Morgunblaðið - 11.10.1997, Síða 38

Morgunblaðið - 11.10.1997, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VALBORG HJÁLMARSDÓTTIR + Valborg Hjálm- arsdóttir var fædd á Breið í Lýt- ingsstaðahreppi 1. maí 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Sauð- árkróks hinn 27. september síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Sauðárkrókskirkju 4. október. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnastþér. (Ingibj. Sig.) Elsku amma. Hugurinn reikar til baka til allra ánægjustundanna sem við áttum saman. Það var alltaf gott að hafa þig þjá sér og er okkur minnisstætt er þú dvaldir hjá okkur á Daufá er við vorum litlar. Þú stjómaðir búi er foreldrar okkar fóru í bændaför til Kanada. Þá fann maður hve þú unnir sveitinni og hafðir ánægju af því að vera í búskapnum með okk- ur. Þá var tíminn fljótur að líða og alltaf áttir þú auðvelt með að sjá spaugilegu hliðamar á hlutunum til að gleðja aðra. Sveitin var þér ætíð svo hugleikin að allt fram á síðasta dag spurðir þú ávallt „hvemig geng- ur í sveitinni". Það var alltaf svo gott að koma til þín á Skólastíginn. Gestrisni þín var einstök. Alltaf var borðið hlaðið af kaffibrauði og helst átti að smakka á öllu og minnumst við sér- staklega þinna einstöku ástarpunga sem enginn gerði betur en þú. Önnur okkar varð þeirrar gæfu aðnjótandi að dvelja hjá þér er við vorum við nám í fjölbrautaskólanum. Þá sýndir þú hve annt þér var um velferð okkar. Þú baðst til Guðs í bænum þínum að okkur gengi vel er við vomm í prófum og sást til þess að okkur liði sem best. Þú varst okkur líka svo mikil stoð og styrkur er faðir okkar lést rétt fyrir jólin 1981. Það var okkur mjög erfiður tími.en þú fékkst okkur til að sjá ljósið og halda áfram. Enda þekktir þú af eigin raun að missa föður ung að aldri og þá miklu erfiðleika sem í þá daga vom er fjölskyldum var splundrað og börnunum komið fyrir í sveitunum. En alltaf þakkaðir þú, þrátt fyrir mikla erfiðleika, fyrir að geta verið hjá móður þinni. Þú varst alltaf svo ákveðin og sterk þrátt fyrir brekkur lífsins. Elsku amma, það er af svo mörgu að taka. Þú hafðir alveg einstaklega gaman af að spila félagsvist og oft var slegið í borðið er spilið var sett út og spennan var mikil. Já, mikið er búið að spila og hlæja á dvalar- heimilinu og var spilað og spilað og ekkert gefið eftir. Það þýddi ekkert að vera að spila og hugsa um eitt- hvað annað. Nei, allt sem þú gerðir, gerðir þú vel og af heilum hug. Minn- inguna um þig, elsku amma, munum við geyma í hjarta okkar um alla ókomna framtíð. Amma kær, ert horfin okkur hér en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau, er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið mesta gafst þú hveiju sinni. Þinn traustur faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra, nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá, í hljóðri sorg, og ástarþakkir færa. (Ingibj. Sig.) Far þú í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þínar sonardætur, Efemía og Sigríður Valgeirsdætur. Með fáeinum línum langar mig að minn- ast elskulegrar ömmu minnar, Valborgar Hjálmarsdóttur frá Tunguhálsi í Lýtings- staðahreppi. Á kveðjustund leitar hugurinn til baka þeg- ar ég sit og hugsa og allar góðu minning- arnar koma upp í hug- ann. Mér hlýnar um hjartarætumar þegar ég hugsa um hversu vel þú reyndist öllum, bæði mönnum og dýr- um. Ég var aðeins nokkurra ára þegar ég var send í sveitina til þín er afi kom í kaupstaðarferð til Akureyrar og ég fór með hon- um til baka og sumrin á Tungu- hálsi urðu fleiri og fleiri og ég hlakkaði alltaf