Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 27
26 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HÆTTUASTAND í MIÐBORGINNI? ASTANDIÐ í miðborg Reykjavíkur um helgar batnar ekki. Þúsundir manna þyrpast út á göturnar um þrjú- leytið, þegar veitingahúsunum er lokað, og fólk í misjöfnu ástandi vafrar næstu klukkustundirnar um strætin, mismik- ið undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna. Ljóst er, að borgarráð getur ekki endalaust leyft rekstur vínveitinga- húsa á svo takmörkuðu svæði sem miðborgin er, án þess að einhveijar gagnráðstafanir séu gerðar til þess að koma í veg fyrir slíkan mannsöfnuð ölvaðs fólks. Um síðustu helgi var ástandið sem venjulega. Bandarísk- ur lögreglumaður, Garry Steinberg, var í heimsókn hjá lög- reglunni í Reykjavík og kynnti sér m.a. ástandið í miðborg- inni um helgina. Hann kvað slíkt ástand hvergi myndu verða liðið í Bandaríkjunum og að það skapaði hættuástand að leyfa svo mörgum ölvuðum mönnum að safnast saman á einn stað. „Við gæfum svona mörgu ölvuðu fólki aldrei færi á að safnast saman á götunni. Það skapar hættuástand. Við myndum rýma svæðið. Unglingar jafnt sem fullorðnir ættu á hættu að verða kærðir fyrir vikið.“ Blaðaljósmyndari náði mynd af ungum manni, er kastaði af sér vatni á dyr Alþingishússins. Fyrir slíkt athæfi er 5 þúsund króna sekt. Bandaríkjamaðurinn kvað mun þyngri refsingu liggja við slíku athæfi í Bandaríkjunum. Þetta næturástand í miðborginni er blettur á mannlífinu þar. Borgaryfirvöld verða að grípa í taumana - eða mundi borgarráð vilja búa í miðborginni við þessar aðstæður eða eiga þar leið um? Það er ekki aðeins hægt að leyfa vínveit- ingar í öðru hveiju húsi - slíku fylgir að herða þarf eftir- lit lögreglu og ennfremur þarf að skapa eitthvert mótvægi við miðborgina að þessu Ieyti. Það hlýtur að vera unnt að dreifa fólki, gera önnur svæði borgarinnar einnig aðlaðandi fyrir ungt fólk, svo að allur þorrinn safnist ekki saman á þennan eina stað. Borgarfulltrúar eru kjörnir til þess að leysa úr slíkum ágöllum mannlífsins í borginni og þeir geta ekki skotið sér undan ábyrgðinni af útgáfu vínveitingaleyfa á báðar hendur og það án tillits til afleiðinganna. Það geta dómsmálayfirvöld ekki heldur. Jafnvel dómkirkjan við Aust- urvöll fær ekki að vera í friði fyrir þessum næturskríl. GÓÐUR GESTUR FRÁ LITHAUGALANDI VYTAUTAS Landsbergis, forseti þings Lithaugalands, er aufúsugestur hér á landi. Landsbergis tengdist ís- landi og íslendingum sérstökum böndum meðan á baráttu Eystrasaltsríkjanna gegn yfirráðum Sovétríkjanna stóð. Þá var hann forseti Lithaugalands og fór í fararbroddi hreyfing- ar sem íslendingar studdu dyggilega. Landsbergis vakti athygli og aðdáun víða um heim fyrir festu þá og stillingu sem hann sýndi í erfiðri baráttu við ofurefli kommúnista- stjórnarinnar í Moskvu. Landsbergis og bandalag lýðræðisflokka, sem hann veitti forystu, töpuðu völdunum í kosningum árið 1992 í hendur fyrrverandi kommúnista en flokkur Landsbergis, Föður- landssambandið, vann á ný sigur í kosningum á síðasta ári og fer nú með stjórnarforystu í Lithaugalandi. Stjórnin hefur meðal annars lagt mikla áherzlu á aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu. Gera má ráð fyrir að Landsbergis muni í viðræðum við íslenzka ráða- menn ítreka beiðni Litheygja um stuðning í þeim efnum. íslendingar mega