Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 34
MORGUNBLADIÐ + Jónas Geir Jónsson fædd- ist á Rifkelsstöðum í Eyjafirði 31. mars 1910. Hann andað- ist á Sjúkrahúsi Þingeyinga 4. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Aðal- björg Hallgríms- dóttir, f. 1881, d. 1915, og Jón Jónas- ** son, f. 1874, d. 1935. Eftir lát móð- ur sinnar var hann alinn upp í Kaup- angi í Eyjafirði hjá hjónunum Bergsteini Kolbeinssyni og Ingibjörgu Sölvadóttur. Systk- ini Jónasar voru Olöf, f. 1900, d. 1984, Hallgrímur, f. 1902, d. 1980, Lára, f. 1905, og Aðal- björg, f. 1915, d. 1986. Hálf- systkini, samfeðra, voru Krist- ín, f. 1929, Birna, f. 1930, d. 1988, Skjöldur, f. 1932, Þór- hallur, f. 1933. Jónas kvæntist 9. október 1943 Friðnýju Steingrímsdótt- ur frá Hóli á Melrakkasléttu, f. 30. ágúst 1917, d. 10. júní 1984. Dætur þeirra eru: 1) Olga, f. 15. des. 1944, kennari, maki Heimir Daníelsson, f. 1938, trésmiður. Börn þeirra: Við vorum ekki ýkja háir í lofti sumir, sem laust fyrir miðjan 4. áratuginn hófum leikfimi í fyrsta sinn í litla sal samkomuhússins á Húsavík, sem lokið var byggingu á 1928. Salurinn litli var 6x12 ''metrar að gólffleti og lofthæð 3 m. Engin sturta eða bað var í hús- inu, engir snagar fyrir ytri föt, aðeins flekar á búkkum þar sem fötum var dembt- í hrúgu með af- leiðingum sem mæður okkar voru lítt hrifnar af þegar heim kom. En við þóttumst sannarlega menn með mönnum í leikfimibuxum sem náðu niður á hné og klæddumst margvís- legum skyrtum, ýmist með ermum eða ermalausum. Hverju máli skipti líka þótt okkur klæjaði smávegis í skrokkinn undan óboðnum gestum eða gætum ekki farið í bað til að hreinsa af okkur svitann þegar við komumust í kynni við jakahlaup, ... j höfðabolta og steinahlaup í salnum litla undir stjórn ungs íþróttakenn- ara sem komið hafði frá Akureyri til Húsavíkur 1933, þá nýútskrifað- ur frá íþróttaskólanum á Laugar- vatni. Þessi nýi kennari var ráðinn til að kenna leikfimi við barnaskól- Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig iiuðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang jiess þess (minning^mbl.is) — vinsam- l'-gast sendið greinina inni í bréfinu, kki sem viðhengi. Nánari upplýsingar iiiá lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg ■ílmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega Imuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru U' ðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- '•'•fni undir greinunum. Sérfræðingar í b I (j m as k re v 1 i n jí u m við öll tækifí^ri I Wfc blómaverkstæði I I Binna I Skúlavörötislííí 12. á horni Ik-rystaðastrælis. sími 551 9090 Friðný, f. 1975, Jónas, f. 1979, og Ingi, f. 1982. 2) Gunnur, f. 27. sept. 1946, læknaritari, maki Guðjón Bjarnason, f. 1940, húsvörður. 3) Fóst- ursonur, Berg- steinn, f. 24. maí 1957, húsasmiður, kvæntur Jónasinu Kristjánsdóttur, f. 1955. Börn þeirra: Björg, f. 1980, og Friðgeir, f. 1985. Jónas eignaðist einnig soninn Bjarna Þór, f. 22. febr. 1940, d. 25. jan. 1990. Synir hans eru Kjartan Þór, Birgir, Geir og Baldur. Jónas var annar tveggja fyrstu nemenda Björns Jakobs- sonar við íþróttaskóla íslands á Laugarvatni 1932-1933. Hann lauk almennu kennara- prófi 1942. Frá 1933 kenndi hann jöfnum höndum bókleg fræði og íþróttir á Húsavík. Jónas Geir hlaut viðurkenningu fyrir störf sín að félags- og íþróttamálum, m.a. var hann sæmdur gullmerki ÍSÍ 1977. Útför Jónasar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. ann á Húsavík svo og íþróttir hjá íþróttafélaginu Völsungi. Þegar hann kynnti sig húsráð- anda sem hann leigði hjá á Húsavík og kvaðst heita Jónas Jónsson svar- aði húsráðandi að það dygði skammt hér um slóðir að bera slíkt nafn því að í vitund Þingeyinga væri aðeins einn maður