Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 41
40 ára vígsluafmæli
safnaðarheimilis
Óháða safnaðarins
J -----------------------------
|| Námstefna
umum-
hverfis-
stjórnun
ENDURMENNTUNARSTOFNUN
Háskóla íslands, Gæðastjórnunar-
| félag íslands, Iðntæknistofnun og
Samtök iðnaðarins halda eftir há-
degi miðvikudaginn 15. október nk.
námstefnu um umhverfisstjórnun í
fyrirtækjum og stofnunum á Hótel
Loftleiðum.
Námstefnan er ætluð öllum er
vilja kynna sér helstu umhverfís-
stjórnunaraðferðir og reynslu hér-
lendis og erlendis. Fyrirlesarar
verða Halldóra Hreggviðsdóttir,
| sviðsstjóri umhverfis- og byggða-
tæknisviðs hjá VSÓ Ráðgjöf, Helga
Jóhanna Bjarnadóttir, umhverfís-
verkfræðingur hjá Iðntæknistofnun
og Haraldur Á. Hjaitason, rekstrar-
ráðgjafi hjá VSO Ráðgjöf. Einnig
munu Baldur Hjaltason, forstjóri
Lýsis, Ólafur Steingrímsson, Aðal-
steinn Pálsson, sviðstjóri tæknisviðs
- Rikisspítala og Sigurður Geirsson,
framkvæmdastjóri Friggjar skýra
frá reynslu fyrirtækjanna af um-
Ihverfisstjórnun og umhverfísstjórn-
unarkerfum, bæði ávinningi og til-
kostnaði. Guðmundur Bjarnason,
umhverfisráðherra, mun setja nám-
stefnuna og segja frá aðgerðum
stjórnvalda að þessu leyti. Nám-
stefnustjóri verður Höskuldur Frí-
mannsson.
„Á námstefnunni verður leitast
5 við að svara eftirfarandi: Hver hef-
ur þróun síðustu ára í umhverfis-
málum fyrirtækja og stofnana ver-
g ið? Á hvaða sviðum skipta þau
" mestu máli? Hvernig eiga minni
fyrirtæki og stofnanir að byija ef
þau ætla að taka á umhverfismálum
sínum og hvernig tengist sú vinna
stjórnun t.d. á gæðamálum fyrir-
tækjanna?" segir í fréttatilkynningu
frá Endurmenntunarstofnun HÍ.
Málþing
um stöðu og
stefnu MS
MÁLÞING um stöðu og stefnu
Menntaskólans við Sund verður
haldið íþróttasal Mennaskólans við
Sund í Gnoðarvogi í dag kl.
11-13.45.
Dagskrá málþingsins er svohljóð-
andi: Kl. 11 verður málþingið sett
og flytja Björn Bjarnason, mennta-
málaráðherra og Eiríkur G. Guð-
| mundsson, rektor ávörp. Kór MS
syngur. Kl. 11.20 flytja Aðalsteinn
Davíðsson, kennari við MS, Jón
Torfi Jónasson, prófessor við HÍ,
Fanney Rós Þorsteinsdóttir, nem-
andi í 4.-A, Eyrún María Rúnars-
dóttir, ráðningarfulltrúi hjá Hag-
vangi, Ármann Jakobsson, ís-
lenskufræðingur, fyrrverandi nem-
andi í MS og Hjördís Þorgeirsdótt-
ir, kennari við MS, framsöguerindi.
Fundarhlé verður tekið kl. 12.30
I og að því loknu verða pallborðsum-
ræður þar sem framsögumenn sitja
fyrir svörum. Umræður verða að
því loknu. Samantekt verður kl.
13.30 og verður málþinginu slitið
kl. 13.45.
Dagsferð
Útivistar á
l Hengilssvæðið
FERÐAFÉLAGIÐ Útivist stendur
fyrir dagsferðum alla sunnudaga.
Sunnudaginn 12. október verður
farið um Hengilssvæðið.
Gengið verður frá Hellisheiði um
Ölkelduháls, á Hróarmundartind og
austur af honum. Gengið verður
g niður með Ölfusvatni að þjóðvegi í
Grafning.
Brottför er frá Umferðarmiðstöð-
| inni kl. 10.30. Áætlaður tími í
göngu er 5-6 klst.
