Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ AÐ lokinni klakveiði, f.v. Sigtryggur Georgsson, Gylfi Sigurðs- son og Marinó Jóhannsson, bóndi í Tunguseli og formaður Veiði- félags Hafralónsár. Klakveiði í Þórshöfn - Það er ekki á hvetjum degi sem veiðimenn fá að draga fyrir með neti í laxveiðiám en kem- ur þó fyrir við viss tækifæri. Marinó Jóhannsson, bóndi í Tunguseli og formaður Veiðifélags Hafralónsár, fór fyrir skömmu í klakveiði í ána ásamt félögunum Gylfa Sigurðssyni og Sigtryggi Georgssyni og var þá veitt i net, veiðiglöðum mönnum til mikillar ánægju. Mjög hvasst var snemma morg- uns þegar byijað var að draga fyr- ir og erfítt að hemja netið. Veiði- mennimir þrír létu það ekki á sig fá og fengust hængar í netið í Bæjarneshylnum ofarlega í ánni. Ekki gagnar að hafa aðeins annað kynið svo áfram var haldið í hrygnuleit. Það gekk ekki vel því hængar virtust miklu fleiri en hrygnur í ánni eins og svo víða annars staðar. í seinna kasti var fullt net af laxi en það kom brátt í ljós að ein- tómir hængar vom í netinu, ekki ein hrygna. Skýring gæti verið sú að hrygnurnar séu gengnar inn á efsta svæði árinnar en erfitt er að veiða þar í net og ekki síður að flytja laxinn lifandi til byggða um svo langan veg. Á efsta svæðinu liggur vegurinn einnig nokkuð fjarri ánni sem er ekki til hægðarauka við netveiðina. Uppistaðan í veiðinni í Hafra- lónsá í sumar er smálax, einkum í stærðinni 4-7 pund, meirihluti hængur en stærsti laxinn í sumar var þó sautján pund. Marinó Jó- Uppgræðsla á Hólasandi Þegar sýnilegur jákvæður árangur Mývatnssveit - Umhverfissjóður verslunarinnar og Húsgull á Húsa- vík gengust fyrir ferð á Hólasand mánudaginn, 22. septebmber síð- astliðinn. Þar mætti fjölmennur hópur fólks sem sýndi áhuga á því uppgræðslustarfi sem fram fer á sandinum og er jafnvel talið eitt hið stærsta sinnar tegundar í Evr- ópu. Veður var gott, sunnan kaldi, þurrt og sæmilega hlýtt. Stað- næmst var í Blöndubrekku við Kísil- veg, þar var ferðin skipulögð og áfram ekið nokkurn spöl og síðan austur Gæsadalsveg að rofabörðum við jaðar sandsins. Þar var stoppað og safnast saman. Þröstur Eysteinsson og Andrés Arnalds skýrðu fyrir viðstöddum í stuttu máli á fræðilegan hátt hvern- ig slík auðn sem Hólasandur hefur orðið til. Ennfremur að búið er að stómm hluta að sá meðfram rofa- börðunum umhverfis sandinn. Virð- ist þegar vera sýnilegur jákvæður árangur af því starfi. Sjá má víða á sandinum stór flæmi af lúpínu og öðrum gróðri. Á heimleiðinni var staðnæmst við Kísilveg. Þar gafst viðstöddum kostur á að fylgjast með raðsáningarvél Landgræðsl- unnar að störfum. Ráðgert er að hún verði á sandinum í haust við sáningu meðan hægt er. Húsgull bauð upp á rausnarlegar veitingar, heitt kakó og meðlæti. Hörður Sigurbjarnarson var kynnir og stjórnandi ferðarinnar á Hóla- sand. Guðmundur Bjarnason um- hverfis- og landbúnaðarráðherra og Halldór Blöndal samgönguráðherra voru meðal þátttakenda. Að ferð lokinni fór hluti ferðahópsins að Hótel Reynihlíð. Þar átti að fara yfir stöðu uppgræðslunnar í máli og myndum og jafnframt sýna fram á gildi hennar í framtíðinni. Morgunblaðið/Heimir Harðarson SÁNINGARVÉL Landgræðslunnar verður á Hólasandi í haust og verður unnið að sáningu meðan hægt er. