Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VERIÐ ERLENT Fyrsta íslenska skipið á túnfiskveiðar „Við beitum bara bjartsýninni“ LÍNUSKIPIÐ Byr VE, sem er um 170 brúttótonn að stærð, er komið á túnfiskmiðin og bytjað að reyna fyrir sér með veiðar um 170 sjómíl- ur suðsuðaustur af Vestmannaeyj- um. Byr, sem er fyrsta íslenska skipið til að stunda túnfiskveiðar, lét úr höfn á þriðjudagskvöld og gat byijað veiðar á fimmtudag eft- ir tuttugu tíma siglingu á miðin. Sævar Brynjólfsson, sem er út- gerðarmaður skipsins ásamt skip- stjóranum um borð, Sveini Rúnari Valgeirssyni, segir að lítið sem ekkert hafi frést af aflabrögðum ennþá. Undanfarið hefur Byr verið gerður út á grálúðuveiðar á Reykjaneshrygg. „Við erum tiltölulega bjartsýnir þó að við höfum enga reynslu og rennum algjörlega blint í sjóinn,“ sagði Sævar. Áhöfnin á Byr er níu manns og ætlar að beita smokk- fiski fyrir túnfiskinn. „Við ætlum svo að koma með túnfiskinn fersk- an að landi, slægðan og ísaðan. Ef eitthvað fæst geta þeir verið þijá daga að veiðum frá því að þeir fá fyrsta fiskinn. Mér skilst svo að það sé nægur markaður fyrir túnfiskinn ef hann kemst heilu og höldnu á Japansmarkað. Hugmyndin er að senda hann með flugi til Japans.“ Aðspurður hvort búast mætti við einhverjum viðbrögðum af hálfu annarra túnfiskskipa á svæðinu, átti Sævar ekki von á hörðum viðbrögðum, að minnsta kosti ekki á meðan þeir héldu sig innan íslensku lögsögunnar. „En við reynum auðvitað að halda okkur þar sem túnfiskurinn er hverju sinni og eins og er virðisþ hann vera innan lögsögunnar. Á meðan svo er er ekkert að ótt- ast,“ sagði Sævar en ásamt Byr eru þrjú japönsk túnfiskveiðiskip að veiðum innan íslensku lögsög- unnar og hafa þau öll verið að gera það gott. Við höfum fylgst náið með veiðunum Að sögn Sævars hefur útgerð Byrs fylgst vel með gangi mála á túnfisksvæðum bæði í ár og í fyrra. Sævar sagði ómögulegt að segja til um það að svo stöddu hvað þeir myndu gefa túnfiskveiðunum langan tíma. „Við höfum engar væntingar gert ennþá en vonumst auðvitað til að dæmið gangi upp enda hefur orðið talsverður kostnaður í kring- um þessa útgerð. Ennþá er þetta algjör tilraun. Við beitum bara bjartsýninni.“ Morgunblaðið/Snorri Snorrason Sighvatur úr lengingu SIGHVATUR GK 57 i eigu Vísis hf. í Grindavík kom fyrir skömmu til heimahafnar eftir lengingu í Póllandi en hann fór utan í íok júní. Var skipið lengt um 5,6 metra en það þýddi ásamt öðrum breytingum, að karafjöld- inn fór úr 80 í 180. Sighvatur er nú á línu með beitningavél en skipsljóri er Unnsteinn Líndal. Bræla hefur hamlað síldveiðum Síldarleit hafin út af Reykjanesi NÓTASKIPIN Víkingur AK, Elliði GK og Höfrungur AK héldu til síld- arleitar úti fyrir Vesturlandi frá Akranesi í gær, en veður hefur hamlað leit á svæðinu frá því að rannsóknaskipið Bjarni Sæmunds- son fann síld á allstóru svæði frá Reykjanesi og vestur í Koiluál í byijun vikunnar. Skipin verða fyrst um sinn við leit suðvestur af Reykjanesinu. „Síldin, sem þarna hefur verið staðbundin, hefur haldið sig rétt utan við Eldeyna og svo eru ein- hvetjar fréttir um _að hún sé eitt- hvað norðar iíka. Ég geri svo ráð fyrir því að flotinn fari svo í breiða loðnuleit á næstu dögum. Veðurút- litið er þokkalegt, samkvæmt veð- urspá, en hér er nú norðan stinn- ingskaldi,“ sagði Birgir Stefánsson, stýrimaður á Víkingi, í samtaii við Verið í gær. Engin síldveiði var fyrir austan land í fyrrinótt, en tíu til tólf skip voru þá á miðunum austur af Glettinganesinu. „Á okkur hefur verið bræla og engin veiði. Skipin lónuðu bara þarna,“ sagði Arn- grímur Brynjólfsson, skipstjóri á Þorsteini EA, í samtaii við Verið í gær, en þá höfðu þeir á Þor- steini skroppið inn á Norðfjörð tii að taka ís. Hann bjóst þó við að skipin gætu athafnað sig í nótt, eftir að veðrið lægði. Reuters BORIS Jeltsín Rússlandsforseti og Eduard Shevardnadze, forseti Georgíu, faðmast er leiðtogar hinna 44 aðildarríkja Evrópuráðsins stilltu sér upp til hópmyndatöku í gær. Kohl vill aukið samráð við Frakka og Rússa Leiðandi hlutverk Evrópuráðsins í mannrétt- indum og lýðræði og aðgerðir næstu ára voru umtalsefni leiðtoga í Strassborg í gær. Þórunn Þórsdóttir fylgdist með fundinum en þar kom helst á óvart þríeyki Rússa, Frakka og Þjóðveija. Fundinum lýkur í dag og á brott hverfa 44 þjóðarleiðtogar, 4.000 lögreglumenn og 1.300 fréttamenn. LEIÐTOGAR Rússiands, Frakk- lands