Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
-
FRÉTTIR
Nemendur úr MK komnir heim
með evrópsk verðlaun
HÓPUR nemenda úr Mennta-
skólanum í Kópavogi, sem
hlaut aðalverðlaunin í mynd-
bandasamkeppni á vegum Evr-
ópuráðsins, er nýkominn heim
frá verðlaunaafhendingunni og
ráðstefnu sem haldin var í
tengslum við keppnina á eynni
Wight suður af Englandi í síð-
ustu viku.
Yfir 100 framhaldsskólar frá
20 Evrópulöndum tóku þátt í
keppninn. Heimildarmynd
nemendanna úr MK fjallar um
trúarbrögð, kreppu þjóðkirkj-
unnar og aukna grósku í öðrum
trúfélögum eins og t.d. hjá ása-
trúarmönnum, búddistum og
Krossinum.
Næst mynd um kynþáttahatur
Neil Mc Mahon, enskukennari
í MK, sem einnig er kvikmynda-
fræðingur, var leiðbeinandi
hópsins við gerð myndarinnar.
Hann er að vonum stoltur af
árangri krakkanna og segir þá
hafa staðið sig með prýði. Tvö
úr þeirra hópi voru, auk átta
annarra, kjörnir einskonar
sendiherrar, og munu þau fara
og flylja mál fyrir Evrópuþing-
inu í Brussel í vetur.
Og ekki er allt búið enn, því
um næstu áramót verður hafist
handa um gerð heimildarmynd-
ar um kynþáttahatur og bar-
áttu gegn því, en árið 1998
hefur einmitt verið tileinkað
baráttu gegn kynþáttahatri.
Menntaskólinn í Kópavogi er
meðal fjögurra skóla í Evrópu,
sem valdir hafa verið til þess
að fylgjast með viðhorfum til
þessa máls og er von á norsku
tökuliði í Kópavoginn í vetur í
þeim tilgangi.
Flugmálastj óri um aldur einkaflugvélaflotans
Morgunblaðið/Þorkell
MENNTAMÁLARÁÐHERRA heimsótti verðlaunahópinn í MK í gærmorgun. Frá vinstri: Margrét
Friðriksdóttir skólastjóri, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Neil Mc Mahon enskukennari,
Albert Guðmann Jónsson, Marín Manda Magnúsdóttir, Sara Mc Mahon, Þórey Heiðdal Vilhjálms-
dóttir, Sandra Karlsdóttir, Birgir Tryggvason, Jóhann Örn Reynisson, Gunnar Karl Pálsson og
Hólmfríður Rós Rúnarsdóttir.
MARGRÉT Friðriksdóttir skólastjóri óskar Hólmfríði Rós Rún-
arsdóttur til hamingju með góðan árangur, en hún ásamt AI-
bert Guðmanni Jónssyni var meðal þeirra sem kosnir voru sendi-
herrar. Á milli þeirra standa Gunnar Karl Pálsson og Þórey
Heiðdal Viðhjálmsdóttir.
Hefur ekki áhrif á
menntun flugmanna
ÞORGEIR Pálsson flugmálastjóri
segir að þrátt fyrir að meðalaldur
einkaflugvéla hér á landi sé orðinn
nokkuð hár og fjöldi einkaflugvéla
hér sé ekki í lofthæfu ástandi hafí
það ekki áhrif á menntun flug-
manna og aldrei fyrr hafi jafn
margir útskrifast sem atvinnuflug-
menn.
í Morgunblaðinu síðastliðinn
sunnudag kom fram að 44% einka-
flugvéla hér á landi séu óflughæfar
og um 40% þeirra séu 40 ára eða
eldri. Þorgeir sagði í samtali við
Morgunblaðið að skýring á þessu
væri m.a. að í mörg ár hafi nánast
ekkert verið framleitt af litlum
einkaflugvélum í Bandaríkjunum
vegna þess hve tryggingafélög
hefðu gengið nærri flugvélaverk-
Reyndir starfsmenn
flugskóla ráðnir til
flugfélaganna
smiðjunum í skaðabótamálum.
Framleiðslan hefði síðan aukist á
ný eftir að bandarískri löggjöf á
þessu sviði var breytt.