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir GYLFI og Sigtryggur með 7 punda hæng úr Bæjarneshyl. Hafralónsá hannsson, formaður veiðifélagsins, sagði þetta benda til þess að á næsta sumri væru líkur á góðum stórlaxagöngum þar sem uppistað- an væri tveggja ára hrygnur. Rúm- lega 200 laxar eru komnir úr Hafra- lónsá þetta sumar en einhveijir dagar eru enn eftir af veiðitímabil- inu svo talan er ekki endanleg. Meðalveiði síðustu 10 ára lætur nærri að vera um 300 laxar á ári. Stærsta vatnsfall sem fellur í Þistilfjörð Mikil náttúrufegurð er við Hafra- lónsá en hún á upptök sín í svoköll- uðum Hafralónum í Tunguselsheiði. Á leið sinni til sjávar fellur hún um nokkur mikil gljúfur og eru Dimmu- gljúfur mest þeirra. Þar er hrikaleg náttúrufegurð sem sést óvíða ann- ars staðar á landinu. Jeppavegur liggur að gljúfrunum. Frá efsta veiðisvæði árinnar eru tæplega 30 km til sjávar en á þeirri leið renna í hana nokkrar minni þverár. Tvö góð veiðhús eru við ána, annað á neðra svæði en hitt á því efra. Hafralónsá er stærsta vatns- fall sem fellur í Þistilfjörð en í Þist- ilfirði eru nokkrar góðar laxveiðiár, t.d. Sandá, Svalbarðsá og Hölkná. Áin er í leigu allt til ársins 2000 og eru Breti og Frakki með hana í sameiningu. Útlendingar veiða því í ánni allan júlímánuð og lungann úr ágúst. Landeigendur hafa þó síð- ustu vikur veiðitímabilsins til um- ráða en veiða má í ánni út septemb- ermánuð. 7 0 ár frá komu fyrsta bílsins í Mýrdalinn Fagradal - Nú í byrjun septem- ber hittust hér í Vík í Mýrdal afkomendur Guðrúnar Jóhann- esdóttir og Brands Stefánsson- ar. Tilefnið var að liðin eru 70 ár frá komu fyrsta bílsins í Mýrdalinn og einnig að væntan- leg er útkoma bókar í nóvember næstkomandi um Brand Stef- ánsson sem var mikill braut- ryðjandi í samgöngumálum Sunnlendinga. Fyrsta bílinn fékk hann sjó- leiðina til Víkur í Mýrdal með mb Skaftfellingi og var honum skipað upp hér við sandinn með árabát sem Stóri-Farsæll hét. Bíllinn var í þremur hlutum og settur saman niðri í fjöru og ekið siðan upp í Víkurþorp við efablandinn fögnuð áhorfenda. Það er Dynskógaútgáfan sem sér um útgáfu bókarinar um Brand. Af þessu tilefni komu afkomendur Guðrúnar og Brands, sem eru orðnir 33, sam- an nú í byrjun september og voru flestir mættir til leiks. Afkomendur hófu daginn á því að ganga niður í Víkurfjöru þar sem ævintýrið um bílana hans Vatna- Brands hófst fyrir 70 árum og var þar flutt stutt ágrip um ævi og störf þeirra hjóna. Þaðan var gengið í gamla hótel- ið í Vík en þar ráku þau hjón Brandur og Guðrún um 15 ára skeið gisti- og matsölu af mik- illi rausn og myndarskap. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson AFKOMENDUR Guðrúnar og Brands samankomnir í gamla hótelinu í Vík í Mýrdal. Fyrrum ræðismaður Sviþjóðar á ísafirði Veitt konungleg riddaraorða ísafirði - Jóni Páli Halldórssyni, fyrr- um ræðismanni Svíþjóðar á ísafírði, hefur verið veitt hin konunglega ridd- araorða, Norðurstjarnan, sem er æðsta orða sem Svíar veita ræðis- mönnum sínum. Jón Páll fékk orðuna afhenta í hófi sem haldið var honum til heiðurs i sænska sendiráðinu í Reykjavík fyrir stuttu. I hófinu var samankominn hópur gesta, jafnt innlendir sem erlendir, sem samfögnuðu Jóni Páli og íjöl- skyldu hans; Það var sænski sendi- herrann á Islandi, Pár Kettis, sem afhenti Jóni Páli orðuna fyrir hönd lands síns. Svíar hafa ákveðið að leggja niður ræðismannsskrifstofuna á Isafirði vegna bættra samskipta og samgangna en ræðismannsskrifstofa hefur verið á ísafirði frá aldamótum. Morgunblaðið/Krislinn PÁR Kettis afhenti Jóni Páli Halldórssyni riddaraorðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.