Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.10.1997, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 11. OKTÖBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTSKOPUN I FISKVINNSLUSTOÐ Listsköpun og löggæsla eiga kannski ekki margt sameiginlegt við fyrstu sýn. --------------------------------------- Eyjapeyinn Bjarni Olafur Magnússon ber þó í sér báða þá eiginleika sem prýða mega góðan lögreglumann og framsækinn mynd- listarmann eins og Grímur Gíslason komst að er hann tók Bjarna Olaf tali. EYJAPEYINN Bjarni Ólafur Magnússon er sprenglærður myndlistarmaður sem hefur getið sér gott orð fyrir list sína. Hann hefur þó lengst af starfað sem lögreglumaður en undanfama mán- uði hefur hann verið í launalausu leyfi frá löggæslunni og helgað sig listinni eingöngu. Hann sýnir nú af- rakstur þess í Eyjum, en að sýning- unni lokinni snýr hann sér aftur að því að halda uppi lögum og reglu í sinni heimabyggð. Bjami hóf myndlistamám sitt í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og stundaði þar nám árin 1982 og 1983. Að því námi loknu starfaði hann í lögreglunni til ársins 1988 er hann hélt í BFA-nám í málun og grafík í Kansas City Art Institute. Að loknu námi þar hélt hann til San Francisco þar sem hann nam, sem gestanemandi, eina önn við San Francisco Art Institute. Bjami kom heim til íslands aftur að náminu loknu vorið 1990 og hóf þá störf í lögreglunni á ný en hélt síðan aftur vestur um haf og fór í MFA-nám í almennri myndlist í Gold Smiths College þar sem hann lauk námi með Post Graduate Diploma haust- ið 1992 með lokasýningu og ritgerð sem hann varði. Að MFA-náminu loknu kom Bjarni heim á ný og hóf störf í lög- reglunni og hefur starfað þar síðan að undanskildu einu ári sem hann starfaði sem bílstjóri og fleira í sendiráði íslands í London. Bjami segir að hann hafi, með- fram störfum í lögreglunni, unnið að myndlistinni en honum hafi fundist sem hann staðnaði og næði ekki að þroska sig nægjanlega. A síðasta vetri bauðst honum aðstaða í Vinnslustöðinni í Eyjum til að vinna að list sinni. „Þetta er forláta stúd- íó, það albesta sem ég hef haft,“ segir Bjarni. Bjami fékk húsnæðið í mars og fékk þá um leið árs leyfi frá störfum i lögreglunni og hefur frá þeim tíma helgað sig myndlistinni og er afraksturinn sá að 9. október opnaði hann sýningu í Akógeshús- inu í Eyjum á 40 verkum sem hann hefur málað frá því í mars, en Bjarni hefur ekki sýnt opinberlega hér síðan árið 1992 er hann sýndi í Akóges í Eyjum. Bjami segist hafa breyst sem listamaður síðan hann fór að vinna núna í nýja vinnusalnum sín- um enda hafi hann núna fyrst haft tækifæri á að gefa sig allan í listina og þróa sig. Hann segist hafa unnið að því nú að færa saman óhlut- bundnu myndlistina, sem hann hafi áður byggt mest á lit með fegurð að markmiði og stóm öflugu svarthvítu „fígúratívu" myndimar sem hafí mest byggst á formi og teikningu. Verk hans nú séu því summa þess- ara tveggja þátta sem hann hafi leitast við að sameina. Hann segir að myndir hans nú séu annars vegar stórar svarthvítar myndir þar sem spuni eigi sér stað. Þetta séu fantasíur þar sem hann byrji á einum stað í fletinum en haldi síðan áfram þar til flöturinn er fylltur. Formin þrói sig