„Það var í raun og veru algjör
skortur á nýjum einkaflugvélum á
markaðnum og í Bandaríkjunum
voru þær vélar sem til voru mjög
eftirsóttar," sagði Þorgeir.
Mikil gróska í þjálfun
flugmanna
Hann sagði að núna væri meiri
gróska í þjálfun flugmanna hér á
landi en verið hefði um margra ára
skeið og nú útskrifuðust fleiri flug-
menn en nokkru sinni fyrr.
„Ég sé því ekki að þetta hafi
nein afgerandi áhrif á þjálfun flug-
manna, enda hefur verið meira að
gera hjá flugskólunum en oft áður
og þeir hafa verið með fjölda véla
í gangi. Við höfum þurft að setja
upp aukanámskeið fyrir bóklegt
atvinnuflugpróf og útskrifað 40-50
manns á ári úr þessu bóklega at-
vinnuflugnámi og blindflugsnámi.
Það sem kannski hefur valdið flug-
skólunum mestum erfiðleikum er
hve margir starfsmanna þeirra
hafa verið ráðnir til flugfélaganna
og þeir því misst þangað mikið af
reyndara starfsliði sínu,“ sagði
Þorgeir.
Alþjóðleg stúdentaskipti
DANIEL DALEY
► Daniel Daley er einn fjög-
urra verkefnisstjóra hjá banda-
rísku stúdentaskiptastofnun-
inni (ISEP), en þar hefur hann
starfað í fimm ár. Hann er 33
ára og nam sögu við Michigan-
háskóla og framhaldsnám í al-
þjóðasamskiptum við John
Hopkins-háskólann, en helming
þess stundaði hann á vegum
skólans á Ítalíu.
Aukin kennsla á
A
ensku við HI yki
tækifæri stúdenta
Daniel Daley, verkefnis-
stjóri við Alþjóðastúd-
entaskiptastofnunina
(ISEP) í Bandaríkjunum, er
staddur hér á landi til að
kynna háskólamönnum stofn-
unina og stúdentum þá mögu-
leika sem þeim býðst á að
stunda hluta náms síns við
bandaríska háskóla.
„ISEP er stofnuð 1979 við
Georgetown-háskólann. Til-
gangurinn var að gera stúd-
entum kleift að stunda hluta
náms í útlöndum án þess að
það hefði í raun og veru
kostnaðarauka í för með sér
fyrir þá. Fyrirkomulagið
byggist á því að þann tíma
sem stúdent dvelst við erlend-
an skóla borgar hann skóla-
og önnur námsgjöld til heima-
skóla síns rétt eins og hann væri
við nám heima. Fær hann kennslu,
fæði og uppihald við hinn erlenda
skóla án þess að borga nokkuð á
staðnum.
Að ISEP eiga rúmlega 220
menntastofnanir aðild, helmingur-
inn er í Bandaríkjunum og álíka
margir skólar í um 40 öðrum lönd-
um. í upphafi stúdentaskiptanna
komu átta menntastofnanir við
sögu og 28 stúdentar en í dag eru
stofnanimar rúmlega 200 og stúd-
entar sem skipst hefur verið á um
1.200 á ári. Helmingur þeirra kem-
ur til Bandaríkjanna og helmingur
eru bandarískir stúdentar sem fara
til annarra landa.“
- Hvernig ganga skiptin fyrir sig?
„Þátttakendur eru tilnefndir af
skóla sínum og umsóknin metin
góð og gild af þeim sökum. Um-
sóknirnar koma til okkar og hiut-
verk okkar er því að vinna úr þeim
og freista þess að koma viðkom-
andi á hentugan skóla. Það getur
verið svolítið púsluspil. Stúdent
getur nefnt allt að 10 skóla sem
æskilegan dvalarstað og við gerum
allt sem í okkar valdi stendur til
að koma til móts við hann. Það er
þó ekki ætíð unnt vegna þess fyrir-
komulags sem er á stúdentaskipt-
unum. Við erum háð því að ein og
sama menntastofnunin tekur ekki
við fleiri stúdentum en hún sendir
frá sér hveiju sinni. Vilji stúdent
komast að hjá Bostonháskóla eða
Idaho-háskólanum eru möguleik-
amir meiri þar en annars staðar
því þessir skólar eru mjög virkir
þátttakendur í verkefninu. Reynist
ekki unnt að koma námsmanni að
hjá skóla sem hann tilgreinir reyn-
um við að finna viðhlítandi valkost
sem uppfyllir námskröfur. Akade-
míski þátturinn í stúdentaskiptun-
um er okkur mikilvægur, að stúd-
entinn geti stundað fijósamt há-
skólanám, ekki aðeins að upplifa
dvöl erlendis. Við gerum allt sem
unnt er til að koma stúdentum að,
og það er undantekning ef við neyð-
umst til að biðja skóla erlendis frá
að takmarka umsóknir sínar.“
- Hve lengi dveljast skiptistúdent-
ar venjulega við annan
skóla?
