Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 21 Roy Lichtenstein látinn New York. Reuter. BANDARÍSKI málarinn Roy Lichtenstein, einn af forsprökkum popplistastefnunnar, lést í New York á mánudag 73 ára að aldri. Lic- htenstein hafði verið veikur mánuðum saman og lést af völdum fylgikvilla lungnabólgu á læknamiðstöð New York-háskóla. Lichtenstein er sennilega þekktastur fyrir að taka myndir úr daglegu lífi og augiýsing- um, úr hasarblöðum og myndskreyttum ást- arsögum, teiknimyndasögum á borð við „G.I. Combat" og „Secret Hearts“ og stækka þær upp svo um munaði. Lichtenstein vakti fyrst athygli þegar hann setti upp sýningu á Manhattan árið 1962. Líktu gagnrýnendur sýningunni við risastóra nál, sem beint væri að blöðru afstrakt-expressj- ónisma. Sú listastefna var þá allsráðandi í bandarískri myndlist og byggðist hún á létt- leikandi handbragði og naflaskoðun. Kald- hæðnin skein hins vegar út úr verkum Lic- htensteins, sem tókst að taka einsleitan stíl teiknimyndasögunnar með tilheyrandi litdepl- um og rastatækni, sem notuð er við prentun, og gera hann að sínum persónulega stíl. Sum af fyrstu verkum hans voru málverk af hversdagslegum hlutum og báru þau nöfn á borð við „Kaka“ og „Golfkúla" (máluð 1962) og „Hnykill" (frá 1963). Vildi gera „fyrirlitleg" verk Árið 1963 sagði hann í viðtali að hann vildi gera listaverk, sem væru svo „fyrirlitleg" að enginn mundi vilja hengja þau upp á vegg. Verk hans urðu ekki fyrirlitlegri en svo að nú^greiða menn tugi milljóna króna fyrir þau. I lok sjöunda áratugarins hætti hann að sækja efni í teiknimyndasögur. Hann gerði þá myndir þar sem verk eftir Pablo Picasso, Piet Mondrian og Paul Cezanne voru tekin fyrir með svipuðum hætti og Andy Warhol gerði myndir af Marilyn Monroe og Elvis Presley, eins og um væri að ræða vörumerki í neysluþjóðfélaginu, en þeir tveir ásamt Claes Oldenburg voru helstu forvígismenn popplist- arinnar. BANDARÍSKI málarinn Roy Lichtenstein lést á mánudag. Hann var þekktur fyrir að nota fyrirmyndir úr teiknimyndasögum eins og sést á þessu málverki, sem nefnist „Kiss II“. Hann kvaðst hins vegar aldrei hafa ætlað sér að gera lítið úr Picasso, Mondrian eða Cezanne. Hann gerði síðan speglaseríuna, þar sem unnið er með blekkingar speglunar, kyrralífs- myndir, bronsstyttur og risastórar veggmynd- ir. Nýlega sýndi hann teikningar, sem hann hafði gert er hann var að undirbúa listaverk, og kom þar fram allt annað og léttara hand- bragð en í málverkunum, þar sem ákveðni ræður ríkjum. Lichtenstein fann óþrjótandi efnivið í ein- faldri hugmynd og gerði við hana síbreytileg tilbrigði. Hann var afkastamikill og hætti ekki að mála fyrr en um mánuði fyrir andlát sitt. Síðasta sýning hans var sett upp í Muse- um of Fine Arts í Boston í fyrra. Þar sýndi hann kínverskar landslagsmyndir. Lichtenstein fæddist 27. október 1923 í New York. Hann var einfari og barst lítið á. Hann hafði óþrjótíindi áhuga á vísindum allt frá því að hann var barn til dauðadags. 16 ára gam- all hóf hann listnám. Árið 1943 var hann kvaddur í herinn og var í herfylki í Evrópu í heimsstyrjöldinni síðari. Þegar stríðinu lauk átti hann leið um París. Hann leitaði uppi íbúð Picassos við Rue des Grands-Augustin, en þorði ekki að berja að dyrum. „Eftir nokkra stund gekk ég í burtu og hugsaði með mér: „Af hverju ætti Picasso að vilja hitta mig?