Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 39 J 3 I J I I 1 1 I I I I I 4 4 4 4 4 4 : 4 MINNINGAR háttum sínum eða viðmóti, eftir að hún var orðin einbúi í eigin íbúð. Hún hafði vanist þeim heimilishátt- um, að tekið væri vel og rausnarlega á móti gestum, bæði af alúð og myndarskap, en á heimili Önnu og Helga, sem hún nefndi jafnan „frænku" og „frænda", var alltaf mikil gestnauð. Þar var húsráðend- um metnaðarmál, að öllum væri vel veitt, og sömu venjum hélt hún á eigin heimili. Á svipstundu stóð upp- búið veisluborð í stofu, þó að gestirn- ir hefðu ekki gert nein boð á undan sér, og þeir voru látnir finna, svo að ekki varð um villst, að þeir væru hjartanlega velkomnir. Gott og fagurt var samband henn- ar við föður minn, sem henni þótti afar vænt um. Hann unni henni líka eins og hún væri hans eigin dóttir og lét sér annt um hana í einu og öllu, rétt eins og okkur bræðurna. Ferðalög voru hennar líf og yndi, og alioft fengum við hjónin að reyna, hve skemmtilegur ferðafélagi hún var, gerði gott úr öllu, sem fyrir bar og sneri öllum óþægindum og erfið- leikum, sem fyrir kunnu að koma, upp í ævintýri og hlátursefni með góðvild sinni og gamansemi. Hún tók mikinn þátt í félagsstarfi aldraðra á Selfossi, eftir að hún tók að reskj- ast, og sérstaklega sat hún sig aldr- ei úr færi að ferðast með þeim innan- lands og utan, ef heilsan leyfði, enda hafði hún af því mikla unun og eign- aðist skemmtilegar og varanlegar endurminningar, sem ekki urðu frá henni teknar. Dystu veittist jafnan auðvelt að eiga viðræður við fólk, kunnuga sem ókunnuga, var létt í tali, glaðleg og opinská, en umfram allt hlý og vin- samleg, en við þess háttar viðmót hjaðnaði léttilega öll feimni og hlé- drægni viðmælenda. Hún var víða heima og myndaði sér sjálfstæðar skoðanir um dægurmál og stefnu- mál, reistar á skarpri hugsun og langri reynslu. Þá var hún ritfær í besta lagi, eins og gagnmerk ritgerð hennar í 1. bindi safnritsins „Ysjur og austræna" sýnir glögglega. Hún bjó yfir miklum fróðleik, svo sem um vinnubrögð og málvenjur þeim tengd- ar, og fáir stóðu henni á sporði í ættfræði, enda ættrækin, stálminnug og langminnug. Fróðleik sínum beitti hún þó af hógværð og kurteisi, svo að engum fannst hann ofurliði bor- inn. Allt þetta varð meðal annars til þess, að hún laðaði að sér fólk og fólki leið vel í návist hennar, enda var hún í senn vinsæl og vinmörg. En hún var jafnframt vinföst, sannur vinur vina sinna, og þótti sem aldrei væri ofgert við þá og vinátta þeirra aldrei fulllaunuð. Aldrei keypti hún sér þó vinsældir með fagurgala eða fleðulátum, enda hefði slíkt verið víðs fjarri eðli hennar, og undirhyggju átti hún ekki til. Hún kom jafnan til dyranna eins og hún var klædd. Hún naut þess líka, þegar heils- unni tók að hnigna og þyngra varð fyrir fæti, að gott var að eiga góða vini, ættingja og nágranna með fús- ar og framréttar hjálparhendur. Þessu góða fólki erum við, sem fjarri bjuggum, afar þakklát fyrir hugul- semi og vökulan vilja til að styðja hana til sjálfstæðrar tilveru, meðan stætt var. Við erum líka þakklát forsjóninni fyrir að leyfa henni að njóta lífsins í eigin umhverfi og með óskertum andlegum kröftum allt til loka og hverfa svo héðan sátt við guð og menn og með fuliri reisn, þegar nóg var lifað. Við Ellen kveðjum svo kæra syst- ur og mágkonu með einlægum bless- unaróskum ásamt þökk fyrir góða daga og fallegar minningar. Sverrir Pálsson. Okkur systkinin langar til að minnast Dystu frænku í fáeinum orðum í þakklætisskyni fyrir um- hyggju hennar og góðmennsku í okkar garð, frá því að munum eftir okkur. Þar mælum við örugglega einnig fyrir munn annarra niðja langafa okkar og langömmu, Helga Ágústssonar og Ónnu Oddsdóttur á Sunnuhvoli