Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 41 40 ára vígsluafmæli safnaðarheimilis Óháða safnaðarins J ----------------------------- || Námstefna umum- hverfis- stjórnun ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla íslands, Gæðastjórnunar- | félag íslands, Iðntæknistofnun og Samtök iðnaðarins halda eftir há- degi miðvikudaginn 15. október nk. námstefnu um umhverfisstjórnun í fyrirtækjum og stofnunum á Hótel Loftleiðum. Námstefnan er ætluð öllum er vilja kynna sér helstu umhverfís- stjórnunaraðferðir og reynslu hér- lendis og erlendis. Fyrirlesarar verða Halldóra Hreggviðsdóttir, | sviðsstjóri umhverfis- og byggða- tæknisviðs hjá VSÓ Ráðgjöf, Helga Jóhanna Bjarnadóttir, umhverfís- verkfræðingur hjá Iðntæknistofnun og Haraldur Á. Hjaitason, rekstrar- ráðgjafi hjá VSO Ráðgjöf. Einnig munu Baldur Hjaltason, forstjóri Lýsis, Ólafur Steingrímsson, Aðal- steinn Pálsson, sviðstjóri tæknisviðs - Rikisspítala og Sigurður Geirsson, framkvæmdastjóri Friggjar skýra frá reynslu fyrirtækjanna af um- Ihverfisstjórnun og umhverfísstjórn- unarkerfum, bæði ávinningi og til- kostnaði. Guðmundur Bjarnason, umhverfisráðherra, mun setja nám- stefnuna og segja frá aðgerðum stjórnvalda að þessu leyti. Nám- stefnustjóri verður Höskuldur Frí- mannsson. „Á námstefnunni verður leitast 5 við að svara eftirfarandi: Hver hef- ur þróun síðustu ára í umhverfis- málum fyrirtækja og stofnana ver- g ið? Á hvaða sviðum skipta þau " mestu máli? Hvernig eiga minni fyrirtæki og stofnanir að byija ef þau ætla að taka á umhverfismálum sínum og hvernig tengist sú vinna stjórnun t.d. á gæðamálum fyrir- tækjanna?" segir í fréttatilkynningu frá Endurmenntunarstofnun HÍ. Málþing um stöðu og stefnu MS MÁLÞING um stöðu og stefnu Menntaskólans við Sund verður haldið íþróttasal Mennaskólans við Sund í Gnoðarvogi í dag kl. 11-13.45. Dagskrá málþingsins er svohljóð- andi: Kl. 11 verður málþingið sett og flytja Björn Bjarnason, mennta- málaráðherra og Eiríkur G. Guð- | mundsson, rektor ávörp. Kór MS syngur. Kl. 11.20 flytja Aðalsteinn Davíðsson, kennari við MS, Jón Torfi Jónasson, prófessor við HÍ, Fanney Rós Þorsteinsdóttir, nem- andi í 4.-A, Eyrún María Rúnars- dóttir, ráðningarfulltrúi hjá Hag- vangi, Ármann Jakobsson, ís- lenskufræðingur, fyrrverandi nem- andi í MS og Hjördís Þorgeirsdótt- ir, kennari við MS, framsöguerindi. Fundarhlé verður tekið kl. 12.30 I og að því loknu verða pallborðsum- ræður þar sem framsögumenn sitja fyrir svörum. Umræður verða að því loknu. Samantekt verður kl. 13.30 og verður málþinginu slitið kl. 13.45. Dagsferð Útivistar á l Hengilssvæðið FERÐAFÉLAGIÐ Útivist stendur fyrir dagsferðum alla sunnudaga. Sunnudaginn 12. október verður farið um Hengilssvæðið. Gengið verður frá Hellisheiði um Ölkelduháls, á Hróarmundartind og austur af honum. Gengið verður g niður með Ölfusvatni að þjóðvegi í Grafning. Brottför er frá Umferðarmiðstöð- | inni kl. 10.30. Áætlaður tími í göngu er 5-6 klst. ÞESS verður minnst sunnu- daginn 12. október kl. 14 við