ekki gleyma þeirri ábyrgð, sem fylgir því að hafa verið fyrstir til að viðurkenna sjá'fstæði Lit- haugalands og hinna Eystrasaltsríkjanna. Við verðum líka að gera okkar til að hjálpa þessum ríkjum að varðveita sjálf- stæði sitt. Það verður bezt gert með því að styðja aðild þeirra að samtökum vestrænna lýðræðisríkja. ísland átti stóran þátt í því að á leiðtogafundi NATO í Madríd í sumar var dyrum Eystrasaltsríkjanna að bandalag- inu haldið opnum. Við getum einnig stuðlað að því að lönd- in nái þeim árangri, sem nauðsynlegur er til að þau fái aðild að Evrópusambandinu, til dæmis með því að veita þeim aðstoð við uppbyggingu lýðræðislegra stofnana, við að tryggja mannréttindi í sessi - en um það atriði hafa risið deilur vegna rússnesks minnihluta - og við að laga innlenda löggjöf að reglum ESB, en ísland hefur einmitt sérstaka reynslu af því hvernig slíkt er gerlegt þrátt fyrir fámenna stjórnsýslu og takmörkuð fjárráð. Island getur beitt sér einhliða í þessum málum og einnig á vettvangi norræns samstarfs, þar sem málum Eystrasaltsríkjanna er mikill gaumur gefinn. Yfirmaður norðursvæðis norsku strandgæzlunnar Samstarf er lykilorðið Geir Osen, yfírmaður norðursvæðis norsku strandgæzlunnar, hefur áhuga á aukinni sam- vinnu við íslenzku Land- helgisgæzluna til að tryggja betri fiskveiði- stjórnun í Barentshafi og Norður-Atlantshafí. Hann segir samstarfið við íslenzk skip í Smug- unni hafa verið betra í ár en stundum áður. Ólafur Þ. Stephensen heimsótti höfuðstöðvar strandgæzlunnar í Sortland í Lofoten. Ljósmynd/Reynir Traustason GEIR A.M. Osen sjóliðsforingi við norska varðskipið Lance í höfuðstöðvum norðursvæðis strandgæzlunn- ar í Sortland. NORSKA strandgæzlan hef- ur verið meira í fréttum á íslandi undanfarin ár en áður tíðkaðist, eftir að íslenzk skip fóru að stunda þorskveið- ar í Barentshafi og síldveiðar á haf- svæðinu milli Islands og Noregs. Ekki fer hjá því að íslendingum hafi oft þótt strandgæzlan ganga nokkuð hart fram gegn íslenzkum skipum, til dæmis þegar Sigurður VE var tekinn í lögsögu Jan Mayen í sumar. Undantekningarlaust hefur það verið norður-norska strandgæzlan, sem hefur bækistöðvar í Sortland í Lofoten, sem hefur skipt sér af ís- lenzkum skipum undanfarin ár. Æðsti stjómandi í Sortland er Geir A.M. Osen sjóliðsforingi. Undir hans stjóm em 17 strandgæzluskip og 500 menn, sem hafa það hlutverk að sinna eftirliti, hjálpar- og björgunarstörfum á gríðarlega stóru hafsvæði norðan 65. breiddarbaugs. Samtals er svæð- ið, sem Osen og menn hans hafa eftir- lit með, nærri tvær milljónir ferkíió- metra. Engin pólitísk afskipti af töku Sigurðar Skipstjóri og útgerð Sigurðar VE voru fyrr i mánuðinum dæmd til greiðslu sektar í héraðsdómi í Bodo eftir að strandgæzlan tók skipið í lögsögu Jan Mayen vegna meints brots á tilkynningaskyldu, en skeyti um veiðar skipsins og afla komust ekki á áfangastað til norskra yfir- valda. íslenzk stjórnvöld hafa látið þung orð falla í garð Norðmanna vegna töku skipsins og dómsins og talið að málið allt spillti samskiptum ríkjanna. Osen segir hins vegar aðspurður að í þessu máli eins og öðrum hafi einfaldlega verið um það að ræða að framfylgja þeim reglum, sem strandgæzlan vinnur eftir. „Við sinnt- um reglubundnu eftirliti á Jan May- en-svæðinu og komumst að raun um að mál Sigurðar væri svo alvarlegt að færa yrði skipið til hafnar