Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 31 JULIANA BJARNA- DÓTTIR + Júlíana Bjarna- dóttir fæddist á Hvammstanga 7. febrúar 1920. Hún lést á heimili dóttur sinnar, Maríu Sól- rúnar, Staðarvör 3 í Grindavík hinn 15. september síðast- liðinn. Hún var dóttir hjónanna Bjargar Einars- dóttur og Bjarna Sveinssonar, sem síðar bjuggu um langa hríð i Njarð- vík og Keflavík. Hún ólst upp í Svarðbæli í Mið- firði hjá Guðmundi Jónassyni, bónda þar. Um tvítugt fór hún til Reykjavíkur og vann þar og í Keflavík þar sem hún kynntist manni sínum Jóhanni Jónssyni sem þá var bakari í Keflavik. Árið 1944 fluttu þau að berkla- hælinu að Vífilsstöðum og þar starfaði hún í fjörutíu ár til ársins 1984 en vann siðan um hríð á Kópavogshælinu. Árið 1978 fluttu þau hjón að Fannborg 1 í Kópavogi en ári síðar lést maður hennar. Þau eign- uðust sex börn: Guðmund Reyni, sem býr í Reylga- vík, Maríu Sólrúnu, sem býr í Grinda- vík, Hildi Ósk, sem er búsett í Jönköp- ing í Svíþjóð, Jón Bjarna, sem býr í Grindavík, Lóu Björgu, sem býr í Kópavogi og Svölu Kristínu, sem Iést rúmlega eins árs. Júlíana tók mikinn þátt i starfi starfskvennafélagsins Sóknar og var mjög áhugsöm um verkalýðsmál. Útför Júlíönu fór fram 23. september í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Mamma er dáin, krabbameinið lagði hana að velli eins og mörg systkina hennar, en hún dó með fullri reisn og lét aldrei bugast. Það fór svo sem ekki mikið fyrir mömmu. Ekki var alltaf mulið und- ir hana, húsnæði lítið og aðstaða léleg og mamma og pabbi urðu að láta tvö börn sín frá sér. Þau lentu að vísu í góðum höndum og eignuð- ust góð heimili, Guðmundur hjá systkinunum Guðrúnu og Birni í Svarðbæli og Hildur hjá hjónunum Guðbjörgu og Skúla á Hvamms- tanga. En hjá mömmu var alltaf allt í lagi, henni leið alltaf vel og hvað sem á gekk lét hún ekki á neinu bera. Auðvitað átti hún sínar erfíðu stundir eins og flestir en hún bar slíkt aldrei á torg og börnunum sem í burtu voru sinntu hún og pabbi sem þau gátu. Þegar að því kom að hún hætti að vinna fór hún að sinna sínum áhugamálum. Það þýddi ekki að hringja í mömmu, yfirleitt var hún í sundi, líkamsrækt, að spila, á námskeiðum eða hvað sem henni datt í hug. Hún hafði mjög gaman af að spila, hvort sem það hét vist, brids eða eithvað annað og handa- vinna hennar var ekkert slor. Þegar aldur færðist yfir og hún gat átt sínar stundir sjálf kom listfengi hennar verulega í ljós. Keramik, gler, perlur, hvað sem var, lék í höndum hennar. Barnabörnin og barnabarnabörn- in sóttu til hennar, hún var svo róleg en sterk og þau fundu að þar áttu þau öruggt skjól. Og við börn- in hennar fundum hjá henni ör- yggi. Nú fínnst okkur að við hefðum átt að koma oftar til hennar og njóta samvistar, en við voru líka oft í öðrum landsfjórðungum eða erlendis og þegar við vorum skammt frá henni var alltaf svo mikð að gera og af því hún var svo hress og glöð héldum við að tíminn væri nógur. En tíminn er víst aldrei nógur, en þótt við söknum mömmu treyst- um við því að nú sé hún hjá pabba og Svölu og minningarnar tekur enginn frá okkur. Við þökkum fyrir allt, mamma, og börnin okkar þakka fyrir yndis- lega ömmu og yndislega langalang. Börnin. Mig langar að rita nokkrar línur í minningu tengdamóður minnar, Júlíönu Bjarnadóttur, Fannborg 1 I Kópavogi, en Júlla eins og hún var alltaf kölluð lést á heimili dótt- ur sinnar og tengdasonar á Staðar- vör 3 í Grindavík 15. september síðastliðinn eftir 14 mánaða baráttu við krabbamein. Júllu hitti ég í fyrsta sinn við útför góðs vinar beggja í Hafnar- firði vorið 1994. Þá var ég kynnt fyrir henni og Lóu Björgu mágkonu minni. Faðmaði hún mig að sér og bauð mig velkomna í fjölskyldu sína. Þá var hún nýbúin að frétta af þessum nýja fjölskyldumeðlim, henni þótti þetta bæði ánægjulegt og var í senn undrandi, því Jónsi, sonur hennar, var búinn að vera einhleypur í 20 ár. Þegar við giftum okkur í júlí 1994 útbjó hún mjög