Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ HJÖRLEIFUR SVEINSSON + Hjörleifur Sveinsson fæddist í Selkoti undir Eyjafjöllum 23. janúar 1901. Hann lést á Hraun- búðum í Vest- mannaeyjum 29. september síðast- liðinn. Foreldrar Hjör- leifs voru Sveinn Jónsson, f. 7. októ- ber 1874, d. 15. jan- úar 1920, b. í Sel- koti, og kona hans Anna Valgerður Tómasdóttir, f. 11. ágúst 1871, d. 5. mai 1963. Systkini Hjörleifs; Guðrún, f. 25. ágúst 1897, d. 25. maí 1988, gift Jóni Hjörleifssyni, b. og oddvita í Skarðshlíð; Guðjón, f. 30. ágúst 1898, d. 15. maí 1968, sjómaður í Vest- mannaeyjum, kvæntur Mörtu Eyjólfsdóttur; Tómas, f. 14. ágúst 1903, d. 24. apríl 1988, sjómaður í Vestmannaeyjum, kvæntur Líneyju Guðmunds- dóttur; Gróa, f. 18. júlí 1906, d. 17. desember 1994, gift Giss- uri Gissurarsyni, b. í Selkoti, og Sigfús, f. 24. apríl 1907, d. 18. nóvember 1993, sjómaður í Vestmannaeyjum, kvæntur Guðrúnu Gissurardóttur. Hjörleifur kvæntist 16. októ- ber 1926 Þóru Arnheiði Þor- björnsdóttur, f. 18. október 1903, d. 6. júlí 1970. Foreldrar Þóru: Þorbjörn Eiríks- son, b. í Reyðar- firði, og Friðbjörg Einarsdóttir. Börn Hjörleifs og Þóru eru: 1) Sveinn, f. 1. ágúst 1927, fyrrv. skipstjóri í Vestmannaeyjum, kvæntur Aðalheiði Pétursdóttur. 2) Anna, f. 31. mars 1929, póstvarð- sljóri í Reykjavík, gift Sigmundi Lár- ussyni múrarameistara. 3) Friðrik Ágúst, f. 16. nóvember 1930, sendibílstjóri í Reykja- vík, kvæntur Onnu Jóhönnu Oddgeirsdóttur sjúkraliða. 4) Guðbjörg Marta, f. 20. júlí 1932, fiskvinnslukona í Vest- mannaeyjum, gift Agli Kristj- ánssyni húsasmið. 5) Hjörleifur Þór, f. 7. mars 1940, d. 8. mars 1940. Hjörleifur tók skipstjóra- og vélstjórapróf ungur að árum, var sjómaður í Vestmannaeyj- um og stundaði jafnframt eigin útgerð, vann í verksmiðjunni Magna í Eyjum, starfaði í smiðjunni í Fiskiðjunni í Eyjum og var netamaður hjá syni sín- um í Vestmannaeyjum. Útför Hjörleifs verður gerð frá Landakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hann vinur okkar Hjörleifur er fallinn frá, sáttur við guð og menn og saddur lífdaga á 97. aldursári. Það hafa verið okkar forréttindi að eiga Hjörleif að sem góðan vin í meira en 30 ár, en á þeim tíma lærðist okkur að meta hver annan, þannig að allir gátu vel við unað og þá ekki síst við, því það mátti öðlast hafsjó af fróðleik um sveit- ina hans Hjörleifs, sem var undir Eyjafjöllum, þar sem hann ólst upp, sem og sögur frá Vestmanna- eyjum þar sem hann bjó lengst ævinnar ásamt Þóru eiginkonu sinni og bömum. Það var ósjaldan sem við sátum saman og ræddum um menn og málefni, bæði innan fjölskyldu og utan, og var það þá alltaf áberandi hversu ljúfur og þolinmæður hann var í garð allra, nema ef rætt var um pólitík, þá gat hann fengið málið svo um munaði. Þó svo að Hjörleifur væri alltaf mjög skapstilltur, þá brá hann fyrir sig glettni og gaman- semi í góðra vina hópi og var þá ávallt hrókur alls fagnaðar. Um leið og við vitum að þú varst sáttur við að hverfa nú á fund al- mættis, kveðjum við þig með sökn- uði. Megi allt hið góða greiða götu þína handan móðunnar miklu. Jón og Kristinn. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr it sama, en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. Þessi vísuorð úr Hávamálum komu mér í hug, þegar Friðrik Ágúst Hjörleifsson kom til mín að morgni 29. september sl. og til- kynnti mér, að faðir hans hefði látist um nóttina. Það á ekki að þurfa að koma á óvart, þegar 96 ára öldungur kveður þetta líf, en samt snertir það viðkvæman streng í hjartanu, þegar i hlut á kær móðurbróðir, sem allt sitt líf hafði verið heilsuhraustur, lengst af, að því er ég best veit. Síðast þegar ég hitti Hjörleif, fyrir ári, að Hraunbúðum, þar sem hann dvaldi síðustu árin, var lítinn bilbug á honum að sjá. Þá var liann, að morgni sunnudags í þjóðhátíð, bú- inn að raka sig og snurfusa og var að binda á sig hálsbindi, þegar mig bar að garði. Eins og vant var þegar við hittumst, var brugðið á glens og ég spurði, hvort það væri bara verið að búa sig á þjóðhátíð- ina í Dalnum. Hann hló við, eins og honum var eiginlegt, en sagðist nú líklega vera orðinn of gamall til þess að sækja slík mót, þó væri aldrei að vita nema hann kíkti aðeins á staðinn. Þá var ekki að sjá, að þar færi hálftíræður öldung- ur. En elli kerling lætur ekki að sér hæða og þar kemur, að hún nær undirtökum og sigrar að lok- um í síðustu glímunni. Hjörleifur Sveinsson var ekki, frekar en flest ungmenni í byrjun þessarar aldar, fæddur með silfur- skeið í munninum. Hann varð því snemma að taka til hendinni og vinna fátæku heimili. Hann missir föður sinn nokkrum dögum fyrir 19 ára afmæli sitt og einu ári síð- ar er hann kominn í verið til Vest- mannaeyja, í þeim tilgangi að létta undir með móður sinni við rekstur heimilisins. Þar stundar hann sjó- mennsku allt til ársins 1940. Á þessum árum aflaði hann sér rétt- inda sem skipstjóri. Árið 1922 stofnar hann til útgerðar með frænda sínum Jóni Ólafssyni á Hólmi í Vestmannaeyjum, en Jón á Hólmi var mikill athafnamaður á sinni tíð, sem hafði trú á ungum duglegum mönnum og studdi þá í þeirra atvinnuuppbyggingu. Fóru þeir Selkotsbræður ekki varhluta af því og hvatti hann þá til þátt- töku í útgerð, sem og þrír þeirra gerðu. Hjörleifur og Jón keyptu saman vélbátinn Ófeig, sem þeir gerðu út til ársins 1938, er Hjör- leifur seldi Jóni sinn hlut. Er Hjörleifur lét af sjómennsku árið 1940, hóf hann störf hjá öðrum frænda sínum, Guðjóni Jónssyni frá Seljavöllum, í Vélsmiðjunni Magna, þar sem hann starfaði til ársins 1950. Þar hafa nýst honum eðlis- lægu eiginleikamir, sem hann tók í arf frá föður sínum og forfeðrum, sem allir voru völundar á tré og jám, mann fram af manni. Á árun- um 1950 til 1955 starfar Hjörleifur síðan við vélaviðhald í Fiskiðjunni MINNINGAR hf. í Vestmannaeyjum, en þá verða þáttaskil, því þá hafði Sveinn sonur hans stofnað til útgerðar vélbátsins Kristbjargar VE 70 og tók Hjörleif- ur þá að sér allt veiðarfæraviðhald, sem hann hafði á hendi allt fram að eldgosinu í Heimaey 1973, en þá flutti hann til Reykjavíkur og þar með lauk