í Nor- egi,“ segir hann. „Hvaða erlent skip sem er hefði fengið sömu með- ferð fyrir sams konar brot á reglum. Dæmi um það er að í vikunni áður en við _______ tókum Sigurð voru tvö brezk skip færð til hafnar fyrir sams konar brot, sem þó vörðuðu heldur færri atriði. í tilviki norsks báts hefð- um við borið okkur lítið eitt öðruvísi að. Þá hefðum við látið nægja að til- kynna brot skipsins til lögreglu og ákæruvalds, vegna þess að þegar um norskt skip er að ræða er víst að það mun koma til norskrar hafnar. Þetta eru reglurnar, sem strandgæzlan EFTIRLITSSVÆÐl STRANDGÆSLUNNAR í NORÐUR-NOREGI GRÆNLAND Fiskvemdarsvœöiö jviö Svalbaröa Bjarnarey > I iGráa syœöiö" sefoNóíegur 'Og hússland deilavm russland) /- Eftirlitssvæð- ið 2 milljónir ferkílómetra vinnur eftir og þær eru byggðar á lögum um veiðar erlendra skipa í norskri lögsögu." Aðspurður hvort samráð hafi verið haft við norsk stjórnvöld, þ.e. varnar- mála-, utanríkis- eða sjávarútvegs- ráðuneyti, um töku Sigurðar, segir Osen að stjórnmálamenn hafí hvergi komið nálægt ákvörðun um töku skipsins. „Það er skipherra varðskips- ins, sem tekur ákvörðunina og ber ábyrgð á henni. Þegar tilkynnt er um brot skips á reglum eða það tekið og fært til hafnar er hins vegar um svo alvarleg afskipti af skipinu að ræða að skipherrann hefur alltaf samband við mig. Það gerðist einnig í þessu tilfelli.“ Osen segist út af fyrir sig ekkert hafa að segja um að taka Sigurðar hafi á íslandi verið túlkuð sem alltof hörð viðbrögð af norskra stjórnvalda. er verkfæri til að hálfu „Strandgæzlan framfylgja norskri lögsögu. Síðastlið- in tuttugu ár hefur framkvæmd þeirra reglna, sem við störfum eftir, þróazt. Eingöngu ef breyta á þeirri framkvæmd verður það póiitískt mál. Það eru pólitísk yfirvöld, sem ákveða hvernig fiskveiðistjórnuninni er hátt- að,“ segir hann. Þótt norska strandgæzlan geti ekki stöðvað veiðar íslenzkra skipa í Smugunni fylgist hún með þeim, safnar upplýsingum og fer fram á að fá að koma um borð og skoða veiðarfæri. Aðspurður hvernig sam- starfið við íslenzka sjómenn á Smugumiðum hafi gengið, segir Osen: „Samstarfið við íslenzka sjó- menn í Smugunni hefur gengið upp og niður undanfarin ár. Á þessu ári hefur samstarfið hins vegar verið gott. Við höfum fengið upplýsingar, sem við höfum þurft á að halda til að geta metið hvernig veiðunum er stjórnað, þ.e. hversu mikið er veitt, hvaða veiðarfæri eru notuð, t.d. flott- roll eða botnvarpa, hvaða ----------- möskvastærð er notuð, hversu mikið af smáfiski er í aflanum og þar fram eftir götunum. Við höfum farið um borð í mörg íslenzk skip, sem verið hafa við veiðar í Smugunni í sumar og þær heimsóknir gefa okk- ur nokkuð skýra mynd af aflanum, sem hefur náðst. Það er mikilvægt út frá sjónarmiðum fískveiðistjórnun- ar, því að ef á að takast að koma góðri stjórn á veiðarnar í Smugunni, verðum við að vita hversu mikið hef- ur veiðzt.