ÞESS verður minnst sunnu-
daginn 12. október kl. 14 við
fjölskylduguðsþjónustu að 40
ár eru liðin síðan að safnaðar-
heimili Óháða safnaðarins var
vígt. Verður kvenfélag Óháða
safnaðarins með kaffisölu að
lokinni messu.
„Safnaðarheimilið Kirkju-
bær var vígt 13. október árið
1957 þegar hornsteinn kirkj-
unnar var lagður af Gunnari
Thoroddsen þáverandi borgar-
sljóra. Er Kirkjubær á tveimur
hæðum þar sem rúmast 110
manns við borð. Hefur kvenfé-
lagið á margvíslegan hátt
styrkt starf safnaðarins og
búið félagsheimilið þeim tækj-
um sem til þarf nú síðast með
loftræstikerfi í eldhúsið. Er
Mjallhvít
í Ævintýra-
Kringlunni
BARNALEIKSÝNINGAR hefjast í
dag að nýju í Ævintýra-Kringlunni
eftir sumarlangt hlé. Kl. 14.30 sýn-
ir Furðuleikhúsið leikritið Mjallhvít
og dvergarnir sjö.
Leikarar eru Margrét Pétursdótt-
ir og Ólöf Sverrisdóttir og leika þær
öll hlutverkin. Gunnar Gunnsteins-
son er leikstjóri og lokalagið samdi
Ingólfur Steinsson. Sýningin tekur
um 30 mínútur.
„Ævintýra-Kringlan er bama-
gæsla og listasmiðja fyrir börn á
aldrinum 2-8 ára. Hún er staðsett
á 3. hæð í Kringlunni og þar geta
viðskiptavinir Kringlunnar skilið
börnin eftir á meðan þeir versla.
Ekki er hætta á að bömunum leið-
ist því þar er ýmislegt til gamans
gert. Þar er hægt að teikna og
mála. Sagðar era sögur og farið í
leiki. Stundum hefur verið boðið upp
á leikræna tjáningu og síðan eru
leiksýningar vikulega. Ævintýra-
Kringlan er opin kl. 14-18.30 virka
daga og kl. 10-16 laugardaga,“
segir í fréttatilkynningu frá Kringl-
unni.
Fjórir fram-
bjóðendur opna
kosningaskrif-
stofur
KOSNINAMIÐSTÖÐIN Austur-
stræti verður opnuð sunnudaginn
12. október kl. 15.
í kosningamiðstöðinni eru kosn-
ingaskrifstofur Guðlaugs Þórs
Þórðarsonar, Eyþórs Arnalds, Ág-
ústu Johnson og Baltasar Kormáks
fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins
dagana 24. og 25. október.
I fréttatilkynningu frá stuðnings-
mönnum er almenningur hvattur til
að koma og kynna sér frambjóðend-
urna, hugarefni þeirra og að þiggja
kaffi og með því.
þessi kaffisala á kirkjudegin-
um á morgun til fjáröflunar
fyrir kvenfélagið, segir í
fréttatilkynningu frá söfnuðin-
um.
Guðsþjónustur eru í kirkju
Óháða safnaðarins við Háteigs-
veg annan og fjórða sunnudag
mánaðarins kl. 14 og er barna-
sta.rfið á sama tíma.
í fjölskylduguðsþjónustunni
á morgun mun John Speight
einsöngvari syngja við undir-
leik Péturs Máté en síðan
streyma menn til safnaðar-
heimilisins til að smakka á
rjómatertunum og öðru randa-
brauði sem bíður í röðum eftir
að hverfa ofan í maga þeirra
sem mæta til kirkju, segir enn-
fremur í tilkynningu.
Lipurtá
ínýtt
húsnæði
NÝLEGA flutti Lipurtá, fóta-
aðgerða-, nudd- og snyrtistofa
í nýtt húsnæði að Staðarbergi
2-4 í Hafnarfirði.
Lipurtá á 10 ára starfs-
afmæli um þessar mundir
og eigendur eru Þórhalla
Ágústsdóttir og Gísli Ölver
Sigurðsson.
Iflá Lipurtá er í boði öll al-
menn snyrtiþjónusta, nudd og
fótaaðgerðir. Einnig er
förðunar- og naglagallerí á
staðnum og úrval snyrtivara.
