Morgunblaðið - 11.10.1997, Page 4

Morgunblaðið - 11.10.1997, Page 4
4 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Geðheilbrigðisdagurinn helgaður bömum og unglingum Ekki má skera niður þjónustu Baráttan byijar innan frá FJÖLSKYLDULÍNA Geðhjálpar og Rauða kross íslands, Klúbbur- inn Geysir og heimasíða Geðhjálp- ar voru meðal þeirra nýjunga sem kynntar voru á hátíðardagskrá í tilefni alþjóðlega geðheilbrigðis- dagsins í Háskólabíói í gær. I máli Eydísar Sveinbjarnar- dóttur, hjúkrunarframkvæmda- stjóra barna- og unglingageð- deildar Landspítalans (BUGL), kom fram að talið er að 10-20% barna þurfi á einhvers konar hjálp að halda vegna geðheil- brigðisvandamála á barnsaldri. Hér á landi er því um að ræða 7-14 þúsund börn. Heimasíða og símaþjónusta fyrir aðstandendur Fjölskyldulína Geðhjálpar og Rauða kross íslands er ný síma- þjónusta fyrir aðstandendur fólks með geðsjúkdóma, sem Ásdís Ing- ólfsdóttir, starfsmaður RKÍ, kynnti. Sjálfboðaliðar, sem sjálfir eru aðstandendur geðsjúkra, munu svara í síma á hvetju mið- vikudagskvöldi, hlusta og veita upplýsingar. Ný heimasíða Geðþjálpar er væntanleg á Netinu á allra næstu dögum. Slóð hennar er vortex.is/gedhjalp. Þá er kominn út geisladiskur, sem ónefndur velunnari Geðhjálpar gefur út og syngur inn á ásamt mörgum landsþekktum tónlistarmönnum. Allur ágóði af sölu disksins renn- ur til Geðhjálpar. Gestir fengu að hlýða á sýnishorn af tónlistinni á diskinum, auk þess sem hljóm- sveitirnar Krumpreður, sem skip- uð er þremur piltum frá BUGL, og Súrefni skemmtu. Anna Valdimarsdóttir, María Ingólfsdóttir, Jóhanna Ólafsdóttir og Aðalbjörg Edda Guðmunds- dóttir kynntu klúbbinn Geysi, sem stofnaður verður á næstunni. Til- gangur hans er að auka tengsl félaganna við samfélagið og mun hann m.a. starfrækja vinnumiðlun í því skyni. Anna minntist á þá togstreitu sem margir Ienda í þegar þeir fara út á vinnumarkað- inn á ný eftir langa fjarveru vegna geðrænna vandamála. „Fólk stendur frammi fyrir því að þurfa að ákveða hvort það eigi að segja sannleikann eða halda því leyndu að það hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Þessu fylgjr auðvitað álag fyrir þann sem er að fóta sig á nýjan leik. Því miður er fólk oft á tíðum til- neytt að taka seinni kostinn og getur hann ekki talist góður.“ Allt með forskeytinu geð- neikvætt Héðinh Unnsteinsson, kynnir á hátiðinni, lauk samkomunni á því að segja undan og ofan af eigin sjúkrasögu, en hann hefur átt við geðhvörf að stríða nokkur und- anfarin ár. Hann talaði um hvern- ig fólk væri stimplað og hvernig allt með forskeytinu geð- væri neikvætt í huga flestra. Hann sagði mikilvægt að sjúklingar og aðstandendur þeirra tileinkuðu sér jákvætt viðhorf til sjúkdóms- ins og kvaðst viss um að með góðri kynningu og baráttu sem hlyti að byija innan frá, myndi skapast aukinn skilningur á mál- um geðsjúkra á nýrri öld. STARFSHÓPUR um framtíðar- stefnu í geðheilbrigðismálum skilaði í gær af sér bráðabirgðaniðurstöðu til heilbrigðisráðherra. Hópurinn leggur áherslu á að ekki verði skor- ið niður í þjónustu geðdeilda og er það í samræmi við leiðbeiningar Alþjóða heilbrigðismálastofnunar- innar um þessi mál þar sem segir að ekki eigi að skera niður þjónustu á almennum sjúkrahúsum og þjón- ustumiðstöðvum. Bent er á að fækka megi sjúkra- húsinnlögnum með því að styrkja göngu- og dagdeildir, iðþjuþjálfun fyrir útskrifaða sjúklinga, stuðn- ingsþjónustu og vemdaða búsetu og með því að koma á fót heimageð- hjúkrun. í leiðbeiningum Alþjóða heilbrigð- ismálastofnunarinnar segir að draga eigi úr starfsemi sérhæfðra geð- sjúkrahúsa, en