fjölskylduguðsþjónustu að 40 ár eru liðin síðan að safnaðar- heimili Óháða safnaðarins var vígt. Verður kvenfélag Óháða safnaðarins með kaffisölu að lokinni messu. „Safnaðarheimilið Kirkju- bær var vígt 13. október árið 1957 þegar hornsteinn kirkj- unnar var lagður af Gunnari Thoroddsen þáverandi borgar- sljóra. Er Kirkjubær á tveimur hæðum þar sem rúmast 110 manns við borð. Hefur kvenfé- lagið á margvíslegan hátt styrkt starf safnaðarins og búið félagsheimilið þeim tækj- um sem til þarf nú síðast með loftræstikerfi í eldhúsið. Er Mjallhvít í Ævintýra- Kringlunni BARNALEIKSÝNINGAR hefjast í dag að nýju í Ævintýra-Kringlunni eftir sumarlangt hlé. Kl. 14.30 sýn- ir Furðuleikhúsið leikritið Mjallhvít og dvergarnir sjö. Leikarar eru Margrét Pétursdótt- ir og Ólöf Sverrisdóttir og leika þær öll hlutverkin. Gunnar Gunnsteins- son er leikstjóri og lokalagið samdi Ingólfur Steinsson. Sýningin tekur um 30 mínútur. „Ævintýra-Kringlan er bama- gæsla og listasmiðja fyrir börn á aldrinum 2-8 ára. Hún er staðsett á 3. hæð í Kringlunni og þar geta viðskiptavinir Kringlunnar skilið börnin eftir á meðan þeir versla. Ekki er hætta á að bömunum leið- ist því þar er ýmislegt til gamans gert. Þar er hægt að teikna og mála. Sagðar era sögur og farið í leiki. Stundum hefur verið boðið upp á leikræna tjáningu og síðan eru leiksýningar vikulega. Ævintýra- Kringlan er opin kl. 14-18.30 virka daga og kl. 10-16 laugardaga,“ segir í fréttatilkynningu frá Kringl- unni. Fjórir fram- bjóðendur opna kosningaskrif- stofur KOSNINAMIÐSTÖÐIN Austur- stræti verður opnuð sunnudaginn 12. október kl. 15. í kosningamiðstöðinni eru kosn- ingaskrifstofur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Eyþórs Arnalds, Ág- ústu Johnson og Baltasar Kormáks fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins dagana 24. og 25. október. I fréttatilkynningu frá stuðnings- mönnum er almenningur hvattur til að koma og kynna sér frambjóðend- urna, hugarefni þeirra og að þiggja kaffi og með því. þessi kaffisala á kirkjudegin- um á morgun til fjáröflunar fyrir kvenfélagið, segir í fréttatilkynningu frá söfnuðin- um. Guðsþjónustur eru í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigs- veg annan og fjórða sunnudag mánaðarins kl. 14 og er barna- sta.rfið á sama tíma. í fjölskylduguðsþjónustunni á morgun mun John Speight einsöngvari syngja við undir- leik Péturs Máté en síðan streyma menn til safnaðar- heimilisins til að smakka á rjómatertunum og öðru randa- brauði sem bíður í röðum eftir að hverfa ofan í maga þeirra sem mæta til kirkju, segir enn- fremur í tilkynningu. Lipurtá ínýtt húsnæði NÝLEGA flutti Lipurtá, fóta- aðgerða-, nudd- og snyrtistofa í nýtt húsnæði að Staðarbergi 2-4 í Hafnarfirði. Lipurtá á 10 ára starfs- afmæli um þessar mundir og eigendur eru Þórhalla Ágústsdóttir og Gísli Ölver Sigurðsson. Iflá Lipurtá er í boði öll al- menn snyrtiþjónusta, nudd og fótaaðgerðir. Einnig er förðunar- og naglagallerí á staðnum og úrval snyrtivara. Á stofunni starfa tveir