jafn mikið til að koma til þín. Amma mín, ég man alltaf hvað þér þótti vænt um dýrin þín öll, kýrnar, hestana Blesa, Rauð, Litla Rauð og Grána og svo hundana og hænurnar. Þetta voru allt eins og góðir vinir þínir og ef farga þurfi einhveijum skepnum baðst þú þeim Guðs blessunar. í eldhúsinu dvaldir þú oftast við matargerð og bakstur og í búrinu var alltaf tunna með slátri sem gott var að komast í og fá sér mysu þegar heitt var í veðri og við vorum úti á túni að hamast í heyskapnum. Á sumrin var gestagangur mikill á Tungu- hálsi og þú tókst á móti öllum af rausnarskap og hlýju og lagðir þig fram um að allt það besta væri borið fram. Á haustin þegar göngur nálguðust varst þú í nokkra daga að útbúa nesti handa gangnamönnunum, baka og sjóða og allt var sett í töskur sem sett- ar voru á hestbak og smalahund- unum gleymdir þú ekki, þeir fengu sérstakt nesti. Amma giftist Guðjóni Jónssyni bónda og þjuggu þau rausnarbúi á Tunguhálsi og þótti þeim báðum mjög vænt um jörðina sína. Því voru það þung spor er þau í sam- einingu tóku þá ákvörðun að flytja á Sauðárkrók og eftirláta sonum sínum tveim jörðina, en amma bar sínar sorgir í hljóði. Amma og afi voru mjög samtaka með allar sín- ar ætlanir og þótti mjög vænt hvort um annað og var hann burt kallaður frá henni allt of snemma en nú hefur hún hitt hann að nýju því amma trúði því að annað líf biði okkar og við myndum hittast á öðrum slóðum. Þegar ég hitti þig í síðasta skipti nú á haustdögum varst þú orðin mjög máttfarin og sagðir mér að hún færi nú að styttast hjá þér þessi jarðvist. Ég sagði þá við þig að það yrði tekið vel á móti þér er þú kæmir yfir móðuna miklu og þú hlóst og mér fannst eins og þú kviðir því ekki, þú varst tilbúin. Elsku amma, ég vil að lokum þakka þér fyrir allt sem þú kennd- ir mér og allar skemmtilegu stund- irnar sem við áttum saman. Ég sendi börnum hennar og þeirra fjölskyldum innilegar samúðar- kveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Valborg María Stefánsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Helga, Valborg, Steinunn, Líney og fjölsk. STEINGRIMUR BENEDIKTSSON + Steingrímur Benediktsson, garðyrkjufræðing- ur, fæddist á Stóra- Ási i Bárðardal i S-Þingeyjarsýslu 9. júni 1915. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur hinn 25. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 3. október. Við lát Steina frænda vakna margar minning- ar sem ég get ekki látið hjá líða að festa á blað. Fyrstu kynni okkar tengjast veru minni á Hliði á Álftanesi þegar ég dvaldi hjá þeim móðurbræðrum mín- um, Steina og Þóri, veturinn 1945-6 að aflokinni langri vist á Landspítal- anum. Þau hjónin, Steini og Jóhanna, höfðu þá nýlega stofnað heimili og Unnur, dóttir þeirra, var á fyrsta ári. Sérstaklega minnist ég jólanna á Hliði en þá sá ég í fyrsta skipti grenijólatré fagurlega skreytt með alls kyns glerkúlum. Gleðin varð þó skammvinn því að um kvöldið kvikn- aði í jólatrénu út frá kertunum og tókst Steina með snarræði að kasta því á dyr og koma í veg fyrir að kviknaði í húsinu, en allar fallegu glerkúlurnar hennar Jóhönnu fóru í mask. Vorið 1946 var svo haldið á ný heim í Bárðardal og kynni okkar Steina voru ekki mikil þar til við bjugg- um hlið við hlið á Lau- gateigi í Reykjavík 1964-1966. Þá var gjarna leitað til fjöl- skyldunnar ef við Sig- rún þurftum að fá pöss- un fyrir börnin okkar sem þá voru orðin tvö. Allt frá þeim tíma hefur sambandið milli Steina, Jóhönnu og barna þeirra og fjölskyldu minnar verið mjög náið, enda þótt fundir væru færri þann tíma sem ég bjó á Húsavík. Sumarið 1982 varð ég fyrir