Morgunblaðið - 11.10.1997, Síða 2

Morgunblaðið - 11.10.1997, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Sjávarútvegsráðherra að lokinni heimsókn til Namibíu Framhald á samstarfí í sjávarútvegi mikilvægt Kveikt í skúr við Hverfisgötu GRUNUR leikur á að kveikt hafí ver- ið í geynisluskúr á baklóð á Hverfis- götu 89 í Reykjavík á sjöunda tíman- um í gærkvöldi og í bflageymslulnísi við Vitatorg nokkru síðar. í skúrnum var timburdrasl en engin teljandi verðmæti, að sögn Friðriks Þorsteinssonar, varðsljóra lyá Slökkviliðinu í Reykjavík. Var skúrinn rifinn og fjarlægður af staðnum í gærkvöldi, með samþykki eiganda. Jafhframt var borinn eldur að öðrum skúr á lóðinni en hann náði ekki að breiðast út. Þá var slökkviliði tilkynnt um eld f bflageymsluhúsinu við Vitatorg rétt fyrir kl. hálfníu. Viðvörunar- og vatnsúðunarkerfi höfðu farið í gang og slökkt að mestu í bflnum sem kveikt var í, gömlum blæjubfl, sem hafði staðið þar um nokkurt skeið í geymslu. Bfllinn er talinn ónýtur og tveir aðrir bflar sem stóðu næstir honum eru nokkuð skemmdir. Mikill reykur var í bfla- geymslunni þegar að var komið og þurfti slökkvilið að reykræsta húsið. Málin eru bæði í rannsókn en sterkur grunur er um íkveikju. ÍSLENDINGAR greiða hugsan- lega 3,5 milljörðum króna of mikið í verðbætur til bankakerfisins á ári vegna innbyggðrar villu í neyslu- verðsvísitölugrunninum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla ís- lands, dregur þessa ályktun á grunni rannsókna bandarískra hag- fræðinga sem unnu skýrslu fyrir Bandaríkjaþing. Tryggvi Þór segir að við gerð neysluvísitolu sé framkvæmd ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra ræddi í gær og fyrra- dag við Sam Nujoma, forseta Na- mibíu, og Hifikapunye Pohamba, sjávarútvegsráðherra landsins, og lauk opinberri heimsókn hans í Namibíu síðdegis í gær. Sjávarút- vegsráðherrarnir voru sammála um nauðsyn áframhaldandi samvinnu á sviði sjávarútvegs. „í viðræðum við forseta landsins fórum við yfir helstu samskiptamál okkar og Namibíumanna, þróunar- aðstoðina, samskipti fyrirtækja og samvinnu á alþjóðavettvangi, bæði f alþjóðastofnunum fiskveiðar og varðandi þá hagsmuni okkar að berjast gegn styrkjum og tollum og fyrir frjálsri verslun með sjávaraf- urðir,“ sagði Þorsteinn Pálsson í samtali við Morgunblaðið í gær áð- ur en hann hélt af stað heimleiðis. Sagði hann forsetann hafa lagt áherslu á að samskipti landanna héldu áfram á sem breiðustum grundvelli. neyslukönnun. Hérlendis sé fjöldi manns fenginn til að skrá niður ná- kvæmlega hve mikið af vöru og hvers konar vöru hann kaupir. Með- altalið þýðir að kjamafjölskyldan eyði tilteknum hluta tekna sinna í matvöru, samgöngur, tryggingar og fleira. Kostnaðarsamt er að gera slíkar kannanir og er grunninum því sjaldan breytt af þeim sökum. Verðbólga ofmetin um 1,1% „Neysluverðsvísitala er reiknuð einu sinni í mánuði og út frá þessum magngrunni, segir Tryggvi Þór. „Það sem gerist er að nýtt verð á vörunni er skoðað. Verðið breytist og verðlagið hækkar eða lækkar. