Morgunblaðið - 06.11.1997, Page 6

Morgunblaðið - 06.11.1997, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fyrirgreiðsla Byggðastofnunar, atvinnulíf og íbúaþróun 1985-95 á verðlagi 1995 Fyrirgreiðsla m.kr. Meðalfjöldi íbúa Fyrirgreiðsla á hvern íbúa þús. kr. Atvinnutekjur, þús.kr. 1987 1997 Breyting % Atvinnuleysi (%) 1985 1994 íbúaþróu % Höfuðborgarsvæðið 831 145.848 5,7 1.398 1.519 8,4 0,5 4,7 +19,9 Suðurnes 1.354 15.103 89,7 1.480 1.599 8,0 2,0 4,8 +9,5 Vesturland 1.558 14.617 106,6 1.387 1.491 7,5 1,4 4,6 -5,4 Vestfirðir 3.896 9.808 397,2 1.542 1.665 8,0 0,4 2,4 -11,7 Norðurl. vestra 2.147 10.475 205,0 1.355 1.473 8,7 1,6 5,3 -5,4 Norðurl. eystra 3.088 26.292 117,5 1.374 1.473 6,2 2,0 5,9 +2,7 Austurland 2.480 13.088 189,5 1.387 1.515 9,2 1,5 4,3 -2,6 Suðurland 2.260 20.415 110,7 1.374 1.470 6,8 1,2 4,2 +3,3 SAMTALS 17.614 255.646 68,9 1.417 1.532 8,1 0,9 4,7 +10,8 Framlög ríkisins til landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis 32 milljarðar á ári gegn byggðaröskun Framlög, sértekjur og jöfnunargjöld 1995 -.• V -lít vV Höfuðborgarsvæði Landsbyggð Bein framlög: milljónir kr. milljónir kr. Byggðastofnun 100 400 Atvinnutryggingadeild og Framkv.sjóður 860 Landbúnaðarmál 450 7.670 Samgöngumál 4.616 6.844 Iðnaðarmál 1.001 576 Aðrir málaflokkar 38.278 13.558 SAMTALS 44.445 29,908 Jöfnunargjöld Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 1.100 Þungaskattur almenningsfarartækja 150 Flutningsjöfnun, sement 45 Flutningsjöfnun, bensín/olía 190 Ofanflóðasjóður 300 Bjargráðasjóður 35 Afsláttarrafmagn, Landsvirkjun 50 SAMTALS 1.870 Heildarframlög 44.445 31.778 Tap ríkisins af raðsmíðaskip- um 857 millj. í skýrslu, sem fjármálaráðherra lagði fram á Al- þingi að beiðni Einars K. Guðfínnssonar og fleiri, kemur fram að ríkið tapaði verulegum fjármunum á byggingu raðsmíðaskipa á síðasta áratug. RÍKIÐ ver árlega um 32 milljörðum króna til að koma í veg fyrir byggða- röskun. Af þeirri upphæð má telja tæpa 13 milljarða til beinna styrkja. Til höfuðborgarsvæðisins renna ár- lega 44,5 milljarðar frá ríkinu og eru þau framlög til stjórnsýslu og stofn- ana hins opinbera. Jöfnunargjöld af ýmsu tagi sem íbúar höfuðborgar- svæðisins greiða samsvara því að íbúar höfuðborgarsvæðisins leggi hveijum íbúa landsbyggðarinnar til 17.200 kr. árlega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Þórður H. Hilmarsson rekstrar- hagfræðingur hefur unnið fyrir Afl- vaka hf. og Atvinnu- og ferðamála- stofu Reykjavíkurborgar um framlög ríkisvaldsins til landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru meðal annars-þær að á tímabilinu 1991-1995 hafi beinir styrkir í gegn- um starfsemi Byggðastofnunar, Framkvæmdasjóðs, Atvinnutrygg- ingadeildar Byggðastofnunar og landbúnaðarkerfi, til hafnarmála, fjárstuðnings hótela á landsbyggð- inni, niðurgreiðslna á raforkuverði og dreifikerfi auk jöfnunargjalda að jafnaði numið tæpum 13 milljörðum. Vísað er til þeirra meginniður- staðna stjómsýsluúttektar Ríkisend- urskoðunar á Byggðastofnun að rík- isvaldið hafi beitt Byggðastofnun mest tii stuðnings við þá landshluta þar sem atvinnutekjur eru hæstar og atvinnuleysi minnst, en hins vegar mestur fólksflótti. Þá er vísað til þess að ríkisbankamir hafí gegnt þýðingarmiklu hlutverki í fram- kvæmd byggðastefnu síðustu ára- tuga, en þetta sjáist m.a. af því að útlán sem hlutfall af innlánum hafi verið hæst til þeirra svæða þar sem fólksfækkun hefur verið hvað mest. í skýrslunni kemur fram að rekst- ur einstakra samfélagsþátta sé mun hærri á hvem íbúa á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, en kostn- aður vegna félagsaðstoðar sveitarfé- laga hins vegar tæpum íjórfalt hærri í Reykjavík en annars staðar. Þetta megi m.a. rekja til þess að fólk af landsbyggðinni leiti beinlínis til Reykjavíkur eftir félagslegri aðstoð. Þróun hlutafjármarkaðar ný ógn fyrir landsbyggðina í skýrslunni segir að þrátt fyrir hlutfallslega mestan stuðning til þeirra landshluta sem hafa mátt þola mestan fólksflótta hafi ríkisvaldinu ekki tekist að koma í veg fyrir eða stöðva þessa þróun. Enginn sjáanleg- ur árangur sé því af þessum stuðn- ingi undanfarinna ára nema ef vera skyldi að ríkisvaldið hafi með þeim tafið fyrir