Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vegagerðin og Umferðarráð gefa lögreglu myndavélar Nýjar leiðir við eftirlit til að ná niður ökuhraða EMBÆTTI ríkislögregtustjóra var í gær afhent fyrri löggæslumyndavél- in af tveimur sem Vegagerðin og Umferðarráð hafa tekið höndum saman um að kaupa. Mat nefndar, sem vann að gerð umferðaröryggis- áætlunar til ársins 2001, var að ökuhraði ylli einna mestri hættu í umferðinni og að þörf væri á að fara nýjar leiðir. Liður í því er að taka í notkun myndavélar sem þess- ar. Síðari vélin verður afhent um næstu áramót. Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri afhenti Boga Nilssyni ríkislög- reglustjóra fyrri myndavélina í gær og með honum bíl sem einnig er lagður til og notaður verður við eftir- litið. Þórhallur Ólafsson, formaður Umferðarráðs, segir markmiðið með þessum aðgerðum að draga úr öku- hraða og ná þannig að fækka alvar- legum umferðarslysum verulega. Slíkar myndavélar hafa verið notað- ar í Ástralíu og er talið að á fimm árum hafi tekist á ná niður öku- hraða þannig að um 1.200 færri hafi látið lífíð í umferðarslysum og koma í veg fyrir að allt að 9.800 manns hafí slasast alvarlega. Sagði Þórhallur að næðist sami árangur hér mætti búast við að banaslysum í umferðinni hér myndi fækka um 5 og að 60 færri myndu slasast alvar- lega. Mælir í báðar áttir Myndavélin er afkastamikil, getur tekið 500 til 1.000 myndir á dag og við prófun á Selfossi nýlega voru teknar 108 myndir á klukkustund. Hægt er að stilla vélina á ýmsa vegu. Hún getur mælt hraða bíia og mynd- að þá á tveggja akreina götum, í aðra áttina eða báðar í senn. Hún getur hvort sem er myndað úr bíl á ferð, og er þá tengd hraðamæli bíls- ins til að reikna út áhrif hraðans, eða kyrrstæð. Vélin tekur myndir á venjulega filmu og skráir auk hrað- ans, tíma og dagsetningu og síðan Morgunblaðið/Halldór FORMAÐUR Umferðarráðs, Þórhallur Ólafsson, útskýrir hér samstarf ráðsins og Vegagerðarinnar um myndavélina sem stendur á borðinu fyrir framan hann. MYNDAVÉLIN nýja getur tekið myndir við verstu skilyrði, rigningu og myrkur. má stilla inn númer lögregluþjóns. stað og við hvaða hraða skal byija að mæla. Fram kom á fundi þar sem fyrri vélin var afhent að frá því myndavél- um var komið upp á gatnamótum í Reykjavík í febrúar hafí 600 öku- menn verið sektaðir fyrir að aka móti rauðu ljósi. Lögreglan ráðgerir að hefja ökuhraðamælingar á næst- unni með nýju vélinni en Vegagerðin og sveitarfélög munu gera áætlun um hvar mæla skuli út frá slysatíðni og sjá um nauðsynlegan búnað. Sé bíll mældur og myndaður á ólöglegum hraða er eiganda hans send sektartilkynning sem þó er stíl- uð á notanda bílsins. Þótt eigandi sé ekki ökumaður ber honum að benda á þann sem ók og getur lögum samkvæmt ekki skotið sér undan ábyrgð. Guðný Guðbjörnsdóttir um veiðileyfagjald Kemur til greina að leigja útlendingum auðlindina GUÐNY Guðbjörnsdóttir, þingmað- ur Kvennalistans, tekur undir hug- myndina um veiðileyfagjaldið sem lágmarks aðferð til að gera núver- andi kerfí réttlátara, jafnvel þótt breytingin þýddi það að útlendingar gætu leigt hluta auðlindarinnar frá ári til árs. „Það skiptir meginmáli að arður- inn renni til þjóðarinnar sem á auð- lindina og gæti jafnvel verið skárra að leigja einum og einum útlendingi einhvern hluta auðlindarinnar heldur en að láta fáa sægreifa fá hana fría á silfurfati," segir hún í samtali við Morgunblaðið. Guðný segir að íslendingar hafi alla tíð litið á það sem sjálfstæðis- mál að hafa vald yfir fiskimiðum sínum og segist hún að sjálfsögðu fallast á það. „En ef það væri ákveð- ið að leigja út afla frá ári til árs, kæmi það allt eins til greina að leigja þá útlendingum ef afrakstur auðlind- arinnar skilaði sér þannig betur til þjóðarinnar," segir hún og bætir því við að það væri auðvitað hægt að leigja út afla með skilyrðum, til dæmis þeim að aflanum yrði að landa hér á Iandi. Þá leggur Guðný áherslu á að hættan við núverandi kvótakerfí sem og veiðileyfagjald sé sú að ákveðin byggðarlög geti misst viðurværi sitt. Þessu mætti hins vegar breyta, til dæmis með því að takmarka framsal eða koma á byggðakvóta. Væru þær leiðir á hinn bóginn ekki farnar væri hægt að nýta arðinn af veiði- leyfagaldinu til þess að byggja upp atvinnustarfsemi á þeim svæðum sem misstu kvótann. Kosningaskrifstofa mín er ad Skólavördustíg 6 Velkomin í morgunkaffi í dag, laugardag kl. 11.00. Skrifstofan er opin virka daga kl. 16-21 og um helgar kl. 14-18. Símar 562 5715 og 562 5725. Almennt ástand mála í Rússlandi Rán og sala auö- línda landsins er versti glæpurinn Valerij