Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 40
' 40 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Afmæli ungra barna Fimmtudaginn 25. sept. sl. var á rás 1 í þættinum Samfélaginu í nærmynd rætt um mikið sykurát í barnaafmælum. Kristín Gestsdóttir tekur undir það og gefur okkur uppskriftir af „minna sætu“ meðlæti. I FYRRNEFNDUM þætti var minnst á skreytingu á hinni ómissandi afmælistertu sem oft væri með miklu kremi og hlaðin sælgæti. Hvernig er það, er það ekki helst sælgætið sem börnin vilja? Þau skilja oft eftir stóran hluta af kökunni. Ég mæli með að kökurnar séu skreyttar með ávöxtum og að þær séu hafðar þynnri. Flestum börnum fínnst ávextir góðir og ekki er minna skraut í þeim en sælgætinu. And- lit má búa til úr ávöxtum, kívi- sneið er tilvalan í stóreygðan karl og nokkur stór jarðarber í munninn eru ekki síðri, hárið getur verið úr appelsínu- eða mandarínusneiðum, eða krullur úr bláum eða rauðum vínbeij- um. Látið bömin hjálpa til, þau hafa hugmyndaflugið. Hér er boðið upp á frekar þunna súkk- ulaðiköku sem bök- uð er í skúffunni úr bakaraofnin- um, hún síðan skorin í frekar litla bita og þunnt lag af kremi sett ofan á og ekkert inn í. A hvem bita eru settir fal- legir lystugir ávextir. Látið börnin raða ávöxtunum ofan á, sjaldan skortir þau listræna hæfíleika. Súkkulaðikaka 150 g smjörvi eða smjörlíki jarðarbeijum og steina úr vínbeij- um. Afhýðið kívi og mandarínu, skerið laufin í tvennt og kívisneiðar í fernt. Raðið á víxl á kökuferning- ana. Sætir og ósætir snúðar 16 dl hveiti 1 'A msk. þurrger 1 tsk. salt 100 g smjörlíki 1 dl matarolía 1 peli fíngurvolgt vatn 3egg 1 'A bolli sykur 'A tsk. salt 1 dl kakó 1 tsk. matarsódi 'A tsk. lyftiduft 1 tsk. vanilludropar 5 dl hveiti 2 'A dl mjólk Allt hrært saman, bökunarpappír settur á skúffuna úr eldavélinni og deiginu smurt á. Bakað við 190°C, en í blástursofni við 180°C í 12-15 mínútur. Kakan síðan kæld. Kremið og ávextirnir 3 dl flórsykur (já, það er mikið) ___________1 msk. kakó__________ ___________1 dl smjörvi_________ ‘A tsk. vanilludropar __________1 eggjarauða__________ jarðarber blá vínber græn vínber 1 mandarína 1 kíví 1. Hrærið allt sem á að fara í kremið saman og smyijið á kökuna, skerið í ferkantaða frekar litla bita. 2. Skerið jarðarber og vínber í tvennt langsum, fjarlægið lauf á 1. Setjið þurrefni í skál, bræðið smjörlíki, kælið örlítið og blandað saman við vatnið og matarolíuna. Setjið út í og hrærið vel saman í hrærivél. Leggið stykki yfir skálina og látið lyfta sér í um 2 klst. 2. Setjið deigið á hveitistráð borð, skiptið í tvennt. Fletjið hvort út í ferkantaðan bút um 60x40 sm. Inn í sætu snúðana, um 20 stk. 30 g smjör eða smjörvi + 'A dl matarolía ‘A dl kanilsykur Inn í ósætu snúðana, um 20 stk. 50 g ijómaostur + 'A dl matarolía +1 msk. sinnep 200 g skinka í smábitum fersk smátt klippt steinselja 1. Skiptið deiginu í tvennt og fletjið hvom bút út svo að hann verði nokkurn veginn ferkantaður, 60x40 sm. 2. Smyijið smjörinu eða ijðma- ostinum og tilheyrandi á hvom deigbút og vefjið saman langsum. Skerið hvora rúllu í um 20 snúða. Raðið þeim á bökunarpappír. Leggið stykki yfir og látið lyfta sér í 30-40 mínútur. 