Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
____________LANDIÐ
Hollur er heima-
fenginn baggi
Atvinnuþróunar-
sjóður Suðurlands
og Hveragerðisbær
Samstarfs-
samningur
um atvinnu-
og ferðamál
Selfossi-Í sumar var undirritaður
samstarfssamningur á milli atvinnu-
og markaðsnefndar Hveragerðis og
Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands.
Samstarfið felst í stefnumótun í at-
vinnumálum og
markaðssetn-
ingu Hveragerðis
sem ferða-
mannabæjar.
Að sögn Óla
Rúnars Astþórs-
sonar, fram-
kvæmdastjóra
Atvinnuþróunar-
sjóðs Suður-
lands, hefur verkefnið farið vel af
stað. Óli segir að verkefnið sé til
tveggja ára og markmiðið með því
sé að móta framtíðarstefnu Hvera-
gerðisbæjar í atvinnu- og ferðamál-
um. Menn séu almennt jákvæðir
fyrir þessu framtaki. „Ráðist hefur
verið í umfangsmikla viðhorfskönn-
un innlendra sem erlendra ferða-
manna í bænum með það fyrir aug-
um að afla aukinnar þekkingar á
gestunum svo að unnt sé að upp-
fylla þarfir þeirra,“ sagði Óli Rúnar
Astþórsson.
Samstaða og
einhugur
Olaf Forberg, athafnamaður frá
Hveragerði, hefur verið ráðinn
verkefnisstjóri í 35% starf og leggst
verkefnið vel í hann. „Við ætlum
okkur að kynna bæinn á jákvæðan
hátt, nýta okkur fjölmiðla og einnig
munum við nýta okkur reynslu fólks
hér á svæðinu. Myndaðir verða
samstarfshópar um sérstök verk-
efni, þannig að samstaða og einhug-
ur myndist um að bæta atvinnu-
og ferðamál í Hveragerði." Olaf
segir að séstök áhersla verði lögð
á ferðaþjónustuna og vill hann
minna á að Hveragerði hefur um
langt árabil verið einn vinsælasti
ferðamannastaður landsins.
Gufan, vistvænn
orkugjafi
Olaf er menntaður líffræðingur
og hann segir að það megi nýta
gufuna betur. „Gufan er vistvænn
orkugjafi sem eykur möguleika
okkar á að laða hingað fyrirtæki
msem hafa vistvæn markmið.“ Olaf
er sannfærður um að þetta sam-
starf Atvinnuþróunarsjóðs og
Hveragerðisbæjar eigi eftir að skila
sér í fjölbreyttara atvinnulífi og
markvissari markaðssetningu á
„blómabænum".
Hornafirði - Nú á allra síðustu
árum þegar ekið er um sveitir
iands má sjá gula kornakra bylgj-
ast í vindinum sem er nýlunda á
íslandi. í Austur-Skaftafellssýslu
hafa bændur einnig viijað reyna
þessa nýjung þó að það svæði sé
ekki talið henta til komræktar
hvað veðráttu snertir.
Tvö síðastliðin sumur hefur
verið gerð tilraun með kornrækt
í sýslunni og gefist nokkuð vel
en síðasta haust var uppskera
þokkaleg eða um 3 tonn á hekt-
ara. Til að gera úr korninu úr-
valsfóður hafa bændumir bland-
að í það 15% síldarmjöli, 12%
graskögglum, og 3% sykri og
bætiefni, því má segja að um sé
að ræða íslenska framleiðslu að
langmestum hluta. Aðstaða er til
þurrkunar, blöndunar og köggl-
unar á korninu í Flatey á Mýmm,
en þar var áður starfrækt gras-
kögglaverksmiðja.
Miðað við útlagðan kostnað við
blöndunina í fyrra leggur fóður-
kílóið sig á 26-27 krónur, en
verð á innfluttu sambærilegu
fóðri var upp í 34 krónur á kíló
þá. Nú í haust hafa bændur upp-
skorið af ökrum sinum og er
uppskera ívið lakari en í fyrra
eða um 2-2 'h tonn á hektara.
Ragnar Jónsson, bóndi í Akur-
nesi, er einn þeirra bænda í sýsl-
unni sem hefur sáð korni og
kvaðst hann nokkuð ánægður
með árangurinn. „Ég tel að þetta
sé mesta nýsköpun í landbúnaði
á seinni árum. Þetta kynbætta
afbrigði af korni, sem notað er
hér á Islandi, gerir okkur betur
kleift að láta uppskemna stand-
ast íslenska veðráttu. Reynt var
fyrir tæpum 30 árum að sá komi
hér i sýslunni en það gekk ekki
sem skyldi. Kynbætur á þessu
korni sem nú er sáð felast í meiri
strástyrk og öxin tolla betur á.