P. Berkov ALERIJ P. Berkov norrænufræðingur og orðabókahöf- undur var staddur hér á landi nú í vikunni ásamt eiginkonu sinni, en þetta er þriðja heimsókn hans til íslands. Fyrst kom hann hingað árið 1966 og síðan árið 1990. Berkov flutti fjóra fyrirlestra hér á landi að þessu sinni. Hann hélt fyrirlestur á íslensku í ís- lenska málfræðifélaginu og fjallaði hann þar um glí- muna við gerð orðabóka í nútímaveröld. Þá hélt hann fyrirlestur fyrir starfsfólk rússneska sendiráðsins um íslendinga og sögu íslands og var sá fyrirlestur skiljan- lega fluttur á rússnesku, og hjá MÍR spjallaði Berkov um ástundun norrænna fræða í Rússlandi og var sá fyrirlestur fluttur á íslensku. Loks hélt Berkov opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Islands, og fjallaði hann um það hvert stefnir í Rússlandi. „Nú er það svo að ég er mál- vísindamaður en hvorki félags- fræðingur né hagfræðingur. Eg segi því einungis frá því sem við almennir borgarar í Rússlandi sjáum og hugsum. Því miður hefur ekki orðið mikil breyting á atvinnulífinu í Rússlandi og með því að skoða hagtölur sést að framgangur er því miður eng- inn. Afbrot og spilling viðgang- ast, en spillingin er eins og krabbamein þannig að því seinna sem tekist er á við hana þeim mun erfíðara er að kveða hana niður. Þetta er því ekkert til að hrópa húrra fyrir nú sem stend- ur.“ - Hvað telur þú vera helst að á þessu sviði í Rússlandi? „Það versta er að ekki er grip- ið til neinna róttækra aðgerða til að snúa þessari þróun við. Við vitum ekkert hvert stefnir eða hvaða áætlanir stjórnvöld hafa á pijónunum. Þetta þróast þannig að þeir ríku verða ennþá ríkari og þeir fátækari sífellt fátækari. Munurinn á þeim auð- ugu og þeim fátæku er geysilega mikill og miklu meiri en áður. Þess vegna hugsa svo margir í Rússlandi aftur í tímann og minnast þess hvað þeir þó höfðu þá úr að moða. Þeir bera það svo saman við daginn í dag þeg- ar þeir hafa lítið sem ekkert. Þetta getur verið mjög hættu- legt.“ - Hverju spáir þú þá um framtíð Rússlands? „Fjórir helstu þættirnir í rússnesku samfélagi eru þjóðin, völdin, stjórnmálaflokkarnir og herinn. Þjóðin er þol- inmóð en sinnulaus nú á tímum og því eru ekki líkur á byltingu. Hægt er að hafa mörg mjög ljót orð um stjórnina og forsetann, en kosn- ing þeirra hefur farið fram á grundvelli stjórnarskrárinnar og því er þetta allt Iögum sam- kvæmt. Hvað herinn varðar tel ég að hann komi ekki til með að láta kræla á sér á næstu árum. Ég held því að ástandið breytist lítið á næstunni, en því seinna sem gripið verður til rót- tækra aðgerða í því skyni að gjörbreyta þróuninni þeim mun ►Valery P. Berkov, prófessor í málvísindum við háskólann i St. Pétursborg og háskólann i Ósló, er fæddur 11. ágúst árið 1929 í Leningrad (St. Pétursborg) þar sem faðir hans var prófessor í rússnesk- um bókmenntum. í heims- styijöldinni síðari var fjöl- skyldan flutt til Kirgisia og þar vaknaði áhugi Berkovs á norsku og norskum bók- menntum. Að stríðinu loknu hóf hann nám í norsku og öðrum norrænum málum og í árslok 1951 lauk hann há- skólaprófi og doktorsgráðu hlaut hann 1955. Árið 1973 var Berkov skipaður prófess- or við háskólann í Leningrad og hefur hann gegnt þeirri stöðu siðan og frá 1978 hefur hann veitt forstöðu Norrænu málvisindastofnuninni þar í borg. Berkov samdi ásamt Árna Böðvarssyni íslensk- rússneska orðabók sem gefin var út 1962, og hann var rit- stjóri Rússnesk-íslenskrar orðabókar sem Helgi Haralds- son samdi og gefin var út hjá Nesútgáfunnii ársbyijun 1997. Um þessar mundir vinn- ur hann m.a. að nýrri gerð norsk-rússneskrar orðabókar, auk þess sem hann kennir við háskólana í St. Pétursborg og Ósló. Eiginkona Valerijs Berkovs er Svetlana Berkov. erfíðara verður það. í dag er einungis um að ræða skamm- tímalausnir og það skortir alla stefnumörkun í stjóm landsins þar sem gerðar eru markvissar framtíðaráætlanir. “ - Þú talar um að afbrot og spilling viðgangist í Rússlandi. Hvað telur þú vera hið versta á því sviði? „Stærstu afbrotin eru hvorki ránin né morðin heldur tel ég versta glæpinn vera þann að óprúttnir menn ræna Rússland auðlindum sínum og selja þær. Þessir menn sitja á kontórum og selja auð- lindirnar fyrir stórfé sem þeir síðan safna á erlenda banka- reikninga. Þetta em verstu glæpimir, og þetta er aðeins hægt að gera þegar spilltir emb- ættismenn leggja þessum mönn- um lið við iðju sína. Þetta er gmndvöllur spillingarinnar, og eins og með krabbameinið er þeim mun erfiðara að uppræta þetta eftir því sem tíminn líður.“ Framgangur er því miður enginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.