Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 52
 i RÆát 9 8 í * « * * V- orolla minni eyðsla - hreinni útblástur meiri sparnaður MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG RITSTJ@MBL.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Kristinn JON Bjömsson verkstjóri í einu baðherberginu. Þaðan var klósetti, vaski og blöndunartækjum stolið. Klósettum, vaski og eldavélum stolið BROTIST var inn í þrjár íbúðir í nýbyggðu fjölbýlishúsi við Álfa- borg í Grafarvogi í fyrrinótt og stolið þaðan þremur eldavélum og eldhúsviftum, eldhúsvaski, tveim- ur klósettum og þremur hand- laugum á baði. Enginn virðist hafa orðið var við ferðir þjófanna, en blokkin er í stóru, svo til mannlausu hverfi, sem verið er að byggja. Blokkin er í eigu Húsnæð- isnefndar Reykjavíkur og stendur til að afhenda íbúðirnar um miðj- an þennan mánuð. Að sögn Jóns Björnssonar verkstjóra er verið að kanna hvort hlutirnir séu tryggðir. Svo virðist sem að minnsta kosti tveir þjófar hafi verið að verki að sögn Jóns og af ummerkjum að UR þessu eldhúsi var stolið eldavél, eldhúsviftu og eldhúsvaski. Þjófarnir brutu upp og smeygðu sér inn um eldhúsgluggann. dæma tókst þeim að spenna upp eldhúsglugga íbúðanna, losa stormjárnið og smeygja sér inn. Þar virðast þeir hafa gefið sér góðan tíma til að losa um vaskana, klósettin og vifturnar, því til dæm- is þarf að losa um 10 til 20 festing- ar á eldhúsvaskinum einum. Þá virðist sem þjófarnir hafi lagt bfl bakvið nokkuð háan mold- arhaug norðan við veginn framhjá blokkinni, að sögn Jóns, og því þurft að bera þýfið fyrst yfir göt- una og sfðan yfir moldarhauginn, eins og reyndar mátti sjá af mold- arsporum á gólfinu. Að sögn Rúdolfs Axelssonar, að- alvarðstjóra í Reykjavík, er alltaf nokkuð um það að verkfærum, klósettum og öðrum verðmætum hlutum sé stolið úr nýbyggingum eða nýbyggðum húsum. Utgerðarmenn úthafsveiðiskipsins Vydunas gengu á fund Landsbergis Stjórnvöld Lithá- en komi að lausn ÍSLENSKIR útgerðarmenn sem gerðu út litháíska úthafsveiðiskipið Vydunas gengu í gær á fund Vytautas Landsbergis, forseta iith- áíska þingsins, og fóru fram á að hann beitti sér fyrir því að litháísk stjórnvöld kæmu að lausn deilu um uppgjör milli íslensku aðilanna og eiganda skipsins í Litháen. Alfreð Steinar Rafnsson, sem var skip- stjóri Vydunas, segir að Landsberg- is hafi engin loforð viljað gefa. Vydunas er í eigu Búnaðarbank- ans í Litháen sem ríkið á að stærst- um hluta. Það var leigt til fyrirtæk- isins Juru Liutas, sem er í eigu Is- lendinga og Litháa. Úthafsafurðir hf. í Fellabæ á Héraði gerði fímm ára samning við Juru Liutas um stjórnun á veiðum og vinnslu skips- ins og fjármagnaði útgerð þess að nokkra leyti. Skipið var að frysta makríl í írskri lögsögu í mars 1996 þegar eigandi þess ákvað að snúa því til Litháens. Fjórir Islendingar voru um borð í skipinu og voru þeir fluttir nauðugir til Litháens pg bannað að hafa samband til ís- lands. íslensk stjórnvöld höfðu af- skipti af málinu. Skipverjarnir kærðu dómsmeð- ferð í Litháen til Mannréttindadóm- stólsins í Strassborg í september. Málið er nú í vinnslu í Strassborg. Alfreð Steinar segir að Úthafsaf- urðir hafi reynt að leita eftir frið- samlegri lausn en það virðist borin von. Uppgjörsmálið verður tekið fyrir hjá alþjóðlegum gerðardómi í London í febrúar nk. Bankinn í Litháen gerði þá kröfu að deilan yrði tekin fyrir af dómstólum í Lit- háen en tapaði þeirri kröfu fyrir þremur dómstigum. Skipið hefur legið bundið við bryggju í Klaipeda síðan í mars 1996. Alfreð Steinar segir að Úthafsaf- urðir telji sig eiga búnað og birgðir í skipinu að andvirði 570 þúsund bandaríkjadollara, auk þess sem þeir hafi kostað viðgerðir fyrir 547 þús- und dollara. í skipinu var olía í eigu Oliufélagsins hf. að andvirði um 300 þúsund dollarar. Alls séu því um 1.417.000 dollarar eða rámlega 100 milljónir ISK í eigu íslenskra fyrir- tækja frystar í Litháen. Þörf á að