fallegt borð- skraut handa okkur, sem var perlu- saumaður bogi á stalli með brúð- hjónum og áletruðum silkiborðum, sem við eigum til minningar um daginn okkar og handbragð henn- ar, en allar hannyrðir léku í höndum hennar, hvort sem pijónað væri, heklað, perlusaumað eða málað á dúka eða gler. Eftir síðustu áramót hóf hún útsaum á gullfallegum jóladúkum undir jólatré, alla setta pallíettum, náði hún að ljúka við fjóra dúka. Þvílíkur dugnaður af fullorðinni konu og þetta var hún aðeins hálft ár að vinna. Hana vantaði einn dúk af fimm en þetta hafði hún hugsað sér sem jólagjafir til barna sinna, en þeir voru uppseldir og komu ekki aftur fyrr en of seint. Svona var hún sívinnandi hannyrðir fyrir sína afkomendur, og prýða munirn- ir hennar heimilin okkar. Júlla var mjög dul að eðlisfari og bar ekki tilfinningar sínar á torg, mjög kát og létt, hrókur alls fagnaðar hvar sem hún var, en þó hún væri dul var hún mjög einlæg við mig og tengdumst við mjög kærleiksríkum böndum og vorum nánar af tengdamóður og tengda- dóttur að vera og er mér það ómet- anlegt og þakka ég það af heilum hug. Eins tók hún börnunum mínum mjög vel og sérstaklega Katrínu minni, en þær urðu góðar vinkon- ur, því hún er yngst og býr heima. Hún Júlla mín var alltaf til í að smakka það sem Katrín var að malla og meira að segja þegar gamla konan var orðin mjög veik og hafði ekki matarlyst þá kom dóttir mín til hennar í Staðarvörina og sagði: „Júlla, ég er að fara að grilla þorskalundir, má ég koma með smá smakk?“ og hún var til í það. Katrínu þótti mjög vænt um Júllu og skrautskrifaði Faðirvorið handa henni sem var fest á vegg- inn við hlið rúmsins að beiðni gömlu konunnar. En þó árin hafi verið 77 þá var hún ekki svo full- orðin, a.m.k. ekki í anda, hún ætl- aði að gera svo margt þegar henni batnaði. Eftir að Júlla veiktist var hún héma hjá okkur öðru hvoru, frá viku í senn að svona mánuði, og man ég í fyrsta skiptið, þá ætlaði ég henni að sofa í hjónarúminu. Ég vissi ekki hvert hún ætlaði þeg- ar hún heyrði það, það yrði nú al- deilis ekki af því, í sófanum ætlaði hún að sofa og þýddi ekkert að mögla við hana um þau efni, hún var föst fyrir og ákveðin. Krafturinn í henni var alveg óbilandi. Sárlasin dreif hún sig í júní sl. með börnum sínum á ættar- mót til Danmerkur, til systurbarna sinna og fjölskyldna þeirra, og fór að heimsækja dóttur sína og barna- börn til Svíþjóðar. Eftir það fóru þau norður á Hvammstanga í helg- + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, sonur, bróðir og tengdasonur, JÓNAS BJÖRNSSON tónlistarkennari, Seilugranda 8, lést sunnudaginn 28. september sl. Svava Hjaltadóttir, Ingibjörg, Birna Dröfn og Atli, Kristín B. Kristjánsdóttir, Bernódus Sveinsson, Ingibjörg Jónasdóttir, Anna Þóra Björnsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Kristín B. Svavarsdóttir, Björn Guðjónsson, Gylfi Björnsson, Árni Rafnsson, Hjalti Guðmundsson. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, LILJA HALLDÓRSDÓTTIR STEINSEN, Flúðabakka 1, Blönduósi, andaðist mánudaginn 29. septeber á Héraðs- sjúkrahúsinu Blönduósi, Sævar Örn Stefánsson, Eggert Konráð Konráðsson, Guðrún Katrín Konráðsdóttir, Ágústína Sígríður Konráðsdóttir, Inga Dóra Konráðsdóttir, Hólmfríður Margrét Konráðsdótir, Andrés Bjarnason Torfhildur Rúna Gunnarsdóttir, Guðmundur Ingi Jónatansson, Halldór Sigurðsson, Aðalsteinn Guðmundsson, arferð, hún ætlaði að fá að sjá sveitina sína, hún lét þetta ekki nægja heldur fór hún með krabba- meinssjúkum til dvalar í sjö daga að Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Engan lét hún vita um líðan sína þó maður hafi séð að hún væri sár- þjáð. Ef hún var spurð hvernig henni liði, og síðast aðeins nokkrum dögnm fyrir andlát sitt, var svarið ávallt „alveg ljómandi vel“. Hún stóð alltaf keik og kvartaði aldrei. Fékk hún hinstu ósk sína uppfyllta, að fá að dvelja á heimili dóttur sinnar þar til yfir lauk. Júlla kvaddi þennan heim með