Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 231. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kommúnisk endurreisn vill mynda samsteypustjórn á Italíu Prodi tekur dræmt í tilboð kommúnista Reuters IBUI í Acapulco í Mexíkó tekur mynd af eyðileggingunni á bílasteeði símafyrirtækis þar í borg. Fellibylurinn Pálína verður 400 að bana Strassborg, Róm. Reuters. ROMANO Prodi, fráfarandi forsæt- isráðherra Italíu, tók í gær dræm- lega í tilboð kommúnista um að mynda samsteypustjórn með þeim er sæti í eitt ár. Kvaðst hann ekki myndu leiða slíka stjórn en neitaði þó tilboðinu ekki, sagði að ræða yrði það af alvöru og ekki í fjölmiðlum. Prodi baðst á fimmtudag lausnar eftir að stjórn hans hafði mistekist að fá þingmenn Kommúnískrai' endur- reisnar til að samþykkja fjárlaga- frumvarp minnihlutastjórnar hans. Lagði hann áherslu á að fall stjórnai’ hans þýddi ekki að möguleikar Italíu á þátttöku í Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu væru fyrh- bí. Prodi, sem var í gær viðstaddur setningu leiðtogafundar Evrópu- A Arlegir samráðs- fundir með Rússum Strassborg. Reuters. RÚSSAR, Pjóðverjar og Frakkar hyggjast eiga árlega samráðsfundi til að samræma stefnuna í ýmsum vandamálum sem að steðja. Þetta kom fram á leiðtogafundi Evrópuráðsins sem hófst í Strass- borg í Frakklandi í gær. Á meðal þeirra sem stigu í ræðustól var Bor- ís Jeltsín Rússlandsforseti sem not- aði tækifærið til að beina spjótum sínum að Bandaríkjamönnum. Vandamálin heima fyrir skyggðu á þátttöku nokkurra þjóðarleiðtoga, en margir þeirra stöldruðu stutt við á fundinum sem lýkur í dag. Aðeins einu sinni áður hefur verið efnt til leiðtogafundar Evrópuráðs- ins enda er um fjölmenna samkomu að ræða því aðildarríki ráðsins eru nú fjörutíu talsins. Rússar eru eitt nýjasta ríkið í ráðinu og í ræðu sinni í gær hvatti Jeltsín til þess að áhersla yrði lögð á „óskipta Evrópu". Réðst hann á Bandaríkjamenn fyrir að reyna að einangra Moskvu með því að stækka Atlantshafsbandalagið, NATO, í austur. Hvatti Jeltsín til þess að staða ráðsins yrði styrkt en Rússar líta á það sem nauðsynlegt mótvægi við NATO og Evrópusam- bandið. Svipuð vandamál Jeltsín tilkynnti ennfremur um fyrirhugaða samráðsfundi Rússa, Frakka og Þjóðverja en hann sagði þjóðirnar eiga við svipuð vandamál að stríða og að þær ættu að vinna sameiginlega að lausn þeirra. Þjóðverjar og Frakkar hafa um nokkurt skeið hist á hálfs árs fresti til að ræða stefnuna í Evrópumálum. Verður fyrsti fundur ríkjanna þriggja í Sverdlovsk í Rússlandi. ■ Kohl vill aukið/18 ráðsins í Strassborg, sagðist ekki reiðubúinn að ræða tilboð kommún- ista svo fremi sem það byggðist enn á andstöðu við fjárlagafrumvarpið. Reyndi hann ekki að dylja reiði sína er hann hi-eytti út úr sér að „svona krísa hefði ekki verið nauðsynleg“. Talsmenn flokks Prodis, Lýðræðis- lega vinstriflokksins, ítrekuðu orð Prodis og sögðu flokkinn reiðubúinn til viðræðna ef kommúnistar létu af andstöðu sinni en gagnrýndu þá jafnframt fyrir að leggja fram tilboð- ið degi eftir að þeir hefðu fellt stjórnina. Fausto Bertinotti, leiðtogi komm- únista, sagði tilboð þeirra, sem kom flestum í opna skjöldu, ekki þýða að Kommúnísk endurreisn hefði fallið Strassborg, Washington. Reuters. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, kvaðst í gær vera hlynntur alþjóð- legu banni við jarðsprengjum og hvatti Bandaríkjamenn til að taka sömu afstöðu. Jeltsín lýsti þessu yfir nokkrum klukkustundum eftir að skýrt var frá því að samtökin Alþjóðleg her- ferð fyrir jarðsprengjubanni, ICBL, og leiðtogi þeirra, Jody Williams, fengju friðarverðlaun Nóbels í ár. „Jafnvel þótt mikil herveldi á Vesturlöndum segi nei styð ég bannið og við ætlum að beita okkur fyrir því markmiði þar til það næst og sáttmáli verður undirritaður," sagði Jeltsín á blaðamannafundi í frá fyrri kröfum sínum um að fellt yrði út ákvæði úr fjárlagafrumvarp- inu um lækkun lífeyrisgreiðslna. Ný stjóm yrði að bregðast við „þeim at- riðum sem við vöktum athygli á“, sagði Bertinotti en þau voru m.a. kröfur um styttri vinnuviku, að fjölg- að yrði störfum og að ekki yrði hrófl- að við lífeyrisgreiðslum. Oscar Luigi Scalfaro, forseti ítal- íu, mun funda með leiðtogum stjórn- málaflokkanna fram á mánudag en þá er búist við því að hann ákveði hvort ástæða sé til að fela einhverj- um þeirra umboð til stjórnarmynd- unar eða boða til kosninga, hinna þriðju á sex árum. ■ Ítalía verður/19 Strassborg þar sem hann sat fund Evrópuráðsins. Oljóst var þó hvort Rússar myndu samþykkja sáttmálann um bann við jarðsprengjum, sem ráðgert er að undirrita í Ottawa í desember, eða hvort þeir vilja frekari'viðræðúr um málið. Rússneska stjómin gagn- rýndi sáttmálann þegar um hundrað ríki samþykktu hann á ráðstefnu í Osló í liðnum mánuði. Clinton gagnrýndur Bandaríkjamenn höfnuðu einnig sáttmálanum og Jody Williams gagnrýndi Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, og kvaðst ætla að Bonn, Acapulco. Reuters. ERNESTO Zedillo, forseti Mexíkó, snéri heim í gær vegna náttúruham- fara er orðið hafa að minnsta kosti hringja í hann til að skora á hann að samþykkja sáttmálann. „Clinton forseti er helsta hindrunin,“ sagði hún. Forystumenn ICBL kváðust telja að markmið verðlaunanefndarinnar í Ósló hefði verið að hafa áhrif á al- menningsálitið í Bandaríkjunum og knýja Bandaríkjastjórn til að fallast á sáttmálann um jarðsprengjubann- ið. Talsmaður Clintons sagði þó að forsetinn teldi sig ekki undir mikl- um þrýstingi vegna ákvörðunar nefndarinnar og myndi ekki breyta afstöðu sinni. ■ Eykur líkur á/20 400 manns að bana í suðurhluta landsins. Zedillo var í opinberri heimsókn í Þýskalandi, en frestaði henni síðdegis í gær. Fellibylurinn Pálína hefur valdið mannskæðum náttúruhamföruni í ríkjunum Guer- rero og Oaxaca á Kyrrahafsströnd Mexíkó. Fregnir hermdu í gær að hundraða manna væri enn saknað. Veðrið varð hvað verst í borginni Acapulco síðla á fímmtudag (í fyrri- nótt að íslenskum tíma), en borgin er einn vinsælasti ferðamannastað- ur landsins. í gær höfðu fundist yfír 100 lík, en margra manna var sakn- að. Mexíkóskir fjölmiðlar greindu frá því, að um tuttugu þúsund manns væru heimilislausir og nær ekkert drykkjarvatn væri að hafa í Acapulco. Um ein milljón manna býr í borginni. Veðurfræðingar sögðu á fimmtu- dagskvöld að vindstyrkur Páh'nu hefði minnkað og væri hún nú skil- greind sem hitabeltisstormur. Sögðu veðurfræðingarnir að búast mætti við að Pálína bærist aftur út yfir sjó og myndi eflast aftur í felli- byl. Dómsátt vegna óbeinna reykinga Miami. Reuters. FULLTRÚAR tóbaksfyrir- tækja í Bandaríkjunum greir.du frá því í gær að þeir hefðu fallist á að leggja af mörkum 300 milljónir Banda- ríkjadala, eða sem svarar 21 milljarði ísl. kr., til að koma á fót sjóði er úr verði greiddar árlega 100 milljónir dala, um sjö milljarðar ísl. kr. Varð þetta niðurstaða dómsáttar. Þetta er í fyrsta skipti sem skaðabótamál, sem höfðað er gegn tóbaksfyrirtækjum vegna óbeinna reykinga, fer fyrir dómstóla. Þúsundir flug- freyja og -þjóna í Bandaríkj- unum höfðuðu málið á þeim forsendum að reykingar í flug- vélum í innanlandsflugi yllu þeim heilsutjóni. Reuters ÞAÐ var handagangur í öskjunni er leiðtogar fjörutíu aðildarríkja Evrópuráðsins stilltu sér upp til mynda- töku í gær. Aðstoðarmenn þeirra reyndu að greiða úr flækjunni á meðan leiðtogarnir biðu sallarólegir. Jeltsín mælir með j arðsprengj ubanni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.