starfshópurinn bend- ir á að það sé ekki mögulegt fyrr en þjónusta utan sjúkrahúsa hefur verið byggð upp. „Með öll þessi atriði í huga lýsir starfshópurinn yfír algerri andstöðu við tillögur um að flytja deild geð- sviðs SHR úr aðalbyggingu sjúkra- hússins og fækka sjúkrarúmum." Hópurinn telur að spamaði megi ná fram með samræmingu þjón- ustunnar og samstarfí meðferðar- aðila og með forvörnum. Frávik má oft sjá snemma „Geðheilbrigðisþjónusta skiptist í mismunandi stig, og hið fyrst þeirra er að koma í veg fyrir að sjúkdómur- inn verði til,“ segir Ólafur E. Guð- mundsson, yfirlæknir barna- og unglingageðdeildar Landspítalans og fulltrúi Bamageðlæknafélags íslands í starfshópnum. Starfshópurinn leggur meðal annars til að vægi geðheilbrigðis- þátta verði aukið í mæðra- og ung- bamaskoðun, í dagvist barna, í skólaheilsugæslu og nemendaráðum og í félagsþjónustu sveitarfélaga. „í mörgum tilfellum má sjá frá- vik í heilsufari barna mjög snemma," segir Ólafur. „Það skiptir líka miklu máli að fylgjast með mæðmm á meðgöngutímanum, sér- staklega þeim sem eiga við félags- lega eða geðræna erfiðleika að stríða. Vímuefnaneysla móður getur til dæmis haft margvísleg áhrif á miðtaugakerfi bamsins." Margar orsakir Ólafur segir að sterk tengsl séu milli þroskaerfiðleika og félagslegra og geðrænna vandamála og oft séu fljótandi skil milli þessara þátta. Geðheilbrigðisþjónustan þurfi að fást við allt þetta og mikilvægt sé að fagfólk á öllum þessum sviðum vinni saman. „Geðsjúkdómar koma sjaldnast upp af einni orsök og reyndar gildir það sama um svokallaða líkamlega sjúkdóma. Skapgerð, erfðir og sál- ræn áföll spila inn í geðheilsu bams. Viðbrögð foreldra, skóla og heil- brigðisþjónustu skipta miklu máli um það hvort röskun verður á geð- rænni heilsu bamsins eða ekki.“ Varaforseti Tævans bauð Davíð Oddssyni forsætisráðherra í heimsókn til Taipei Ekki pólitískur til- gangur með komunni LIEN Chan, varaforseti Tævans hélt óformlegan blaðamannafund hér á landi i gærmorgun. Á fundinum upplýsti Lien Chan hann hefði boðið Davíð Oddssyni forsætisráðherra að koma til Tævans þegar hann átti með honum kvöldverðarfund á Þing- völlum á miðvikudag. Hann neitaði því að tilgangur komu sinnar hingað væri pólitískur og sagði að með sér í for væru aðeins góðir vinir. Hermt hefur verið að Lien hafi verið neitað um að koma til Spánar en hann gaf í gær til kynna að það væri rangt. „Með mér eru engir embættis- menn stjómarinnar og ég veit ekki hvers vegna ætti að telja för mína pólitíska. Með mér hér eru góðir vinir,“ sagði Lien um þau ummæli Halldórs Asgrímssonar utanríkisráð- herra í samtali við dagblaðið Dag á fímmtudag að vegna þess hversu fjölmennt fylgdarlið varaforsetans væri þætti honum ekki ólíklegt að tilgangur komu hans hingað væri pólitískur. Lien sagði að víðast hvar í heimin- um hefði fólk komið fram með sama hætti og gert hefði verið í heimsókn hans hingað, en viðtökur hér hefðu verið til fyrirmyndar. Þegar spurt var um mótmæli Kínveq'a vegna heimsóknar hans svaraði hann: „Spyijið þá, ekki mig.“ Engin frekari merki um viðskiptaþvinganir? Kínversk yfirvöld hafa sagt að ekki yrði látið sitja við orðin tóm í þessu máli, en fyrir utan fund, sem fulltrúi fyrirtækisins Silfurtúns átti að eiga með fulltrúa utanríkisvið- skiptaráðuneytisins í Peking í vik- unni um uppsetningu eggjabakka- verksmiðju annars vegar og jarðhita- verkefni í Tíbet hins vegar, er ekki ljóst hvað verður. Nokkur íslensk fyrirtæki hyggjast taka þátt í stórri sjávarútvegssýningu, sem haldin verður í Peking í nóvember, og hef- ur verið leitt að því getum