Á stofunni starfa tveir
löggiltir fótaaðgerðarfræð-
ingar, 2 snyrtifræðingar,
nagla- og förðunarfræðingur
og nuddari.
Lipurtá er opin alla virka
daga frá kl. 8-18 og laugar-
daga kl. 10-16.
Samverustund
hjá Freeport-
klúbbnum
VÆNTANLEGUR til landsins er
dr. Frank Herzlin og eiginkona
hans. Er hann að góðu kunnir fyrir
störf sín í þágu þeirra íslenslu alkó-
hólista sem leituðu sér bata á Freep-
ort, segir í tilkynningu. í tilefni af
komu þeirra hyggst Freeportklúb-
burinn standa fyrir samverastund
í Sunnusal Hótel Sögu þriðjudaginn
14. október kl. 20.30. Þar sem fólki
gefst kostur á að spjalla við hann.
Aðgangur er ókeypis en veitingar
verða seldar á hóflegu verði.
„Dr. Frank Herzlin er geðlæknir
að mennt. Á sjötta áratug aldarinn-
ar festi hann ásamt fjölskyldu sinni
kaup á litlu sjúkrahúsi í sjávarbæn-
um Freeport á Long Island.
Dr. Herzlin og eiginkona hans
komu fram í heimildarmynd um
meðferðarúrræði á íslandi frá önd-
verðu sem Freeportklúbburinn lét
gera í tilefni af 20 ára afmæli
klúbbsins 12. ágúst 1986 og sýnd
var síðsta uppstigningardag í Sjón-
varpinu. Mynd þessi verður til sýn-
is og sölu á ensku og íslensku á
fundinum," segir ennfremur í til-
kynningu frá Freeportklúbbnum.
Djass á Hótel
Hvolsvelli
DJASSTÓNLEIKAR verða haldnir
í kvöld á Hótel Hvolsvelli þar sem
þeir Karl Möller, Guðmundur Stein-
grímsson og Árni Scheving ásamt
Önnu Lilju Karlsdóttur leika frá kl.
22.30.
í fréttatilkynningu frá hótelinu
segir að þetta séu nýmæli í starf-
semi hótelsins og að ætlunin sé að
lifandi tónlist verði flutt einu sinni
á mánuði yfir vetrartímann.
Basar o g
kaffisala
KVENNADEILD Barðstrendinga-
félagsins verður með sinn árlega
basar og kaffisölu sunnudaginn 12.
október í Breiðfírðingabúð, Faxa-
feni 14. Húsið opnar kl. 14.
Á basarnum verður m.a. ýmiss
konar handavinna og heimabakaðar
kökur af ýmsum gerðum. Efnt verð-
ur til happdrættis og era margir
góðir vinningar í boði. Eingöngu
er dregið úr seldum miðum. Allur
ágóði rennur til að gleðja aldraða
úr sýslunni og til líknarmála, segir
í fréttatilkynningu.
■ Á FJÖLMENNUM fundi For-
eldra- og kennarafélags Réttar-
holtsskóla sem haldinn var 1. októ-
ber sl. var eftirfarandi ályktun sam-
þykkt samhljóða: „Aðalfundur For-
eldra- og kennarafélags Réttar-
holtsskóla lýsir yfir áhyggjum með
stöðuna í kjaraviðræðum kennara-
félaganna og samninganefndar
sveitarfélaganna. Aðalfundurinn
skorar á borgarstjórn Reykjavíkur
að gera sitt ítrasta svo kjarasamn-
ingar náist án verkfalls.“
■ KVIKMYNDASÝNINGAR eru
fyrir börn í Norræna húsinu alla
sunnudaga kl. 14. Sunnudaginn 12.
október kl. 14 verður kvikmyndin
„Det skaldede spogelse" sem er
um drenginn Jasper, 11 ára, sem *
missir gamlan vin sinn, Aron. Jasp-
er erfír eftir hann gamlan fresskött
og læstan skáp sem öllum er sama
um. í skápnum býr sköllóttur
draugur, furðulíkur Aroni, hinum
nýlátna vini hans. Myndin er með
dönsku tali og er sýningartími 72
mínútur. Allir eru velkomnir og
aðgangur ókeypis.