með því nafni. Kvaðst íþróttakennarinn þá einnig heita Geir. „Jónas Geir, látum það duga,“ sagði húsráðandi. Og undir því nafni gekk hann eða Jónas G. á Húsavík til hinstu stundar. Það varð okkur mörgum til- hlökkunarefni að sækja leikfimi- tímana hjá Jónasi næstu árin, ekki síst þegar ný tæki bættust við til kennslu í litla salinn, rimlar, kista, stökkrár, hestur og dýna þar sem hægt var að iðka kollstökk, kraft- stökk, svifstökk, heljarstökk og flikk-flakk. Hvert tæki sem bættist við vakti gleði og fögnuð þeirra sem ekki höfðu áður þekkt annað betra. Og rýmið var nóg til að gleðjast í. Svo afstætt er það sem við kölium gott og vont. Nýi kennarinn flutti með sér hressandi blæ í íþróttalíf þorpsins þar sem íbúar voru þá um 900. Smám saman færði hann út kvíarn- ar, stofnaði fimleikaflokka, tók þátt í skíðaiðkun og renndi sér ásamt félögum sínum niður Húsa- víkurfjall beinustu leið, gengið var á Krubbsfjall og upp á Gyðuhnjúk og lögð leið á skíðum austur í Kelduhverfi og víðar. Þá stuðlaði íþróttakennarinn að því að leiðbein- andi var fenginn, kunnur skíða- garpur, til að kenna ungum Hús- víkingum svig. En það sem lengst mun halda á lofti nafni kennarans á íþróttasviðinu var starf hans við iðkun handbolta meðal stúlkna þar sem lið undir hans stjórn og þjálfun gerðu garðinn frægan á sinni tíð. Sú grein íþrótta var iðkuð á sumr- um úti á Höfða, íþróttasvæði Völs- ungs um langa hríð. Þar voru löng- um glaðir hópar íþróttaiðkenda og þar fjölmenntu Húsvíkingar til að hvetja keppendur eða tóku þátt í hátíðahöldum sem þar fóru fram. Árið 1936 gafst Jónasi Geir kost- ur á ásamt fleiri íþróttakennurum íslenskum að sækja Ólmympíuleik- ana sem það ár voru haldnir í Berl- ín. Sú ferð varð Jónasi óþrotleg uppspretta næstu árin til að miðla nemendum sínum fróðleik frá þess- um miklu leikum. Sú frásögn varð lifandi í munni Jónasar, studd myndum úr blöðum og blaðaúr- MINNINGAR klippum, sem hann hafði safnað saman, og geymt var í möppu, sem gekk milli borða í bekknum eftir því sem sögunni vatt fram - og nemendur hlustuðu á bergnumdir. Og ekki man undirritaður annað betur úr heilsufræðitímum hjá Jón- asi en þessar frásagnir hans. Og mun svo vera um fleiri. Um 20 ára skeið lét Jónas að sér kveða sem íþróttakennari en þá tók hann að draga sig í hlé á þeim vettvangi en jók bóklega kennslu sína við barna- og ungl- ingaskólann. Varð hann síðar fast- ur kennari við Gagnfræðaskóla Húsavíkur og kenndi þar til ársins 1977 er hann lét af starfi sökum aldurs. Hafi þá kennt yfir 40 ár við skólana á Húsavík. Almennt kennarapróf hafði hann tekið 1942. Við Gagnfræðaskóla Húsavíkur kenndi Jónas stærðfræði um árabil og á orði var haft hve kennsla hans þar var ljós og greinargóð. Annaðist einnig kennslu í náttúru- fræði þar sem íjallað var aðallega um dýr og plöntur. Sú kennsla lét Jónasi vei. íslensk náttúra var hon- um hugleikin svo og ræktunar- störf. Hann hafði komið upp við hús sitt fallegum blóma- og trjá- garði sem hann annaðist með mik- illi prýði og hlaut viðurkenningu fyrir eitt sinn. Var vel að sér í ís- lenskri grasagræði. Á ferðum sín- um með Ferðafélagi Húsavíkur, þar sem hann var virkur um skeið, hafði margt borið fyrir augu og eyru vökuls ferðalangs. Jónas átti lítinn bát í félagi við aðra og skrapp stundum á sjó þar sem kynnast mátti ýmsum skepnum. Á haustin stundaði hann tjúpnaveiði. Allt það sem hér hefir verið nefnt auðveld- aði Jónasi að lífga náttúrufræði- kennsluna með því sem hann sjálf- ur hafði reynt. Honum var létt um að segja sögur og gera þær lifandi með fínu skopi sem hann óf inn í frásögn sína hvort sem var í mæltu máli eða rituðu, skopi sem engan særði en kryddaði mál hans. Ungur kynntist ég Jónasi í leik- fimitímum í litlasal samkomuhúss- ins, síðan sem