Morgunblaðið - 11.10.1997, Page 20

Morgunblaðið - 11.10.1997, Page 20
20 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT I 'l&N BBaæf* fpw V. ' Ný stjórn í Kaz- akhstan Alamatíj. Reuters. ÞING Kazakhstans útnefndi í gær yfirmann ríkisolíufyrir- tækisins forsætisráðherra í kjölfar afsagnar Akezhans Kazhegeldíns. Hinn nýi for- sætisráðherra, Nurlan Balgimbajev, sagði að engra stefnubreytinga væri að vænta. Forseti landsins, Nursultan Nazarbajev, hafði gagnrýnt harðlega umbætur fráfarandi stjómar og sagt þær lítflmót- legar og ruglingslegar. Forset- inn hefur afgerandi fram- kvæmdavald og sögðu aðstoð- armenn Balgimbajevs að til- kynnt yrði um útnefningu fleiri ráðherra innan tíðar, en ætlun forsetan væri sú, að stjómin yrði „fámenn og fagleg“. Balgimbajev hefur lengi verið starfsmaður í olíuiðnaði Kazakhstans, sem er fyrrum Sovélýðveldi, og lagði til við Nazarbajev að landið yrði gert að sjötta mesta olíuframleið- anda heimsins með því að auka framleiðslu á hráolíu í 170 milljónir tonna árið 2010 úr 27 miljónum tonna, sem reiknað er með að verði fram- leidd i ár. Reuters Viðbúnað- ur á Yom Kippur STJÓRNVÖLD í ísrael gripu til ýtrustu öryggisráðstafana í gær, þegar gyðingar þjuggu sig undir að halda Yom Kippur-daginn heilagan, en það er mesti hátíðar- dagur dagatals gyðinga. Ottuð- ust öryggissveitir ísraela að pa- lestínskir öfgamenn myndu nota daginn til að efna til hefndar- árása vegna tilraunar ísraelskra leyniþjónustumanna til að ráða einn af leiðtogum Hamas-sam- taka herskárra Palestínumanna af dögum í Jórdaníu. Hér ganga hermenn framhjá öldruðum Pal- estinumanni í einu öngstræta gömlu miðborgar Jerúsalem. -----♦------- Britanniu verður lagt London. The Daily Telegraph. BRESKA stjórnin tilkynnti í gær, að drottningarsnekkjunni, Britann- iu, yrði lagt 11. desember. Elísabet drottning er sögð hafa skilning á ákvörðuninni. Rekstur snekkjunnar hefur kostað breska skattgreiðend- ur jafnvirði rúmlega 1,3 milljarða króna á ári. William Hague slítur flokksþingi breska íhaldsflokksins Boðar umburðar- lynda íhaldsstefnu Reuters WILLIAM Hague, leiðtogi breska íhaldsflokksins, harmaði við lok flokksþingsins í gær mistök fyrirrennara sinna í Evrópumál- um. Við hlið Hagues er unnusta hans, Fion Jenkins. Blackpool. Reuters. Daily Telegraph. WILLIAM Hague freistaði þess að færa íhaldsflokkinn breska út úr skugga fortíðarinnar er hann sleit velheppnuðu flokksþingi í Blackpool í gær. Lýsti hann þar framtíðarsýn sinni varðandi flokkinn og boðaði „milda íhaldsstefnu með umhyggju- semi að kjama“. Hague boðaði nýja ímynd flokks sem yrði að vera í senn umburðar- lyndur og opinn en samt sem áður byggjast á rótgrónum grundvallar- reglum. Sagði hann stefnu sína ólíka stefnu Verkamannaflokksins sem hann hélt fram að hefði engin markmið né undirstöðureglur; hefði glatað siðferðisáttavita sínum og léti nú stjómast af „nýrri og óaðlað- andi tortryggni“. Gagnrýndi hann Verkamannaflokkinn fyrir „ráðríki" og forræðishyggju og sagði að þess væri að vænta að stjórn Tonys Bla- irs kæmi aftan að þjóðinni með „læ- víslegum“ skattahækkunum. Hague sagði að framtíð íhalds- flokksins myndi grundvallast á frelsi, framtakssemi, menntun, sjálfstrausti, skyldum gagnvart ná- unganum, samúð og þjóðinni. Flokkurinn yrði að komast á ný í snertingu við almenning, „uppgötva aftur hið fordómalausa og um- hyggjusama" hjarta sitt og ganga í endurnýjun lífdaga. Hann yrði að höfða til sem flestra, vera öllum opinn, lýðræðislegur, hlusta á öll sjónarmið og draga lærdóma af þeim. Sagði hann íhaldsflokkinn verða að vera skjól minnihlutahópa, ein- stæðra foreldra og homma, svo nokkuð væri nefnt en fyrr í vikunni hélt hann því fram að hroki, spill- ing, sjálfumgleði og tillitsleysi hefði leitt til ósigurs flokksins í kosning- unum í maí. Um leið og hann útskýrði hina nýju flokkslínu notaði hann tæki- færið til að afneita Tebbit lávarði, fyrrverandi flokksformanni, sem mælt hafði gegn opnun gagnvart ólíkum menningarheimum í ræðu á þinginu. Nefndi hann lávarðinn reyndar ekki á nafn en gagnrýndi boðskap hans og bar lofsyrði á ólíka þjóðmenningu sem hann sagði að mætti blómstra í Bretlandi. Mistök Thatchers og Majors í Evrópumálum