Uppskeran frá í fyrra kom vel
út hvað fóðurgæði varðar og var
að heyra á þeim kúabændum sem
notuðu þetta fóður að heilsufarið
í kúnum væri mjög gott, og ánum
mínum líkar mjög vel við fóðr-
ið,‘‘ sagði Ragnar.
Ólafur Eggertsson á Þorvalds-
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
FRAMKVÆMDIR við hjúkrunarheimili í Hveragerði ganga vel.
Hjúkrunarheimili
rís í Hveragerði
Hveragerði - Framkvæmdir við ný-
byggingu hjúkrunarheimilis við
Dvalarheimilið Ás í Hveragerði eru
nú vel á veg komnar. Búið er að
steypa neðri hæð hússins og upp-
steypa á veggjum efri hæðar er langt
komin. Verktaki í þessum hluta
framkvæmdarinnar er Byggðasel,
Hveragerði. Við bygginguna vinna
nú um 16 manns, og hefur verkið
gengið vel. Áætluð verklok þessa
áfanga eru 1. desember en þá á
byggingin að vera fokheld, fullbúin
að utan og lóðin grófjöfnuð.
Að sögn Gísla Páls Pálssonar,
framkvæmdastjóra Dvalarheimilis-
ins Áss, hefur byggingin stækkað
um 200 fm frá því sem fyrst var
áætlað en heildargólfflötur verður
1.700 fm. í nýju byggingunni verður
pláss fýrir 26 manns á hjúkrunar-
deild en einnig verður í byggingunni
skrifstofuaðstaða og þjónusturými
er nýtast mun öllum heimilismönn-
um á Dvalarheimilinu Ási. Aðspurð-
ur sagðist Gísli búast við því að um
25 ný störf myndu skapast við hjúkr-
unarheimilið er það tekur til starfa.
Áætlaður byggingarkostnaður þess
er 230 milljónir króna.
OLAF Forberg,
verkefnisstjóri.
Kiwanismenn gáfu tölvur
í grunnskólana í Eyjum
Vestmannaeyjum - Kiwanisklúbb-
urinn Helgafell í Vestmannaeyjum
færði grunnskólunum í Eyjum veg-
lega gjöf fyrir skömmu. Áfhending
gjafarinnar fór fram í tölvuveri
Hamarsskólans að viðstöddum full-
trúum Kiwanisklúbbsins og grunn-
skólanna.
Guðmundur Jóhannsson, forseti
Helgafells, flutti stutt ávarp og af-
henti gjöfina. Hann sagði að í til-
efni 30 ára afmælis klúbbsins hefði
verið ákveðið að gefa tíu tölvur með
tilheyrandi búnaði í grunnskólana
í Vestmannaeyjum, fimm í Hamars-
skóla og fimm í barnaskólann. Hann
sagði að einkunnarorð þeirra Kiw-
anismanha undanfarið hefði verið
Börnin fyrst og fremst, og því hafi
þeim þótt vel við hæfi að gera eitt-
hvað fyrir börnin nú á þessu afmæl-
isári klúbbsins. Tölvurnar sem gefn-
ar voru eru allar af Hyundai-gerð,
pentíum-vélar með öllum nauðsyn-
legum fylgibúnaði og forritum og
er verðmæti gjafarinnar 1,6 milljón-
ir króna.
Guðmundur sagði að fé til kaupa
á þessum tækjum hefði fyrst og
fremst verið aflað með sölu sælgæt-
is fyrir jólin. Hann sagði að bæjarbú-
ar tækju alltaf vel á móti Kiwanis-
mönnum þegar þeir seldu sælgætið
og það væri því öflugur stuðningur
bæjarbúa sem gerði þeim Kiwanis-
mönnum kleift að gefa þessa gjöf.
Að loknu ávarpinu afhenti Guð-
mundur fulltrúum bamaskólans og
Hamarsskóla gjafabréf til staðfest-
ingar á gjöfinni.
Halldóra Magnúsdóttir, skóla-
stjóri Hamarsskóla, þakkaði Kiwan-
ismönnum glæsilega gjöf og sagði
að með henni væri nýtt og stórt
skref stigið fram á við í tölvumálum
skólanna. Þessi gjöf opnaði mögu-
leikann á að fara að koma tölvu
fyrir í hverri kennslustofu, en að
því væri stefnt.
