlað að mikilli
niengun í miðborginni, eins og sjá
má á myndinni.
Reuter
Umferð bíla
takmörkuð í París
Reuter
RÁÐHERRAR í stjórn breska Verkamannaflokksins klappa fyrir Tony Blair forsætisráðherra á
flokksþinginu í gær. Hann kvaðst þar stefna að því að Bretland yrði „fyrirmyndarríki 21. aldarinnar“.
Reynt að leysa deiluna um byggðir gyðinga
ísraelsstjórn segir
stefnu sína óbreytta
Jerúsalem. Reuter.
BENJAMIN Netanyahu, forsætis-
ráðheiTa ísraels, sagði í gær að
ísraelar hefðu ekki fallið frá áform-
um sínum um að stækka byggðir
gyðinga á Vesturbakkanum þótt
þeir hefðu samþykkt að ræða „hlé“
á framkvæmdunum þegar friðar-
viðræður við Palestínumenn hefjast
eftir hálfan mánuð.
„Við höfum samþykkt að ræða
hugmyndina um hlé og höfum auð-
vitað okkar eigin skoðun á málinu
eins og Palestínumenn,“ sagði Net-
anyahu við fréttamenn í Jerú-
salem. „Ailir vita af framkvæmdum
okkar í landnemabyggðunum, sem
við ætlum að stækka, og ég hyggst
ekki breyta stefnu okkar.“
Israelskir og palestínskir emb-
ættismenn samþykktu á mánudag
að hefja á ný friðamðræður, sem
höfðu legið niðri í hálft ár vegna
deilna um stækkun gyðingabyggð-
anna og sprengjutilræða herskárra
múslima.
„ísraelar þm-fa að lýsa því
tæpitungulaust yfir að þeir ætli að
falla algjörlega frá áformum sínum
um stækkun byggðanna," sagði
Hassan Asfour, samningamaður
Palestínumanna í friðarviðræðun-
um.
Stríð undirbúið?
Amiram Levine, yfirmaður Isra-
elshers i norðurhluta landsins,
sagði í gær að Sýrlendingar væru
að búa sig undir hugsanlegt stríð
við Israel en kvaðst vona að þeir
væra einnig að undirbúa friðarvið-
ræður.
Amnon Shahak, æðsti yfirmaður
hersins, sagði hins vegar á fundi
með utanríkis- og varnarmála-
nefnd þingsins að ekkert benti til
þess að Sýrlendingar hygðust gera
árásir á ísrael. ísraelar yrðu þó að
vera við öllu búnir.
Noregur
Minnka þarf
þorskveiðar
Ósló. Morgunblaðið.
STÆRÐ þorskstofnsins í Barents-
hafi hefur verið ofmetin síðustu 15
árin og því þarf að minnka veiðarn-
ar niður í 700.000-750.000 tonn á
næsta ári, að sögn Odds Nakkens,
sem stjórnar rannsóknum norsku
hafrannsóknastofnunarinnar.
Nakken sagði að draga þyrfti úr
veiðum á öllum fisktegundum, að
ufsanum undanskildum. „Minnka
þarf allar aðrar veiðar í Barentshafi
og Norðursjó þegar kvótar næsta
árs verða ákveðnir."
Þorskkvótinn í ár er um 900.000
tonn og hefur aldrei verið jafn mik-
ill. Nakken sagði l,jóst að stofninn
þyldi ekki svo miklar veiðar.
Var bílstjóri Díönu
ofdrykkjumaður?
London. Reuter.
NÝ RANNSÓKN bendir til þess
að Henri Paul, ökumaðurinn í
síðustu bílferð Díönu prinsessu,
hafi lengi verið ofdrykkjumaður,
að sögn heimildarmanna í
frönsku lögreglunni í gær.
Áður hafði komið fram að í
blóði bílstjórans var þrefalt
meira áfengismagn en leyfilegt
er þegar bílslysið varð. Ennfrem-
ur fundust merki um tvö lyf,
þunglyndislyfið prozac og ti-
apridal, sem algengt er að notað
sé í Frakklandi til að draga úr
árásargimi og skjálfta of-
drykkjumanna.
Breska úrklippufyrirtækið
Durrants Press Cuttings sagði í
gær að dauði Díönu hefði fengið
meiri umfjöllun í breskum fjöl-
miðlum en nokkur annar atburð-
ur á öldinni.
35% allrar umfjöllunai' stærstu
dagblaðanna hefðu verið helguð
fréttum af bílslysinu og atburð-
um tengdum því. Umfjöllunin um
stærstu atburði síðari heims-
styrjaldar, svo sem undanhald
breskra hermanna frá Dunkirk
og uppgjöf þýskra nasista, var
mun minni, eða um 26-27% af
efni blaðanna á þeim tíma.