„Þeir ganga venjulega
beint inn í hefðbundið
nám, alla jafna er ekki
sémám fyrir þessa stúd-
enta að ræða. Þess vegna eru þeir
venjulega a.m.k. eina önn eða heilt
ár við annan skóla. Með nokkrum
undantekningum varðandi fram-
haldsnám er venjulega ekki boðið
upp á að stúdentaskiptin leiði til
námsgráðu við skiptiskólann. Þeir
Ijúka henni við sinn heimaskóla og
telur námsvistin erlendis til eininga
í því sambandi sé hún á viðeigandi
sviði. Stúdentum er fijálst að velja
hvaða nám sem hann sjálfur kýs
en til að það teljist til gráðu heima-
fyrir er það á hans ábyrgð að velja
Akademíski
þátturinn er
mikilvægur
kúrsa sem falla að því fagi sem
hann hyggst verða sér út um gráðu
í.“
- Hvenær á námstímanum óskar
stúdent venjulega þátttöku í stúd-
entaskiptum?
„Það er breytilegt en við miðum
þó við að viðkomandi þurfi að hafa
lokið eins árs námi til að geta tek-
ið þátt. Langflestir bandarískir
stúdentar gera það á þriðja há-
skólaári af Ijórum, en engin þum-
alputtaregla er til um erlenda stúd-
enta. Stúdentar á Möltu mega t.d.
ekki fara á lokaári sínu erlendis
en ítalskir koma yfirleitt ekki fyrr
en í námslok. Breskir koma á öðru
ári svo ég nefni dæmi. Langflestir
bandarísku stúdentanna eru að
læra til fyrstu háskólagráðu en
allt að þriðjungur erlendu stúdent-
anna sem koma til Bandaríkjanna
á vegum stúdentaskiptanna eru í
framhaldsnámi."
- Hafa margir íslenskir stúdentar
tekið þátt í verkefninu?
„íslendingar gerðust aðilar í
fyrra og eru því að stíga fyrstu
skrefin á þessum vettvangi. Við
Háskóla íslands nema nú tveir
bandarískir stúdentar og tveir ís-
lenskir fara vestur um haf eftir
áramót. Ég er bjartsýnn á að þessi
skipti eigi eftir að eflast og aukast."
- Ertu hingað kominn til að reyna
auka áhuga Háskólans og íslenskra
stúdenta til þátttöku?
„Það eru tvær ástæður fyrir
dvöl minni hér. Annars vegar að
kynna mér starfsemi HÍ í þágu
ISEP og ganga úr skugga um að
aðstæður þar uppfylli kröfur og
hins vegar að kynna stúdenta-
skiptaverkefnið fyrir kennurum og
--------- öðru starfsfólki og
námsmönnum. Það
verður að segjast eins
og er, að bandarískir
stúdentar geta ekki
stundað nám með eðli-
legum hætti hér fari það ekki fram
á ensku því fæstir tala þeir ís-
lensku. Þeir eru eiginlega háðir þeim
greinum sem kenndar eru á ensku.
Yrði boðið upp á fleiri kúrsa á ensku
við HÍ hefði ég aukna möguleika á
að finna stúdenta sem myndu vilja
koma hingað og þar með íjölga
tækifærum íslenskra stúdenta við
bandaríska skóla. Annars sýnist mér
háskólinn mjög frambærilegur og
hann hefur reynslu af stúdenta-
skiptum. Aðstaða öll er og mjög til
fyrirmyndar."
I
I
l
t
i
I
i
t
I
r
I
i
i
i
E
i
I
I
i
i
j
j