3. Hitið bakaraofn í 210°C, blást- ursofn í 190°C, setjið f miðjan ofn- inn og bakið í 15 mínútur eða leng- ur. I DAG VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakkir fyrir góðan golfþátt „KYLFINGAR allra landa“ hér á landi hljóta að þakka Sjónvarpinu og Búnaðarbankanum fyrir að gefa þeim og öðrum sjónvarpsáhorfendum kost á að vera um helgina á mestu golfhátíð ársins, sjálfri Ryder Cup golf- keppninni suður á Spáni. Hjá Bergmann, sem stjórnaði útsendingunni, gekk allt upp. Fjöldi fólks, sem ekki þekkir golf nema af afspurn, veit ég að naut útsend- ingarinnar og þess að kynnast golfínu allvel. Eldri kylfingur. Bréf til Siggu í óskilum ER MEÐ bréf í óskilum. Bréfið er stílað á Siggu, Miklubraut, Reykjavík, en húsnúmer sést ekki. Bréfið er frá Beverly, Calle 3, F-3, Toa Linda, Toa Alta, Puerto Rico. Ef einhver kannast við þetta er hann beðinn að hafa samband í síma 569-1318 til kl. 16. Langholts- skóli ’52 NEMENDUR í Lang- holtsskóla ’52 ætla að hittast um næstu helgi. Þeir sem vildu vera með tilkynni þátttöku strax hjá Vilhjálmi Reyni í síma 551-6716, Finn- boga í síma 561-6225 og Þorgerði í síma 553-1561. Tapað/fundið Svunta af barnavagni í óskilum SVUNTA af bamavagni, dökkblá, fannst í ná- grenni Breiðagerðis- skóla. Uppl. í síma 553-5035. Blá USA taska týndist BLÁ USA taska með teppi, vekjaraklukku og skyrtu týndist í miðbæ Reykjavíkur laugardag- inn 20. september. Þeir sem hafa orðið varir við töskuna hringi í síma 564-2554. Persneskur köttur týndur BRÚNN persneskur köttur fór að heiman frá Grundargerði 26 að kvöldi 28. september si. Hans er óskaplega sárt saknað. Ef einhver hefur orðið hans var, vinsam- lega hringið í síma 896-5894. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson. ÞESSAR duglegu stelpur héldu tombólu til styrktar sundlaugarbyggingu í Vík í Mýrdal og söfnuðu þær kr. 6.000. F.v. Helena Smáradóttir, Þorgerður Hlín Gísladóttir, Margrét Lilja Sigurgeirsdóttir, Sigrún Bjarnadóttir, fyrir framan Björk Smáradóttir, Ing- veldur Anna Sigurgeirsdóttir. SKÁK Umsjón Margcir Pctursson GARY Kasparov teflir nú á Fontys mótinu í Tilburg í Hollandi ásamt ellefu stór- meisturum af yngri kyn- slóðinni. Þetta endatafl kom upp í fyrstu umferð móts- ins. Heimamaðurinn Loek Van Wely (2.655) var með hvítt, en Kasparov (2.820) hafði svart og átti leik: 47. - b4! 48. axb4 - a3 49. d5 - Kf4 50. Bg6 - cxd5 51. Rxd5+ - kg5 og hvítur gafst upp, því svart- ur nær að vekja upp nýja drottningu. Staðan á mótinu eftir þijár umferðir: 1. Kasparov 3 v., 2. Kramnik, 2 ‘A v., 3.-5. Leko, Ung- veijalandi, Adams, Englandi, og Svidl- er, Rússlandi, 2 v., 6.-7. Júdit Polgar og Shirov, Spáni, 1 ‘A v., 8.