Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT I 'l&N BBaæf* fpw V. ' Ný stjórn í Kaz- akhstan Alamatíj. Reuters. ÞING Kazakhstans útnefndi í gær yfirmann ríkisolíufyrir- tækisins forsætisráðherra í kjölfar afsagnar Akezhans Kazhegeldíns. Hinn nýi for- sætisráðherra, Nurlan Balgimbajev, sagði að engra stefnubreytinga væri að vænta. Forseti landsins, Nursultan Nazarbajev, hafði gagnrýnt harðlega umbætur fráfarandi stjómar og sagt þær lítflmót- legar og ruglingslegar. Forset- inn hefur afgerandi fram- kvæmdavald og sögðu aðstoð- armenn Balgimbajevs að til- kynnt yrði um útnefningu fleiri ráðherra innan tíðar, en ætlun forsetan væri sú, að stjómin yrði „fámenn og fagleg“. Balgimbajev hefur lengi verið starfsmaður í olíuiðnaði Kazakhstans, sem er fyrrum Sovélýðveldi, og lagði til við Nazarbajev að landið yrði gert að sjötta mesta olíuframleið- anda heimsins með því að auka framleiðslu á hráolíu í 170 milljónir tonna árið 2010 úr 27 miljónum tonna, sem reiknað er með að verði fram- leidd i ár. Reuters Viðbúnað- ur á Yom Kippur STJÓRNVÖLD í ísrael gripu til ýtrustu öryggisráðstafana í gær, þegar gyðingar þjuggu sig undir að halda Yom Kippur-daginn heilagan, en það er mesti hátíðar- dagur dagatals gyðinga. Ottuð- ust öryggissveitir ísraela að pa- lestínskir öfgamenn myndu nota daginn til að efna til hefndar- árása vegna tilraunar ísraelskra leyniþjónustumanna til að ráða einn af leiðtogum Hamas-sam- taka herskárra Palestínumanna af dögum í Jórdaníu. Hér ganga hermenn framhjá öldruðum Pal- estinumanni í einu öngstræta gömlu miðborgar Jerúsalem. -----♦------- Britanniu verður lagt London. The Daily Telegraph. BRESKA stjórnin tilkynnti í gær, að drottningarsnekkjunni, Britann- iu, yrði lagt 11. desember. Elísabet drottning er sögð hafa skilning á ákvörðuninni. Rekstur snekkjunnar hefur kostað breska skattgreiðend- ur jafnvirði rúmlega 1,3 milljarða króna á ári. William Hague slítur flokksþingi breska íhaldsflokksins Boðar umburðar- lynda íhaldsstefnu Reuters WILLIAM Hague, leiðtogi breska íhaldsflokksins, harmaði við lok flokksþingsins í gær mistök fyrirrennara sinna í Evrópumál- um. Við hlið Hagues er unnusta hans, Fion Jenkins. Blackpool. Reuters. Daily Telegraph. WILLIAM Hague freistaði þess að færa íhaldsflokkinn breska út úr skugga fortíðarinnar er hann sleit velheppnuðu flokksþingi í Blackpool í gær. Lýsti hann þar framtíðarsýn sinni varðandi flokkinn og boðaði „milda íhaldsstefnu með umhyggju- semi að kjama“. Hague boðaði nýja ímynd flokks sem yrði að vera í senn umburðar- lyndur og opinn en samt sem áður byggjast á rótgrónum grundvallar- reglum. Sagði hann stefnu sína ólíka stefnu Verkamannaflokksins sem hann hélt fram að hefði engin markmið né undirstöðureglur; hefði glatað siðferðisáttavita sínum og léti nú stjómast af „nýrri og óaðlað- andi tortryggni“. Gagnrýndi hann Verkamannaflokkinn fyrir „ráðríki" og forræðishyggju og sagði að þess væri að vænta að stjórn Tonys Bla- irs kæmi aftan að þjóðinni með „læ- víslegum“ skattahækkunum. Hague sagði að framtíð íhalds- flokksins myndi grundvallast á frelsi, framtakssemi, menntun, sjálfstrausti, skyldum gagnvart ná- unganum, samúð og þjóðinni. Flokkurinn yrði að komast á ný í snertingu við almenning, „uppgötva aftur hið fordómalausa og um- hyggjusama" hjarta sitt og ganga í endurnýjun lífdaga. Hann yrði að höfða til sem flestra, vera öllum opinn, lýðræðislegur, hlusta á öll sjónarmið og draga lærdóma af þeim. Sagði hann íhaldsflokkinn verða að vera skjól minnihlutahópa, ein- stæðra foreldra og homma, svo nokkuð væri nefnt en fyrr í vikunni hélt hann því fram að hroki, spill- ing, sjálfumgleði og tillitsleysi hefði leitt til ósigurs flokksins í kosning- unum í maí. Um leið og hann útskýrði hina nýju flokkslínu notaði hann tæki- færið til að afneita Tebbit lávarði, fyrrverandi flokksformanni, sem mælt hafði gegn opnun gagnvart ólíkum menningarheimum í ræðu á þinginu. Nefndi hann lávarðinn reyndar ekki á nafn en gagnrýndi boðskap hans og bar lofsyrði á ólíka þjóðmenningu sem hann sagði að mætti blómstra í Bretlandi. Mistök Thatchers og Majors í Evrópumálum Jafnframt fólst leynd gagnrýni á