Morgunblaðið - 11.10.1997, Page 32

Morgunblaðið - 11.10.1997, Page 32
M0RGUNBLA3IÐ 32 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 y---------------------------- AÐSENDAR GREINAR HVERS vegna ætti guð almáttugur, skap- ari himins og jarðar NB að bíða þess í ofvæni, að vísindamenn spásseri bakdyramegin inn á teppið hjá honum? Af því að anddyrið er fullt! Þú, lesandi minn góður, sem ert þó í hvorugum hópnum, og er ekki við ^vísindin að sakast. For- mæður vorar og áar hefðu haft af því ærnar áhyggjur, að þeim slepptum, sem höfðu Voltaire fyrir páfa og vissulega var maður fyrir sinn hatt. En fyrr má nú rota en dauðrota. Maðurinn er háskadýr líkt og dæmin sanna og fátt kemur honum til bjarg- ar. Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmisleg. Hvers vegna, mér er spurn, að efna í og uppheija í sífellu hégómleg- ar furður og máttarverk skynseminn- ar, bjarsýnisgopar og sjálfræðisb- estíur, líkt og hún geti leyst allar *gátur, séð við óvæntum undrunarefn- um, stýrt málum, ríkt og drottnað og auki jafnt og þétt í réttu hlutfalli unað og hróður sem flestra, sem víð- ast, sem oftast og mest? Hver er hún þessi undraskepna, upplýsingin, sem gerir þá kröfu e.t.v. áður en langt um líður, að allar mæður sæki nám- skeið áður en þær ala sinn frum- burð, ella verði fóstrinu eytt? Allir með viti verða löngu hættir að glugga í guðsorðaþulur og þess háttar, upplýstir menn og fijálsir af sér, fínt til hafðir og sjálfs sín ráð- andi. Hver er hún þessi alltumlykjandi upplýs- ing, sjálfsupphafin og guðlaus? Gestur spaki Oddleifs- son og Njáll voru kallað- ir menn forvitri. Ætla þeir sér þá dul, sem kalla sig vísindamenn og fundu m.a. upp sumar- auka, að standa þessum páfum á sporði ef ekki feti framar? Ég bið og vona, að þeir fái engu ráðið, sem máli skiptir, og er það þeim sjálfum líka fyrir bestu. Gilda líkar sannanir um óorðna tíð og liðna? Ef við eigum enga fortíð, sem mark er á takandi, á hvetju byggjum við þá vitneskju um framtíðina? Hvað fáum við vitað um morgundaginn því margt getur óvænt borið við, um dauðastundina, upprisu Jesús Krists eða líf eftir dauðann? Sumt er mönnum hulið og á að vera það. Annað væri fullkomin ofraun venjulegu fólki. Þeir, sem guma hvað mest af góð- um vilja, hungrar og þyrstir vita- skuld líka í réttlætið, en reynast, eins og alkunna er, beggja handa járn, þegar á hólminn er komið - per ardua ad astra. Þessir þekkjast á því að hrósa sér öðrum fremur af að bera hag lítil- magna fyrir bijósti, jafnt af náttúru- Styrk málvitund er und- irstaða mennsku og menningar, segir Jón Bergsteinsson, og list- ræn tjáning og hand- mennt eykur í en leysir aldrei af hólmi. legum hvötum, sem af pólitískum ástæðum. Eru að eigin sögn, og skort- ir hvorki drýldnina fremur en sexapfl- inn, á góðri leið með að leysa hvers manns vanda, kunna allt, geta allt, skilja allt og vita jafnan af ótvíræðri sönnun á næsta leiti. Fyrir alla muni nemið og njótið, því hvað var ykkur lagt upp í hendur? Þið reynið að sams- ama ykkur hinum stærstu gæðum, ekki útþynningu eða markleysu. Dýpsta hvöt mannsins, trúarþörfín, er á okkar tímum fóst á klafa skyn- semisdóma, misgáfulegra, gerðar, sem lýsir sér oft á mjög spaugilegan hátt og diýldinn í dýrkun manna á sjáifum sér, og dásemdum á eigin getu. En sumu fá menn ekki hnikað sama hvað þeir leggja undir. Hveijir eru þeir, sem binda trúss sitt fastast við trúða og hundingja, sem uppheíja sitt auma vit á dýru spaugi, þegar fíngerðustu kenndir eiga í hlut. Betur væri að menn hættu þessu flaðri utan í tóma afglapa, málsóða og leiðindaskjóður, sem