Morgunblaðið - 11.10.1997, Page 37

Morgunblaðið - 11.10.1997, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 37 MINNINGAR HA UKUR HREGGVIÐSSON +Haukur Hregg- viðsson fæddist á Vopnafirði 9. maí 1948. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur í Fossvogi fimmtudaginn 2. október síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Hreggvið- ur Ágústsson, f. 16.5. 1916, d. 31.1. 1951, og Guðrún B. Emilsdóttir, f. 23.10. 1928, sljúp- faðir hans er Sig- urjón Friðriksson, f. 29.8. 1928, bóndi í Ytri-Hlíð, en þau Guðrún gengu í hjóna- band 2.3. 1952 og ólst Haukur upp þjá þeim. Eftirlifandi systkini Hauks eru börn Guðrúnar og Sigur- jóns: Friðrik, Emil, Hörður, Þórný og Erla. Einnig synir Hreggviðs: Ágúst, Hólmgeir og Þorsteinn. Haukur var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Stefania Þorgrímsdóttir, skilin 1990. Þeirra börn eru: Ása, gift Hall- dóri A. Guðmundssyni, Sigur- jón Starri, sambýliskona hans Elísabet Lind Ricther, Guðrún og Hreggviður Vopni. Barna- barn Hauks, óskírð Hreggviðs- dóttir, f. 15.5. 1997. Eftirlifandi eiginkona Hauks er Cathy Ann Joseph- son, þau gengu í hjónaband 12.8. 1995 og bjuggu í Ytri- Hlíð. Haukur lauk námi í vélviriy- un frá Iðnskóla Suðurnesja árið 1975 og starfaði við þá iðn. Útför Hauks fer fram frá Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður á Hofi. að dauðinn er ekki slæmur, að hann er hluti af lífinu. Ég hef upplifað hringrás lífs- ins sem hefst er við fæðumst í þennan heim. Það finnst okkur eðlilegt. Nú skil ég að dauðinn er hinn hlutinn og að hann er líka eðli- legur. Hins vegar er sárt að þú sért farinn. Ýms- ar minningar leita á hugann og sú sem er mér kærust er minn- ingin um litlu stelpuna sem læddist á dimmum nóttum upp í til pabba og sofnaði í hlýjunni og örygginu sem faðmur hans veitti. Þetta gafst þú mér. Að lokum kveð ég þig með þess- um orðum: í dag skein sólin inn um gluggann, sendi hlýjan geisla, birtu, á andlit þitt og ég sá það í nýju ljósi, sólarljósi. Þín dóttir, Ása. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Nú er hann dáinn. Haukur föðurbróðir okkar lést á Sjúkrahú'si Reykjavíkur 2. október síðastliðinn. Hann kvaddi á hljóðlát- an hátt, en minningin um Hauk frænda verður alltaf efst í huga okkar. Hann Haukur frændi var ótrúlega stórbrotinn og mikill per- sónuleiki. Hann var sífellt hlæjandi og átti auðvelt með að sjá spaugi- legu hliðarnar á málunum. Þegar öll fjölskyldan kom saman var Haukur alltaf hrókur alls fagnaðar og ljóst er að það verður aldrei hægt að fylla upp það tómarúm sem myndaðist við fráfall hans. Haukur frændi var aldrei langt undan þegar eitthvað bjátaði á eða þegar okkur vantaði ráðleggingar. Vegna þess hversu yndislegur og ógleymanleg- ur elsku frændi okkar var, og þó að hann sé horfinn af þeirri jörð sem við göngum á í dag mun hann aldrei hverfa úr hjarta okkar. Þótt ég sé látinn harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur þó látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. (Höf. ókunnupr.) Við biðjum góðan guð að vísa frænda leiðina til ástvina sinna hin- um megin. Elsku Cathy, amma, afi, Ása, Siggi, Gunna og Hreggi, megi góð- ur guð styrkja ykkur í baráttunni við sorgina. Blessuð sé minning Hauks frænda. Guðrún Dís, Sigursteinn, Steingrímur Páll og Sig- urjón Hreiðar. Pabbi minn. í dag mun ég fylgja þér áleiðis í þína hinstu ferð og langar því að skrifa þér þessar línur. Nú er að baki erfiður tími veik- inda þinna og þjáninga og eftir sitj- um við og veltum fyrir okkur til- gangi lífsins. Af hveiju þú fékkst ekki lengri tíma hér í þessu lífi? Eða er ef til vill ekkert fengið með því? Ber lífið kannski tilganginn í sjálfu sér, án tillits til tíma eða árafjölda. Ég hef, pabbi minn, allaf frá því að ég var lítil verið svo hrædd við dauðann; að hann væri svo hræði- legur og ekkert verra gæti gerst en að einhver mér kær eða þá að ég sjálf dæi. Nú hefur þú sýnt mér og kennt Skilafrest- ur minn- ingar- greina Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dög- um fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. E U ROC AR D/M AESTRO korthafar! Vegna breytinga í tölvukerfi má búast við truflunum við notkun debet- og kreditkorta milli klukkan 8.00 og 12.00, sunnudaginn 12. október. Sjálfsafgreiðslutæki svo sem hraðbankar og bensínsjálfsalar verða lokuð meðan á þessari breytingu stendur. Við vonum að viðskiptavinir okkar sýni skilning og þolinmæði. EUROPAY í s l a n d KREDITKORT HF. ÁRMÚLI 28-30 • 108 REYKJAVÍK Sími: 550 1500 • Fax: 550 1515

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.