Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Heimsókn forseta Litháensþings Fyrirlestur Landsbergis í Háskólanum Fjallar um milliríkjasamskipti í Evrópu Morgunbjaðið/Golli LANDSBERGIS ræddi í gær við Ólaf Ragnar Grúnsson, forseta íslands. VYTAUTAS Landsbergis, forseti litháíska þingsins, sem staddur er í fjögurra daga opinberri heimsókn hérlendis í boði Aiþingis, verður viðstaddur setningu Alþingis í dag. Kl. 16:30 heldur hann fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Islands, sem er öllum opinn. I fyrirlestrinum fjall- ar Landsbergis um breytta stöðu í milliríkjasamskiptum í Evrópu, með sérstakri tilvísun til reynslu Litháens af því að losna undan yf- irráðum Sovétríkjanna. I fyrrakvöld átti Landsbergis fund með Davíð Oddssyni, forsæt- isráðherra, á Þingvöllum. í gær- morgun ræddi hann meðal annars við Olaf Ragnar Grímsson, forseta Islands. Fráfall Díönu prinsessu Blair þakkar samúðar- kveðjur TONY Blair, forsætisráð- herra Bretlands, hefiir sent Davíð Oddssyni forsætisráð- herra bréf þar sem þakkaðar eru samúðarkveðjur íslenskra stjómvalda vegna fráfalls Díönu prinsessu af Wales. í bréfinu segir Blair Breta þakkláta fyrir samúðarkveðj- urnar sem eigi þátt í því að sýna hve mjög Díana hafi hrif- ið fólk um allan heim. „Leyfið mér að tjá þakklæti bresku þjóðarinnar fyrir að þið hafið hugsað til okkar á þessari sorglegu stundu í okk- ar sögu,“ segir í bréfi Tony Blair forsætisráðherra. Sími 555-1500 Garðabær Stórás Rúmgóð ca 70 fm 2—3 herb. íb. á neðri hæð f tvíb. Ný eldinnr. Nýtt gler. Parket. Hafnarfjörður Óttarstaðir Til sölu ca 5—6 hektara landspilda úr landi Óttarstaða I. Liggur að sjó. Verð: Tilboð. Reykjavíkurvegur Gott skrifstofuhúsnæði ca 120 fm á 2. hæð. Verð 4,9 millj. Breiðvangur Sérlega glæsileg ca 190 fm neðri sérh. í tvíb. auk bílskúrs. 5 svefnh. Áhv. byggsj. ca 2,7 millj. Verð 13,2 millj. Gunnarssund Til sölu er góð 3ja herb. íb. á jarðh. Álfaskeið Einbýlishús á tveimur hæðum með hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið end- um. Ath. skipti á lítilli íb. Reykjavíkurvegur Glæsileg 2ja herb. íb. á 3. hæð. Lítið áhv. Verð 4,3 millj. Vantar ca 100 fm ib. nærri miðbæ Hafnar- fjarðar. Vantar eignir á skrá Fasteignasala, Strandgötu 25, Hfj. I Ámi Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. Eftir fundi með embættismönn- um í utanrfldsráðuneytinu og skoð- unarferð um Þjóðminjasafh ís- lands undir leiðsögn Þórs Magnús- sonar þjóðminjavarðar hélt Lands- bergis síðdegis í gær á fund með Jóni Baldvin Hannibalssyni alþing- ismanni, sem var utanríkisráð- herra er Island viðurkenndi fyrst ríkja heims sjálfstæði Litháens ár- ið 1991. Þá var Landsbergis bæði forseti þings lands síns og þjóð- höfðingi. í gærkvöldi sat Landsbergis kvöldverð í boði Geirs H. Haarde, formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Landsbergis hefur komið tvisvar til Islands áður, 1990 og 1995. Ljósmynd/Stöð 2 DAVIÐ Oddsson, forsætisráðherra býður Vytautas Landsbergis vel- kominn í sumarbustað forsætisráðberrahjónanna á Þingvöllum. Reglur um sjálfstæðan rétt feðra til launa í fæðingarorlofí Orlof í 2 vikur án skerð- ingar dagvinnulauna F JÁRMÁL ARÁÐHE RRA hefur gefið út reglur um sjálfstæðan rétt feðra til launa í fæðingarorlofí, en á fundi ríkisstjómarinnar 16. septem- ber síðastliðinn var tekin ákvörðun um að veita feðrum í starfi hjá hinu opinbera rétt til launa í fæðingaror- lofi. í reglunum felst að feður sem starfa hjá hinu opinbera eiga rétt til fæðingarorlofs í tvær vikur án skerðingar á dagvinnulaunum, en auk þess munu þeir njóta launa sem nema helmingi af meðaltalsyfir- vinnu og vaktaálagi. Skal leyfið veitt í þeim tilgangi að faðir geti notið samvista við bam sitt á fyrstu tveimur mánuðunum eftir fæðingu eða heimkomu þess og hefur leyfisveitingin engin áhrif á rétt móður til greiðslna í fæðingar- orlofi. Rétturinn gildir jafnt vegna fæðingar eigin bams, ættleiðingar og töku bams yngra en fimm ára í varanlegt fóstur. Leyfið skal taka í einu lagi innan átta vikna frá fæðingu eða heim- komu bamsins, en hafi faðirinn ekki notað leyfið áður en þær átta vikur em liðnar fellur rétturinn niður. Rétturinn til töku launaðs fæð- ingarorlofs er háður því að bam sé fætt, ættleitt eða tekið í fóstur eftir 31. desember 1997. í fréttatilkynningu frá fjármála- ráðuneytinu segir að ákvörðunin hafi verið tekin á grundvelli eins af meginmarkmiðum ríkisstjómarinn- ar, sem fram kemur í stefhuyfirlýs- ingu hennar