-10. Oní- sjúk, Úkraínu, Piket og Van Wely, Hollandi, 1 v., 11. Lautier, Frakklandi, 'A v., 12. Tal Shaked, Bandaríkj- unum, 0 v. HVÍTUR leikur og vinnur. Með morgunkaffinu ÞÚ VERÐUR að hætta að lesa smáauglýsingar um það sem fæst gefins, Sigrún mín. ÞEIR eru enn forneskju- legri en við héldum. Leið- togi þeirra er MAÐUR. HANN segir að KR-ingar séu í rosalegri sókn núna. ÁSTÆÐAN fyrir því að ég sótti þig ekki í vinnuna er einfaldlega sú að þú fórst á bilnum í vinnuna í morgun. JÚ TAKK, mér liður tals- vert betur en áður, þótt minnið sé ennþá svolítið lélegt. Víkveiji skrifar... VÍKVERJA fannst bráð- skemmtileg umfjöllun í sunnudagsblaði Morgunblaðsins núna um helgina um „Sigurhjartað" sem „slær í Vestmannaeyjum". Eins og fyrirsögn greinarinnar gefur til kynna, er greinin lýsing á Vest- mannaeyjum, stemmningunni í bænum, eftir að ÍBV tiyggði sér íslandsmeistaratitilinn, söguleg upprifjun á árangri liðsins, frásögn af því hversu jákvæð áhrif hinn góði árangur liðsins hefur á bæjar- lífið og raunar atvinnulífið einnig. Það er án efa mikið til í orðum Bjama Jóhannssonar, sem sagði eftir sigurinn á Keflavík: „Án þess að ég sé að gera lítið úr öðrum held ég að svona staðir séu með miklu meiri sál en þéttbýlustu svæð- in. Hver hefur sinn stíl og hér ein- kennist líf fólks af dugnaði og mik- illi vinnu.“ Staðreyndin virðist vera sú, að þegar liðum á landsbyggð- inni tekst að ná góðum árangri á landsvísu, þá virðast heimamenn á hveijum stað taka þátt í baráttunni og uppskeruhátíðum af lífi og sál. Það sýndu Borgnesingar í fyrra, þegar Skalla-Grími tókst að vinna sæti í efstu deildinni. Sömu sögu er að segja af Ólafsfirðingum, sem hafa stutt sitt lið, Leiftur, með ráð- um og dáð. í gegnum tíðina hefur stuðningur Skagamanna við IA í knattspyrnu verið annálaður og mönnum er enn í fersku minni hvernig Selfyssingar studdu við bakið á sínum mönnum í handbolt- anum, þegar lið þeirra var að hasla sér völl á meðal þeirra bestu. xxx ÁKVÆTT viðhorf forystu- manna atvinnulífsins í Vest- mannaeyjum til ÍBV kemur félaginu örugglega til góða. Það var fróðlegt að lesa það sem Sighvatur Bjarna- son framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum sagði í samtali við Morgunblaðið í áðurnefndri grein: „I fyrst lagi skil- ar árangur í íþróttum betra og já- kvæðara andrúmslofti á vinnustað sem aftur skilar sér í betri afköst- um ... 1 öðru lagi sýnir reynslan að þar sem er öflugt íþróttastarf er minna um vandamál hjá börnum og unglingum og því er gott fyrir starfsfólk okkar að vita af öflugu íþróttastarfi á svæðinu. Auk þess er mikilvægt fyrir Eyjarnar að við séum framarlega í íþróttum sem öðru og því styðjum við við bakið á íþróttunum eins og við getum. Þetta er eins og í atvinnulífinu. Þegar ég kom aftur til Eyja fyrir fimm árum stóð atvinnulífið á brauðfótum og íþróttalífið gekk illa. Eiginlega hafði fólk ekkert jákvætt til að tala um en nú hefur orðið mikil breyting til batnaðar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.