“ Osen segir að vitað sé að of mikið af smáfíski hafí verið í afla íslenzku skipanna á stundum, allt að 30-40%. Það eigi einnig við um veiðarnar í sumar. „Við slíkar aðstæður hefði svæðinu verið lokað, væri það innan norskrar lögsögu," segir hann. „Þetta er auðvitað slæm fískveiðistjórnun, en við höfum engin tæki til að stöðva veiðar í Smugunni vegna smáfiska- dráps. Það er hins vegar mikilvægt að vita að það á sér stað, því að við þurfum á staðreyndum að halda fyrir framtíðina." Áhugi á nánara samstarfi við Landhelgisgæzluna Osen segist hafa áhuga á auknu samstarfi við íslenzku Landhelg- isgæzluna í því skyni að tryggja betri fiskveiðistjórnun á hafsvæðunum milli íslands og Noregs. „Það er að- eins ein leið til að koma á góðri fisk- veiðistjórnun í Barentshafi og Norð- ur-Atlantshafi og það er að löndin, sem eiga þar lögsögu, vinni saman,“ segir hann. „Frá árinu 1993 höfum við átt náið samstarf við Rússland. Áður en þetta samstarf hófst töldum við að rússnesk fískiskip veiddu miklu meira í Barentshafinu en þau gáfu upp, vegna þess að þau veiddu í lög- sögu beggja ríkja og gátu leikið bæði á norsk og rússnesk yfírvöld. Eftir að þetta samstarf hófst hefur eftirlit- ið með veiðunum hins vegar batnað verulega. Það er ekkert leyndarmál að Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, og ég höfum rætt saman um að svipuðu samstajfi verði komið á milli Noregs og ís- lands. Við eigum raunar nú þegar gott samstarf við íslenzku Landhelg- isgæzluna en það þyrfti að þróa það frekar.“ Osen segir að of snemmt sé að segja til um hvernig samstarfi strandgæzlunnar og Landhelgisgæzl- unnar yrði háttað, en hann segist sjá fyrir sér að það myndi stuðla að betri heildarstjórn á veiðum á Norður-Atl- antshafi. „Eg get tekið sem dæmi norskan bát, sem veiðir á mörgum svæðum. Við erum háðir því að vera i góðu sambandi við önnur lönd, sem geta sagt okkur hvað fram fer á þeirra svæði, þannig að við höf- um heildarmynd af veiðun- um. Á sama hátt gætu íslenzk stjórnvöld haft samskipti við okkur til að fá heildarmynd af veiðum sinna skipa.“ Osen segist hafa „raunverulega von“ um að_ hægt sé að auka sam- starfið milli íslands og Noregs í þess- um efnum, burtséð frá öilum fisk- veiðideilum. „Samstarf er lykilorðið. Betra samstarf skilar betri fiskveiði- stjórnun," segir hann. Samstarf bætir heildar stjórnina IDAG hækkar gjaldskrá Pósts og síma hf. fyrir dreifingu blaða og tímarita. Þessi hækk- un, sem boðuð var í sumar, er önnur gjaldskrárhækkun póstburðar- gjalda á rúmu ári, en um mitt síð- asta ár hækkaði burðargjald fyrir póst um 15% að jafnaði. A móti var gjaldskrá fyrir símtöl lækkuð. Markmiðið með þessum hækkun- um er að póstþjónustan standi undir sér, en hún hefur verið rekin með yfir 400 milljóna króna halla á ári, og tapreksturinn niðurgreiddur af fjarskiptaþjónustu fyrirtækisins, sem hefur skilað verulegum hagnaði. Nú er það ekki lengur samkvæmt lögum um póstþjónustu og samkeppnislög- um. Að auki á að skipta Pósti og síma hf. upp i tvö sjálfstæð fyrirtæki um næstu áramót, Landssíma ís- lands hf. og íslandspóst hf. Þótt í fljótu bragði virðist sem aðskilnaður fyrirtækjanna sé póstin- um í óhag, kom sú skoðun fram við vinnslu þessarar greinar að póstur- inn hafi að sumu leyti liðið fyrir sam- býlið við símann og þessi breyting gæti orðið beggja hagur. Það hafí a.m.k. orðið raunin í útlöndum þar sem svipaðar breytingar hafi verið gerðar. Ekki í samræmi við kostnað Stór hluti af taprekstri póstþjón- ustunnar, eða um 125 milljónir ár- lega, hefur verið vegna lágra burðar- gjalda fyrir dreifingu á blöðum og tímaritum. Nýja gjaldskráin á að jafna þetta, enda kveða póstlög á um að gjaldskrá fyrir samkeppnis- þjónustu skuli taka mið af raunkostn- aði að viðbættum eðlilegum hagnaði. „Það var búið að tíðkast lengi, að gjöldin, sem tekin voru