Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 27 Fréttaflutning- ur af Seðla- A banka Islands ENN einu sinni hefur lífleg umræða farið fram í fjölmiðlum og í þjóðfélaginu um mál- efni Seðlabanka ís- lands. Síst væri nokkuð við það að athuga ef umræðan væri mál- efnaleg og ef frétta- menn sem um málin fjalla sýndu þann metn- að og þá fagmennsku sem krefjast verður af þeim. I ijölmiðlum hljóma upphrópanir um flakk bankamanna, að Seðlabankinn sé helsta spillingarbæli landsins og, svo sérstakt dæmi sé tekið, að fulltrúar bankans hafi tæpast átt erindi á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans í síðasta mán- uði. Blaðamaður sem um það fjallaði hlustaði ekki á skýringar á þátttöku fulltrúa bankans né að Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn greiddi kostnað af þátttöku formanns bankastjómar. Enn síður kannaðist hann við að bankinn hefði sent frá sér frétt um fundinn. Eitt dagblaðanna birti for- síðufrétt af því að lögfræðideild Seðlabankans væri að rannsaka ferðamál Steingríms Hermannsson- ar (og vék raunar að hinu sama í leiðara). Fýrir þeirri frétt var ekki flugufótur. Seðlabankinn gegnir þýðingarmiklu hlutverki í íslensku efnahagslífí. Ingimundur Friðriks- son telur upphlaup fjöl- miðla gegn Seðlabank- anum í þriðja sinn í ár beinlínis varasamt. Hneykslunin beinist mjög að ut- anferðum bankastjóra Seðlabankans án þess að þær séu settar í sam- hengi við miklar alþjóðlegar skyldur og skuldbindingar bankans (sjá grein formanns bankaráðs í Morgun- blaðinu 8. október sl.). Aldrei er sýnd viðleitni til þess að meta árang- ur af starfsemi bankans á alþjóða- vettvangi. Ejölmargar opinberar stofnanir sinna mikilvægum alþjóð- legum erlendum samskiptum með þeim kostnaði sem því er samfara en þykir ekki fréttnæmt eða að- finnsluvert. Er það kannski orðið þjóðarsport að eltast við Seðlabank- ann eða er kannski staðreyndin sú að Seðlabankinnn hefur jafnan látið upplýsingar greiðlega af hendi þegar eftir hefur verið leitað og því auð- velt um að fjalla. Upphlaup fjölmiðla gegn Seðla- bankanum í þriðja sinn í ár er beinlín- is varasamt. Seðlabankinn gegnir þýðingarmiklu hlutverki í íslensku efnahagslífí. Hann mótar og fram- fylgir peningastefnu sem hefur verð- stöðugleika að markmiði og gætir þess að stofnanir á fjármagnsmark- aði fari eftir þeim reglum sem um starfsemi þeirra gilda, þ.e. að fyllsta öryggis sé gætt í rekstri þeirra. Ómaklegar og ómálefnalegar árásir á stofnunina geta skaðað möguleika hennar til þess að sinna því hlutverki sem lög kveða á um að hún skuli sinna. Auk þess skaða þær stórlega og að ósekju starfsmenn bankans því Qölmiðlar og síðan almenningur hafa tilhneigingu til þess að marka alla sem þar starfa spillingarmarki. í Seðlabanka Islands starfa 140 manns sem hafa starfsheiður að veija. Hann hafa þeir tæpast getað varið nema með verkum sínum sem lítill gaumur er gefínn í opinberri umræðu. Þetta er fólk sem vinnur störf sín af samviskusemi og fag- mennsku en má sæta því, ásamt fjölskyldum sínum, að vera nítt niður hvar sem það kemur fyrir það eitt að vera tengt Seðlabankanum. Yerk starfsmanna tala sínu máli og tæpast verður um það deilt að bankinn hafí sinnt margþættu hlutverki sínu með góðum ár- angri. Skilningur virðist al- mennt ríkja á að Seðla- bankinn hafí undanfar- in misseri fylgt peningastefnu sem