Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 43
FOLK I FRETTUM
Kom nakinn fram fyrir frægðina
r ' v 1
n i
/
MYNDBÖND
■ðœt
Venjuleg
Samningamadurinn
(Metro)
Spcnnumynd
★
Framleiðandi: Caravan Pictures.
Leikstjdri: Thomas Carter.
Handritshöfundur: Randy Feldman.
Kvikmyndataka: Fred Murphy.
Aðalhlutverk: Eddie Murphy, Michael
Rapaport, Michael Wincott og
Carmen Ejogo. 112 mín. Bandartkin.
Touchstone/Sammyndbönd 1997.
Myndin er bönnuð börnum innan
16 ára.
RÆNINGJAR og gíslatökumenn
eru sérgrein samningamannsins
Scott Ropers sem
leikinn er af
Murphy. Hann
fær það hlutverk
að þjálfa nýliða í
greininni sem
Michael Rapaport
leikur. Um sama
leyti verður hann
fyrir því að
illmenni nokkurt
tekur vinkonu
hans í gíslingu, og þá þýðir lítið að
I llrRMODUR
OC. UÁDVOR
Leiklistarnámskeiö fyrir börn
í Hafnarfjarðarleikhúsinu hefjast laugardaginn 4. október. •
6-8 óra frá kl. 10.00-11.00
9-10 ára frá kl. 11.30-12.30
11-12 ára frá kl. 13.00-14.00
leiðbeinandi: Sigurþór Albert Heimisson.
Innri'tun hafin i sima 561 8241 (Sigurþór) eða i leikhúsinu i síma 555 0562.
►TOBY Amies er einn vinsæl-
asti þáttastjórnandi evrópsku
MTV-sjónvarpstððvarinnar og
er dáður líkt og poppsljörnun-
ar sem hann fjallar um.
Toby er breskur og þykir
tala með yfirstóttarhreim og
vera fínn með sig enda gekk
hann í Exeter háskólann og
hefur haldið sig við góða siði
eins og kampavínsdrykkju í
stað bjórsulls. Hann á stóran og
furðulegan aðdáendahóp sem
inniheldur fólk með fijótt ímynd-
unarafl.
Sem dæmi má nefna að
belgísk stúlka var sannfærð um
að samsæri væri á milli Toby og
Michael Stipe, söngvara REM,
um að ráðskast með huga henn-
ar!
Toby gerðist svo frægur að
dansa nakinn þegar hljómsveitin
Radiohead var kynnt í bytjun
ferils síns en vill ekki kannast
við það að vera athyglisjúkur.
Auk þess að vera sjónvarps-
stjama er Toby ósvikinn skífii-
þeytir og hefur gaman af. Fyrir
þá sem hafa áhuga á að líta
kappann augum stjórnar hann
þáttunum Aiternative Nation og
The Big Picture.
kjafta sig út úr hlutunum eins og
dugað hefur hingað til.
Eddie Murphy er ekki að leika í
grínmynd í þetta sinn, heldur er
Samningamaðurinn dæmigerð
spennumynd. Helst til of dæmigerð.
Sem afburða húmoristi fær hann þó
að skjóta inn hnyttnum tilsvörum af
og til, og hlutverkið sem hann leikur
er ansi skemmtilegt. Ég sé hann illa
leika leiðinlega manneskju. Michael
Rapaport sem hefur verið að vinna
sig fljótt upp sem leikari í
Hollywood, nýtur sín alls ekki nógu
vel hér. Hlutverkið er hreinlega ekki
nógu stórt né nógu djúpt til þess að
hann fái nokkuð við það gert, og
hann fellur í skuggann af Murphy.
Michael Wincott er hins vegar mjög
ískyggilegur sem vondi karlinn, og
hjálpar röddin hans til við það. Hin
fallega Carmen Ejogo leikur
vinkonu hans Murphys, en
hlutverkið hennar er um of
dæmigert til þess að hún geti sýnt
hvað í henni býr.
Eins og fyrr var sagt er myndin
svolítið dæmigerð, og því er hún
frekar fyrirsjáanleg. Hún heldur
samt vel og Murphy svíkur engan.
Hildur Loftsdóttir
Þér er boðið
í bíó í kvöld!
Ágœti Safnkortshafi!
Ef þú kaupir bensín eða eitthvað annað færðu tvo miða
í kaupbæti á kvikmyndina moneytalks, kl. 23.001 kvöld
í Laugarásbíói, gegn framvísun Safnkorts.
Takmarkaður miðafjöldi.
LAUGAFtÁS
* ' A %
Safnkort ESSO - Njóttu ávinningsins Olíufélagið hf