Morgunblaðið - 11.10.1997, Page 19

Morgunblaðið - 11.10.1997, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 19 ERLENT Svíþjóð og stefnan gagnvart Efnahags- og myntbandalagi Evrópu: Kúvending á kúvendingu ofan Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. LÍKT OG búist var við mælti sænska stjórnin með því í þinginu í gær að Svíar gerðust ekki aðilar að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, að svo stöddu. Hins vegar vakti það athygli að Erik Ásbrink fjármálaráðherra lagðist gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Svía að EMU, en hingað til hefur flokkur hans, Jafnaðar- mannaflokkurinn, haldið því á lofti að almenningur ætti að fá að taka afstöðu til aðildar. Þessi kúvending kemur aðeins tveimur dögum eftir að Carl Bildt, formaður Hægri- flokksins og fyrrum forsætisráð- herra, kúventi í sama máli og lagði til þjóðaratkvæðagreiðslu, eftir að hafa verið henni andvígur. Meðan Göran Persson forsætis- ráðherra var fjármálaráðherra þótti ljóst af orðum hans að hann væri hallur undir aðild Svía að EMU, en eftir að hann tók við sem forsætis- ráðherra af Ingvar Carlsson 1995 gerðist hann æ fámæltari um aðild. Þó Svíar hefðu greitt atkvæði um aðild að ESB á grundvelli Maastric- ht-sáttmálans, þar sem EMU-aðild er innifalin, tók hann fljótlega að nefna að almenningur þyrfti að fá að segja álit sitt sérstaklega á svo mikilvægri ákvörðun. Carl Bildt hefur alla tíð verið EMU-sérfræðingar Italía verður stofnaðili London. Reuters. HAFI einhver velkzt í vafa um að Efnahags- og myntbandalag Evr- ópu, EMU, yrði hleypt af stokkunum með breiðum hópi aðildarríkja um borð ætti sá hinn sami að hafa lært af atburðum vikunnar í Róm og Frankfurt að litlar forsendur væru fyrir slíkum vafa. Þetta er mat hag- fræðinga og stjórnmálaskýrenda sem Reuíers-fréttastofan fékk til að lýsa áliti sínu á því hvaða áhrif fall ítölsku stjórnarinnar og vaxta- hækkun þýzka seðlabankans hefði á EMU-áformin. Vorið 1998 verður ákveðið hvaða ríki verða meðal stofnaðila að myntbandalaginu þeg- ar það gengur í gildi 1. janúarl999. Hin afslöppuðu viðbrögð fjár- málamarkaða við afsögn ríkisstjórn- ar Romanos Prodis sýna að kaup- hallarhéðnar eru enn sannfærðir um að ftalía verði meðal stofnaðildar- landa myntbandalagsins. Og sam- hæfð hækkun skammtímavaxta sem þýzki seðlabankinn Bundesbank var í forystu fyrir er vísbending um að sameiginleg stefna ESB-landa í pen- ingamálum sé nú þegar komin í framkvæmd. „Það er tiltölulega augljóst að víðtækt myntbandalag með 10 eða 11 aðildarríkjum er líklegasta út- koman, og þýzki seðlabankinn er að haga stefnunni í peningamálum í samræmi við það,“ sagði Werner Becker, hagfræðingur hjá Deutsche Bank í Frankfurt. „Viðbrögðin við ítölsku stjórn- málakreppunni eru tvenns konar. í fyrsta lagi sýnir sig að almennt rík- ir vissa um að evróið komi og í öðru lagi trúir fólk enn á Ítalíu," sagði Dominique Moisi, sérfræðing- ur við frönsku Alþjóðamálastofnun- ina. Yves Thibault de Silguy, sem fer með peningamál í framkvæmda- stjórn ESB, sagði í gær að ekki væri unnt að ganga út frá EMU- aðild Ítalíu sem vísri. Stjórnvöld í Róm yrðu að leggja sig meira fram til að búa efnahag Ítalíu undir þátt- töku í EMU. En sérfræðingar sögðu að stöðugleiki lírunnar og hinn litli munur sem nú sé á skammtímavöxt- um i Þýzkalandi og á Ítalíu sýni að peningamarkaðirnir veðji á að Ítalía verði með í EMU frá upphafi. Jafnaðarmenn hafna þjóðaratkvæðagreiðslu þeirrar skoðunar að EMU-aðild væri Svíum nauðsyn til að aðlaga landið breyttum tímum og styrkja efnahag landsins og hefur lagt áherslu á að Svíar hafi þegar sam- þykkt sig inn í EMU. Því kom ræki- lega á óvart í flokksformannaum- ræðum við setningu sænska