Morgunblaðið - 11.10.1997, Side 10

Morgunblaðið - 11.10.1997, Side 10
10 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís SIGRÍÐUR Hulda Sveinsdóttir og Þorgerður Guðfinnsdóttir, kennarar í Álftanesskóla. „Ekki fara!“ í ÁLFTANESSKÓLA í Bessastaða- hreppi hafa 14 af 17 kennurum sagt upp störfum. Þeirra á meðai eru þær Sigríður Hulda Sveinsdótt- ir og Þorgerður Guðfínnsdóttir, sem báðar kenna 10 ára bekk, en af þeim þremur sem ekki sögðu upp eru tveir leiðbeinendur sem ekki voru búnir að skrifa undir ráðning- arsamning og einn nýráðinn kenn- ari. „Eg segi upp vegna langvarandi óánægju með kjör og þeirrar stað- reyndar að til þess að vera kennari þarf maður eiginlega að hafa aðra fyrirvinnu á heimilinu og það er lítil- lækkandi þegar maður er búinn að leggja á sig háskólanám. Þar að auki sýnist manni að óskaplega lít- ið hafi gerst í samningamálunum og það litla sem boðið hefur verið upp á er á þeim nótum að það er bókstaflega móðgun. Það er í raun- inni ekki launahækkun heldur ein- hveijar tilfærslur eins og í síðustu samningum og við ætlum ekki að láta bjóða okkur það aftur,“ segir Þorgerður. Á að setja kennara í glerbúr? Sigríður Hulda tekur í sama streng og bætir við að hún sé afar ósátt við að þurfa alltaf að vera að afsaka það að hún sé kennari. Þá sé neikvæð umræða í þjóðfélaginu og ranghugmyndir meðal almenn- ings um að kennarar séu alltaf í fríi mjög þreytandi. Þær tala um ófullnægjandi vinnuaðstöðu í skólunum, sem geri að kennarar neyðist enn frekar til að taka vinnuna með sér heim. „Hvað varðar þennan svokallaða sýnileika vinnunnar sem formanni samninganefndar hefur verið svo tíðrætt um, þá mætti kannski spyija hvort rétt væri að setja okkur í glerbúr fyrir utan skólann svo að það sæist örugglega að við værum að vinna,“ segir Þorgerður. „Það er mjög þreytandi að fá það í haus- inn að maður geri ekki neitt, sé alltaf í fríi og vinni ekki vinnuna sína.“ Fögur orð um yfirfærsluna Báðar tala þær um að kennarar hafi bundið miklar vonir við yfir- færslu grunnskólans til sveitarfé- laganna. „Menn höfðu svo mörg og fögur orð um þessa breytingu og kennarar sáu fram á betri tíð og betri samningsstöðu," segir Þor- gerður. Sigríður Hulda segir að sér þyki jákvætt að margir sveitar- stjórnannenn hafí að undanförnu lýst stuðningi við kröfur kennara. Þeir séu hins vegar í erfíðri stöðu, þar sem yfírfærslan hafi reynst þyngri í vöfum en ráð var fyrir gert. Þorgerður tekur fram að kennur- unum sem nú hafa sagt upp hafí öllum líkað vel að vinna í Álftanes- skóla. „Þetta beinist ekki gegn hon- um eða þessu sveitarfélagi sérstak- lega, heldur er þetta bara almenn óánægja með hvernig málin hafa þróast. Þetta er mjög alvarleg ákvörðun og það er ekki með glöðu geði að maður segir upp en það er bara ekki hægt að láta bjóða sér þetta lengur," segir hún. „Það sagði einn nemandi við mig um daginn: „Þorgerður, þú ert búin að kenna mér frá því ég var sex ára, ekki fara!“ Það er ekki laust við að maður fái svolítinn sting í hjartað." rrn iirn rrn 1 QTfilárusþ.valdimarsson,framkvæmdastjóri Dj/ I IDU'DuL I u/U JÖHflMMPOROflRSOM,HRLLOGGILTUFIFASTEIGrjflSflLI. Nýkomnar á söluskrá meðal annarra eigna: Skammt frá Landspítalanum Nýendurb. 