“.“ Þegar hann sneri aftur til Bandaríkjanna hóf hann nám að nýju og lauk meistaragráðu árið 1951. Áður en hann gat lifað af list sinni aflaði hann sér fjár meðal annars með því að hanna gluggaútstillingar í stórmarkaði. Árið 1957 flutti hann til New York og ekki leið á löngu áður en hann varð frægur. Árið 1964 birtist grein um hann í tímaritinu Life þar sem spurt var: „Er hann versti listamaður i Bandaríkjunum?" Bill Clinton Bandaríkjaforseti minntist Lichtensteins á mánudagskvöld og bar lof á verk hans. Lichtenstein svaraði hins vegar á ýmsa vegu þegar hann var spurður um list sína. „Satt að segja held ég að listamenn eins og ég hafi ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera,“ sagði hann einhverju sinni. „En við reynum að nota órð, sem virðast rökrétt. Reyndar held ég að ég viti hvað ég er að gera, en það á ekki við um neinn annan listamann." Þjóðleikhúsið Nýr leiklist- arráðu nautur NÝR leiklistarráðunautur, Melkorka Tekla Ólafsdóttir, hefur verið ráðinn við Þjóðleikhúsið. Eftir að hafa lokið stúdents- prófi frá MR 1989 og BA- prófi í íslensku og almennri bók- menntafræði frá Háskóla íslands 1992 stundaði Melkorka fram- haldsnám í leik- húsfræði við Université de la Sorbonne nouvelie í París. Þaðan lauk hún licencce- prófi 1994 og maitrise-prófi 1995. Frá haustinu 1995 starfaði hún sem leiklistarráðunautur Ríkisútvarps- ins. Ja/nhliða störfum á leiklistar- deild Útvarps hefur hún leikstýrt, bæði hjá áhuga- og atvinnuleikhóp- um og í útvarpi. Hún hefur starfað í Þjóðleikhúsinu sem aðstoðarmaður leikstjóra. Melkorka Tekla Ólafsdóttir ♦ ♦ ♦ Ritlistarhópur í Gerðarsafni RITLISTARHÓPUR Kópavogs tek- ur upp þráðinn að nýju eftir sum- arfrí við upplestur í Kaffistofu Gerð- arsafns, Listasafni Kópavogs, fimmtudaginn 2. október. Félagar úr hópnum munu þar lesa úr fórum sínum ljóð og annað, sem þeir hafa verið að fást við undanfar- iði Dagskráin stendur frá kl. 17 til 18 og er aðgangur ókeypis. Sem fyrr eru allir velkomnir á Kaffistof- una til að fá sér kaffi og með þvi og hlýða á upplestur. Morgunblaðið/Silli TÓNLEIKAR Þorsteins Gauta vöktu mikla hrifningu. Þorsteinn Gauti leikur á Húsavík Morgunblaðið. Húsavík. PÍANÓLEIKARINN Þorsteinn Gauti Sigurðs- son hélt tónleika í Safnahúsinu á Húsavík sl. fimmtudag að tilhlutan Tónlistarskólans á Húsavík. Tónleikaskráin var fjölbreytt, verk eftir Chopin, Skijabin, Debussy, Rachmanin- off og Franz Liszt. Það vekur almenna ánægju þegar svo þjóð- þekktir tónlistarmenn eins og Þorsteinn Gauti, sem hafa komið fram á tónleikum bæði aust- anhafs og vestan, gefa dreifbýlisbúum tæki- færi á því að fá að hlusta á þá. Áheyrendur létu óspart í ljós fögnuð sinn, en þeir voru fleiri en á mörgum tónleikum á Húsavík nú undanfarið. KVIKMYNDIR Iláskólabíó SIGGI VALLI Á MÓTORHJÓLI ★ Leikstjón og handritshöfundur Böð- var Bjarki Pétursson. Kvikmynda- taka Ægir J. Guðmundsson. Tón- list/hljóð Gunnar Árnason. Aðalleik- endur Sigurður Karl Magnússon, Sigurður Valgarð Jónsson, Jón Ingi Hannesson. 