Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn VERIÐ er að vinna að steypuskála við suðurmunna Hvalfjarðarganganna og er áætlað að því verki verði lokið síðast í oktðber. Þá verður hafist handa við samskonar steypuskála við norðurmunna ganganna. Síðasta berghaftið sprengt á föstudag AÐEINS fimm metra vantar upp á að Hvalfjarðargöngin nái saman, en síðasta berghaft- ið verður sprengt við formlega athöfn á föstudag. í fyrrinótt var hins vegar sprengt lítið loftræstigat í gegnum haftið til að sjá í hvora áttina náttúruleg loftræsting er, að sögn Jd- hanns Kröyer, yfirverkfræð- ings Fossvirkis. Eftir endilöng- um göngunum verða að minnsta kosti 32 öflugar loft- ræstiviftur, með vissu millibili, sem hreinsa mengun frá bflum út úr göngunum. Eftir að búið verður að sprengja síðasta haftið, verður m.a. hafist handa við að klára bergstyrkingar með sprautu- steypu, en jafnframt verður byrjað á því að leggja frá- rennslislagnir og aðrar lagnir, að sögn Jóhanns. „Þá verður farið í að ganga frá um 2.000 rúmmetra dæluþró, en frá henni er öllu vatni sem safnast fyrir í göngunum dælt upp í gegnum lóðréttar borholur." Gert er ráð fyrir að hægt verði að opna göngin fyrir umferð síðla sumars 1998. Hættulegt starf Að sögn Jóhanns hafa um 80 manns að jafhaði unnið við gerð Hvalfjarðaganganna, en þegar mest var í sumar voru starfs- mennirnir um 100. Af þeim eru um 50 svokallaðir gangamenn eða bormenn, sem skipta með sé*r vöktum. Starf gangamanna er fjölbreytt en um leið hættu- legt, að sögn Jóhanns. „Starf þeirra felst m.a. í því að bora könnunarholur í berg- ið, hlaða þær með dmamítí og sprengja," segir Jóhann. „Gangamenn keyra síðan grjót- ið út og styrkja bergið með bergboltum. Að því loknu setja þeir sprautusteypu í þak og veggi tíl frekari styrkingar. Og ef með þarf þétta þeir bergið með sementí," segir Jóhann. Auk þess sjá gangamenn um að koma fyrir rafmagnsköplum, spennum og loftræstíngu. „Gangamenn þurfa að geta gengið í öll þessi störf," segir Jóhann. Hann bætir því við að starf þeirra sé hættulegt og því þurfi þeir alltaf að vita hver af öðrum. Hann segir ennfremur að samstarf gangamannanna gangi vel og að mikil sam- heldni ríki þeirra á milli. Nokkrir Skandina var í hópnum Ekki hafa orðið nein slys á mönnum við gerð ganganna, en að sögn Jóhanns unnu margir gangamannanna áður við Vestfjarðagöngin. „Sú reynsla hefur greinilega skilað sér vel," segir hann. Þá segir Jóhann að í hópnum vinni nokkrir Skandinavar sem séu með áratugareynslu í ganga- gerð í mörgum löndum. Þegar búið verður að sprengja síðasta haftið verður hópi gangamann- anna hins vegar skipt og hluti hans mun hefja störf við Sultar- tangavirkjun. Hinn hluti hópsins heldur áfram að vinna við Hval- fjarðargöngin og lýkur við þá vinnu sem þar er eftír. Minnkandi líkur á • ^ morgunsj onvarpi SAMNINGAVIÐRÆÐUR Ríkis- útvarpsins og Saga Film um morg- unsjónvarp runnu út í sandinn í gær þegar Saga Film lýsti því yfir að fyrirtækið væri hætt við þátttöku. Áð sögn Sigurðar Valgeirssonar, dagskrárstjóra sjónvarpsins, er hugmyndin um morgunsjónvarp ekki endanlega úr sögunni. Sigurður sagði að viðræður RÚV og Saga Film hefðu gengið út á að sjónvarpið legði til efni en Saga Film sæi um tæknilegu hliðina og umbúnað. Báðir aðilar tækju áhættu en jafnframt myndu báðir hafa ávinning af því ef vel gengi. „Við töldum okkur vera komna allnálægt markinu þegar Saga Film dró sig út úr þessu. Þeir leggja ekki í þá áhættu sem þeir telja þessu samfara," sagði Sigurður. Hann sagði að nokkur undir- búningsvinna hefði verið unnin en ekkert starfsfólk verið ráðið. Hann myndi á næstunni ásamt fleirum ræða þá stöðu sem upp væri komin við framkvæmdastjóra sjónvarpsins og útvarpsráð, en hugmyndina um morgunsjónvarp teldi hann ekki endanlega úr sögunni. „Það eru bæði til önnur fyrir- tæki en Saga Film og einnig gætum við mögulega gert þetta sjálf hér. Úr þessu verður að vinna í samráði við hlutaðeigandi aðila," sagði