John Major og Margaret Thatcher í framtíðarræðunni en þau voru fjármála- og forsætisráðherra er Bretar gerðust aðilar að gengissam- starfí Evrópu (ERM). „Þegar litið er yfir farinn veg voru það mikil mistök að ganga í ER 1990. Við hefðum átt að hafa hugrekki til að standa utan við samstarfíð. Vera okkar þar og síðan brotthvarfið tveimur árum seinna skaðaði flokk- inn okkar og trúverðuleika hans stórlega og við vorum látnir gjalda þess. Látum það ekki henda aftur að fara inn í eitthvert samstarf án þess að vera undir það búnir,“ sagði Hague. Hague var talinn hafa storkað íhaldssömum þingfulltrúum er hann ákvað að deila hótelher- bergi með unnustu sinni í Black- pool. í anda nýs umburðarlyndis sagðist hann geta umborið framhjá- hald fulltrúa í skuggaráðuneytinu en sagði sjálfgert að refsa þeim fyrir íjármálaspillingu. Verið getur að umbætur Hagues á Ihaldsflokknum eigi eftir að mæta fyrirstöðu, ekki síst hjá aftur- haldssamari öflum í þingflokknum. Meðal mála sem orðið geta ásteyt- ingarsteinn er aðild að sameiginleg- um gjaldmiðli Evrópu sem hann hefur útilokað aðild að næstu 10 árin, Evrópusinnum í flokknum til armæðu. Samtök gegn jarðsprengjum fá fnðarverðlaun Nóbels Eykur líkur á að her- veldi samþykki bannið Ósló. Reuters. TILKYNNT var í gær að alþjóðleg samtök, sem berjast fyrir banni við jarðsprengjum, og leiðtogi þeirra fengju friðarverðlaun Nó- bels í ár. Talið er að ákvörðunin auki líkurnar á því að herveldi heimsins fallist á alþjóðlegan sátt- mála um algjört bann við jarð- sprengjum á næstu árum. Nóbelsverðlaunanefndin í Ósló kvaðst hafa valið samtökin Alþjóð- leg herferð fyrir jarðsprengju- banni, ICBL, og bandarísku kon- una Jody Willams, Ieiðtoga sam- takanna, vegna baráttu þeirra fyr- ir jarðsprengjubanni og hreinsun sprengjubelta í heiminum. Sex hreyfíngar í Bandaríkjunum og Evrópu stofnuðu ICBL árið 1992 og síðan hafa rúmlega þúsund hreyfingar frá nær 60 ríkjum gengið í samtökin. Fjölskylda Díönu ánægð „ICBL og Jody Williams hófu herferð sem hefur á fimm árum breytt banni við jarðsprengjum frá því að vera hugsjón í raunhæfan möguleika,“ sagði í tilkynningu verðlaunanefndarinnar. Leiðtogi samtak- anna, Jody Will- iams, fær helming verðlaunanna Mikill skriður hefur verið á bar- áttunni gegn jarðsprengjubanninu síðustu fimm árin og hún náði hámarki eftir dauða Díönu prins- essu, sem hafði barist fyrir bann- inu. Formaður verðlaunanefndar- innar, Francis Sejersted, sagði þó að ákvörðunin tengdist ekki Díönu beint en bætti við: „Við gerum okkur fulla grein fyrir því að marg- ir einstaklingar og hópar hafa lagt sitt af mörkum til baráttunnar." Fjölskylda Díönu kvaðst mjög ánægð með að samtök sem berð- ust fyrir jarðsprengjubanni skyldu hafa orðið fyrir valinu. Prinsessan fór til Angóla í fyrra til að vekja athygli á hættunni sem stafar af jarðsprengjum en áætlað er að 26.000 manns deyi eða særist al- varlega af völdum þeirra á ári hveiju. Myndir af prinsessunni með börnum, sem hafa misst útlimi vegna þessara vopna, vöktu mikla athygli um allan heim. Rúmlega 100 ríki samþykktu sáttmála um bann við jarðsprengj- um á ráðstefnu í Ósló í liðnum mánuði, en hann nýtur ekki stuðn- ings margra ríkja, þeirra á meðal Bandaríkjanna, Rússlands, Kína, Kúbu, Norður-Kóreu, íraks og ír- ans. Fórnarlömb jarðsprengna og hreyfingar, sem starfað hafa við hreinsun sprengjubelta víða um heim, fögnuðu vali nefndarinnar í Ósló og sögðu að ákvörðunin myndi hafa mikil áhrif á líf fólks í mörgum stríðshijáðum löndum. Tveir kínverskir andófsmenn, Wei Jingsheng og Wang Dan, voru á meðal þeirra sem taldir voru lík- legastir til að fá friðarverðlaunin að þessu sinni. Stjómarerindrekar í Peking sögðu líklegt að kínversku stjóminni hefði létt mjög þegar val verðlaunanefndarinnar var til- kynnt. Verðlaunin verða afhent við at- höfn í Ósló 10. desember og verð- launaféð er 7,5 milljónir sænskra króna, 72 milljónir íslenskra. Reuters JODY Williams, leiðtogi samtakanna Alþjóðlcgrar herferðar fyrir jarðsprengjubanni, ICBL, faðmar samstarfsmann sinn eft- ir að tilkynnt var að samtökin fengju friðarverðlaun Nóbels í ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.