fyrir þessa dreifingu, voru í engu samræmi við kostnaðinn. Þetta var arfur þess fyr- irkomulags sem stjórnmálamenn komu sér upp meðan dagblöðin voru öll flokksmálgögn. Mér fannst þetta mjög óeðlilegt, að fela þessa blaða- styrki inni i öðrum rekstri. Vilji menn styrkja blaðadreifingu er mun eðli- legra að stofna sjóð, sem hægt er að sækja um dreifingarstyrki úr,“ segir Pétur Reimarsson stjórnarfor- maður Pósts og síma hf. Hann segir að slæm afkoma póst- þjónustunnar hafi einnig m.a. stafað af bakreikningum vegna lífeyris- skuldbindingar vegna starfsmanna. Sú skuldbinding hafi verið færð upp samkvæmt mati tryggingafræðinga og þar sem starfsmenn póstsins og simans væru álíka margir, eða um 1.200 á hvoru sviði, hefði þetta lent mjög þungt á póstinum. „Þegar Pósti og síma var breytt í hlutafélag um síðustu áramót var þetta allt gert upp, og gefið út skuldabréf til lífeyrissjóðsins þannig að þessar gömlu skuldbindingar eru frá. Þetta tengist nú fastafjármun- unum, sem eru bundnir í viðkomandi rekstri og telst til vaxtagjalda. Ætl- unin er, að langstærstur hluti þessa verði kyrr í símanum, þótt einhver hluti fari yfír á póstinn," sagði Pétur. Hagnaðurinnan tveggja ára Pétur sagðist því telja aljar for- sendur fyrir því að rekstur íslands- pósts hf. skili hagnaði innan tveggja ára, og hægt verði að ná fram hag- ræðingu og sparnaði í rekstri án þess að skerða þjónustuna. Hann sagðist aðspurður þó ekki geta lofað því að ekki yrði um frekari gjald- skrárhækkanir að ræða, enda væru póstburðargjöld tiltölulega lág á ís- landi, miðað við það sem gerist í nágrannalöndunum. Samkvæmt þessu virðast forsvars- menn Pósts og síma gera ráð fyrir einhvetjum taprekstri íslandspósts hf. á næstu misserum. Pétur segir að ætlunin sé að skilja þannig við póstinn, að nýja fyrirtækið gæti þol- að þetta tímabil, og hafí forsendur til að fara út í hagræðingu. Stjórn Pósts og síma hefur samþykkt að láta hefja hönnun á nýrri póstmið- stöð á Ártúnshöfða í Reykjavík, sem á að rísa innan tveggja ára og segir Pétur það grundvöll að hagræðing- unni, en einnig þurfi að ganga þann- ig frá hnútunum, að pósturinn geti lokið þessu verkefni. Þegar Pétur var spurður hvort ekki MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 PÓSTI OG SÍMA SKIPT í TVÖ FYRIRTÆKI Aðskílnaður beggja hagur? Miklar breytingar eru framundan á rekstri Pósts og síma hf. sem verður skipt í tvö fyrir- tæki um áramót um leið og fjarskiptaþjónusta verður gefin frjáls. Guðmundur Sv. Hermannsson komst að því að búist er við harðri samkeppni í símaþjónustu á næsta ári, en síður í póstþjónustu. væri verið að bæta samkeppnisstöðu íslandspósts með slíkum aðgerðum svaraði hann, að pósturinn hefði einkarétt á stórum hluta póstdreifíng- arinnar og sá einkaréttur myndi væntanlega vara i nokkur ár enn. Hins vegar væri ekki ætlunin, að sú samkeppni, sem pósturinn stæði í, yrði niðurgreidd, enda er það óheimilt. Þegar hann var spurður hvort það væri þá ekki önnur hlið á slíkri niður- greiðslu að skilja við póstinn með þeim hætti sem hann hefði lýst, sagð- ist Pétur ekki vera sammála því. „Þetta er hluti af þvi að koma póstin- um á réttan kjöl.