Jóna Olafsdóttir, yfirkennari í
barnaskólanum, tók undir orð Hall-
dóru og þakkaði fyrir hönd barna-
skólans en að því loknu flutti Sig-
urður Símonarson, skólamálafull-
Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjömsdóttir
RAGNAR Jónsson, bóndi í Akumesi, og Sveinn, sonur hans,
huga að uppskerunni.
eyri hefur verið bændum hér
mjög innan handar með ræktun-
ina og meðal annars þreskti hann
fyrir þá í fyrrahaust en nú í sum-
ar var stofnað einkahlutafélag
um kaup á þreskivél sem kom-
ræktabændur í sýslunni standa
að. Kaupfélag Austur-Skaftfell-
inga, Framleiðnisjóður landbún-
aðarins, Hornafjarðarbær og
Borgarhafnarhreppur styrktu
vélakaupin.
Guðmundur Jóhannesson,
ráðunautur Búnaðar samband
A-Skaft., sagði færri sólarstund-
ir í sumar vera ástæðuna fyrir
minni uppskeru. „Ef hefði verið
um 10 sólardaga að ræða í við-
bót í sumar hefði uppskeran
strax verið betri. Þessu minni
uppskera gerir útlagðan kostnað
á fóðurkíló 6-7 krónum meiri
en i fyrra, en innflutt korn hefur
heldur lækkað í verði að sama
skapi, þannig að hugsjón bænd-
anna verður að spila með meðan
meiri reynsla er að koma á rækt-
unina,“ sagði Guðmundur.
Tvö útköll
sama dag
hjá slökkvi-
liðinu í Eyjum
Vestmannaeyjum - Slökkvilið
Vestmannaeyja var tvívegis kallað
út á fimmtudag en afar sjaldgæft
er að liðið sé kallað út tvisvar sama
daginn.
Um klukkan tvö eftir hádegi var
Slökkviliðið kallað að húsinu við
Skóiaveg 31 en þar var þá mikill
reykur á neðri hæð. Ragnar Bald-
vinsson varaslökkviliðsstjóri sagði
að mikinn reyk hefði lagt frá íbúð-
inni er liðið kom á staðinn en engan
eld var að sjá. Við athugun kom í
ljós að verið var að standsetja íbúð-
ina og var olíukyntur blásari notað-
ur til að kynda upp. Reykurinn í
íbúðinni stafaði frá bilun í blásaran-
um og urðu engar skemmdir á hús-
næðinu.
Mánuðir frá síðasta
útkalli
Klukkan fimm síðdegis var
slökkviliðið kallað út aftur. Mikinn
reyk lagði þá frá trollbátnum Baldri
sem lá í Friðarhöfn. Að sögn Ragn-
ars var brúin læst og varð að bijót-
ast inn í hana til að kanna aðstæð-
ur. Enginn hiti var í bátnum, ein-
ungis mikill reykur og sviðalykt,
og við athugun kom í ljós að díóðu-
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
SLÖKKVILIÐSMENN við
störf um borð í Baldri VE í
Friðarhöfn í Eyjum.
bretti í vélarrúmi hafði brunnið og
rafmagnskaplar sviðnað og bráðn-
að. Tjón var óverulegt.
Ragnar sagði að mjög óvenjulegt
væri að tvö útköll kæmu á sama
degi því yfirleitt liðu vikur og jafn-
vel mánuðir á milli útkalla. Til
dæmis hefðu verið komnir nokkrir
mánuðir frá síðasta útkalli þegar
fyrra útkallið á fimmtudaginn kom.
Hann sagði að margir slökkviliðs-
menn hefðu því verið allt að því
vantrúaðir á að það væri aftur út-
kall þegar seinna útkallið kom.
„Þetta var þó bara lítið í báðum
tilfellum, sem betur fer, og vonandi
líða einhveijir mánuðir áður en við
verðum kallaðir út næst,“ sagði
Ragnar.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
GUÐMUNDUR Jóhannsson, forseti Helgafells, afhendir Jónu og
Halldóru gjafabréf til staðfestingar tölvugjöfinni.
trúi, ávarp og þakkaði gjöfina og væri lofsvert og bæri vott um það
framtak Kiwanismanna. Hann að þeir ynnu eftir kjörorði sínu:
sagði að ljóst væri að framtak þeirra Börnin fyrst og fremst.