Sig- urður. Fossvogsskóli Sjö kennarar segja upp SJÖ kennarar við Fossvogsskóla í Reykjavík sögðu í gær stöðum sín- um lausum. I tilkynningu frá kenn- urunum segir að þessa sársauka- fullu ákvörðun hafi hver og einn tekið að vandlega íhuguðu máli. Kennararnir segja ástæður upp- sagnanna m.a. þær, að starf þeirra hafi verið forsmáð og einskis metið til launa. Þeir vinni við einsetinn grunnskóla og telji með öllu óvið- unandi að hafa ekki fengið ráðn- ingu í fullt starf. Þá séu þeir með óviðunandi fjölda nemenda í hverj- um bekk og telji sig ekki geta sinnt þeim eins og grunnskólalög segi til um. Kennararnir segja, að þeir hafi haft mikla ánægju af starfi sínu og sinnt því af alúð og metnaði, en nú sé þolinmæði þeirra á þrotum og því stígi þeir þetta skref. LEIT að Michael Leduc, 19 ára Frakka sem ekkert hefur spurst til frá 6. september, verður að líkind- um hætt í dag. Frakkinn átti rútumiða, sem hann gat notað til að ferðast um landið frá 3. til 16. september, en nýtti aðeins ferðina til Hvolsvallar. Leitarmenn hafa miðað við að hann hafi gengið inn Fljótshlíð og ætlað að vaða Markarfljót til að komast í Þórsmörk. Jónas Hallsson, aðstoðaryfíriög- regluþjónn í Reykjavík, sagði að fólk víða um land teldi sig hafa séð Michael Leduc, en ekki hefði verið hægt að staðfesta þær frásagnir. I dag, miðvikudag, yrði farið enn á ný yfir öll gögn málsins, en að því loknu yrði leit líklega hætt. HVAÐ HEITIR STELPAN? Borgarráð frestaði afgreiðslu tillögu um rekstur Iðnó Borgarstjóri vill semja við Leik- félag Islands og Við Tjörnina BORGARRÁÐ Reykjavfkur frestaði í gær afgreiðslu á tillögu borgarstjóra um að teknar verði upp samningaviðræður við fulltrúa veitingahússins Við Tjörnina og Leikfélags íslands um rekstur Iðnó með fjölbreyttri menningarstarf- semi og veitingasölu. Ellefu aðilar höfðu sótt um til borgarinnar að reka Iðnó undir þessum formerkjum. Eftir að nefnd sem í sátu Guðrún Jónsdóttir, for- maður menningarmálanefndar borgarinnar, Jón Björnsson, fram- kvæmdastjóri menningar-, uppeld- is- og félagsmála hjá borginni, og Þórarinn Magnússon, formaður endurbyggingarnefndar Iðnó, hafði farið yfir umsóknir og rætt við um- sækjendur taldi hún raunhæft að semja annað hvort við ofangreinda aðila eða þá við Listvinafélagið Fullt hús. Meirihluti nefndarinnar mælti með samstarfi Við Tjörnina og Leikfélags íslands sem fyrsta kosti. Lagt var fyrir borgarráð að ákveðnir skilmálar yrðu settir í við- ræðum við væntanlega rekstrarað- ila. í þeim skilmálum segir m.a. að markmið borgarinnar með endur- byggingu Iðnó sé að þar verði fram- vegis lifandi og fjölsótt menningar- miðstóð með metnaðarfulla og framsækna menningarstarfsemi sem taki til sem flestra þátta menn- ingar, lista og fræða. Allri starfsemi verði hagað þannig að hæfi sögu hússins og byggingargerð. Veitingasala og e.t.v. önnur starf- semi skuli renna fjárhagslegum stoðum undir menningarstarfsem- ina þannig að reksturinn komist af án annars fjárstuðnings borgarinn- ar en sem felst í því að leggja húsið til endurgjaldslaust. Framlag veit- ingarekstrarins nemi a.m.k. sem svarar til þeirri upphæð sem hann mundi ella greiða í leigu af hlið- stæðu húsnæði í miðborginni. Rekstraraðili miðli aðstöðunni til þeirra sem stunda hinar ýmsu greinar menningar, fræða og lista en leggi hana ekki undir eigin starf- semi. Rekstraraðilarnir skulu greiða borginni leigu sem svarar til fasteignagjalda en greiða sjálfir rekstrarkostnað og minni háttar viðhald vegna hússins. Sérstök samráðsnefnd skal hafa það hlutverk að fylgjast með því að starfsemin í húsinu sé í samræmi við þessi markmið. í nefndinni eiga að sitja einn fulltrúi borgarinnar, annar frá Bandalagi íslenskra lista- manna og sá þriðji frá rekstraraðil- anum. Vinni rekstraraðili ekki í samræmi við sett markmið geti nefndin lagt til að Reykjavíkurborg rifti samningi aðilanna. Leitinni líklega hætt g i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.