og Þýskalands mynduðu þrí- eyki á fundi forystumanna Evrópu- ráðsríkja í Strassborg í gær. Kært hefur verið með Borís Jeltsín Rúss- landsforseta og Jacques Chirac Frakklandsforseta, en mörgum kom á óvart að Heimut Kohl, kanslari Þýskalands, iýsti því yfir að haldnir yrðu árlegir fundir Þjóðveija, Frakka og Rússa um sameiginleg hagsmunamál. Chirac sagði frétta- mönnum að þetta væri nauðsynlegt skref í friðarþróun og afl sem yrði álfunni mikils virði. Jeltsín kvaðst á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra Chiracs ætla að beita sér í vanda Kákasus- lýðvelda og jafnframt styðja jarð- sprengjubann, sem kveðið er á um í Óslóarsáttmálanum, ,jafnvel þótt valdamikið vestrænt ríki hefði ekki tekið slíka afstöðu." Þar átti Jeltsín við Bandaríkin. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði Morgunblaðinu að svo virtist sem Jeltsín vildi, eftir hálfs annars árs aðild Rússa að ráðinu, líta á það sem mótvægi við Bandaríkin og ef til vill þau íjölþjóðasamtök sem leiða saman Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Davíð sagði fund- inn miðast mjög við Rússland og löndin í austri sem gengið hafa í ráðið undanfarin ár, fjallað væri um mál sem öllu skiptu fyrir afdrif lýð- ræðis þar. Leiðandi afl í lýðræðisþróun sem leið til öryggis Mannréttindi og lýðræði voru þau orð sem oftast heyrðust í ræðum þjóðarleiðtoganna. Itætt var um leiðandi hlutverk ráðsins hvað þessi grundvallaratriði þess snerti, sér- DAVÍÐ Oddsson ávarpar leiðtogafundinn. staklega eftir breytinguna úr tví- skiptri heimsmynd kalda stríðsins í þá ríkjamósaík sem raðast hefur saman á þessum áratug. Davíð Oddsson sagði í ræðu sinni að ráðið stuðlaði að því að festa í sessi nýja tíma í samskiptum ríkja með „ör- yggi byggðu á lýðræði". Leikreglur lýðræðis væru öruggasta trygging- in gegn árásarhneigð og ófriðar- stefnu. Daniel Tarschys, aðalritari Evr- ópuráðsins, nefndi hið sama í sínu ávarpi og sagði atburði í Albaníu, Bosníu-Herzegóvínu og Tsjetsjníju í senn sýna mikilvægi þessa og hve erfitt væri að halda slíku jafnvægi. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, talaði á líkum nótum og sagði að eina leiðin væri samstarf Evrópu- ráðsins við Evrópusambandið og ÖSE. Slíkt samstarf er brýnast ef í óefni stefnir, hefur Tarschys ítrek- að að undanförnu, hlutverk ÖSE sé friðargæsla, Evrópuráðið vinni til iengri tíma að löggjöf sem bygg- ist á sameiginlegum hugsjónum. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, tók þetta leiðbeingarhlutverk Evr- ópuráðsins upp í ræðu sinni og sagði ráðið nú gegna tilgangi sínum. Það hefði mikið að gefa Austur-Evrópu- ríkjum og ætti sinn þátt í að draga úr spennu milli þjóða og þjóðar- brota. Um mannréttindin sagði Blair að Bretar myndu gera Evrópusátt- málann um þau að landslögum, en það er þegar orðið í flestum öðrum ríkjum vestan til í álfunni. Nánast allir leiðtogarnir fögnuðu aukinni áherslu á mannréttindamál með nýjum dómstól í Strassborg á næsta ári. Barátta gegn kúgun minni- hlutahópa og kynþáttafordómum var oft nefnd og mannréttindi and- spænis nýrri tækni sömuleiðis. Helmut Kohl nefndi klónun sérstak- lega og þau siðferðislegu gildi sem Þjóðveijum væru mikilvæg í ljósi grimmdarverka nasista. Stuðningur Bandaríkjanna og ESB við Evrópuráðið í bréfi sem Bill Clinton Banda- ríkjaforseti sendi Jacques Chirac forseta Frakklands í gær er milljón bandaríkjadala lofað til stuðnings við Mannréttindanefnd Bosníu. Nefndin var sett á fót með Dayton- samkomulaginu en hefur ekki getað starfað vegna fjárskorts. Hana skipa sérfræðingar frá Evrópuráð- inu en fyrir eru í Bosníu stríðs- glæpadómstóll og umboðsmaður mannréttinda. Jacques Santer, forseti frkam- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, ESB, lýsti jafnframt fjárstuðn- ingi við nokkrar áætlanir Evrópu- ráðsins í ræðu sem hann hélt í lok fundar gærdagsins. Santer sagði ESB fagna þeim aðgerðum sem leiðtogarnir ýta af stað í Strassborg í dag, einkum í félagsmálum: at- vinnusköpun og barnavernd. Hann sagði vilja til að samræma vinnu- brögð og koma í veg fyrir tvíverkn- að. Vegna fyrirhugaðrar fjölgunar aðildarríkja ESB legði sambandið mikið upp úr eftirliti Evrópuráðsins með því að aðildarríki þess standi við skuldbindingar og þeirri aðstoð sem ráðið veitir nýjum ríkjum á leið til lýðræðis. I í > > > > 1 I 5 ! ( I I L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.