nemandi hans í bók- legum fræðum í barna- og ungl- ingaskóla og á sumrum unnum við saman í síldarverksmiðju á Raufar- höfn. Að lokum urðum við sam- starfsmenn við Gagnfræðaskóla Húsavíkur frá 1957-1977. Þegar ég setti skólann í fyrsta sinn, þá ungur maður, fór um mig notaleg tilfinning þegar Jónas, minn gamli kennari, stóð upp, bauð mig vel- kominn, minntist fyrri kynna og árnaði mér heilla í starfi. Ávallt fór vel á með okkur frá fyrstu tíð og til loka og á ég honum margt að þakka á þeirri leið. Við Gagnfræðaskólann kenndi Jónas teikningu um árabil og auð- vitað var áhugi nemenda þar mis- jafn eins og í öðrum greinum. Jón- as tók upp á því að lesa fyrir nem- endur stund og stund í tímanum og notaði lengi sem framhaldssögu Milljónamæringur í atvinnuleit eftir Ernest Blitz. Sú saga varð mörgum eftirminnileg og þegar nemendur, sem ekki sátu samtímis í skólanum, hittust síðar og riíjuðu upp skólaár- in, áttu þeir a.m.k. eina sameigin- lega minningu þaðan, að hafa hlýtt á upplestur Jónasar Geirs á sög- unni Milljónamæringur í atvinnuleit eftir Ernest Blitz. Svipaða sögu má vafalítið segja úr starfi annarra kennara. Óðum þynnist sú fylking Húsvík- inga sem forðum átti ófá sporin út á Höfða til ieikja á 4. og 5. áratug þessarar aldar. Einn af öðrum eru þeir lagðir til hvílu ofar og hærra í Höfðann þaðan sem sér yfir svæð- ið þar sem æska Húsavíkur átti margar gleðistundir. Nú er þar fátt sem minnir á þá liðnu tíð. Þar blasa við verkstæði af ýmsum toga svo og hús þar sem þurrkaðir eru tijá- bolir, um langan veg til landsins fluttir. Tákn um nýja tíma. Og komin til önnur svæði og önnur hús þar sem húsvísk æska leitar til leika eins og forðum. Á afmælishátíð Völsungs 1947 þegar minnst var 20 ára afmælis félagsins hélt Jónas ræðu þar sem 34 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 JÓNAS GEIR JÓNSSON hann sagði frá því er hann kom sem ungur maður til Húsavíkur, óráðinn hve lengi hann myndi þar starfa. Gat hann þess í ræðu sinni að hvergi hefði sér liðið betur, orð- inn inngróinn Húsvíkingur, og það- an myndi hann ekki hverfa. Nú þegar hann er allur, horfinn af sjónvarsviðinu og lagður til hvíldar í Höfðann, leiftra í minning- unni stundir frá gamla vellinum, iðandi af mannlífi, þar sem Jónas Geir fór fyrir um skeið. Blessuð sé minning Jónasar Geirs Jónssonar. Sigurjón Jóhannesson. Elsku afi á Húsavík. Nú hefur þú kvatt þennan heim en ég veit að þú munt fá hlýjar móttökur hjá ömmu sem við vitum að þú hefur saknað sárt. Eftir skilur þú stórt skarð í lífí okkar en allar yndislegpt minningarnar munu vel fylla það bil. Alltaf var hlýtt og gott að koma til þín og ömmu á Hólnum og hverr- ar heimsóknar var beðið með mik- illi eftirvæntingu. Svo mikil var til- hlökkunin að við systkinin keppt- umst um að sjá í fyrstu þök bæjar- ins og ávallt voruð þið komin í dyragættina á móti okkur með ilm- amdi kleinulykt. Þú áttir svo sannarlega farsæla ævi sem ungur metnaðarfullur pilt- ur, ástríkur eiginmaður, tryggur faðir og yndislegur afi. Þú hafðir svo gaman að krökkum enda geymdirðu svo vel barnið í þér. Ávalit varstu kominn á ijóra fætur í hálfgerða afaglímu við okkur, sem þú að sjálfsögðu vannst og ekki veit ég hvort við krakkarnir eða þú vorum hættulegri í fótbolta hvað varðaði rúðurnar fyrir vestan hús. Þú varst svo fyndinn enda var stríðnin ekki langt undan en öllu gamni fylgdi þó einhver alvara og þú hvattir okkur alltaf til að gera okkar besta í skólanum. Ég sé þig fyrir mér, niðri í kjall- ara steikjandi þínar frægu lummur, dottandi í gamla góða ruggustóln- um fyrir framan ensku knattspyrn- una, og reykjandi pípuna þína inni í eldhúsi við austurgluggann. Sú hlýja sem þú sýndir okkur öllum mun ávallt fylgja okkur. Ég hugsa að við barnabörnin höfum öll tekið