3ja herb. jarðhæð, 71,8 fm, í þribýlishúsi. Sérinng. Sér- hiti. 25 ára lán kr. 3 millj. Vrnsaéll staður, sanngjamt verð. Tilboð óskast. Ný úrvalsíbúð — skammt frá Gullinbrú Mjög stór 3ja—4ra herb. íbúð á 1. hæð 118,3 fm. íbúðarhæf, ekki fullgerð. Góð frágengin sameign. Sérþvottahús. Bílskúr. Gamla góða húsnæðislánið kr. 5,4 millj. með 4,9% vöxtum. Trlboð óskast. Sogavegur — sólrík — sérh. — bílsk. Efri haeð 6 herb. um 150 fm. Sérinng. Sérhiti. Sérþvottahús á hæð- inni. Sólsvalir, innb. bílsk., mikið útsýni. Tilboð óskast. Einb.hús við Hrauntungu - eignaskipti Vel byggt og vel með farið steinhús með 6 herb. íb. m.m. Góður bílsk. Eignaskipti möguleg. Vinsamlegeist leitið nánari upplýsinga. Þekktur athafnamaður óskar eftir stóm og góðu einb.húsi, helst í Ártúnsholti. Ennfremur fjöldi kaupenda á skrá að góðum eignum, m.a I vestur- og miðborginni. Fjöldi góðra eigna í skiptum. Opið í dag, laugardag, kl. 10—14. Opið mánudag—föstudag kl. 10—12 og ki. 14—18. XXX Viðskiptum hjá okkur fylgir ráð- gjöf og traustar upplýsingar. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlf 1944. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 552 1150 - 5521370 Orðnar þreyttar á að vinna krefjandi starf fyrir lág laun MARGRÉT Kristinsdóttir, kennari í átta ára bekk Fossvogsskóla, hefur starfað við kennslu í meira en tutt- ugu ár. Henni þykir skemmtilegt að vinna með börnum og vill helst halda því áfram en nú er svo komið að hún segir hingað og ekki lengra. Það sama gerir Aðalheiður Bragadóttir, kennari í níu ára bekk, sem hefur starfað við Fossvogsskóla í átta ár en áður hafði hún unnið sem leið- beinandi í skóla úti á landi í nokkur ár. Þær sögðu báðar upp störfum um síðustu mánaðamót ásamt fimm öðrum kennurum við skólann. Þær eru sammála um að það hafi verið sársaukafull ákvörðun að segja upp og að hún hafi verið tekin að vandlega íhuguðu máli. Þær segja mikil vonbrigði með síðustu kjara- samninga hafa gert útslagið. „Við fengum eiginlega ekkert út úr þeim nema aðeins meiri vinnu,“ segir Margrét. Þær segja að óánægjan hafi ólgað lengi og að kennarar hafi margir hveijir verið að spá í uppsögn í nokkur ár. Almenn óánægja hafi verið með kjarasamninga eftir sex vikna verkfall í hitteðfyrra. „Þannig að mér finnst betri kostur að segja upp og sjá svo hvað gerist í þessum samningum. Ég er alveg tilbúin að fara ef ég verð jafnóánægð með þá og síðast, því að mér finnst ég ekki geta sætt mig við það lengur að þurfa sjáif að borga kauphækkunina með meiri vinnu," segir Aðalheiður. „Ég hef heyrt það á mörgum kenn- urum, sem enn hafa ekki sagt upp, að þetta verði síðasti veturinn þeirra í kennslu ef ekkert róttækt gerist í komandi samningum,“ segir Mar- grét. Umsjón með bekk í einsetnum skóla á að vera fullt starf Báðar gagnrýna þær harðlega þá kjaraskerðingu sem fylgir ein- setningu skóla og segja það hart að ekki sé litið svo á að umsjón með einum bekk sé fullt starf. Aðalheiður nefnir sem dæmi að hún sé með 27 börn í bekk, sem hún kenni 20 tíma á viku, og með því móti vanti hana átta tíma upp á að fá fullt starf. „í rauninni áttum við ekki að einsetja skólana fyrr en búið væri að ganga frá því að umsjón með bekk væri fullt starf fyrir kennara í einsetnum skóla en það er enn langt í Iand með að svo sé,“ segir Aðalheiður. Aðspurðar hvort nemendur þeirra tali um uppsagnimar og hafí áhyggj- ur af því að kennararnir yfirgefi þá, segja þær báðar að aðeins sé farið að bera á því. „Auðvitað er það sárs- aukafullt. Þetta er þriðja árið sem ég kenni þessum hópi og ég veit að Morgunblaðið/Ásdís AÐALHEIÐUR Bragadóttir og Margrét Kristinsdóttir, kennarar í Fossvogsskóla. það verður erfitt að skiija við hópinn á miðjum vetri. Ég verð vör við viss- ar áhyggjur hjá þeim, þau eru t.d. farin að spyija hver eigi að kenna þeim þegar ég fari frá þeim. Þetta keir.ur losi á börnin, þar sem þau yngri bindast kennaranum sínum oft tilfínningaböndum, og það gerir manni mjög erfitt fyrir með að fara,“ segir Aðalheiður. Nemendur Mar- grétar eru nýbúnir að átta sig á því að hún hefur sagt upp. „Þau eru búin að vera eyðilögð í allan dag,“ segir hún. Erfiðast gagnvart börnunum „Þetta er langerfiðast gagnvart bömunum," segir Aðalheiður, „því að við erum ekki að hætta vegna þess að við séum orðnar svo ofboðs- lega þreyttar á þeim eða starfinu. Við erum einfaldlega orðnar þreyttar á því að vinna erfitt og krefjandi starf fyrir lág laun.