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að magnið breytist. Hækki verð á einni vörutegund skipta menn yfir í aðra tegund. Vísitalan er byggð þannig upp að gengið er út frá því að menn kaupi alltaf sama magn af sömu vöranni. Afleiðingin af þessu er sú að svo virðist sem verðbólgan sé of- metin. í Bandaríkjunum telja hagfræð- ingar að verðbólgan sé ofmetin um 1,1%. Sé þetta heimfært upp á ís- land, sem ég tel að tvímælalaust sé hægt að gera, má áætla að skuldir íslenskra heimila séu ofmetnar um 3,5 milljarða, eða 1,1% af 350 millj- örðum. Ef verðbólgan er ofmetin í vísitölunni greiðum við of háar verð- bætur inn í bankakerfíð," sagði Tryggvi Þór. Þorsteinn heimsótti einnig Luteritz þar sem íslenskar sjávar- afurðir hafa verið í samstarfi við namibíska aðila í veiðum og vinnslu en verið er að endurskipuleggja fyr- irtækið. Þorsteinn segir að IS muni væntanlega selja afurðir fyrirtækis- ins áfram þrátt fyrir að nýir erlend- ir fjárfestar gerist eignaraðilar. Berjast fyrir fríverslun með sjávarafurðir Þorsteinn sagði tilgang heim- sóknarinnar hafa verið að styrkja samvinnu landanna, meðal annars á alþjóðlegum vettvangi. „Við þui-fum að leggja áherslu á það á alþjóða- vettvangi á næstu árum að berjast fyrir fríverslun og gegn styrkjum. Namibíumenn hafa mikla hagsmuni af því eins og aðrar þjóðir sem era að hasla sér völl í sjávarútvegi. Við eigum líka ýmislegt sameiginlegt varðandi uppbyggingu þessara nýju svæðastofnana sem stjórna út- hafsveiðum og við ræddum t.d. FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda hleypir af stokkunum nýrri þjón- ustu fyrir félagsmenn sína í næstu viku, FÍB-aðstoð. Árni Sigfússon, formaður FÍB, segir að þjónustan felist í því að félagsmönnum verð- ur veitt aðstoð ef eitthvað bjátar á í borgarumferðinni þeim að kostn- aðarlausu. Til þess að veita þjón- ustuna hefur félagið tekið upp samstarf við þrjú af stærstu bif- reiðaumboðum landsins, þ.e. P. Samúelsson, Heklu og Ingvar Helgason, sem útvega bíla. Þeir verða málaðir í skærgulum lit með merki FÍB. Símanúmer þjónust- unnar verður 5-112-112. Fyrst um sinn verða bílarnir þrír. Jafnframt hefur FÍB samið við Póst og síma hf. um magnkaup á GSM- og NMT-símum sem félagsmenn eiga kost á að kaupa á 30-50% af- slætti. Ekkert afnotagjald fyrstu fjóra mánuðina Félagsmenn í FÍB eru um 18 þúsund. Félagið hefur veitt vega- þjónustu um margra ára skeið fyr- ir félaga á ferðalögum úti á þjóð- vegum landsins en það er nýlunda hér á landi að bjóða aðstoð innan nokkuð um túnfiskinn sem kemur inní lögsögu þeirra í nokkra mánuði með svipuðúm hætti og gerist heima. Þeir era að íhuga að gerast áheymaraðilar að túnfiskveiðiráð- inu í Atlantshafi og eitt af þeim verkefnum sem við eram að skoða nú er hvernig við getum tryggt veiðihagsmuni okkar því ráðið hefur þegar úthlutað kvótum. Við þurfum hins vegar að tryggja okkur rétt sem strandríki og þar eigum við rétt með ríkjum eins og Namibíu." Þorsteinn sagði fróðlegt að sjá hvemig Namibíumönnum hefði tek- ist að nýta sér aðstoð sem þeir hafi fengið í hafrannsóknum og skip- stjórnarfræðslu sem Þróunarsam- vinnustofnun hefði m.a. veitt og kvaðst stoltur af starfi íslendinga. Samstarfssamningur rennur út á næsta ári og sagði sjávarútvegsráð- herra að fljótlega yrði metið hver árangurinn hefði verið og hvemig áframhaldandi samstarfi yrði hátt- að. höfuðborgarsvæðisins. Þjónusta af þessu tagi er hins vegar alþekkt í flestum Evrópulöndum. Þjónustan felur m.a. í sér straumgjöf til bíla sem verða raf- magnslausir í umferðinni, aðstoð við allar minniháttar bilanir og margvíslega