á Selfossi, sem voru fóst- urforeldrar hennar. Dysta átti engin börn sjálf en ræktaði sambandið við niðja fóstur- systkina sinna af ástúð. Umhyggja * hennar fyrir okkur var meiri en hægt er að búast við frá venjulegri frænku. Þetta endurspeglaðist m.a. í rausnar- legum afmælis- og jólagjöfum og gestrisni þegar hún var sótt heim. Síðustu afmælisgjöfina sendi hún 11 ára frænda sínum frá sjúkrahúsinu á Selfossi daginn áður en hún dó. Þegar annar frændi hennar, 5 ára, frétti að hún væri dáin, sagði hann að hún myndi bara biðja guð um að senda englana með gjafirnar til sín. Nú þegar þessi broshýra og hjartahlýja frænka okkar er öll, myndast tómarúm sem fyrnist með tímanum, en eftir situr minningin um góða konu. Helga Móeiður, Ornólfur, Garðar og Arnþór Jón. RAQAUGLYSINGA ÝMISLEGT Handverksmarkaður á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi, verður laugardaginn 18. okt. frá kl. 10—18. Um 50 aðilar voru með síðast. Þeir, sem hafa áhuga að taka þátt í þessu með okkur, hafi samband við Bjarney í síma 892 9340. Kvenfélagið Seltjörn. VEIÐI Skotveiðimenn athugið Að gefnu tilefni skal það tekið fram að öll meðferð skotvopna í Djúpárhreppi (þ.m.t. í Þykkvabæ) er stranglega bönnuð án skriflegs leyfis landeigenda. Oddviti Djúpárhrepps UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Borgarbraut 18, Skagaströnd, þingl. eig. Viggó Brynjólfsson, gerðar- beiðandi Búnaðarbanki Islands Blönduósi, föstudaginn 17. október 1997 kl. 14.00. Geitafell, Kirkjuhvammshreppi, þingl. eig. Jarðeignir ríkisins, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins, föstudaginn 17. október 1997 kl. 09.30. Hólabraut31, Skagaströnd, þingl. eig. Erna Berglind Hreinsdóttir, gerðarbeiðandi Pétur Ingjaldur Pétursson, föstudaginn 17. október 1997 kl. 14.30. Hvammur 2, Áshreppi, þingl. eig. Gunnar Ástvaldsson og Þuriður Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins, föstudaginn 17. október 1997 kl. 11.00. Snæringsstaðir, Svínavatnshreppi, þingl. eig. Benedikt Steingrímsson, Albert Guðmannsson og Auður Þorbjarnardóttir, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins, föstudaginn 17. október 1997 kl. 12.00. Snæringsstaðir, Svínavatnshreppi, eignarhl. gerðarþola, þingl. eig. Benedikt Steingrímsson, gerðarbeiðendur sýslumaðurinn á Blönduósi og Tryggingamiðstöðin hf., föstudaginn 17. október 1997 kl. 12.30. Sýslumaðurinn á Blönduósi, 9. október 1997. Kjartan Þorkelsson. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR VINNSLUSTÖÐIN HF., HáWgaoi 2 - VwtMMMttyfri Aðalfundur Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf., fyrir reikn- ingsárið sem lauk 31. ágúst 1997, verður hald- inn í Akógeshúsinu í Vestmannaeyjum föstu- daginn 24. október 1997 og hefst hann kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Breytingar á samþykktum. 3. Önnur mál. Vinnslustöðin. TILKYNNINGAR Stjórn listamannalauna Auglýsing um starfslaun listamanna árið 1998 Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa listamönnum árið 1998 í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991 með áorðnum breytingum. Starfslaunin eru veitt úr fjórum sjóðum þ.e.: 1. Launasjóði rithöfunda. 2. Launasjóði myndlistarmanna. 3. Tónskáldasjóði. 