hans farsælu starfs- ævi. Hvar sem Hjörleifur starfaði, hvort sem hann var til sjós eða lands, naut hann fyllsta trausts, bæði vinnuveitenda og samstarfs- manna, fyrir trúmennsku, ósér- hlífni, iðjusemi, en síðast og ekki síst fyrir sitt ljúfa skap og glað- lyndi. Ég hygg að vandfundinn sé sá maður á jarðríki, sem séð hefur Hjörleif Sveinsson skipta skapi og reiðast. Hann átti sitt skap, en hann kunni að stilla það. Það er stór kostur. Sá góði orðstír, sem Hjörleifur Sveinsson gat sér í þessu lífi, mun aldrei deyja. Eftir að Hjörleifur missti hús sitt, Skálholt við Landagötu, undir hraun í jarðeldunum í Heimaey, flutti hann til Reykjavíkur, þar sem hann átti heimili hjá syni sínum, Friðrik Ágústi og hans góðu konu Önnu, þar sem hann naut góðrar umönnunar í 19 ár, eða allt þar til hann fluttist aftur til Eyja og bjó j Hraunbúðum þar til yfir lauk. Ég vil að leiðarlokum þakka Hjörleifi fyrir allt það góða, sem ég naut frá hans hendi á þeim árum, sem ég átti heima í Eyjum og síðar á lífsleiðinni. Ég minnist allra heimsóknanna í Skálholt, hvort sem það var til þess að sækja mjólkina á morgnana, en með vinnu sinni rak Hjörleifur smábú- skap, var með eina eða tvær kýr og nokkrar kindur, eða um var að ræða kurteisisheimsóknir. Alltaf tóku þau Þóra á móti mér með hlýju og velvild. Ég minnist sumar- daganna, þegar verið var í heyskap og ég fyrirferðarmikill strákpey- inn, fékk að velta mér í görðunum, sem búið var að raka saman, án þess að amast væri við, þó ef til vill hefði verið ástæða til. Þá minn- ist ég allra ferðanna í Elliðaey, þegar farið var með féð í sumar- hagann, en þeir Hjörleifur og Guð- jón, bróðir hans og fósturfaðir minn, voru báðir með kindur sínar í hagagöngu þar. Allt eru þetta ógleymanlegar minningar, sem ég vil nú þakka fyrir. Fjölskyldu Hjörleifs allri sendum við Ólöf og fjölskylda okkar hjartanlegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Hjörleifs Sveinssonar. Hilmar E. Guðjónsson. Elsku langafi. Nú hefur þú loksins hlotið lang- þráða hvíld. Við vitum það mæta vel að þú varst orðinn lúinn og þreyttur eftir langa ævi, þú hafðir lifað lífinu til fulls og ert nú kom- inn í faðm Þóru ömmu, systkina þinna og foreldra á himnum. Þú varst alveg gull af manni, svo góð- ur og blíður í garð allra, sama hvað var, alltaf mætti manni bros og hlýja. Ég mun ávallt minnast þeirra stunda sem við áttum með þér í Keilufellinu, þar sem þú bjóst eftir gos. Þú tókst á móti okkur opnum örmum, gafst okkur nammi uns við vorum við það að springa og kenndir okku- vísur. Mér þótti það ótrúlegt að einn maður kynni svona mikið af kvæðum. Ég minn- ist einnig þeirra stunda sem við áttum með þér í sumarbústað ömmu og afa, þar var nú mikið fjör og gaman, spilaður kani og félagsvist við léttan húmor og hlát- rasköll. Mér þykir það mjög skrítið að þú sért. ekki lengur hér og sökn- um við þín öll, þó svo að við vitum að þú sért í mjög góðum höndum. Ég er afar stoltur af því að vera skírð í höfuðið á svo merkum og góðum manni sem þú varst og vil ég þakka þér fyrir allar þær yndis- legu stundir sem við fengum að njóta með þér. Guð blessi þig og varðveiti þig, elsku afi minn. Þín, Hjördís Anna. LÁUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 33 ELÍN ÞÓRÓLFS- DÓTTIR + Elín Þórólfs- dóttir frá Hraunkoti fæddist á Sílalæk, Aðaldal, 14. október 1921. Hún lést á Sjúkra- húsi Þingeyinga á Húsavík 1. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þórólfur Jónasson, f. 20. apríl 1892, d. 15. janúar 1969, og Ingibjörg Jakobína Andrésdóttir, f. 28. nóvember 1896, d. 29. september 1950. Hún var önnur í röðinni af sex systkinum. Sonur Eiínar er Ingólfur Árnason, f. 22. mars 1943. Fað- ir Árni Vigfússon frá Þorvalds- stöðum, Húsavík, f. 3. desember 1921, d. 23. júlí 1995, maki Þóra Jónsdóttir, f. 25. apríl 1948. Börn þeirra: Þráinn Maríus, f. 17. september 1968, Þórólfur Jón, f. 27. september 1972, Berglind Ósk, f. 19. desember 1976. Hinn 21. júlí 1962 giftist Elín Berg- vini Karli Ingólfs- syni, f. 27. júlí 1912, frá Húsabakka. Dóttir þeirra er Ingibjörg María Karlsdóttir, f. 25. september 1962, maki Friðbjörn Óskarsson, f. 20. júní 1961. Börn þeirra: Erla Torfadóttir, f. 9. janúar 1980, Hafsteinn, f. 25. nóvember 1984, Björgvin, f. 6. febrúar 1988. Útför Elínar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. „Húmar að kveldi hljóðnar dags- ins ys.“ Þegar mér barst sú frétt að kveldi 1. okt. sl. að hún: ,.EIla hans pabba“, eins og við hálfsystur nefndum hana ætíð okkar á milli, væri farin og ekki lengur hér á jörð hljóðnaði og húmaði í huga mér og hjarta nokkra stund. Ég kynntist Ellu fyrir u.þ.b. 36 árum, þegar hún Ella frá Hraunkoti og hann Kalli frá Húsabakka, setn er fósturfaðir minn og hefur gengið mér í föðurstað og ég ætíð nefnt „pabba“ rugluðu saman reytunum og hófu búskap á Húsavík. Þau komu með unglingana sína með sér í búskapinn, Ella hann Ingólf og pabbi hana Oddu. Fljótlega eignuð- ust þau svo sína iitlu Ingibjörgu Maríu svo heimilið var stórt í byrj- un og ég var sannarlega talin ein af fjölskyldunni og Ella tók ætíð sveitakonunni mér með opnum örmum hvort sem ég kom ein eða með bónda og börn meðferðis. En við vorum ekki einu gestirnir þar á bæ. Þar var harla gestkvæmt, frændgarðurinn stór og vinirnir úr sveitinni margir og man ég oft stundir í hópi margra og góðra gesta við matar- og kaffiborð Ellu. Það er ekki kúnst að setja nóg af diskum og bollum á borð en það er meiri kúnst að hafa mat til að setja á þá alla og metta fjölda manns. Oft datt mér í hug að hún hlyti að eiga einhverja hókus-pókus aðferð í pokahorninu til að bregða fyrir sig, þegar margir komu óvið- búið. Ella var einstök húsmóðir, hag- sýn með afbrigðum, svo lagin og velvirk, gat gert svo mikið úr litlu, hvort það var matargerð, pijóna- eða saumaskapur, að stundum stóð maður dolfallinn og hugsaði „hvernig er þetta hægt?