“ Einkaréttur áfram í póstdreifingu Um næstu áramót verður fjar- skiptaþjónusta gefin frjáls hér á landi, í samræmi við reglur Evrópska efnahagssvæðisins. Frelsið í póst- þjónustu er hins vegar ekki eins langt komið, og ríkið hefur enn einkarétt á hluta hennar. Evrópusambandið hefur raunar samþykkt tilskipun um póstþjónustu, þar sem gert er ráð fyrir að ríkjum sé heimill einkaréttur á að bera út venjulegan áritaðan bréfapóst upp að 350 grömmum. Samkvæmt tilskipuninni er gert ráð fyrir að þessi einkaréttur verði tekinn til endurskoðunar á næstu árum. Þessi tilskipun hefur ekki enn orðin hluti af Evrópska efnahagssvæðinu og hér á landi er einkaréttur ríkisins skilgreindur á nokkuð annan hátt. Samkvæmt lögum um póstþjónustu, sem tóku gildi um síðustu áramót, nær einkaréttur ríkisins til lokaðra bréfapóstsendinga og annarra lok- aðra sendinga sem send eru í bréfa- pósti. Samkvæmt þessu falla póstkort og opin bréf utan einkaréttarins. Sama skilgreining á einkarétti rík- isins á póstþjónustu var í eldri lög- um. Halldór Blöndal samgönguráð- herra vildi breyta henni til samræm- is við tilskipum Evrópusambandsins þegar lög um póstþjónustu voru til meðferðar á Alþingi á síðasta ári, en á það féllst meirihluti samgöngu- nefndar þingsins ekki, m.a. á þeirri forsendu að með því væri hugsanlega verið að auka við einkarétt ríkisins. Að sögn Ragnhildar Hjaltadóttur, skrifstofustjóra í samgönguráðu- neytinu, er einkaréttarskilgreining íslensku laganna ákaflega erfið í framkvæmd og það hljóti að vera eðlilegra að hafa þyngdarmörk eins og eru í evrópsku reglunum, en gert er ráð fyrir að rekstur einkaréttar- hluta og samkeppnishluta verði að- skilinn hjá íslandspósti hf. í samræmi við kröfu samkeppnisyfirvalda og ný póstlög. Vaxandi samkeppni Það er nokkur samkeppni við Póst og síma í ákveðnum þáttum póst- dreifíngar, einkum hraðsendingum og svonefndum fjöldasendingum. Pétur Reimarsson segist telja að samkeppnin á þessu sviði muni fara vaxandi, nú þegar dreifi ýmis félaga- samtök pósti hingað og þangað um landið og dagblöðin hafi sitt dreifi- kerfi sem hugsanlega væri hægt að þróa áfram. A.m.k. tvö fyrirtæki, Póstdreifing hf., og Dreift, starfa nú við að dreifa ómerktum fjöldasendingum, en sam- kvæmt upplýsingum frá þeim er ekki fyrirhuguð frekari samkeppni við Póst og síma í bráð. Eggert Þorgrímsson, dreifingar- stjóri Póstdreifingar ehf., segir raun- ar að fyrirtækið hafi áformað að fara út i dreifingu á merktum fjölda- sendingum, svo sem tímaritum og blöðum í áskrift, en ekki hafí orðið úr því enn sem komið er. Eggert segist telja raunhæft að keppa við ríkispóstinn á þessu sviði á höfuðborgarsvæðinu en dreifingar- verðið hljóti að vera hærra i stijálbýl- inu þvi þar sé kostnaðurinn meiri. Að vísu hafi samkeppnisyfírvöld kveð- ið upp úr um að Póstur og sími hf. verði að dreifa pósti fyrir Póstdreif- ingu á heildsöluverði í mesta stijálbýl- inu. Á öðrum þéttbýlisstöðum úti á landi yrði fyrirtækié hins vegar að koma sér upp eigin dreifingarkerfi. Breytt símagjaldskrá Breytingarnar á gjaldskrá póst- þjónustunnar nú leiða væntanlega til þess að áskriftarverð blaða og tíma- rita hækkar. Jafnframt batnar af- koma fjarskiptaþjónustunnar, vegna þess að hún greiðir ekki lengur niður hallarekstur póstþjónustunnar. Þeg- ar Pétur Reimarsson var spurður hvort það væri ekki eðlileg krafa neytenda að gjaldskrá fyrir sím^, verði lækkuð á móti, sagði hann að án efa yrðu breytingar á símagjald- skrá á næstunni. „Símgjöld til útlanda munu örugg- lega lækka verulega, og farsíma- gjaldskrárnar