vaða uppi og gefast varla upp fyrr en þeir hafa gert sín stykki á borðröndina hjá þér, lesandi minn, góður í nafni algers hömluleysis eða persónufrelsis og framfara á því sviði. Mun þér duga umburðarlyndi skeytingarleysisins? Hver er smæð þín, maður, eilífðin, kærleikurinn og guð. Tilgangur afglapanna er að tjá sig, stytta öðrum stundir, gera sig gild- andi, láta á sér bera, vera frumlegir, vekja viðbrögð, storkandi, óhefð- bundnir og komast upp með það. Nóg er víst hvatt til hömluleysis og ýtt undir afbrigðilegar hvatir allra meina- sauða heimsins í sjálfbirginslegu trausti þess, að föl skíma rómantí- skrar ástar fái liðið áfram, í skyni eigin ljóma, yfír sora og fysnum hins óbrotgjama manns. Og samtímis er flasað um afvötnun og forvamir. Hvers vegna að taka stöðugt niður fyrir sig í krafti jafnaðar eða þeirra ráða annarra, sem í hag koma, til að bijóta niður, svo byggja megi frá grunni sællífisheim skynsemisdýrk- enda, opinskáan og blíðmálgan, þar sem allir fá notið fílfsku sinnar til fulls með aðstoð líftækninnar gerist þess þörf? Hver eru tengsl vitundar og tungu- máls, mótar tungumál vitundina fremur en vitundin tungumálið. Eru menn nógu meðvitaðir um mannauð og íslenskt hugvit? Ekki spuming, meiriháttar framtíðarsýn á faglegum grunni með áherslu einmitt á fresli undan níðþungu oki skynseminnar. Hvað ætli styrkji ungviðið betur á síðustu og verstu tímum í fremur glað- hlakkalegum en hrottafengnum heimi en rík málkennd? Það er mikill ábyrgð- arhlutur að ræna saklaust fólk tungu- máli og málkennd með ginnandi af- slætti og undirróðri í nafni loginnar mannúðar. Til þess að læra erlend tungumál vel er nauðsynlegt að kunna sitt eigið mál vel. Að vakandi málvit- und storki jafnræði þegnanna og lýð- ræðinu, veiti lífsfyllingu, sem mismuni fólki, ali á hleypidómum og hatri nær auðvitað engri átt. Þessi háski heitir nú um stundir pólitísk rétthugsun og grasserar í vísindum á borð við fé- lags- og uppeldisfræði. Er látið óátal- ið, eða fer dult m.a. fyrir þá sök, að með því að framleiða hálfmállaust fólk og sljótt í skólum, flölgar leiðitöm- um kjósendum, ærðum af fysn, handa pólitíkusum að gera út á, og í sama mæli kaupendum að alls konar stund- arfári. Þar á ofan þurfa skólarnir að stífmennta ötular kaupkröfustéttir til þess að veita þessu hálftryllta liði aðhlynningu og leiðsögn um spilavítis- sali inn á víðáttur framtíðar, fegurðar og hljóma. Styrk málvitund er undir- staða mennsku og menningar og list- ræn tjáning og handmennt eykur í en leysir aldrei af hólmi, hvað sem blautlegu óþoli eða flasgjömum yfír- lýsingum menningarvita líður. Eins og Zósíma Dostojveskis bendir svo eftirminnilega á er mönn- um jafnt og málleysingjum gefínn vísir að skynsemi og kyrrlát gleði. Fyrir alla muni truflið ekki kyrrláta gleði blessaðra málleysingjanna þó liggi falt. Hún á rætur í öðrum heimi. Maðurinn er mælikvarði allra hluta, er haft eftir Prótógórasi, og höfund- ur sannleikans, sé seilst um lengra til lokunnar. Sjaldan verður ósinn eins og uppsprettuna dreymir. Það er fleira á himni og jörðu, Hóras, en heimspekina dreymir um, og ekki allt skynsamlegt. Höfundur er verkamnður. Málkennd og fleira góss neysluþega í lýðræðisþjóðfélagi Jón Bergsteinsson Landsliðsmál í lamasessi NÚ ERU liðnir u.