sjálf og hann vinni hratt og ómeðvitað um hvað hann sé í raun að vinna. Við þetta komi fram ýmis form sem hann ýti síðan undir þegar hann sér að þau hafa myndast. Hins vegar sé hann með myndir sem eru smágerð- ar, mjög litríkar og „fígúratívar". Þannig séu litmyndir hans nú mun „fígúratívari" en áður. Morgunblaðið/Slgurgen' Þá segist hann hafa unnið með ljósmyndir og teikningar sam- an. Þetta séu sjálfsmyndir þar sem hann hleypi smá „húmör“ inn í myndirnar. Þessar myndir byggist á að þenja og teygja andlitið sem mest hann geti og fá fram sem flest svipbrigði. „Litlu myndimar eru hálfgerð sjálfspíningarhvöt. Þær eru 15x30 cm á stærð en í þær fara um það bil 50 vinnustundir. Þegar ég vinn að þessum myndum er dagurinn þan- nig að ég sit við þar til hendur og augu segja stopp,“ segir Bjami. Hann segist telja að æskan og sá ævintýraheimur sem hún var í Eyj- um hafi mótað hann mikið og það komi nú fram í verkum hans. ,A-ð al- ast upp sem ki-akki í Eyjum var og er ævintýraheimur og nú eru að koma fram í verkum mínum ýmsar furðu- og ævintýraverur sem eiga rót sína í bamæskunni. Hér fór mað- ur á Náttúrugripasafnið og kynntist í raun ævintýmm náttúrunnar og bryggjan var ævintýraheimur út af fyrir sig í bamshuganum. Þetta er nú að koma fram sem einhvers kon- ar lífverur í bæði stórum og smáum myndum. Bamið í mér fær að njóta sín og ímyndunaraflið líka um leið. Ég held því að ég sé nú einlægari í list minni en áður,“ segir Bjami. Hann segir að einn þáttur mynda sinna sé afþreying. „Mér finnst ég ekki ná tilætluðum árangri í mynd ef ekki er afþreying í áhorfun á myndina. Stóru mynd- irnar em stútfullar af alls konar vemm og ég tel þær ekki hafa tek- ist nema áhorfandinn geti setið við, horft á hana og séð sífellt einhverj- ar kynjavemr. Myndimar eiga að vera lítið ævintýr þar sem áhorf- andinn fær samsvömn við bamið í sjálfum sér. Það er nefnilega stórt element við alla sköpun að finna bamið í sjálfúm sér,“ sagði Bjarni. Bjarni segir að árs leyfið sem hann fékk hjá lögreglunni hafi nú Er hægt að lækna geðklofa ? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINQUM LESENDA Spuming:Oft hef ég heyrt því haldið fram, að geðklofi væri ólæknandi sjúkdómur. Á það við rök að styðjast eða er hægt að lækna geðklofa? Svar: Geðklofi er almennt talinn alvarlegastur geðsjúkdóma. Hann getur haft í fór með sér rofin tengsl við vemleikann, sljóvguð tilfinningatengsl við annað fólk og tmflanir á rökréttri hugsun, ranghugmyndir og stundum of- skynjanir. Geðklofi kemst að sjálfsögðu á misalvarlegt stig eins og aðrir sjúkdómar, en þegar hann nær að þróast og grafa um sig í sálarlífi einstaklingsins getur hann oft valdið varanlegri fótlun. Fyrr á öldinni voru takmarkað- ir möguleikar til lækningar á geðklofa, þannig að þeir sem fengu þennan sjúkdóm urðu smám saman sálarlega og félags- lega einangraðir og vom margir langlegusjúklingar á geðsjúkra- húsum. Sem dæmi má nefna að árið 1947 vom 312 sjúklingar á Kleppsspítalanum, sem lengi var eina geðsjúkrahúsið í landinu, en aðeins 78 vom útskrifaðir á ár- inu. Meirihluti sjúklinga var því vistaður þar mjög lengi, sumir í mörg ár eða áratugi, og var stór hluti þeirra haldinn geðklofa. Bylting varð í geðlækningum um 