4. Listasjóði. Umsóknireinstaklinga skulu hafa borist Stjórn listamannalauna, menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, á þartil gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16.00 mánudaginn 15. desember 1997. Umsóknirskulu auð- kenndar „Starfslaun listamanna 1998" og til- greina þann sjóð sem sótt er um laun til. Umsóknareyðublöð fást hjá menntamálaráðu- neytinu. Heimilt er að veita starfslaun til stuðnings leik- hópum, enda verði þeim varið til greiðslu starfslauna til einstakra leikhúslistamanna. Umsóknir leikhópa skulu berast Stjórn lista- mannalauna, menntamálaráðuneytinu, Sölv- hólsgötu 4,150 Reykjavík, á þartil gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16.00 mánudaginn 15. desember 1997. Umsóknirskulu auðkennd- ar „Starfslaun listamanna 1998 — leikhópar". Umsóknareyðublöð fást hjá menntamálaráðu- neytinu. Ath.: Hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun verður umsókn hans því aðeins tekin til um- fjöllunar að hann hafi skilað Stjórn listamanna- launa skýrslu um störf sín í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 35/1991 með áorðnum breytingum. Vakin er athygli á að hægt er ad ná í um- sóknareydublöð á Internetinu á heimasíðu Stjórnar listamannalauna. Slóðin er: http//www.mmedia.is/listlaun. Athygli er vakin á að umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 15. desember nk. Reykjavík, 10. október 1997. Stjórn listamannalauna. TILBOÐ/ÚTBOÐ Húsgögn — tilboð Sendiráð Bandaríkjanna óskar eftirtilboðum í notaðan hús- og skrifstofubúnað í eigu sendi- ráðsins. Hlutirnir verða til sýnis á Smiðshöfða 1 (inn í portið), laugardaginn 11. og laugardag- inn 18. október milli kl. 10.00 og 14.00 báða dagana. Aðeins ertekið við tilboðum á staðn- um á þeim tímum. Tilboðin verða opnuð mán- udaginn 20. október. AKUREYRARBÆR Samkeppni um hönnun og framleiðslu muna og minjagripa Akureyrarbær hefur ákveðið að efna til sam- keppni um hönnun muna og minjagripa, sem ætlað er að nota sem gjafir fyrir Akureyrarbæ til að afhenda við ýmis tækifæri. Útboðsgögn varðandi samkeppnina verða til afhendingar 15. október 1997 á bæjarskrifstof- unni, Geislagötu 9, Akureyri. (Skilafrestur: 15. febrúar 1998). Þeir, sem hafa áhuga á að fá send útboðsgögn varðandi keppnina, hafi samband við bæjar- skrifstofuna, Geislagötu 9, 600 Akureyri, sími 462 1000, fax 462 5513. Bæjarstjórinn Akureyri. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF FERÐAFELAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Sunnudagsferðir 12. október Kl. 10.30 Vigdísarvellir-Þóru- staðastígur-Höskuldarvellir. Gengið um fornar slóðir i Vatnsleysustrandarhreppi með Sesselju Guðmundsdóttur. Verð 1.200 kr. Haustganga Hornstrandafara F.í. verður laugardaginn 18. október. Brottför kl. 10.00 frá BSÍ, austanmegin. Gengið um Sfldarmannagötur. Sund og matur að Hlöðum á Hvalfjarð- arströnd. Skráning á skrifstof- unni. Fyrsta myndakvöld vetrarins verður miðvikudagskvöldið 15. október kl. 20.30 í Mörk- inni 6. Efni: „Austanmegin”, þ.e. skaginn milli Eyjafjarðar og Skjálfanda með Valgarði Egilssyni. Opið hús fyrir nemendur mína í Safamýri 18 mánudags- kvöldið 13. októ- ber kl. 20. • Fræðsla. • Hugleiðsla. • Reikimeðferðir. Guðrún Óladóttir, reikimeistari, simi 553 3934. |fff\ SAMBAND (SŒN2KRA $SP/ KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðssalurinn Háaleitisbraut 58. Samkoma verður í kvöld kl. 20.30 í Kristinboðssalnum. Ræðumaður er Helgi Hróbjarts- son kristniboði. Allir hjartanlega velkomnir. Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00 Allir hjartanlega velkomnir. Dagsferð sunnudaginn 12. okt.: Hengil- svæðið. Fremstidalur — Grafn- ingur. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Verð kr. 1.300/1.500. Áramótaferð í Bása. Miðasala hafin í hina vinsælu áramótaferð. Upplýsingar veittar á skrifstofu Útivistar. Heimasíða: Heimasíða: centrum.is/utivist ÝMISLEGT Rjúpnaveidi í Hrífunesi Upplýsingar í simum 581 1564, 555 2029, 892 3341 og 487 1371. DULSPEKI Jón Rafnkelsson læknamiðill frá Höfn í Horna- firði verður í bænum frá 12.—17. október. Uppl. í slma 551 5322 milli kl. 16.00-19.00. Eitt blað fyrir alla! PsrgimMaMb - kjsrai máldat!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.