því óláni að fótbrjóta mig við að mála húsið mitt í Fjarðarási. Meðan ég var að ná mér eftir slysið bauðst Steina sólarlandaferð fyrir tvo til Sikileyjar. Það varð úr að við Steini fórum saman í þessa ferð. Á Sikiley tókst með okkur trúnaðarvinátta sem stóð allt til síðasta dags. í hug- ann kemur ferð til Sýrakúsa þar sem Steini varð viðskila við ferðahópinn en eftir nokkra leit tókst okkur að hafa uppi á honum. Þá minnist ég hljómleika í hálfhrundu hringleika- húsi í Taormina þar sem við sáum HELGAINGIBJORG HELGADÓTTIR + Helga Ingibjörg Helgadóttir fæddist í Reykjavík 22. júní 1912. Hún andaðist í Sjúkra- húsi Suðurlands á Selfossi 25. septem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfoss- kirkju 4. október. Hún fæddist í „Turn- húsinu", Norðurstíg 7 í Reylq'avík, í sama húsi og sennilega í sama herbergi og Ellen kona mín og mágkona hennar fædd- ist í 14 árum seinna. Ýmsum kann að þykja það undarleg tilviljun. Þetta nýfædda stúlkubarn hlaut fyrra nafn sitt frá ömmu okkar, Helgu, í Regin á Eyrarbakka, Magnúsdóttur frá Vatnsdal í Fljótshlíð, en hún aftur frá ömmu sinni, Helgu Jónsdóttur, umboðsmanns og lögsagnara, Jo- hnsens á Stóra Ármóti, konu Árna Magnússonar frá Þorlákshöfn. Er þar komin blossandi Bergsætt. Seinna nafnið var hins vegar nafn Ingibjargar Ketilsdóttur, stjúpmóður afa okkar, Odds Oddssonar frá Sámsstöðum í Fljótshlíð, sem missti móður sína, Ragnhildi Benedikts- dóttur frá Fljótsdal, rúmlega viku- gamall. Ingibjörg var mikil gæða- kona, og henni kynntist móðir okk- ar, þegar hún var barnið nokkur sumur hjá Sæmundi Oddssyni föður- bróður sínum, fyrst í Langagerði í Hvolhreppi og síðar í Eystri-Garðs- auka. Ingibjörg var þá orðin ekkja og komin í homið til sonar síns. Mikil vinátta tókst með henni og móður okkar, þó að aldursmunur væri mikill, og nú var nafn hennar gefið til heilla. Fjölskyldan fluttist brátt á Vest- urgötu 24, og þar fæddist Haukur bróðir okkar. Þar hélt móðir okkar líka brúðkaupsveislu Helga Ágústs- sonar og Önnu systur sinnar 9. mars 1916, og hafði meira að segja verið svaramaður hennar. En svo kom að haustinu 1918 með Kötlu- gosi og spönsku veikinni, sem sóp- aði fólki í gröfina, þar á meðal Helga Magnússyni, frá konu og þremur börnum. Ekkert lá fyrir annað en tvístra hópnum. Guðlaug, systir hans, og Sveinbjöm í Hlíð, tóku Odd að sér, eldri drenginn, en móðir okkar fór til ömmu og afa á Eyrarbakka skömmu fyrir jól með yngri systkinin. Milli jóla og nýárs kom Helgi Ágústsson á „lysti- kerru“ ofan á Bakka og sótti Dystu (svo var hún alltaf nefnd af kunnugum). Á gaml- ársdag héldu þau upp að Syðra-Seli í Ytri- hrepp, og upp frá því var hún heimilisföst hjá þeim Önnu, fyrst á Seli, en frá hausti 1931, á Selfossi, með- an þau lifðu, nema hvað hún gekk tvo vetur í Barnaskóla Eyrarbakka og einn vetur í Húsmæðraskólann á Blönduósi. Má segja, að Dysta hafí launað þeim hjónum vel fóstrið með frábærri umönnun og umhyggju, ekki síst þegar sjúkleiki, elli og hrumleiki tóku að sækja að þeim. Móðir okkar fékk fljótlega vinnu við afgreiðslu á langlínum símstöðv- arinnar í Reykjavík næstu 3-4 árin, en Haukur varð eftir á Eyrarbakka. En 7. ágúst 1922 giftist hún föður mínum, Páli Sigurgeirssyni, og þau fluttust ásamt Hauki bróður norður til Akureyrar. Þar urðu mikil þátta- skil, og lanjgvegir hlutu að torvelda samfundi. Eg var orðinn 7 ára, þeg- ar ég sá systur mína fyrst, þegar við mæðginin komum að Syðra-Seli. Ekki stóð þá betur á en svo, að Dysta lá rúmföst skaðbrennd á fæti eftir að hafa stigið ofan í hver í ógáti við þvotta eða brauðbakstur. Sennilega