Jafnframt fólst leynd gagnrýni á John Major og Margaret Thatcher í framtíðarræðunni en þau voru fjármála- og forsætisráðherra er Bretar gerðust aðilar að gengissam- starfí Evrópu (ERM). „Þegar litið er yfir farinn veg voru það mikil mistök að ganga í ER 1990. Við hefðum átt að hafa hugrekki til að standa utan við samstarfíð. Vera okkar þar og síðan brotthvarfið tveimur árum seinna skaðaði flokk- inn okkar og trúverðuleika hans stórlega og við vorum látnir gjalda þess. Látum það ekki henda aftur að fara inn í eitthvert samstarf án þess að vera undir það búnir,“ sagði Hague. Hague var talinn hafa storkað íhaldssömum þingfulltrúum er hann ákvað að deila hótelher- bergi með unnustu sinni í Black- pool. í anda nýs umburðarlyndis sagðist hann geta umborið framhjá- hald fulltrúa í skuggaráðuneytinu en sagði sjálfgert að refsa þeim fyrir íjármálaspillingu. Verið getur að umbætur Hagues á Ihaldsflokknum eigi eftir að mæta fyrirstöðu, ekki síst hjá aftur- haldssamari öflum í þingflokknum. Meðal mála sem orðið geta ásteyt- ingarsteinn er aðild að sameiginleg- um gjaldmiðli Evrópu sem hann hefur útilokað aðild að næstu 10 árin, Evrópusinnum í flokknum til armæðu. Samtök gegn jarðsprengjum fá fnðarverðlaun Nóbels Eykur líkur á að her- veldi samþykki bannið Ósló. Reuters. TILKYNNT var í gær að alþjóðleg samtök, sem berjast fyrir banni við jarðsprengjum, og leiðtogi þeirra fengju friðarverðlaun Nó- bels í ár. Talið er að ákvörðunin auki líkurnar á því að herveldi heimsins fallist á alþjóðlegan sátt- mála um algjört bann við jarð- sprengjum á næstu árum. Nóbelsverðlaunanefndin í Ósló kvaðst hafa valið samtökin Alþjóð- leg herferð fyrir jarðsprengju- banni, ICBL, og bandarísku kon- una Jody Willams, Ieiðtoga sam- takanna, vegna baráttu þeirra fyr- ir jarðsprengjubanni og hreinsun sprengjubelta í heiminum. Sex hreyfíngar í Bandaríkjunum og Evrópu stofnuðu ICBL árið 1992 og síðan hafa rúmlega þúsund hreyfingar frá nær 60 ríkjum gengið í samtökin. Fjölskylda Díönu ánægð „ICBL og Jody Williams hófu herferð sem hefur á fimm árum breytt banni við jarðsprengjum frá því að vera hugsjón í raunhæfan möguleika,“ sagði í tilkynningu verðlaunanefndarinnar. Leiðtogi samtak- anna, Jody Will- iams, fær helming verðlaunanna Mikill skriður hefur verið á bar- áttunni gegn jarðsprengjubanninu síðustu fimm árin og hún náði hámarki eftir dauða Díönu prins- essu, sem hafði barist fyrir bann- inu. Formaður verðlaunanefndar- innar, Francis Sejersted, sagði þó að ákvörðunin tengdist ekki Díönu beint en bætti við: „Við gerum okkur fulla grein fyrir því að marg- ir einstaklingar og hópar hafa lagt sitt af mörkum til baráttunnar." Fjölskylda Díönu kvaðst mjög ánægð með að samtök sem berð- ust fyrir jarðsprengjubanni skyldu hafa orðið fyrir valinu. Prinsessan fór til Angóla í fyrra til að vekja athygli á hættunni sem stafar af jarðsprengjum en áætlað er að 26.000 manns deyi eða særist al- varlega af völdum þeirra á ári hveiju. Myndir af prinsessunni með börnum, sem hafa misst útlimi vegna þessara vopna, vöktu mikla athygli um allan heim. Rúmlega 100 ríki samþykktu sáttmála um bann við jarðsprengj- um á ráðstefnu í Ósló í liðnum mánuði, en hann nýtur ekki stuðn- ings margra ríkja, þeirra á meðal Bandaríkjanna, Rússlands, Kína, Kúbu, Norður-Kóreu, íraks og ír- ans. Fórnarlömb jarðsprengna og hreyfingar, sem starfað hafa við hreinsun sprengjubelta víða um heim, fögnuðu vali nefndarinnar í Ósló og sögðu að ákvörðunin myndi hafa mikil áhrif á líf fólks í mörgum stríðshijáðum löndum. Tveir kínverskir andófsmenn, Wei Jingsheng og Wang Dan, voru á meðal þeirra sem taldir voru lík- legastir til að fá friðarverðlaunin að þessu sinni. Stjómarerindrekar í Peking sögðu líklegt að kínversku stjóminni hefði létt mjög þegar val verðlaunanefndarinnar var til- kynnt. Verðlaunin verða afhent við at- höfn í Ósló 10. desember og verð- launaféð er 7,5 milljónir sænskra króna, 72 milljónir íslenskra. Reuters JODY Williams, leiðtogi samtakanna Alþjóðlcgrar herferðar fyrir jarðsprengjubanni, ICBL, faðmar samstarfsmann sinn eft- ir að tilkynnt var að samtökin fengju friðarverðlaun Nóbels í ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.