“ Margrét segir við nemendur sína, þegar þeir spyija hana hvers vegna hún sé að fara, að hún geti ekki sagt þeim af hveiju, ástæðurnar séu svo margar. Það sé þó alls ekki vegna þess að þau séu svo erfíð eða ómöguleg. „Ég læt þau vita að mér þyki vænt um þau, þó að ég sé að fara frá þeim.“ Foreldrar eru einnig farnir að hafa samband og láta í ljósi áhyggjur sínar. „Fólk er að átta sig á þessu og skilur að manni er alvara," segir Aðalheiður. Uppsagnir kennara Sársaukafull ákvörðun MIKIL reiði ólgar meðal grunn- skólakennara vegna stöðunnar í kjaramálum þeirra og hefur fjöldi kennara víða um land sagt upp störfum, auk þess sem boðað hefur verið verkfall 27. október nk., hafi samningar ekki náðst. í samtölum við kennara sem sagt hafa upp kemur fram að þeir hafi haft mikla ánægju af kennara- starfínu en nú sé þolinmæði þeirra á þrotum, þeim sé misboðið og þeir geti ekki lengur unnið starf sem krefjist annarrar fyrirvinnu. Kennararnir fara þó ekki dult með að ákvörðunin um að segja upp hafi verið sársaukafull, ekki síst vegna nemendanna. Síðasti fundur í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfé- laganna var 25. september en eng- inn árangur varð af honum. Næsti fundur hefur verið boðaður 14. október nk. Álit byggingarnefndar Hafnarhússins Lækkun byggingar- kostnaðar óraunhæf BYGGINGARNEFND um Hafnar- hús og Safnahús við Tryggvagötu telur að lækkun byggingakostnaðar miðað við fyrirliggjandi tillögur að breytingum á Hafnarhúsinu sé óraunhæf og skerði öryggi í rekstri safnsins og hússins í heild. Minnkun á húsnæðinu myndi leiða til endur- skoðunar á forsenum og endur- hönnun á húsnæði safnsins. í minnisblaði borgarverkfræð- ings með erindi byggingarnefndar- innar til borgarráðs, kemur fram að samkvæmt kostnaðaráætlun frá því í september 1997 muni kostnað- ur vegna breytinga á Hafnarhúsinu vera 530 milljónir en eldri fram- reiknuð áætlun frá því apríl 1995 gerði ráð fyrir að kostnaðurinn yrði 340 milljónir. Borgai-verkfræðingur bendir á að munurinn liggi í 200 fermetra ný- byggingu í porti hússins og yfír- byggðri bryggju á milli suður- og norðurálmu safnsins á tveimur hæð- um. Ennfremur 155 fermetra stækkun á tækni- og lagnarými og 785 fermetra fullnaðarfrágangi á 1. hæð í suðurálmu, sem áður var gert ráð fyrir að yrði skilað tilbúnu undir tréverk. Miðað við fyrirliggj- andi áætlun um byggingarkostnað borgarsjóðs, án kaupverðs og bún- aðar, er kostnaðurinn 130 þús. á fm. Stækkun án kostnaðaráætlunar í greinargerð borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks kemur meðal ann- ars fram að ekkert tillit sé tekið til hugmynda starfshóps borgarráðs um nýtingu á 1. hæð hússins. Ljóst sé að málið hafí verið komið langt áleiðis án þess að tekin hafi verið formleg ákvörðun um þá stækkun á aðstöðu undir listasafn sem nú- verandi tillögur gera ráð fyrir og án þess að fyrir lægi kostnaðaráætl- un upp á tæpar 700 milljónir. „Kostnaður þessa verkefnis er of mikill og samræmist ekki þeirri forgangsröðun sem sjálfstæðis- menn telja að eigi að vera í nýtingu skatta borgarbúa,“ segir í greinar- gerðinni. „Ljóst er að uppbygging á innra starfi grunnskólanna og málefni aldraða munu kosta mikla fjármuni og forgangsröðun í listum á ekki að vera sú að byggja slíkt safn á kostnað hugmynda um tón- listarhús. Það mun óhjákvæmlega gerast þótt R-listinn muni eflaust gefa annað í skyn.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.