Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 MORGUNB LAÐIÐ r 5 'i i l * w r f FÓLK í FRÉTTUM ► FRANSKI leikstjórinn Luc Besson hefur trúlofast rúss- nesku leikkonunni og fyrir- sætunni Millu Jovovich. Bes- son, sem er 38 ára, leikstýrði Jovovich, sem er 21 árs, í kvikmyndinni Fimmta frum- efnið sem sýnd var f kvik- myndahúsum í sumar. Þetta verður fyrsta hjónaband þeirra beggja. Besson var áð- ur í sambandi við frönsku leikkonuna Anne Parillaud, sem lék í mynd hans Nikita frá árinu 1990, og á með henni dóttur. JEAN-Paul Gaultier býr til litríka kjóla sem leikkonurnar Heather- Eiizabeth Parkhurst og Nathalie Portman klæddust á frumsýningum með mánaðarmillibili í byrjun ársins. FÁIR kjólar hafa verið jafnvinsælir og kjóll Tom Ford hjá Gucci. Leikkonurnar Rita Wilson og Lori Petty mættu á góðgerðardansleik f júm íklæddar sams konar Gucci-kjól og gátu ekki annað en hlegið að tilviljuninni. Kryddpfan Victoria Adams og Emmy-verðlaunahaf- inn Kim Delaney voru f sínum gucci-kjólum f aprfl á þessu ári. Nia Long og Minnie Driver hrifúst einnig af þessum sama kjól og mættu á frumsýningar f honum. Gucci mun að öll um lfkindum fá einhveijar kvartanir vegna margra eintaka þessa vinsæla kjóls. Margfaldur frumleiki í tísku ER KOMH) AO UÍ R AD STÖÐUGAR frumsýningar og endalaus boð fræga fólksins í Hollywood eru þess valdandi að heimsóknir til frægra fata- hönnuða eru tíðar. Miklu skiptir að klæðn- aðurinn sé frumlegur og geri stjömuna einstaka. Það veldur því augljóslega mikl- um vonbrigðum þegar fleiri en ein stjama sést í sama klæðnaðinum á opinberum vettvangi. Gárangamir vestanhafs hafa sérstaklega gaman af því að sýna myndir af stjörnum sem klæðast nákvæmlega sama fatnaðinum. Ekki er vist að dömum- ar á myndunum hafi verið jafn ánægðar þegar þær uppgötvuðu að fatahönnuðurinn gerði aðra stjömu jafn einstaka og þær sjálfar. Besson trúlofast Jovovich NEVE Campell var í silfurlitu dragtinni frá hönnuðinum Valentino á verðlaunahátfð f Los Angeles í ágúst ‘96. Sharon Stone var f sinni dragt tveimur mánuðum sfðar og var jafnvel f sams konar skóm og Neve. ' ■ COURTNEY Love mætti til frumsýningar í sínum Prada kjól í maf á þessu ári í Los Ang- eles. Jennifer Lopez hafði þá verið f sfnum kjól á verðlaunahátíð í mars í sömu borg. MorgunblaðWJón Svavarsson JÓHLANN Freyr og Lára Stefánsdóttir, dansarar, stinga saman nefjum fyrir sýninguna á laugardag. AUÐUR Bjarnadóttir, annar höfunda verksins, óskar Áskeli Mássyni góðs gengis fyrir sýninguna en hann hefur umsjón með tónlistinni. Fyrir lífið frumsýnt ► SVÖLULEIKHTJSIÐ frumsýndi dansverkið Fyrir lffíð í Tjarnar- leikhúsinu á laugardag. I kynning- arriti segir að Fyrir lífið sé dans- leikur fyrir tvo dansara og slag- verk, sprottinn af hughrifum og stemmninum úr bókinni Konur sem hlaupa með úlfum. Úlfakonan skrfður yfir holt og hæðir, safnar beinum og syngur yfir þeim þar til úr hrúgunni verður úlfur sem hleypur og hleypur þar til hann breytist f hlæjandi konu. Verkið er eftir þær Láru Stef- ánsdóttur og Auði Bjarnadóttur en tónlistin er í höndum Áskels Más- sonar. Leikmynd er í umsjón Ragnhildar Stefánsdóttur mynd- höggvara og búninga hannaði Þór- unn Elfsabet Sveinsdóttir. Dansar- ar eru Lára Stefánsdóttir, sem hef- ur dansað óslitið með Islenska dansflokknum sfðan 1980, og Jó- hann Freyr Björgvinsson, sem gekk til Uðs við Islenska dans- flokkinn árið 1993 og hefúr dansað f flestum uppfærslum hans sfðan. Sýningin er unnin fyrir styrk frá LeikUstarrráði og hefur Svölu- leikhúsinu verið boðið að koma með sýninguna á listahátíð f Kon- stanz í nóvember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.