frá 23. apríl 1995, að vinna gegn launamisrétti af völdum kynferðis og stuðla að jafnari mögu- leikum kvenna og karla til að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína. Ályktun Geðverndar- félags fslands Flutningur geðdeildar skerðir þjónustu GEÐVERNDARFELAGS Islands hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, íjármálaráð- herra og borgarstjóra Reykjavíkur að endurskoða samkomulag sitt frá 12. september 1997. Ályktunin fer hér á eftir: „í róti nútímans er nauðsynlegt að allir viðurkenni mikilvægi mannlega þáttarins í tilveru ein- staklingsins og skilji mikilvægi geðheilbrigðisþjónustunnar fyrir mannkynið. Tillaga um flutning geðdeildar úr aðalbyggingu Sjúkrahúss Reykjavíkur mun skerða þjónustu við hinn almenna borgara á geð- heilbrigðissviðinu og undirstrika lífseiga fordóma í garð geðsjúk- linga. Ef vel er þarf geðheilbrigðis- þjónusta að vera aðgengileg öllum sem eiga við tilfinningavandamál að stríða hvort sem þau eru tíma- bundin eða langvarandi og snertir hún því allt fólk en ekki einungis þá sem hafa fengið greiningu „geð- sjúklingur“. Þjónusta við geðsjúka og að- standendur þeirra hefur dregist verulega saman á undanförnum ár- um vegna spamaðaraðgerða. Geðsjúkir búa við lélegri aðstæður en áður Sjúkrarúmum hefur fækkað og deildum hefur verið lokað án þess að önnur úrræði hafi kóinið í stað- inn. Sú lausn hefur þegar fætt af sér önnur vandamál varðandi hag- nýtar lausnir þar sem geðsjúkir búa nú við lélegri kjör og aðstæður en áður og til langframa verður að líkum fremur um tiflutning á kostnaði en raunspamað að ræða. Því virðist nauðsyn á að kanna vandann á víðari grundvelli og sjá til þess að viðeigandi úrræði séu fyrir hendi. Þau þurfa auk þess að vera mannsæmandi og aðlöguð þörfum einstakra sjúklinga án þess að höggva nærri virðingu fyrir manneskjunni.“ Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann tuttugu ára Hápunkturinn al- þjóðleg ráðstefna SAMTÖK áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) á 20 ára afmæli í dag. Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti í október. SÁÁ efnir til þriggja daga ráðstefnu um áfengis- og vímuefnavandann, heldur veg- Iega afmælishátíð og gefur út bók um 20 ára sögu samtakanna. Hápunktur hátíðarhaldanna verður alþjóðleg ráðstefna um áfengis- og vímuefnavandann á Hótel Loftleiðum dagana 16.-18. október. Fjöldi erlendra og inn- lendra fyrirlesara verður á ráð- stefnunni. Meðal hinna erlendu fyrirlesara eru margir af fremstu sérfræðingum Banda- ríkjanna á sviði áfengismeðferð- ar og forvama. Afmælisráðstefn- an er öllum opin og fer skráning fram hjá Úrvali Útsýn. Sjálf afmælishátíðin fer fram á Hótel íslandi sunnudaginn 19. október. Ávörp flytja Frank Herzlin, geðlæknir og fýrrum yf- irmaður meðferðar við Freenort- sjúkrahúsið og Rheinbeck Lodge, og James Cusak, meðferðarstjóri við Veritas Villa í New York. Á dagskránni verður tónlistarflutn- ingur, glens og grín. Afmælisritið Bræðralag gegn Bakkusi kemur út um miðjan október. í því er fjallað um að- draganda, stofnun og starfsemi SÁÁ fyrstu tuttugu árin. Auk þess eru rifjuð upp helstu úrræði áfengissjúkra fyrr á öldinni. Bók- in er tileinkuð Hilmari Helga- syni, fyrsta formanni SÁÁ. Sæ- mundur Guðvinsson blaðamaður skráði. Morgunblaðið/Porkell FJÓRIR formenn SÁÁ komu saman á blaðamannafundi í tilefni afmæl- isins (f.v.) Björgólfur Guðmundsson, Hendrik Berndsen, Pjetur Maack og Þórarinn Tyrfingsson, núverandi formaður. Níu hundruð sóttu stofnfundinn Fjórir fyrrverandi og núver- andi formenn SÁÁ komu saman á blaðamannafundi í tilefni af- mælisins. Björgólfur Guðmunds- son rifjaði upp að yfir 900 manna stofnfundur hefði borið vott um hversu mikil þörf hefði verið fyr- ir samtökin á sfnum túna. Ótrú- leg viðhorfsbreyting hefði orðið á skömmum tíma hér á landi. Hvergi annars staðar í heiminum væri litið jafn eðlilega á að fólk fari í meðferð. Hendrik Berndsen minnti á að íslendingar væru að mörgu leyti fyrirmynd nágrannalandanna varðandi meðferð fyrir áfengis- og vímuefnasjúka. Pjetur Maack minnti á trildi fræðslunnar. Hjá Þórarni Tyrfingssyni, nú- verandi formanni, kom fram að ástandið væri óbreytt og jafnvel að batna hjá fólki, sérstaklega karlmönnum, í aldurshópnum 25 til 55 ára. Fleiri þyrftu á meðferð að halda í hópi yngri en 25 ára og sérstaklega á meðal kvenna á aldrinum 20 til 25 ára. Sá hópur hefði varla sést fyrir nokkrum árum. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.