Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUK 11. OKTÓBEK 1997 MORGUNBLAÐIÐ Til hvers eru O Hverjir hagnast á Af hverju er ég skyldaður lífeyrissjóðirnir? lífeyrissjóðunum? 0 til að borga í tiltekinn lífeyrissjóð? Q Hvað gera lífeyrissjóðirnir fyrir mig? Til hvers eru lífeyrissjóðirnir? — Öll þurfum við að hafa tekjur til að fram- fleyta okkur. Líka eftir að við hættum að vinna, hvort sem það verður vegna aldurs eða skertrar starfsorku. hess vegna söfnum við í sjóði sem eru ávaxtaðir til að tryggja okkur lífeyri í framtíðinni. Markmið lífeyrissjóðanna er að tryggja þér ævilangan verðtryggðan ellilífeyri sem nemur 70% af tekjum þínum. Þetta markmiö mun nást á næstu áratugum þegar sjóðirnir hafa náð fullum þroska. Um það leyti sem fyrstu sjóðfélagarnir hafa lokið starfsævi sinni munu sjóðirnir tryggja þeim ríflegan ellilífeyri til æviloka án þess að auka byrðar þeirrar kynslóðar sem þá verður á vinnumarkaði. ^ Hverjir hagnast á lífeyrissjóðunum? — Allir sjóðfélagar, sem eru meginþorri þjóðarinnar, njóta góðs af iðgjaldagreiðslum sínum. Mánaðarleg upphæð lífeyrisgreiðslunnar ræðst af iðgjöldunum sem þú greiðir á starfs- ævinni, en heildarupphæð lífeyrisins fer eftir því hvað þú lifir lengi. Alla jafna munu þeir sem lifa lengst fá mest út úr sjóðunum, enda er hlutverk sjóðanna að tryggja öllum fjárhags- legt sjálfstæði alla ævi. Komandi kynslóðir munu einnig hagnast á lífeyrissjóðunum. Framfærslukostnaður okkar lendir ekki á þeim og afkomendur okkar munu geta tryggt sína eigin framtíð rétt eins og við erum að gera núna - með lífeyrissjóðunum! Af hverju er ég skyldaður til að borga í tiltekinn lífeyrissjóð? — Aðild að lífeyrissjóði er hluti af umsömdum kjörum hverrar starfsstéttar eða starfshóps. Á móti skylduaðild þinni kemur að lífeyris- sjóðurinn er skyldugur til að taka við iðgjöldum þínum og tryggja þér réttindi til jafns við alla aðra. Afnám skylduaðildar leiðir ekki til frelsis launafólks til að velja lífeyrissjóð heldur þvert á móti til frelsis lífeyrissjóða til að velja sér félaga. Lífeyrissjóðir í harðri samkeppni þurfa að verðleggja hvern einstakling. Sjóðfélagar yrðu metnir á grundvelli aldurs, atvinnu, kynferðis og heilsufars. í sameiningu getum við tryggt öllum lífeyri því áhættan dreifist jafnt á alla sjóðfélaga. Skylduaöildin er forsenda þeirrar sam- tryggingar sem við íslendingar búum við og erum hreykin af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.