Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 11 FRÉTTIR Hjörleifur Guttormsson alþingismaður Fimm fyrirspurn- ir um stóriðju- framkvæmdir sœtir sófar« Morgunblaðið/Kristinn Á STJÓRNMÁLAFUNDI Framsóknarflokksins á Hótel Borg voru mættir um sextiu manns, þar af fimm konur. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra Vill borgarmyndun á Austurlandi FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra segir Austurland vera ótví- rætt bestu staðsetninguna fyrir ál- ver það sem fyrirtækið Norsk Hydro hyggst reisa. Hann lítur á uppbygg- ingu stóriðju þar sem þátt í því að greiða fyrir borgarmyndun víðar en á suðvesturhorninu, enda muni mjög stór þéttbýliskjarni rísa í kringum fyrirhugað álver. Þetta kom fram í máli ráðherrans á stjórnmálafundi framsókn- armanna á Hótel Borg á fimmtu- dag. Um sextíu manns voru mættir á fundinn. „Orkan sem er til ráðstöfunar fyrir suðvesturhornið dugir fyrir einu þijú hundruð þúsund tonna álveri. Eigum við að reisa það á Keilisnesi og segja svo við fyrirtæki sem eru búin að vera að fjárfesta þar, eins og ÍSAL, Járnblendifélag- ið og Columbia, að því miður eigum við enga orku til fyrir þau þegar þau vilja stækka? Við getum ekki gert það. Ég vil nýta þá orku sem enn er eftir óbeisluð til þess að láta þessi fyrirtæki stækka, því þau munu öll vilja gera það. Að leiða orku yfír háiendið frá Austurlandi er mjög dýrt. Það getur ekkert eitt verkefni staðið undir því og auk þess mun það valda miklum um- hverfisspjölíum. Þess vegna er ekki um annað að ræða í mínum huga en að staðsetja svona stórt iðjuver á Austurlandi, sem næst virkjun- um.“ Á fundinum komu einnig til um- ræðu kvótamál meðal annars og sögðu sumir fundarmanna að Fram- sóknarflokkurinn yrði að breyta stefnu sinni í þeim efnum til að koma vel út úr næstu kosningum. Þeir vísuðu til þess að stofnun nýs félags, Samtaka um þjóðareign, sýndi að mikill stuðningur væri við endurskoður. kerfisins. Finnur sagði að sér hefði létt þegar haft hefði verið eftir for- manni félagsins að hann hefði ekki áhuga á skattlagningu kvóta, að- eins framsalsins. „Framsóknar- flokkurinn er tilbúinn til að takast á við vandamál innan kvótakerfisins en vill ekki leggja viðbótarskatt á sjávarútveginn." HJÖRLEIFUR Guttormsson al- þingismaður hefur beint fimm fyrir- spurnum til iðnaðarráðherra varð- andi orkustefnu ríkisstjórnarinnar og ýmsar stóriðjuframkvæmdir sem verið hafa í umræðunni. Varðandi viðræður við Norsk- Hydro um álbræðslu á íslandi vill þingmaðurinn fá upplýsingar um ráðgert framhald viðræðna, hug- myndir um staðsetningu álbræðslu, raforkuþörf, orkuframkvæmdir, fjárfestingakostnað, byggingar- tíma, eignaraðild og fleira. Þá spyr hann um stöðu viðræðna við Atlantsál-samsteypuna vegna álbræðslu á Keilisnesi. Hvaða breyt- ingar hafi orðið á stöðu málsins frá 1992, hvort viðræður við Norsk- Hydro hafi áhrif á viðræður við Atlantsál, hvort skýrsla um mat á umhverfísáhrifum hafi verið lögð fram eða sótt um starfsleyfi og hver sé bókfærður kostnaður ríkis- ins og Landsvirkjunar vegna undir- búnings málsins. Kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði Varðandi athuganir á byggingu kísilmálmverksmiðju á Reyðarfírði fýsir Hjörleif Guttormsson að vita hver staða málsins sé og hvort und- anfarið hafi átt sér stað viðræður við erlenda aðila um málið. Einnig hvort ríkisstjórnin sé reiðubúin að taka frumkvæði í málinu með inn- lendri fjármögnun ef hagkvæmt þyki eins og gert var ráð fyrir er lög voru sett um verksmiðjuna árið 1982. Hjörleifur spyr einnig um stöðu viðræðna um lagningu sæstrengs frá ísiandi til Bretlands eða megin- lands Evrópu; um rekstrar- og kostnaðarþætti málsins, flutnings- getu og áætlaðan stofn- og rekstr- arkostnað. Hve mikla orku sé um að ræða, og til hvaða virkjana hafí verið horft. Einnig um forsendur varðandi fjármögnun, afhendingu og orkuverð varðandi samninga um slíka orkusölu og hveijir hafí um- sjón með málinu og hvaða áfangar séu framundan í viðræðum um það. Olíuhreinsistöð Loks vill Hjörleifur Guttormsson að iðnaðarráðherra svari því með hvaða hætti íslensk stjórnvöld hafí að undanförnu fjallað um byggingu stórrar olíuhreinsunarstöðvar hér- lendis. Hvaða erlendir aðilar hafí komið að málinu og hverjar séu tæknilegar og viðskiptalegar for- sendur þess. Jafnframt hvort fyrir liggi úttekt á áhættuþáttum varð- andi mengunarhættu, hvert ráðgert sé að framhald málsins verði og hvað liggi fyrir um hugsanlega staðsetningu slíkrar olíuhreinsi- stöðvar hérlendis. Prófessor í textíl- mennt •HÓLMFRÍÐUR Árnadóttir, myndlistarmaður, hefur verið skip- aður prófessor í textílmennt við Kennaraháskóla íslands. Hólmfríður stundaði hand- verks-, myndlist- ar- og kennara- nám við Hand- íða- og mynd- listarskóla ís- lands og lauk þaðan kennara- prófí 1951. Hún hefur stundað margvísleg fram- haldsnám bæði hér á landi og er- lendis m.a. verið meðlimur í British Craft Center í London. Hólmfríður hefur verið kennari í Reykjavík samfellt frá árinu 1951. Hún hefur kennt á öllum skólastig- um og við þá sérskóla þar sem sér- fræðiþekkingar, sögu og kennslu- fræði hefur verið mest þörf á, m.a. við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Hún varð kennari við Kenna- raskóla íslands 1967, lektor við Kennaraháskóla íslands 1976 og dósent frá árinu 1987. Á tímabilinu 1971-1989 var Hólmfríður fulltrúi Kennaraháskóla íslands í ýmsum námskrárnefndum mentnamála- ráðuneytisins. Þáttur Hólmfríðar í kennaranámi hefur verið afar mikilvægur. Hún hefur gegnt stóru hlutverki með löngu starfi að grunnmenntun kennara, námskrárgerð og endur- menntun starfandi kennara og hef- ur þar mótað stefnu til listuppeldis og þróað textílmenntir til þess að verða kennslugrein í takt við nú- tímasamfélag. Sem myndlistarmaður hefur Hólmfríður verið brautryðjandi í pappírslist og hlotið alþjóðlega við- urkenningu. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. DFCMDAniMM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.