hækka síma- gjöld innan svæðis STJÓRN Pósts og síma hf. er þeirr- ar skoðunar að gjaldskrá fyrir innan- svæðissímtöl sé of lág og standi ekki undir kostnaði við staðbundna sím- kerfíð. Því megi búast við að þessi taxti hækki á næsta ári, en jafnframt megi vænta þess að gjald fyrir utan- svæðissímtöl og símtöl til útlanda lækki verulega. Pétur Reimarsson stjórnarfor- maður Pósts og síma hf. segir að þótt góður hagnaður sé af rekstri Pósts og síma um þessar mundir sé það spá manna að þessi hagnaður minnki til muna á næstu árum eftir því sem samkeppni í fjarskiptaþjón- ustu harðni. Fjarskiptakerfíð sé að opnast og mörg ný fyrirtæki séu að koma inn í samkeppni. Hér á landi séu menn að búa sig undir þessar breytingar með ýmsum hætti, m.a. með því að skilja að Póst og síma í tvö fyrirtæki, Landssíma íslands hf. og íslandspóst hf. Aðskilnaður/27 Utlit er fyrir að ófremdarástand skapist á sjúkrahúsum 1. desember Ungir læknar hætta * að vinna yfírvinnu 103 UNGIR læknar á Landspítala og Sjúkrahúsi Reykjavíkur til- kynntu yfirstjórn spítalanna í gær að þeir myndu hætta að vinna yfir- vinnu frá og með 1. desember nk. Þorvaldur Veigar Guðmundsson, lækningaforstjóri á Ríkisspítölun- um, segir að þetta muni hafa mikil áhrif á starfsemi spítalanna og raunar gangi starfsemin ekki upp miðað við núverandi mönnun. Ekki er óalgengt að ungir læknar vinni 150-200 yfirvinnutíma á mánuði. 58 ungir læknar á Landspítalan- um og 45 ungir læknar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur skrifuðu undir bréf þar sem tilkynnt er að þeir muni frá og með 1. desember haga vinnutíma sínum í samræmi við vinnutímalög- gjöf Evrópusambandsins og aðeins vinna 48 dagvinnutíma á viku. „Þetta hefur veruleg áhrif á starf- semi sjúkrahúsanna. Miðað við nú- verandi mönnun er þetta ekki hægt. í bréfinu bjóðast læknarnir til að aðstoða við skipulagsbreytingar í þeim tilgangi að aðlaga starfsemi spítalanna þessari breyttu vinnutil- högun. Þeir gera sér grein fyrir að þetta getur aldrei komist til fram- kvæmda á stundinni. Okkur vantar fleira fólk til starfa, bæði unga lækna og sérfræðinga ef það á að fara að framfylgja þessum vinnu- reglum," sagði Þorvaldur Veigar. Kallar á meiri vinnu sérfræðinga Magni Jónsson, starfandi lækn- ingaforstjóri á Sjúkrahúsi Reykja- víkur, sagði að þessi ákvörðun ungu læknanna kæmi til með að hafa mik- il áhrif á starfsemi spítalans. Hann sagðist gera ráð fyrir að reynt yrði að leysa þetta með auknu vinnu- framlagi sérfræðilækna. Það yrði hins vegar spítalanum dýi-ara en ef vinnan væri unnin af ungum lækn- um og myndi þegar til lengdar lætur skapa óviðunandi vinnuálag. Helgi H. Helgason, formaður Fé- lags ungra lækna, sagði að ástæður þessarar ákvörðunar væru langvar- andi óánægja með mikið vinnuálag og hversu lítið ríkið hefði lagt sig fram um koma til móts við óskir ungra lækna um breytingar á vinnutíma. Ekki hefur verið gerður nýr kjarasamningur við unga lækna, en krafa um breytingu á vinnutíma er ein meginkrafa lækna í viðræðun- um. Helgi sagði að samningavið- ræðurnar væru mjög skammt á veg komnar og raunar hefðu þær ekki hafíst fyrr en í september. Lausn ekki á valdi spítalanna Magni sagðist ekki sjá að það væri á valdi spítalanna að leysa þau vandamál sem lægju að baki þessari ákvörðun. „Þessi mál verða ekki leyst nema að það sé búið að gera gildan kjarasamning. Meðan ekki hefur verið gerður kjarasamningur við læknana er ekki hægt að vinna þá skipulagsvinnu sem þarf til að leysa þetta til frambúðar," sagði Magni. Morgunblaðið/Ásdfs Laufin á Laufásvegi HAUSTLAUFIN eru tekin að falla og fjúka enda haustlægðirn- ar farnar að gera vart við sig ineð tilheyrandi strekkingi og kólnandi veðri. Hafa bæði garð- eigendur og starfsmenn Reykja- víkurborgar gripið í að sópa laufi og setja í safnkassa eða á aðra viðeigandi staði eins og Guðni Hannesson gerði á Laufásvegin- um í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.