var því um að kenna, að hún var frá bamæsku verulega sjón- skert. En mikið þótti mér til þess koma að eiga svo stóra systur, sem brosti svo fallega til mín og fagnaði mér svo innilega. Og það var ekki í síðasta sinn, sem hún gerði það. Alltaf mætti ég sömu hlýjunni og gleðinni, þegar fundum okkar bar saman, innilegri, systurlegri væntumþykju, víðs fjarri öllum látalátum eða uppgerð. Slíkt átti hún ekki til, sú opinskáa, hrein- hjartaða og góðviljaða sál. Óft átti ég eftir að koma að Sunnuhvoli, ýmist einn míns liðs eða með fjöl- skyldu minni, og þar var alltaf jafng- ott að koma. Og ekki breytti hún sýningu á Sögu hermannsins eftir Stravinsky og hlustuðum á strengja- sveit frá Ankara í Tyrklandi flytja tónlist. Á þeim tónleikum urðu okk- ur þó minnisstæðastir einleikur kornungrar stúlku á fiðlu og ótrúleg- ur hljómburður í þessu ævaforna hringleikahúsi, en að baki gnæfði eldfjallið Etna við himin yfir skörð- ótta veggina. Þá var það ekki lítið ævintýri að ferðast til Rómaborgar. Mér kemur þá meðal annars í hug gönguferð um gömlu borgarrústirnar í Pompei og myndirnar sem ég tók þar af Steina með Vesúvíus í bakgrunni. Ekki má heldur gleyma kvöldstund á Feneyjatorginu í Róm þar sem við heilluðumst af harmónikuleik 10 ára stráks, sem samkvæmt spjaldi sem hann hafði við hlið sér var munaðar- laus. Við gátum ekki stillt okkur um að taka af honum myndir og gefa honum rausnarlega í peningabauk- inn. Seinna um kvöldið sáum við hann svo á öðrum stað á torginu, greinilega með fjölskyldu sinni, sem einnig lék á ýmis hljóðfæri. Þá gát- um við ekki annað en tekið fleiri myndir og dáðst að klókindum fjöl- skyldunnar við að auglýsa drenginr. sem munaðarlausan. Já, minningarnar hrannast upp frá þessari ferð okkar og öllu sem við sáum á Ítalíu. En þær minningar sem eru mér dýrmætastar eru samt sem áður kvöldin þegar við ræddum saman um alla heima og geima. Þá kynntumst við innri manni hvor ann- ars og ég fann glöggt hve honum var enn sár harmur í huga vegna missis Bjarkar, dóttur sinnar, og eiginkonunnar. Seinna hef ég sjálfur kynnst því hve missir barna skilur eftir djúp sár. Undanfarin sumur hefur Steini dvalið um tíma hjá frændfólkinu í Svartárkoti og unað sér vel. Ég minnist ferða minna með þau systk- inin, móður mína og hann, á æsku- stöðvarnar í Stóraási og upp í Suð- urárbotna. I þeim ferðum gafst mér glögg innsýn í lífsbaráttuna á heið- inni, en jafnframt kom greinilega fram að kærleikurinn til æskustöðv- anna var þeim ofar í huga en kröpp kjör á heiðarbýlinu. Um árabil hef ég tekið Steina með á þorrablót í Lionsklúbbnum Víðarri, ásamt Benna syni hans, Hilmari Þórissyni og Tryggva Krist- jánssyni. Sá fagnaður hefst um há- degi á laugardegi og stendur fram undir kvöldmat. Sú venja skapaðist hjá okkur að fara þá heim til mín og spila brids alla nóttina. Ekki fann ég að Steini entist verr þessar spila- nætur en við yngri mennirnir, hann var hrókur alls fagnaðar allt til morguns. Nú eru ævidagar Steina frænda allir. Hann mun ekki framar setja öngul í stóra urriðann á Brotinu í Svartá. Það er þó trúa mín að hann muni frá núverandi vistarveru fylgj- « ast með tilburðum mínum og ann- arra við að reyna að ná þessum draumasilungi, sem forðum sleit sig af færi hjá honum og kannske kima ef sá stóri fer með sigur af hólmi. Um leið og ég kveð Steina frænda hinstu kveðju og óska honum alls hins besta í nýrri vist vottum við, fjölskyldurnar frá Svartárkoti, börn- um Steina og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Haukur Harðarson frá Svartárkoti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.