tryggt hefur framhald stöðugleika í verðlagi og efnahagslífí. Umræður sem sköpuðust síðla sumars um stefnu bankans í vaxta- og gengis- málum voru málefnalegar og gagn- legar jafnt Seðlabankanum sem öðr- um, enda skýrðu þær ýmsa mik- ilvæga þætti í mati á ríkjandi efna- hagsaðstæðum og á forsendum stefnunnar í peningamálum, a.m.k. fyrir þeim sem áhuga höfðu. Það háir hins vegar opinberri umræðu hve mikillar vanþekkingar gætir á fjölmiðlunum um hlutverk Seðla- bankans í íslensku efnahagslífi, eins og umræða liðinna daga hefur borið með sér. Athyglisverð er yfirlýsing ritstjóra dagblaðs í blaði sínu 9. október sl. að á hagstjórn, peninga- málum og raunverulegri seðlabanka- starfsemi hafi „örfáir núlifandi ís- lendingar vit og enginn á fjölmiðl- um“! Hvar er metnaðurinn? Varðandi þá holskeflu vandlæt- ingar sem nú ríður yfir Seðlabank- ann er rétt að minna á að allar regl- ur sem gilda um bankastjóra Seðla- bankans höfðu verið birtar í svörum til Alþingis sl. vetur. Engum þurfti að koma á óvart hverjar þær eru. Allar upplýsingar um kjör banka- stjóra Seðlabankans hafa verið uppi á borðinu. Bankaráð er kosið af Al- þingi og þar sitja fulltrúar stjórn- málaflokkanna, Alþýðuflokks, Sjálf- stæðisflokks, Framsóknarflokks og Samtaka um kvennalista. Bankaráð hefur yfirumsjón með starfsemi bankans og setur reglur m.a. um bifreiðakostnað og ferðalög banka- stjóra. Þessar reglur eru settar með hliðsjón af reglum sem gilda annars staðar, svo sem um ráðherra og í öðrum bönkum og opinberum stofn- unum. Bankaráð Seðlabankans hef- ur síður en svo höfundarrétt á þeim. Línur eru lagðar annars staðar en lítil viðleitni er sýnd til þess að graf- ast fyrir um þá hluti. Ef eitthvað er þá hafa reglur sem gilda um starf- semi Seðlabankans verið strangari en í öðrum stofnunum. í Seðlabankanum starfar innri endurskoðun sem heyrir beint undir bankaráð. Hún fylgist m.a. með því að eftir reglum sé farið. Ráðherra- skipaður löggiltur endurskoðandi endurskoðar einnig allar hliðar á starfsemi bankans, þar með talda háttsemi bankastjóra, og gerir at- hugasemdir eftir því sem hann telur ástæðu til. í þriðja lagi endurskoðar Ríkisendurskoðun starfsemi bank- ans og ríkisendurskoðandi gerir sín- ar athugasemdir eftir því sem hann telur efni til. Nýlega upplýstist opin- berlega um tiltekna aðfinnslu end- urskoðenda sem sýnir að innra eftir- litið er virkt. Er of djarft að fara fram á sann- gjarna og málefnalega umfjöllun og að frammistaða bankastjórnar og starfsmanna verði metin eins og hún endurspeglast í verkum bankans? Höfundur eraðstoðarbanknstjóri Seðlabanka íslands. Ingimundur Friðriksson Festa sú sem Davíð Oddsson hefur sýnt, er að mati Kristjáns Pálsson, lofsverð og rétt. var mér ofboðið þegar fjölmiðlar túlkuðu það sem sigur fyrir Kín- veija!! Ég sagði í ræðu á Alþingi um utanríkismál að þama birtist kúgun Kínveija í sinni réttu mynd og væri trúlega fyrsta alvöru skref- ið í kúgun þeirra á hinum vestræna heimi. Sú festa sem Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur sýnt í sam- skiptum sínum við Kínastjórn síð- ustu daga, vegna mótmæla þeirra og hótana vegna heimsóknar Tævana hingað, er lofsverð. Það eru fáir aðrir þjóðarleiðtogar í hin- um vestræna heimi í dag sem hefðu staðið keikir fyrir framan stórveld- ið og haldið sínu striki eins og hann hefur gert. Það er tímabært að vestrænar þjóðir láti annað ráða afstöðu sinni en hrein viðskipta- sjónarmið. Mannúðar- og /relsis- hugsjónin er ekki dauð á íslandi, það má Golíat vita. Höfundur er þingmaður Reyknesinga. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 922 þáttur GEIR Magnússon skrifar mér „hvort blása mætti af“ loðnuver- þetta ekki lengra að sinni. athyglisvert bréf alla leið vestan tíð í ár. To blow off er lélegt Þinn einlægur.“ frá Pennsylvaníu í Bandaríkjum götustrákamál og þýðir sitt- ★ Norður-Ameríku. Ég þakka hon- hvað, svo sem að vanrækja Mikill óskaplegur stórsnill- um virktavel fyrir bréfíð, og birt- skuldbindingar eða þykjast ekki ingur var Einar Ben. Lesi menn ist það hér með einu innskoti sjá eða heyra einhvern eða eitt- til dæmis fyrsta kaflann af þýð- og smávegis styttingu: hvað. Tel ég að betra hefði ver- ingu hans á Pétri Gaut. Það yKæri Gísli. ið að nota orðasambandið að liggur við að mig langi til að I afdölum í Kentucky eru afskrifa. í grein um heimsókn lesa þetta á frummálinu. Ég er sagðir búa afkomendur land- skemmtiferðaskips til ísafjarðar viss um að Einar hefur verið nema frá fyrstu árum landnáms stóð undir mynd af fólki á betri en Ibsen. hér, sem sökum einangrunar bryggju, að flestir farþegar og ★ tala enska tungu eins og hún margir úr skipshöfninni hefðu Mér hefur um sinn veist sá hljómaði á dögum Elísabetar „gengið í land“. Ég skildi þetta unaður og munaður að hlýða á drottningar hinnar fyrstu. sem svo, að fólkið og áhöfnin Gísla Halldórsson lesa söguna Mér fínnst stundum, þegar ég hefðu tekið pokann sinn og var um Góða dátann Svejk í heims- les Morgunblaðið, að ég hljóti ekki hissa á því, skipstjórinn styijöldinni. Þessi lestur er svo að vera uppdagað nátttröll eins hefur tvisvar „strandað skip- fágæt list, að mig skortir hæfi- og þeir afdalamenn. Mér finnst inu“. Við lestur greinarinnar leika til þess að lýsa honum sem ég sjá sífellt meira af breyttu kom hinsvegar í ljós að blaða- vert væri. Ég held jafnvel að máli í blaðinu, bæði það, sem maðurinn ætlaði að segja fólkið lesari gæti blásið lífsanda í texta skrifað er af blaðamönnum, og hefði skroppið í land. Mér hefur sem væri stórum verri en þýðing það, sem haft er orðrétt eftir alltaf fundist að ganga í land Karls ísfelds. En hún er kapít- viðmælendum. Sumt virðist vera af skipi þýddi að taka pokann uli út af fyrir sig. Því miður erlend áhrif, annað breytt mál- sinn, að fara alfarinn í land. brestur mig tíma og kunnáttu skyn. Tel ég engan vafa á því Hugsanlegt er þó að blaðamað- til samanburðar við önnur að sjónvarpið eigi ríkan þátt í urinn hafi viljað taka það fram tungumál, en verk Karls er ótrú- þessari breytingu, það dregur sérstaklega að viðkomandi legt afrek í sjálfu sér. Orðauðg- bæði úr lestri og samræðum. hefðu gengið, en hvorki flogið in er til dæmis með ólíkindum, Hér eru nokkur dæmi máli né synt í land. Með grein um eða snilld hans í vísnaþýðingum. mínu til stuðnings. Þýddar frétt- þaravinnslu er mynd af manni Hvar annarstaðar væri hægt að ir úr norrænum málum eru full- að hífa þarapoka um borð í fínna orð eins og tékkneska ar af lausum greini, svo sem flutningaskip og segir þar að harðjaxlinum eru lögð í munn, „hin fagra sænska leikkona“, „vatnið streymi úr þaranum". þegar hann segir að hverfið „hinn ríki danski poppari", og Þarna ætti að segja að sjórinn