að reynt verði að koma í veg fyrir það. Vil- þjálmur Guðmundsson, forstöðu- maður iðnaðar og þjónustu hjá Út- flutningsráði, sagði í gær að hann vissi meira að segja til þess að gögn, sem fyrirtæki þyrftu til að fá vega- bréfsáritun til Kína, hefðu verið að berast frá kínverskum stjómvöldum í þessari viku. Mikið hefur verið rætt hvaða áhrif þessi heimsókn muni hafa á sam- skipti íslands og Kína, en ljóst er að samskipti Tævans og Kína skipta hér einnig máli. Viðskipti milli Tævans og Kína eru mikil. Hsu Li-teh, aðstoðarmað- ur Lees forseta, sem var með Lien í för hingað, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að væru óbein viðskipti gegnum Hong Kong tekin með í reikningin ættu Tævanar sennilega mest viðskipti við Kín- veija. Að sama skapi fjárfestu Tæv- anar hvergi meira en í Kína. Háþróað lýðræði Lien sagði að sér þætti mikið til þess koma hvað lýðræði væri háþró- að á íslandi og að fólk virtist um- gangast hvað annað af gagnkvæmri virðingu. Hér hefði verið tekið á móti honum af mikilli kurteisi. Hann sagði einnig að hér væri ekki of mikil mannþröng, í Asíu væri allt of margt fólk. „Hvað náttúru íslands og auðlind- ir snertir stenst Tævan ekki saman- LIEN Fang Yui, varaforsetafrú og fyrrverandi fegurðardrottning Tævans, og Lien Chan, varaforseti Tævans, ræða við blaðamenn á óformlegum blaðamannafundi sem varaforsetinn hélt fyrir tæv- anska blaðamenn á Hótel Sögu í gær. burð þótt við legðum hart að okk- ur,“ sagði Lien. „Hingað ættu að koma fleiri ferðamenn frá Tævan.“ Hann sagði að á fundi sínum með Davíð Oddssyni hefði borið á góma þann möguleika að Tævanar opnuðu viðskiptaskrifstofu á íslandi og bætti við að það væri góð hugmynd. Ekki neitað um neitt Lien hélt af landi brott skömmu eftir hádegi í gær og vildi hann ekki segja hvert förinni væri heitið. Hermt er að hann hafi í gær farið til Austurríkis, fyrst til Vínar og því næst til Innsbruck, en á morgun fari hann til Spánar. Orðrómur var á kreiki um að hann mundi hitta einhvem úr spænsku konungsfjöl- skyldunni. Þegar Morgunblaðið spurðist fyrir hjá spænska utanríkis- ráðuneytinu í fyrradag fékkst hins vegar ekki einu sinni staðfest að Lien kæmi til Spánar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgun- blaðsins var spænski sendiherrann í Peking kallaður á fund aðstoðarut- anríkisráðherra Kína og gáfu spænsk stjórnvöld Tævönum eftir það til kynna að varaforsetanum yrði neitað um vegabréfsáritun. „Enginn hefur neitað mér um neitt,“ sagði varaforsetinn þegar þetta var borið undir hann í gær. Tævanar héldu í gær upp á þjóð- hátíðardag sinn. Skömmu fyrir brottför Liens í gær skálaði hann við tævanska blaðamenn og nokkra fylgdarmenn í tilefni af deginum. Á sama tíma kom óbreytt stefna stjómvalda í Peking berlega í ljós í Hong Kong, sem fyrr á þessu ári fór undir kínverska stjóm. Þjóðemis- sinnar í Hong Kong höfðu hengt upp fána Tævans, sem Kínveijar viður- kenna ekki á þeirri forsendu að það sé tákn klofinnar þjóðar. Skömmu síðar fór lögreglan í Hong Kong fram á að fánamir yrðu teknir niður. Heimsókn Liens hefur vakið nokkra athygli erlendis og þá eink- um í fjölmiðlum í Asíu. Mikið hefur verið um málið fjallað í Tævan og dagblaðið Hong Kong Standard sagði í leiðara að nú myndu sam- skipti Tævans og Kína versna að óþörfu. Breska dagblaðið The Times birti í gær frétt um málið þar sem íslandi er líkt við „Músina sem öskraði" vegna þess að islensk stjómvöld hafi ákveðið að bjóða Kín- veijunum byrginn. Er til þess tekið að á íslandi búi 270 þúsund manns en í Kína 1,2 milljarðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.