einnig. Það sama má segja um langlínutaxta innanlands, í samræmi við ákvörðun Alþingis um að landið verði allt eitt gjaldsvæði. Á móti mun innanbæjartaxtinn væntanlega hækka. Hann er orðinn mun lægri en gengur og gerist í kringum okkur og í raun og veru er það skoðun stjórnar Pósts og símæ hf. að þessi gjaldskrá sé orðin of lá^ og standi ekki undir kostnaði við staðbundna kerfið,“ sagði Pétur. Brugðist við alneti Hagnaður af rekstri Pósts og síma hf. stefnir i að verða yfir tvo millj- : arða króna á þessu ári. Þegar Pétur ; var spurður hvernig væri hægt, í ljósi j þessa, að halda því fram að síma- I gjaldskrá standi ekki undir kostnaði, j sagði hann að hagnaður af símanum j væri í grófum dráttum svipaður og ] af fjölmörgum síma- og ij'arskipta- i fyrirtækjum í nágrannalöndunum. „Menn spá því hins vegar að þessi hagnaður muni lækka mjög mikið á næstu árum. Kerfið er aé opnast ogt mörg ný fyrirtæki eru að koma imf i samkeppni. Menn eru að búa sig undir þetta með því að skilja að póst- inn og símann, sem hafa þróast í sitt hvora átt. Nú eru menn farnir að hringja mikið á alnetinu og greiða nánast innanbæjartaxta fyrir millilanda- símtöl. Fyrirtæki eins og Póstur og sími hf. og Landssími íslands síðar, þurfa auðvitað að bregðast við þessu. Og þótt hagnaðurinn virðist nú vera mikill þarf ekki mikið að gerast svo hann minnki mikið,“ sagði Pétur. ^ Arðkrafa ríkisins Hann benti einnig á, að miklar eignir og eigið fé lægju í símanum, eða sem svaraði nærri 10 milljörðum króna og eigandinn, íslenska ríkið, gerði kröfu um ákvöxtun á þessu eigin fé. Miðað við afkomuáætlun á þessu ári yrði hægt að uppfylla þá kröfu, en í framtíðinni væri ljóst að menn þyrftu að hafa sig alla við að standa undir þessari kröfu að við- bættum skattgreiðslum. Á þessu ári á Póstur og sími að greiða 860 milljónir króna í ríkissjóð en á næsta ári fellur þetta framlag til ríkisins niður. í staðinn þurfa fyr- irtækin tvö að greiða tekju- og eigní skatta og skila arði til eiganda síns. Er búist við að samtals geti þessar greiðslur fyrirtækjanna til ríkisins þá orðið talsvert hærri en í ár. Hörð samkeppni strax á næsta ári Pétur segist reikna með að þegar á næsta ári verði komin á hörð sam- keppni í símaþjónustu, einkum í sam- tölum við útlönd. í sama streng tek- ur Ragnhildur Hjaltadóttir, sem seg- ir að erlend símafyrirtæki hefðu í nokkrum mæli spurst fyrir um ís- lenska ljarskiptamarkaðinn. Það er einnig væntanleg sam- keppni í farsimakerfinu, en IslenslM,, farsimafélagið ehf. hefur fengið starfsleyfi til að reka GSM-farsíma- þjónustu og áformar að heija starf- semi snemma á næsta ári. Ragnhildur segir að reynsla ann- arra landa væri að ný símafyrirtæki hefðu ekki áhuga á að leggja sín eigin fjarskiptanet, heldur notuðu netin sem fyrir væru. Samkvæmt nýju ijarskiptalögunum er hægt að skylda Póst og síma hf. til að veita samkeppnisaðilum aðgang að netinu á hagstæðum kjörum. Þetta veitir fyrirtækjum m.a. möguleika á að setja upp símkerfí, sem ná til stórra vio-* skiptavina eins og stórfyrirtækja, með því að tengjast grunnsímanetinu. „Þetta miðar að því að jafna sam- keppnisstöðuna. Póstur og sími hefur óhjákvæmilega ákveðið forskot hér, \ en mikil áhersla í Evrópu er að , tryggja að ný fyrirtæki komist inn á r þennan markaé,“ sagði Ragnhildur I Hjaltadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.