hafi bókstaflega „ljómað í slags- svo framvegis. Kryddsíldarþýð- streymi, orðið vatn var aldrei málum“. Ríkisútvarpið á miklar ingar vaða líka uppi, baggy notað um salt vatn þegar ég var þakkir fyrir að hafa tilreitt okk- pants þýtt sem pokabuxur, eins ungur, það var annaðhvort sjór ur þetta hnossgæti. og ég sá nýlega í grein um eða pækill. Engum hefði þá dott- Karl Níelsson ísfeld fæddist klæðnað skólabarna. ið í hug að segja að vatn hefði á Sandi í Aðaldal 1906, sonur [Umsjónarmaður: Hér mun komist í lest á skipi í slæmu Áslaugar, systur Guðmundar vera átt við þær víðu og jússu- veðri né að vatnsrok hefði trufl- Friðjónssonar. Hann varð stúd- legu síðbuxur sem um hríð hafa að umferð á Skúlagötu. Þessi ent frá M.A. (í „prófessora- verið í tísku.] villa kemur líklega úr ensku, bekknum") 1932 og var síðan Hitt finnst mér sýnu verra, sem hefur ekkert orð um sjó í blaðamaður og rithöfundur. þegar ensk orðatiltæki, stundum merkingunni salt vatn úr hafinu. Hann þýddi ókjör af frægum illa þýdd, eru notuð í stað gam- Svona má lengi telja. [Hér er verkum heimsbókmenntanna og als og góðs máls. í nýlegu við- sleppt nokkrum hörðum orðum samdi sjálfur vel og mikið. Karl tali sagði viðmælandi að hádeg- um sjónvarp.] Að lokum, þá er ísfeld varð ekki gamall, dó 1960. isverður væri aldrei ókeypis. það auðvitað hugsanlegt að mig ★ Þetta er þýðing á there is no misminni, að málfar hafi ekki Hlymrekur handan kvað: free lunch, sem þýðir einfald- verið betra í minni æsku. Kaninn Magnúsi Vald. meyjarkossi lega að æ sjái gjöf til gjalda eða hefur gott máltæki um slíkt var mjð|a3 ; kaldleygjarhossi, að ekkert fáist án endurgjalds. misminni, því eldri sem maður- og þetta er dapurlegt kvæði, í fyrirsögn um frétt um lélegar inn verður, þeim mun hraðar því þau drukknuðu bæði horfur á loðnuveiðum var spurt hljóp hann sem strákur. Hef þar djúpt undir Aldeigjarfossi. Davíð o g Golíat KÍNVERJAR hafa undanfarið sýnt hin- um vestræna heimi klærnar og gefíð ótví- rætt í skyn að þær þjóðir sem ekki haga sér í takt við stefnu Kínastjórnar og dirf- ast að hafa eigin stefnu verði settar út af sakramentinu. Þær þjóðir sem ekki sam- þykkja kúgun og mannréttindabrot Kínastjórnar á eigin fólki sem og þjóðum sem Tíbetum, mega vænta hefndarráð- stafana. Þeir mann- réttindahópar { Kína sem dirfast að mótmæla stjórnarfarinu þar eru umsvifalaust settir í einangrun- arbúðir og aftökur fyrir litlar sem engar sakir eru tíðar. Þetta er hin grimma ásýnd kommúnistastjórnarinnar í Kína sem í krafti stærðar sinnar er að takast það sem Sovétríkjunum tókst aldrei, það er að þagga niður í lýð- ræðiselskandi þjóðum sem voru tilbúnar til að fórna lífinu fyrir frelsið. Nú er hinn vestræni viðskipta- markaður tilbúinn til að tapa frelsinu fyrir viðskiptasamninga við Kínveija og láta sem vind um eyru þjóta kveinstafí undirokaðra fómarlamba Kína- stjórnar. íslendingum hefur Kristján aldrei látið að lúta ut- Pálsson anaðkomandi valdboði og ef eitthvað er snúist öndverðir gegn ofureflinu. Þjóð sem ber gæfu til þess að hlú að frelsinu og leyfír því að dafna mun ávallt verða í sátt við sjálfa sig og standa upp úr sama hvað á gengur. Þegar tillaga Dana um fordæm- ingu á mannréttindabroti Kínveija var felld á þingi Sameinuðu þjóð- anna í vetur vegna hótana Kínveija
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.