þ.b. 3 mánuðir síð- an Guðjón Þórðarson tók til starfa sem landsliðsþjálfari íslands í knatt- spyrnu eftir að Loga Ólafssyni hafði verið vikið frá störfum. Margir höfðu trú á því að með Guðjóni myndu blása ferskir vindar um landslið okkar og að hann myndi ná að lyfta því upp á hærra plan. Ég var ekki einn af þeim sem hafði þá trú. Reyndar var ég sannfærður um að hann myndi ekki valda því hlutverki að stjórna landsliði íslands. Búist var við því frá upphafí að - .Guðjón myndi gera breytingar og það hefur hann svo sannarlega gert. Hann hefur kastað hverri sprengj- unni á fætur annarri. Fyrir leikinn á móti Norðmönnum tók hann Arnar Grétarsson út úr liðinu en Arnar hafði einmitt verið að spila mjög vel það sem af var íslandsmóti. Þá tók hann einnig úr liðinu Arnar Gunn- laugsson, sem er löngu búinn að sýna það og sanna að enginn íslenskur leikmaður kemst í skóna hans hvað knattleikni varðar, nema þá helst tvíburabróðir hans, Bjarki, en Guðjón hefur ekki heldur séð ástæðu til þess að hafa Bjarka í liði sínu, þrátt fyrir að hann hafí verið einn besti maður liðsins í síðustu landsleikjunum undir j^stjóm Loga. Er mönnum enn í fersku minni er þeir bræður komu hingað til lands sumarið 1995 og spiluðu með liði Skagamanna síðustu sjö leiki íslandsmótsins. Þá gerði Arnar ein- mitt fímmtán mörk í þessum sjö leikj- um og fullyrði ég það hér og nú að það er afrek sem verður seint eða aldrei slegið. Ekki hefur verið hægt hingað til, segir Hafþór Birgisson, að hrópa húrra fyrir leikjum undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Þar sem þeir bræður höfðu átt við meiðsli að stríða taldi ég mér trú um að Guðjón vildi gefa þeim tíma til að komast í betra form. Síðan þá eru tæpir 4 mánuðir liðnir og eins og komið hefur fram í fjölmiðl- um er Arnar í toppformi og nú þeg- ar búinn að opna markareikning sinn í Englandi, þar sem hann spilar með úrvalsdeildarliði Bolton. Einnig hef- ur Bjarki verið að spila glimrandi vel í síðustu umferðum norsku úr- valsdeildarinnar. Það sér það hver heilvita maður að íslenska landsliðið hefur ekki efni á því að vera án þessara leikmanna. Því hlýtur sú spurning að vakna hvort Guðjón sé virkilega að skapa þarna pláss fyrir Bjarna son sinn? Mér er til efs að Guðjón geti litið framan í íslenska knattspyrnuunn- endur og haldið því fram að Bjarni sé betri knattspyrnumaður en þeir bræður, þótt ágætur sé. Það myndi einhveijum þykja nóg komið að taka þarna tvo af bestu knattspyrnumönnum landsins úr lið- inu, en ekki Guðjóni Þórðarsyni. Hann var rétt að bytja. Næsta skref var að gefa það út að Arnór Guð- jónssen væri orðinn of gamall til að leika með landsliðinu, þrátt fyrir að Arnór sé búinn að vera yfirburða- maður í sænsku deildinni og spilað mjög vel í síðustu landsleikjum. Af einstakri manngæsku og hugulsemi Guðjóns og KSI var ákveðið að Arn- ór fengi kveðjuleik sem virðingar- vott fyrir það að vera búinn að þjóna landsliðinu vel og dyggilega í hart- nær 20 ár. Og hvaða leik fær hann? Jú, viti menn hann fær að enda fer- il sinn á móti einu allra lélegasta landsliði heims; liði Lichtenstein, sem fróðir menn segja að sé álíka sterkt og meðal þriðju deildar lið hér á landi. Það sem meira er, leikdagur- inn er 11. október þegar allra veðra er von á íslandi og því tæplega fleiri en 2-3 þús. manns á vellinum til að kveðja Arnór. Hefði ekki verið nær að Arnór fengi að enda sinn farsæla feril með landsliðinu með glæsibrag eins og hann á svo fylli- lega skilið og hafa kveðjuleikinn á móti „alvöru" _ liðum eins og Norð- mönnum eða Irum? Það sem endanlega fyllti mælinn hjá mér og fékk mig til að setjast við skriftir var þó sú ákvörðun Guð- jóns að Guðni Bergsson yrði ekki í landliðshópnum gegn Lichtenstein í dag. Þarna er Guðjón, að mínu mati, að skjóta langt yfir markið og er allt þetta mál honum og KSI til mikillar skammar. Það er ekki verið að tala