aðra aðstoð. Þá er samstarf milli dráttarbílafyrir- tækisins Króks og FÍB um aðstoð við félagsmenn ef alvarlegri bilan- ir koma upp. Árni sagði að gerð hefði verið markaðsrannsókn áður en félagið ákvað að hleypa þjónustunni af stokkunum. Kom þar í Ijós að margir töldu erfitt að nýta sér þjónustuna því bilanir í bílum kæmu oft upp þar sem langt væri í næsta síma. Leiddi það til þess að FÍB tók upp viðræður við Póst og síma um sölu á GSM- og NMT- símum til félagsmanna. Félags- mönnum býðst því bílsími á hag- stæðum greiðslukjörum og mikl- um afslætti vegna magninnkaupa. Mánaðarlegar greiðslur af GSM- síma verða frá 1.500 krónum á mánuði og frá 1.900 krónum á mánuði af NMT-síma. Fyrstu fjór- ir mánuðir afnotagjaldsins verða innifaldir í verði. N orðurlandamót Visa Jóhann með fullt hús JÓHANN Hjartarson hefur einn forystu á Norðurlanda- móti Visa í skák og hefur unnið allar þrjár skákir sínar. í þriðju umferð vann Jóhann Hannes Hlífar Stefánsson. Hannes lék af sér manni í tímahraki og tapaði. Svíinn Hector er nú í öðru sæti á mótinu með 2,5 vinninga en hann vann Westerinen í gær. Þröstur Þórhallsson hef- ur 1,5 vinninga en Helgi Áss Grétarsson og Hannes Hlífar einn vinning hvor eftir þrjár umferðir. I þriðju umferð gerði Helgi Áss jafntefli vð núverandi Norðurlandameistara, Curt Hansen, í stuttri skák. Þröstur hélt jöfnu við Schandorff í erf- iðri stöðu. Önnur úrslit urðu þau að Tisdall vann Djurhuus og Hillarp-Persson vann Nilssen. Jafntefli gerðu Ákeson og Gausel. Fjórða umferð verður tefld á Grand Hótel Reykjavík í dag. Þá mætast m.a. Hannes og Helgi, Jóhann mætir Hillarp- Persson og Þröstur teflir við Curt Hansen. 20 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasmygl HÉRAÐSDÓMUR Reykja- víkur dæmdi í gær 28 ára Bandaríkjamann í tuttugu mánaða fangelsi íyrir innflutn- ing á fíkniefnum. Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins frá Amsterdam föstu- daginn 26. september sl. og leið því aðeins hálfur mánuður frá handtöku hans þar til dóm- ur féll. Bandaríkjamaðurinn, sem fyrstu fréttir hermdu að væri Breti, var með fíkniefnin inn- vortis, í smokkum sem hann gleypti. Alls voru það tæp 90 grömm af kókaíni, 6 e-pillur, 4,2 grömm af hassi og 10,6 grömm af marijúana. Upp komst um smyglið þeg- ar tollverðir fundu 0,5 grömm af kókaíni í veski sem maður- inn bar innan klæða. Maðurinn lýsti því yfir í gær að hann myndi una dóminum. Aftur vopnað rán í Kjalfelli TVEIR hettuklæddir menn otuðu hnífi að starfsmanni verslunarinnar Kjalfells við Gnoðarvog á tólfta tímanum í gærkvöldi og komust burt með eitthvað af peningum, að sögn lögreglu. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem framið er vopnað rán í versluninni. Þá voru einnig á ferð hettuklædd- ir menn með hníf. Auk þess fór þjófur inn í bakherbergi verslunarinnar nýlega og stal þaðan pening- um á meðan tveir félagar hans stóðu á tali við starfsmann frammi í versluninni. Málin era í rannsókn. Morgunblaðið/Júlíus FÍB-AÐSTOÐ verður veitt á skærgulum bílum sem verða væntanlega áberandi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Forstöðumaður Hagfræðistofnunar HI Greiðum hugsanlega 3,5 milljörðum of mikið í verðbætur Ný þjónusta FÍB við félagsmenn FÍB-aðstoð og farsímar boðnir með afslætti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.