1952, þegar farið var að nota ný lyf sem gerbreyttu möguleikum til lækninga á geðklofa. Þau náðu þeim tökum á sjúkdómnum að hægt var að ná samvinnu við sjúklinginn og meðhöndla sál- ræna og félagslega fylgifiska og afleiðingar sjúkdómsins. Smám saman var farið að beita sállækn- ingum, hópmeðferð, félagslegri þjálfun, iðjuþjálfun og sjúkra- þjálfun, sem allt átti sinn þátt í að bæta aðlögunarhæfni sjúk- lingsins og gera hann færan um að lifa sjálfstæðu lífí. Stofnuð vom sambýli fyrir þá sem gátu notfært sér slíkt, margir sjúk- lingar fengu vinnu á vemduðum vinnustöðum og aðrir úti á al- mennum vinnumarkaði. Hinar nýju lækningar gerðu auk þess Geðklofi mögulegt það, sem ekki var minna um vert, að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn kæmist á það stig að hann leiddi til varan- legrar sköddunar eða fötlunar. Því hefur langlegusjúklingum með geðklofa nú fækkað verulega miðað við það sem áður var. Á ár- inu 1995 vom sjúklingar á geð- deild Landspítalans, en Klepps- spítalinn er hluti af henni, 3080 talsins, þótt sjúkrarúm væm færri en árið 1947 sem áður var vitnað til. Legudagar vom að jafnaði 40 á hvern sjúkling á ár- inu. Hlutfall geðklofasjúklinga var þá orðið mun lægra en áður. Auk þess vom hundruð sjúklinga, sem ekki þurftu að leggjast inn, en komu reglulega í göngudeild- arviðtöl og lyfjaeftirlit. Það er því ljóst að á undan- förnum áratugum hafa orðið miklar framfarir í lækningum á geðsjúkdómum, ekki síst geð- klofa. Ný og betri lyf og endur- bættar aðferðir til sálrænnar og félagslegrar meðferðar eru stöðugt að koma fram. Það skipt- ir miklu máli fyrir batahorfur, að sjúkdómurinn greinist snemma og meðferð hefjist áður en hann fær að grafa um sig. Þeir sem fá geðklofa ungir, áður en þeir hafa lokið námi eða skapað sér félags- legt og efnahagslegt öryggi, hafa að jafnaði lakari batahorfur en hinir, nema fljótt sé hægt að hefta þróun sjúkdómsins. Mögu- leikar á námi eða starfi geta þá ráðið miklu um framvindu sjúk- dómsins. Svo komið sé að spurningunni hér að ofan, hvort hægt sé að lækna geðklofa, má vera ljóst af framansögðu að margir sjúkling- ar geta fengið mikinn bata. Það er hins vegar svo með geðklofa eins og marga aðra sjúkdóma, að lækning og bati eru svolítið af- stæð hugtök og álitamál hvort eða hvenær er hægt að tala um fullan bata. Það er ekki hægt að skera burt geðklofann og láta gróa yfir. En það er hægt að halda niðri sjúkdómseinkennun- um og gera sjúklingnum kleift að lifa tiltölulega eðlilegu lífi, rétt eins og hjá þeim sem haldnir eru háum blóðþrýstingi, sykursýki eða húðsjúkdómum, svo að dæmi um aðra sjúkdóma séu nefnd. Talið er að um þriðjungur geð- klofasjúklinga geti lifað nokkuð eðlilegu lífi. I þessum skilningi er hægt að lækna geðklofa. Það verða hins vegar alltaf áhöld um hvort hægt sé að ná fullum bata, þannig að engin frekari meðferð eða eftirlit sé lengur nauðsynlegt. •Lcscndur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á þjarta. Tekið er á mdti spumingum á virkum dögum milli ldukkan 10 og 17 í sfma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Viku- lok, Fax: 5691222. Ennfremur sfmbréf raerkt: Gylfi Ásmundsson, Fax: 5601720.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.