“. Það var sama hvert augað leit, alls staðar blasti við röð og regla, natni lögð í allt og engin fljótaskrift á neinu, nógur tími fyrir allt, ekki bara til að vinna verkin, heldur líka til að sinna gestum, spjalla af glettni og léttleika og hjartahlýju. Þau pabbi reistu sér fljótlega stórt og fallegt hús við Fossvelli á Húsavík, þar sem þau bjuggu lengst af. Ella lét ekki sitt eftir liggja við að koma upp heimili þar og gera það þannig að öllum, heimafólki og gestum, leið þar ætíð vel og fundu sig vel- komna hvort sem um stuttan eða langan tíma var að ræða. Sjálfsagt var að rétta hönd og skjóta skjóls- húsi yfír gest ef með þurfti, viku- tíma eða meir. Mig langaði stund- um að spyija Ellu hvort hún væri á sérsamningi um að hennar sólar- hringur væri lengri en annarra, slíku kom hún í verk, fannst mér, að með ólíkindum var. Þó var hún alls ekki heilsuhraust, en um það talaði hún aldrei, í mesta lagi að hún væri með gigtarsting, ef mað- ur spurði. Við eigum líklega flest þá ósk okkur sjálfum og öðrum til handa að lifa vel og lengi og trú- lega er lífið aldrei of langt ef heilsa er fyrir hendi. En við hljótum líka að óska þeim sem þjást friðar, að þrautum linni og verði aflétt. Fyrir mörgum árum kenndi Ella þess sjúkdóms er nú sigraði að lokum. Hún barðist þá og bar hærri hlut og hún barðist nú „en eigi má sköp- um renna“. Megi guðs kærleikur umvefja hana. Hún lifði vel, sönn og sterk alla ævi og þannig trúi ég að hún hafi lagt upp í ferðina til fyrirheitna landsins - lands ljóss og friðar. Að leiðarlokum þakka ég fyrir allt, sem hún gaf mér og mínum, sérstaklega þó hve góð hún var pabba ætíð._ Hann lifir hana nú, háaldraður. Ég bið guð að gefa þeim pabba, Ingibjörgu og Ingólfí og fjölskyldum þeirra styrk og kærleik á erfiðum tíma. Guð geymi ykkur nú og ætíð. Ragnhild Hansen. Feijan hefur festar losað farþegi er einn um borð mér er ljúft - af mætti veikum mæla nokkur kveðjuorð. Þakkir fýrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibrag, þakkir fyrir þúsund hlátra, þakkir fyrir liðinn dag - (J. Har.) Okkur langar að kveðja þig, elsku amma, með örfáum orðum, þótt við vitum að þú munt alltaf vera með okkur. Margt rifjast upp þegar við leiðum hugann að liðnum árum. Við minnumst allra góðu stundanna sem við frændsystkinin áttum með þér, eins og þegar okkur líkaði ekki maturinn heima laumuðumst við stundum í mat til ykkar við mis- jafna ánægju foreldra okkar. Oft sagðir þú okkur sögur og ævintýri frá gömlum tímum, t.d. eins og þegar þú og systkini þín voruð að alast upp í Hraunkoti. Þrátt fyrir öll þín veikindi vantaði aldrei kímni- gáfuna og aldrei kvartaðir þú þó að við vissum að þér liði illa. Við, barnabörnin, kveðjum þig með miklum söknuði en við vitum að þér líður vel núna. Á stundu sem þessari minnumst við orða Kahlils Gibrans: ,Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Elsku amma, við viljum þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Guð blessi minningu þína. Því skal ei með hryggð í huga horfa eftir sigldri skeið. Allra bíður efsti dagur, enginn kýs sér far né leið. Trú á þann, sem tendrar lífið, tryggir sátt og frið [ deyð. (J.Har.) Þráinn, Jón, Berglind, Erla, Hafsteinn og Björgvin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.