12 mín. íslensk stutt- mynd gerð af 20 geitum, ísl. kvik- myndasamsteypunni o.fl. 1997. MARGIR hafa flaskað á því að reyna að gera langa kvikmynd í stuttmyndaformi, barist við að sjóða niður langa sögu með tilheyrandi dramatík og persónusköpun á ein- hveijum mínútum. Það gengur ekki. í stuttmyndinni er það listin að fanga augnablikið, láta smáatriðin tala, opna augu manna fyrir gildi lítilla atvika sem gjarnan fara fram- hjá manni - en eru þó, þegar upp er staðið, ekki síðri partur af lífinu Gamli maðurinn og hjólið en stóru stundirnar. Þetta tekst Böðvari Bjarka Pét- urssyni með ágætum í örstuttu ljóði um Sigga Valla (Sigurður Karl Magnússon), roskinn herramann sem fær að rifja upp gömul kynni af vélhjólum er hann af tilviljun kemst í kynni við einn af Sniglun- um, meðlim í Bifhjólasamtökum lýðveldisins. Býður karlinum, sem er að snuddast í kringum hjólið hans, í ferðalag austur fyrir fjall. Sá gamli fær að finna frelsið og upplifa gamlar ánægjustundir - í aftursætinu að vísu. Snjöll hugmynd er vel útfærð og ekki annað hægt en að dást að fag- legu handbragði, einkum hjá kvik- myndatökumanninum, sem skráir upplyftingu þess gamla og lífið á hnakknum með miklum ágætum, ekki síst snyrtilegum tökum í kring- um vélfákana á leið út úr borginni. Tónlistin er smekklega notuð og styrkir frásögnina og skýrir persón- una. Hljóðið skýrt og gott og ekki laust við að manni bregði við þegar burðarásinn sjálfur, Siggi Valli, hefur upp raust sína, skýr og styrk- ur. Siggi Valli lifir sig inní atburð- ina og er allur hinn brattasti þegar búið er að dressa hann upp í leður og fínt frá hvirfli til ilja. Siggi Valli á mótorhjóli er önnur myndin um þennan roskna ungling og það væri hið besta mál að fá eina til viðbótar. Hér sjáum við hvað hægt er að gera með einfald- leikann að vopni og er það vel við hæfi að sýna myndina á undan nýjasta listaverki Mikes Leigh, sem er einmitt manna snjallastur að gera hversdagslega atburði að stór- virki. Auglýsing þessi er eingöngu birt í upplýsingaskyni. B Landsvirkjun Skuldabréf Landsvirkjunar 1. flokkur 1997 á Verðbréfaþing íslands Verðbréfaþing íslands hefur ákveðið að taka skuldabréf Landsvirkjunar á skrá. Bréfin verða skráð fimmtudaginn 2. október nk. Helstu upplýsingar um 1. flokk 1997: Nafnverð Útgefandi Útgáfudagur Grunnvísitala Nafnvextir Lánstími Einingar Uppgreiðsla Viðskiptavakt Samtals krónur 1.000.000.000 í þessu útboði. Eingreiðslubréf til 15 ára. 1. flokkur 1997 er opinn flokkur þ.e. flokkurinn er gefinn út með ótilgreindri lokastærð. Landsvirkjun. 19. september 1997. Vísitala neysluverðs, september 1997 180,6 stig. 5,0% fastir vextir sem leggjast árlega við höfuðstól. 15 ár, 1 gjalddagi 19. september 2012. Krónur 5.000.000.- Hægt verður að innkalla 1. flokk 1997 þann 19. september 2007 miöað við ávöxtunarkröfuna 4,40% að undangenginni til- kynningu til eigenda skuldabréfanna. Uppgreiðsluheimildin er bundinvið að Landsvirkjun innkalli öll bréfin í 1. flokki 1997. Landsvirkjun greiðir ekki vexti og verðbætur af skuldabréfum í 1. flokki 1997 eftir innlausnardag. íslandsbanki hf. er viðskiptavaki bréfanna á Verðbréfaþingi Islands. Skráningarlýsingu og önnur gögn s.s. samþykktir og síðasta ársreikning er hægt að nálgast hjá umsjónaraðila skráningarinnar; viðskiptastofu íslandsbanka, Kirkjusandi, 155 Reykjavfk. ISLAN DSBAN Kl Fjármálamiöstöö Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560 8000, bréfasími: 560 8921 Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.