okkar fyrsta buslu- gang í gosbrunninum þínum, mæðrum okkartil ómældrar ánægju. Tjörnin eins og við kölluð- um hann kemur þó víðar við. Manstu eftir fískeldi okkar krakk- anna? Við fórum upp að Botnsvatni og veiddum heilu ósköpin af horns- ílum sem var svo sleppt í Tjörnina. Eitthvað hurftu þau þó fljótt vegna kattanna í hverfinu sem héldu hálf- gerða veislu í garðinum. Ég gleymi aldrei árinu sem amma dó. Þú varst svo sterkur og gafst ekki upp enda sást þú nánast um sjálfan þig alveg fram undir það síðasta. Þú varst alltaf svo ungur í anda að ég gleymi stundum að þú varst núna orðinn 87 ára. Eftir lát ömmu komst þú með okkur til Mallorca þar sem þú stóðst eins og stytta. Eitt er mér þó minnisstæð- ast. Þú kenndir mér að synda og eftir það var ég alla dagana á bóla- kafi og ekki varst þú langt undan. Mér eru minnisstæðar vísurnar sem þú og amma sömduð til okkar á jólum og afmæium þar sem vænt- umþykjan skein í gegn. Sex ára hún orðin er, og ötul við að hjóla. Skólatösku á baki ber, hún bráðum fer í skóla. Elsku afi. Mig langar að þakka þér fyrir allar samverustundirnar því þær hafa kennt mér svo mikið. Skilaðu saknaðarkveðju til ömmu sem bíður spennt eftir að verða samferða þér á ný. Guð geymi þig, þín afastelpa, Friðný. GUÐBJORG RUNÓLFSDÓTTIR Guðbjörg Runólfsdóttir fæddist á Bakka- koti I í Meðal- landi, V-Skaft., 29. desember 1919. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Klausturhól- um á Kirkjubæj- arklaustri 30. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Run- ólfur Bjarnason, f. 31.5. 1893, d. 14.12. 1981, og Þorgerður Runólfsdóttir, f. 28.11.1895, d. 7.9.1966. Systk- ini Guðbjargar: Guðrún, f. 1.7. 1918, d. 15.3. 1944, Bjarni, f. 16.12. 1920, Sigrún, f. 8.4. 1922, Þorbjörn, f. 7.8. 1926, Markús, f. 25.6. 1928, Runólf- ur, f. 24.10. 1933, Guðni, f. 11.11. 1938. Guðbjörg giftist árið 1941 Bjarna Árnasyni, f. 1.5. 1911, d. 12.7. 1996. Börn Guðbjargar og Bjarna eru Þórir, f. 5.12. 1941, ókvænt- ur, Guðgeir, f. 10.6. 1944, m. Sigrún Sæ- mundsdóttir, f. 28.11. 1944, Arndís Eva, f. 2.11. 1946, m. Gunnar Þor- steinsson, f. 16.3. 1946, Runólfur Rún- ar, f. 4.7. 1949, m. Anna Arnardóttir, f. 16.7.1954 og Gunn- hildur, f. 8.6. 1954, m. Sigurjón Einars- son, f. 12.3. 1950. Barnabörnin eru orðin tólf talsins. Guðbjörg og Bjarni tóku við búi foreldra hans á Efri-Ey í Meðallandi og bjuggu þar alla tíð nema síðustu árin á Klaust- urhólum. Útför Guðbjargar fer fram frá Langholtskirkju, Meðal- landi, í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma. Okkur langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Okkur eru í fersku minni stundirnar sem við eyddum hjá þér og afa í sveitinni. Móttökurnar voru hlýjar og alltaf var slegið upp veislu til að bjóða okkur velkomin. Það var hátíð að fá heitar pönnukökur og heimatil- búna ísinn þinn. Það gerði þetta enginn eins vel og þú. Við erum enn í dag að reyna að ná fram sömu bragðgæðum en það er ekki hægt. Aldrei var lognmolla í kringum þig, alltaf eitthvað sem þurfti að gera, fara í fjósið, gefa hænsnun- um, reyta arfann, vökva garðinn eða baka kökurnar þínar. Samt gafstu þér tíma til að pijóna á okk- ur. Við hlýjum okkur enn á vettling- unum og ullarsokkunum svo við minnumst ekki á lopapeysurnar ykkar afa. Aðdáunarvert var hversu vel þér fórst þetta allt úr hendi. Gaman var að fylgjast með þér dútla við grænmetið í garðinum. Alltaf að gróðursetja nýjar tegund- ir sem oft urðu illa úti þegar við slógum garðinn. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þig að geta ekki sinnt þínum daglegu störfum vegna veikinda síðustu ár. Við kveðjum þig með söknuði en við vitum að þér líður betur þar sem þú ert nú. Takk fyrir allt. Barnabörnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.