löggiltir fótaaðgerðarfræð- ingar, 2 snyrtifræðingar, nagla- og förðunarfræðingur og nuddari. Lipurtá er opin alla virka daga frá kl. 8-18 og laugar- daga kl. 10-16. Samverustund hjá Freeport- klúbbnum VÆNTANLEGUR til landsins er dr. Frank Herzlin og eiginkona hans. Er hann að góðu kunnir fyrir störf sín í þágu þeirra íslenslu alkó- hólista sem leituðu sér bata á Freep- ort, segir í tilkynningu. í tilefni af komu þeirra hyggst Freeportklúb- burinn standa fyrir samverastund í Sunnusal Hótel Sögu þriðjudaginn 14. október kl. 20.30. Þar sem fólki gefst kostur á að spjalla við hann. Aðgangur er ókeypis en veitingar verða seldar á hóflegu verði. „Dr. Frank Herzlin er geðlæknir að mennt. Á sjötta áratug aldarinn- ar festi hann ásamt fjölskyldu sinni kaup á litlu sjúkrahúsi í sjávarbæn- um Freeport á Long Island. Dr. Herzlin og eiginkona hans komu fram í heimildarmynd um meðferðarúrræði á íslandi frá önd- verðu sem Freeportklúbburinn lét gera í tilefni af 20 ára afmæli klúbbsins 12. ágúst 1986 og sýnd var síðsta uppstigningardag í Sjón- varpinu. Mynd þessi verður til sýn- is og sölu á ensku og íslensku á fundinum," segir ennfremur í til- kynningu frá Freeportklúbbnum. Djass á Hótel Hvolsvelli DJASSTÓNLEIKAR verða haldnir í kvöld á Hótel Hvolsvelli þar sem þeir Karl Möller, Guðmundur Stein- grímsson og Árni Scheving ásamt Önnu Lilju Karlsdóttur leika frá kl. 22.30. í fréttatilkynningu frá hótelinu segir að þetta séu nýmæli í starf- semi hótelsins og að ætlunin sé að lifandi tónlist verði flutt einu sinni á mánuði yfir vetrartímann. Basar o g kaffisala KVENNADEILD Barðstrendinga- félagsins verður með sinn árlega basar og kaffisölu sunnudaginn 12. október í Breiðfírðingabúð, Faxa- feni 14. Húsið opnar kl. 14. Á basarnum verður m.a. ýmiss konar handavinna og heimabakaðar kökur af ýmsum gerðum. Efnt verð- ur til happdrættis og era margir góðir vinningar í boði. Eingöngu er dregið úr seldum miðum. Allur ágóði rennur til að gleðja aldraða úr sýslunni og til líknarmála, segir í fréttatilkynningu. ■ Á FJÖLMENNUM fundi For- eldra- og kennarafélags Réttar- holtsskóla sem haldinn var 1. októ- ber sl. var eftirfarandi ályktun sam- þykkt samhljóða: „Aðalfundur For- eldra- og kennarafélags Réttar- holtsskóla lýsir yfir áhyggjum með stöðuna í kjaraviðræðum kennara- félaganna og samninganefndar sveitarfélaganna. Aðalfundurinn skorar á borgarstjórn Reykjavíkur að gera sitt ítrasta svo kjarasamn- ingar náist án verkfalls.“ ■ KVIKMYNDASÝNINGAR eru fyrir börn í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Sunnudaginn 12. október kl. 14 verður kvikmyndin „Det skaldede spogelse" sem er um drenginn Jasper, 11 ára, sem * missir gamlan vin sinn, Aron. Jasp- er erfír eftir hann gamlan fresskött og læstan skáp sem öllum er sama um. í skápnum býr sköllóttur draugur, furðulíkur Aroni, hinum nýlátna vini hans. Myndin er með dönsku tali og er sýningartími 72 mínútur. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. ■ KJÖRDÆMISRÁÐ Alþýðu- bandalagsins á Austurlandi hélt árlegan aðalfund sinn á Reyðar- firði sl. laugardag. Siguijón Bjarnason, formaður ráðsins, gaf skýrslu um störf þess og fjárreið- ur. Aðalbjörn Sigurðsson, nýráðinn ritstjóri að Vikurblaðinu Austur- landi, gaf yfirlit um stöðu blaðs- ins. Svavar Gestsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins og óháðra, flutti ræðu en á vegum þingflokksins voru nýlega haldin haustþing í ö|lum byggðarlögum á Austurlandi. í hádegishléi skoðuðu fulltrúar Stríðsminjasafnið á Reyð- arfirði undir leiðsögn Hreins Sigm- arssonar. Eftir hádegi voru rædd sveitarstjórnarmál. Þuríður Back- man talaði m.a. um hlut sveitarfé- laga í umhverfismálum og Einar Már Sigurðsson um skólamál. - Hjörleifur Guttormsson reifaði drög að stjórnmálaályktun fundar- ins sem fjallað var um í nefnd og síðan samþykkt samhljóða. í álykt- un fundarins er fjallað um eftir- talda þætti: Sjálfbæra þróun til framtíðar, einkavæðingu og vax- andi misskiptingu, búseturösk- unina í landinu, stöðu heilsugæslu og skólamála, vegamál og óviðun- andi hlut Austurlands, jarðgöng á Austurlandi, sameign og sjálfbæra stjórnun náttúruauðlinda, stóriðju- s stefnu ríkisstjórnarinnar, sam- vinnu flokka í stjórnarandstöðu. í framkvæmdastjórn kjördæmis- ráðsins voru kjörin: Sigutjón Bjarnason, formaður, Hallveig Ingimarsdóttir, ritari, Guðmundur Beck, varaformaður. í varastjórn: Magnús Stefánsson og Már Sveins- son. í miðstjórn Alþýðubandalags- ins frá næsta landsfundi voru kjör- in: Steinunn Aðalsteinsdóttir, Éin- ar Már Sigurðsson, Magnús Stef- ánsson og Eiríkur Sigurðsson. Til vara: Eyjólfur Guðmundsson og Sigríður Dóra Sverrisdóttir. ------♦ ♦ ♦------- LEIÐRÉTT Einokunargróði MEINLEG villa slæddist inn í frá- sögn Morgunblaðsins í gær af um- ræðum á Alþingi um þingsályktun- artillögu þingflokks jafnaðarmanna um veiðileyfagjald. Þar sem vitnað var í orð þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar og Svavars Gests- sonar um einokunargróða í sjávar- útvegi, urðu þau mistök, að gróðinn var sagður vera „einangrunar- gróði“. Þarna átti að sjálfsögðu að standa einokunargróði og biðst Morgunblaðið velvirðingar á þess- um mistökum. Sólrún er Kristinsdóttir SÓLRÚN Kristinsdóttir var rang- feðrað í viðtali í Daglegu lífi í gær, föstudag. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum. Höfundur tónlistar í DÓMI Önnu Sveinbjarnardóttur um kvikmyndina Perlur og svín í blaðinu í gær, láðist að geta í inn- gangi um höfund tónlistarinnar, sem er Ólafur Gaukur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Rangur tími í DÓMI um myndlistarsýningu Gunnars Kristinssonar í Hafnar- borg í blaðinu sl. fimmtudag misrit- aðist hvenær menningarmiðstöðin er opin. Hið rétta er að hún er opin frá 12-18 alla daga nema þriðju- daga en þá er lokað. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Á MYNDINNI eru f.v. Rósalind Sigurðardóttir förðunarfræðingur og Þórhalla Ágústsdóttir, eigandi, löggiltur fótaaðgerðarfræðing- ur og snyrtifræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.