■ KJÖRDÆMISRÁÐ Alþýðu-
bandalagsins á Austurlandi hélt
árlegan aðalfund sinn á Reyðar-
firði sl. laugardag. Siguijón
Bjarnason, formaður ráðsins, gaf
skýrslu um störf þess og fjárreið-
ur. Aðalbjörn Sigurðsson, nýráðinn
ritstjóri að Vikurblaðinu Austur-
landi, gaf yfirlit um stöðu blaðs-
ins. Svavar Gestsson, formaður
þingflokks Alþýðubandalagsins og
óháðra, flutti ræðu en á vegum
þingflokksins voru nýlega haldin
haustþing í ö|lum byggðarlögum á
Austurlandi. í hádegishléi skoðuðu
fulltrúar Stríðsminjasafnið á Reyð-
arfirði undir leiðsögn Hreins Sigm-
arssonar. Eftir hádegi voru rædd
sveitarstjórnarmál. Þuríður Back-
man talaði m.a. um hlut sveitarfé-
laga í umhverfismálum og Einar
Már Sigurðsson um skólamál. -
Hjörleifur Guttormsson reifaði
drög að stjórnmálaályktun fundar-
ins sem fjallað var um í nefnd og
síðan samþykkt samhljóða. í álykt-
un fundarins er fjallað um eftir-
talda þætti: Sjálfbæra þróun til
framtíðar, einkavæðingu og vax-
andi misskiptingu, búseturösk-
unina í landinu, stöðu heilsugæslu
og skólamála, vegamál og óviðun-
andi hlut Austurlands, jarðgöng á
Austurlandi, sameign og sjálfbæra
stjórnun náttúruauðlinda, stóriðju- s
stefnu ríkisstjórnarinnar, sam-
vinnu flokka í stjórnarandstöðu. í
framkvæmdastjórn kjördæmis-
ráðsins voru kjörin: Sigutjón
Bjarnason, formaður, Hallveig
Ingimarsdóttir, ritari, Guðmundur
Beck, varaformaður. í varastjórn:
Magnús Stefánsson og Már Sveins-
son. í miðstjórn Alþýðubandalags-
ins frá næsta landsfundi voru kjör-
in: Steinunn Aðalsteinsdóttir, Éin-
ar Már Sigurðsson, Magnús Stef-
ánsson og Eiríkur Sigurðsson. Til
vara: Eyjólfur Guðmundsson og
Sigríður Dóra Sverrisdóttir.
------♦ ♦ ♦-------
LEIÐRÉTT
Einokunargróði
MEINLEG villa slæddist inn í frá-
sögn Morgunblaðsins í gær af um-
ræðum á Alþingi um þingsályktun-
artillögu þingflokks jafnaðarmanna
um veiðileyfagjald. Þar sem vitnað
var í orð þeirra Jóns Baldvins
Hannibalssonar og Svavars Gests-
sonar um einokunargróða í sjávar-
útvegi, urðu þau mistök, að gróðinn
var sagður vera „einangrunar-
gróði“. Þarna átti að sjálfsögðu að
standa einokunargróði og biðst
Morgunblaðið velvirðingar á þess-
um mistökum.
Sólrún er Kristinsdóttir
SÓLRÚN Kristinsdóttir var rang-
feðrað í viðtali í Daglegu lífi í gær,
föstudag. Beðist er velvirðingar á
þeim mistökum.
Höfundur tónlistar
í DÓMI Önnu Sveinbjarnardóttur
um kvikmyndina Perlur og svín í
blaðinu í gær, láðist að geta í inn-
gangi um höfund tónlistarinnar,
sem er Ólafur Gaukur. Beðist er
velvirðingar á þessum mistökum.
Rangur tími
í DÓMI um myndlistarsýningu
Gunnars Kristinssonar í Hafnar-
borg í blaðinu sl. fimmtudag misrit-
aðist hvenær menningarmiðstöðin
er opin. Hið rétta er að hún er opin
frá 12-18 alla daga nema þriðju-
daga en þá er lokað. Beðist er vel-
virðingar á mistökunum.
Á MYNDINNI eru f.v. Rósalind Sigurðardóttir förðunarfræðingur
og Þórhalla Ágústsdóttir, eigandi, löggiltur fótaaðgerðarfræðing-
ur og snyrtifræðingur.