reisn á sólbjörtum morgni. Vil ég þakka af hjarta hjúkrunarfræðing- unum þeim Sigrúnu, Laufeyju og Guðnýju hjá Heilsugæslustöð Grindavíkur fyrir alla þá hjartahlýju sem þær veittu henni fram á hinstu stund. Þá vil ég þakka af hjarta vinkonum mínum úr kirkjukórnum, þeim Ester, Gummu, Rut og Diddu fýrir fallegan söng við kistulagning- una. Elsku hjartans Júlla mín! Ég vil þakka þér af heilum hug fyrir yndis- legan tíma sem ég og börnin mín hafa verið.aðnjótandi og höfum átt saman. Bið ég algóðan Guð að gæta þín, Jóa tengdaföður míns og litlu dóttur ykkar, hennar Svölu, og leiða þig til þeirra í bjarta himin- sali. Hafðu þökk fyrir allt og allt, við hittumst síðar. Ég kveð þig eins og ég var vön að gera: Guð gefí þér góða nótt elsku Júlla mín og ósk um góðan dag að morgni. Þín tengdadóttir, Ann Ingibjörg Benediktsdóttir. Þegar móðir mín hringdi til mín og sagði mér frá andláti okkar gömlu vinkonu Júlíönu Bjarnadótt- ur, gat ég ekki stillt mig um að láta hugann reika aftur í tímann allt til ársins 1944 að hún kom sem kaupakona á heimili foreldra minna að Efri-Svertingsstöðum í Miðfírði. Hafði hún með sér dóttur sína Maríu, þá ársgamla. Á þessu sumri þróaðist vinátta sem haldist hefur fram á þennan dag. Þrátt fyrir að börnunum fjölgaði hjá báð- um fjölskyldum, komu þau Jói og Júlla, eins og þau voru kölluð, í heimsókn á hveiju sumri, með stækkandi barnahóp og voru hjá okkur í nokkra daga. Mér er það minnisstætt hvað eftirvænting okkar systkinanna var mikil þegar sá tími nálgaðist að þau kæmu. Þau tóku þátt í heyskap og öðrum störfum er fram fóru á hveijum tíma og var þá oft glatt á hjalla er margar hendur unnu létt verk. í minningunni finnst mér alltaf hafa verið sólskin þá daga er þau dvöldu hjá okkur. Einnig dvaldi ein dóttir þeirra, Lóa Björg, nokkra sumartíma á heimili foreldra minna er hún óx úr grasi. Ekki má gleyma jólapökkunum sem bárust að sunnan fyrir hver jól. Innihald þeirra voru óendanleg- ir gleðigjafar fyrir okkur sveita- börnin, sem ekki sáum mikið af aðkeyptum leikföngum fremur en önnur börn þeirra tíma. Mér eru margar þessar gjafír minnistæðar, enn í dag, sem dýrmætar perlur bernsku minnar. Er fram liðu stundir og við systk- inin leituðum suður til Reykjavíkur til náms og starfa var ekki ónýtt að eiga vináttu og umhyggju þess- ara góðu hjóna. Ég dvaldist á heim- ili þeirra stóran part úr vetri, þó ekki hefðu þau yfír að ráða rúmgóð- um húsakynnum. Það kom ekki að sök þar sem hjartarúm var nægi- legt. Á þeirra heimili dvaldi ég mín fyrstu jól fjarri heimahúsum og þótt ég vissulega saknaði foreldra og systkinahópsins heima, fann ég mig glögglega sem í foreldrahúsum, svo mikil var hlýjan sem umlukti mig. Þannig áttum við öll systkinin góðu að mæta á heimili þeirra og vísan hauk í horni ef á þurfti að halda í höfuðborgarlífinu. Mér eru minnisstæð góðu ráðin sem Júllu fannst rétt að gefa sveita- stúlkunni sem þurfti að fóta sig í borginni, þau voru svo sannarlega gefín af heilum hug og hlýju hjart- ans. Ég vil að endingu votta fjölskyldu Júlíönu samúð mína og fjölskyldu minnar, og færa hugheilar þakkir fyrir trausta og óbrotgjarna vináttu í gegnum áratugina. Jóhanna Guðmundsdóttir. sem lést á Landspítalanum aðfaranótt sunnu- dagsins 28. september, verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju föstudaginn 3. október, kl. 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag íslands. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GÍSLI WÍUM HANSSON, Holtsgötu 12, Sandgerði, Sigurlína Sveinsdóttir, Sveinn Hans Gíslason, Helga Hrönn Ólafsdóttir, Jónína S. Gísladóttir, Ragnar Antonsson, Daði Gislason og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, GUÐMUNDUR R. ÞORKELSSON, Aðalstræti 8a, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 2. október kl. 13.30. Ósk Margeirsdóttir, Hildur Guðmundsdóttir, Guðmundur Þ. Þórðarson, Elenora Ósk Þórðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.