um einhvern fjórðudeildar spilara, heldur fyrirliða Bolton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni, fyrirliða íslenska landsliðsins til margra _ ára og leikjahæsta leik- manns íslands frá upphafi. Á þessari upptalningu er hægt að sjá það að Guðjón er búinn að gera tómar gloríur síðan hann tók við landsliðinu og það á þremur mánuðum, og eins og menn vita hefur árangurinn úr þessum fyrstu leikjum undir hans stjórn ekki verið neitt til þess að hrópa húrra fyrir. Höfundur er áhugamaður um íslenska knattspyrnu og býr í Garði á Suðurnesjum. lBcBÚIlcscsúnzx leysir vandann Reflectix er 8 mm þykk endurgeislandi einangrun í rúllum. B Alltaf tll i lage 7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann. reiddir; 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m. I háaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi, ^ tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. [ Skæri, heftibyssa og límband einu verkfærin. r BYGQINQAVÖRUVERSLUN P. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29, sírni 38640 Róttæk breyting á sorpmálum Akurnesinga HINN 11. október verða nýjar sorptunnur af- hentar í öll hús á Akra- nesi. Akurnesingar verða þá fyrst áþreifan- lega varir við þá rót- tæku breytingu sem er að verða á sorpmálum þeirra. Nú verður horfið frá því að nota plast- poka sem oft fuku um götur bæjarins öllum til armæðu. í stað þeirra verða nú notaðar plast- tunnur sem eru mjög hreinlegar. Af þeim er góð reynsla, m.a. í Reykjavík. Þar sem tunnur þessar eru stærri en plast- pokarnir, verður sú breyting á að sorphirða verður nú á 10 daga fresti { stað vikulega áður. Nú hillir loks undir að öskuhaugunum á Akra- nesi verði lokað, segir Gunnar Sigurðsson. Sáð verður fræi í svæðið og haugarnir heyra sög- unni til. Ég hvet bæjarbúa til að fara upp í Beijadalsnámu og kynna sér nýja móttökustöð fyrir sorp. Þar sem sorp verður flokkað og tekið á móti timbri, brotajárni o.fl. Einnig verður þar aðstaða til að taka á móti spilliefnum. Nú þurfum við bæjarbúar að standa saman og nýta nýju sorpflokkunarstöðina. Fyrir ofan Beijadalsnámu er búið að gera mikla gryfju fyrir jarðvegs- úrgang, steypuafganga, o.fl. Mikil- Gunnar Sigurðsson vægt er að á þetta svæði fari ekkert annað en það sem þangað má fara og mun umsjónarmaður svæðisins leiðbeina fólki í því efni. Öllum pappír, þ.m.t. dag- blöðum, á að skila í sérstaka gáma sem verða við Einarsbúð, Grundaval og Skaga- ver. Nú hillir loks undir að öskuhaugunum á Akranesi verði end- anlega lokað. Nú þeg- ar hefur um 90% þeirra verið lokað og búið er að sá fræi í það svæði og á næstu vikum munu þeir heyra sögunni til og var það orðið löngu tímabært. Fyrst um sinn verður öllu sorpi ekið til Reykjavikur í Sorpu. En vonir standa til að niðurstaða fáist fljótlega um sorpurðun i Fíflholti, en það er mikið hagsmunamál, ekki eingöngu fyrir íbúa Akraness, held- ur alla íbúa á Vesturlandi. Ég hvet alla bæjarbúa til að lesa vel bréf bæjarstjórans, Gísla Gíslasonar, sem sent var í öll hús í september, en það fjallaði um endurbætur í sorpmálum bæjarbúa. Við þurfum öll að auka um- hverfisvitund okkar. Um leið og við hugum að því að minnka sorpúr- gang erum við þegar búin að stíga stærsta skrefið. Ef við lítum til framtíðar verður sorp flokkað miklu meira en nú er. Með þeim aðgerðum sem nú standa fyrir dyrum munum við Akurnesingar verða með í bar- áttunni gegn mengun og auka hróð- ur bæjarins út á við. Verum sam- taka. Gerum góðan bæ betri. Höfundur er formaður bæjarráðs Akraness.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.