þings- ins í vikunni, þegar hann lýsti sig fúsan til að Svíar fengju að segja hug sinn 1999 um aðildina sérstak- lega, en kvað ekki skýrlega að orði um hvort það ætti að gerast í þjóð- aratkvæðagreiðslu eða í kosningum til Evrópuþingsins. Bildt hefur skýrt afstöðu sína nú með því að hann sé í sjálfu sér sama sinnis og fyrr, en þar sem aðild sé dautt mál meðan jafnaðarmenn geri allt sem þeir geti til að drepa því á dreif, miðist þessi tillaga að því að koma málinu á dagskrá aftur. í hans huga sé 1999 í raun of seint, en sjáanlegt sé að fýrr verði því ekki viðkomið. EVROPA^ Jafnaðarmenn: Þjóðaratkvæði um EMU hentar ekki Persson tók hugmynd Bildts í fyrstu ekki fjarri og sagði það gleðja sig að Bildt vildi nú hlusta á rödd almennings. Gleðin var þó skamm- vinn. Hann dró í land og sagði of snemmt að greiða atkvæði 1999. Ákvörðun þá yrði afgerandi og höfnun myndi hindra Svía í að ger- ast aðili um langa hríð. Hik hans er almennt skilið sem svo að þar sem flokkur hans er rækilega klof- inn í málinu og hann sjálfur hik- andi treysti hann sér ekki í þau átök, sem atkvæðagreiðslu muni fýlgja. En í gær kom Ásbrink svo með nýja skilgreiningu er hann sagði þjóðaratkvæðagreiðslu aðeins henta við sérstakar aðstæður, þegar öðru verði ekki komið við. Þær að- stæður séu ekki fyrir hendi í EMU- málinu. Almenningur geti komið skoðun sinni til skila í þingkosning- um, sem ekki verða seinna en að tæpu ári. Of snemmt sé að gera upp hug sinn 1999 og betra að sjá hvernig EMU reiði af. Lars Tobis- son, talsmaður Hægriflokksins í efnahagsmálum undirstrikaði, í gær, að jafnvel þótt Hægriflokkur- inn kæmist í stjórn myndi hann ekki geta leitt Svía inn í EMU ef jafnaðarmenn væru á móti, því í þessu máli dygði ekki tæpur meiri- hluti. Þar með hefur staðan snúist við: Nú er það Hægriflokkurinn sem sækir á um þjóðaratkvæði og jafnaðarmenn eru með úrtölur. Persson hefur enn treyst orðstír sinn sem lítt afdráttarlaus í skoðun- um og Bildt vakið upp umræðu um EMU, sem annars var döguð uppi, eftir að jafnaðarmenn höfðu hvað eftir annað sagt að ekkert lægi á. Hingað til hafa jafnaðarmenn ekki talið EMU á dagskrá, svo aðild þyrfti ekki að vera kosningamál næsta ár og Hægriflokkurinn kysi sennilega frekar að heyja kosninga- slaginn um innanlandsmálefni og taka svo EMU-slaginn síðar. Það myndi líka auðvelda þeim að ná aftur samvinnu við Miðflokkinn, sem hefur stutt minnihlutastjóm jafnaðarmanna hingað til og er á móti EMU-aðild. Flokkarnir tveir og hinir borgaraflokkamir gætu þá náð saman um innanlandsmálin og látið svo EMU-aðild ráðast í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Hvort kapall Bildts gengur upp og honum tekst með þessu að þvinga forystu jafnað- armanna til að taka afstöðu til EMU-aðildar á eftir að koma í ljós, en takist það er enn sú þrautin þyngri að fá almenning með, því Svíar eru sú þjóð í ESB sem er minnst gefin fyrir ESB og þá um leið fyrir EMU. ‘Miámcmal -fiei lenniir fimmtudags til swmudag& íslenskir garðyrkjubændur kynna pottaplöntuframleiðslu sína f Blómavali við Sigtún þessa daga. Mikill fjöldi tegunda - margs konar tilboð. Um helgina gefst fólki kostur á að hitta framleiðenduma og fá hjá þeim góð ráð. Meðal tegunda á tilboði: Líka á Akureyri verð: Framleiðandi: Tegund: Flöskulilja kr. 240,- Sánkti pálía kr. 350,- Madagaskarpálmi kr. 380,- Stofuaskur kr. 380,- Bergpálmi kr. 399,- Burkni kr. 399,- Jukka (30sm) kr. 490,- Króton kr. 490,- Burkni kr. 540,- Havaírós kr. 590,- (Birgir í Bröttuhlíð) (Sigurður Þráinsson) (Þomaldur í Grein) (Rafn á Laugalandi) (Gunnar íÁrtanga) (Gunnar íÁrtanga) (Birgir íBröttuhlíð) (Gústafá Sóleyjarst.) í Grein) ÍSLENSK GARÐYRKJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.