eðlilegri og/eða óumflýjan- legri þróun. Þéttbýli á íslandi sé 5-10 sinnum minna en í nágranna- löndum, en þéttbýlismyndun hafi verið mjög ör á undanfömum áratug- um. Sterkar vísbendingar séu um að búsetuþróun muni áfram verða í átt til aukins þéttbýlis. Bent er á það í skýrslunni að ný ógn kunni að steðja að landsbyggð- inni ef horft sé til þróunar hlutafjár- markaðarins og þeirra áhrifa sem gera megi ráð fyrir að hann hafi á ákvarðanatöku og áherslu stjómenda stórra útgerðarfyrirtækja í framtíð- inni. 1996 hafi 14 fyrirtæki í sjávar- útvegi sótt samtals fjóra milljarða kr. í almennum hlutafjárútboðum til styrkingar á starfsemi sinni. Þessi fyrirtæki muni fremur þurfa að sinna kröfum hluthafa sinna um arðsemi en hagsmunum íbúa þeirra byggðar- laga sem starfsemin fer fram í. Nýjasta dæmið um þessa þróun sé innkoma Samheija hf. á hluta- bréfamarkaðinn, en krafa nýrra hlut- hafa verði ótvírætt í þá veru að stjómendur fyrirtækisins hagi starf- seminni þannig að hún skili sem mestum arði þótt það feli i sér flutn- ing og tilfærslu á starfseminni milli byggðarlaga eða landa. Skýrsluhöfundur kemst að þeirri niðurstöðu að stöðugt fleiri samfé- lagskraftar virðist toga í átt til auk- innar þéttbýlismyndunar þrátt fyrir vamaraðgerðir á undanfömum árum. Þeim fjármunum sem ein- göngu er varið til að tefja þá þróun sé illa varið. Jöfnunargjöld og sjóðir sem ætlað er að styðja atvinnulíf og byggðarlög tefji eingöngu fyrir þeirri búsetuþróun sem í gangi sé. RÍKISÁBYRGÐASJÓÐUR tapaði 857 milljónum króna á byggingu fjögurra raðsmíðaskipa, sem byggð voru á árunum 1982-1987. Gengið var frá lánasamningum við kaupend- ur skipanna á síðasta ári. Kostnaður við byggingu skipanna nam 2.323 milljónum króna á verðlagi 1. janúar 1997, að því er kemur fram í skýrslu fjármálaráðherra. Ákvörðun um að ráðast í smíði á raðsmíðaskipum var tekin árið 1981. Rök sem færð voru fyrir ákvörðun- inni voru í fyrsta lagi, að innlend lánafyrirgreiðsla til smíði skipa væri mótvægi við fyrirgreiðslu til erlendra keppinauta í skipasmíðaiðnaði. í öðru lagi var verkefnaskortur í skipaiðn- aði og í þriðja lagi var talin þörf fýrir endumýjun fiskiskipa. Fimm skip voru byggð í tengslum við þetta verkefni. Slippstöðin á Akureyri byggði Nökkva HU-15 og Oddeyrina EA-210, Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts byggði Gissur ÁR-6 og Stálvík í Garðabæ byggði Jöfur KE-17. Öll skipin voru 1.142 rúmmetrar að stærð nema Gissur sem var 1.239 rúmmetrar. Auk þess byggði Vélsmiðja Seyðisfjarðar skip- ið Hörpu GK-111, sem var 468 rúm- metrar að stærð. Smíða- og upp- gjörssaga Hörpu var allt önnur en hinna skipanna því gengið var frá öllum lánveitingum og yfírtöku á skuldum Ríkisábyrgðarsjóðs strax við afhendingu skipsins. Smíðakostnaður hærri en söluverð Kostnaður við smíði Oddeyrarinnar var 540 milljónir á verðlagi 1. janúar 1997, en skipið var afhent eigendum 1986 og var söluverðið 440 milljónir á sama verðlagi. Kostnaður við smíði Nökkva nam 533 milljónum, en skip- ið var afhent eigendum 1987 og nam söluverðið 454 milljónum. Bygginga- kostnaður Gissurar nam 603 milljón- um, en skipið var afhent eigendum 1986 og er framreiknað söluverð 461 milljón. Smíði Jöfurs kostaði 647 milljónir, en skipið var afhent eigend- um 1988, en framreiknað söluverð er 458 milljónir. Mismunur á smíðakostnaði og söluverði skipanna var greiddur úr Ríkisábyrgðasjóði samkvæmt sér- stakri heimild sem Alþingi veitti í lánsfjárlögum 1987. Áður en sjóður- inn veitti ábyrgð á lánum var gengið frá tryggingarbréfi við allar skipa- smíðastöðvamar áður en smíði skip- anna hófst. Náði tryggingin til fyrsta veðréttar, en lánin máttu ekki vera hærri en 80% af smíðakostnaði. Allar tryggingar voru því í samræmi við lagareglur. Alþingi felldi niður tryggingar Þegar smíði raðsmíðaskipanna hófst voru lagaákvæði um Stofnfjár- sjóð fískiskipa þannig að 10-16% af brúttóverðmæti skyldu renna í Stofn- sjóð og það fé síðan notað til að greiða niður lán skipanna hjá opin- berum sjóðum, í þessu tilviki hjá Ríkisábyrgðasjóði. Fiskveiðasjóður veitti ekki stofnlán vegna raðsmíða- skipanna og því var Ríkisábyrgða- sjóður lánveitandi. Skyldu lánin vera með svipuðum lánskjörum og giltu hjá Fiskveiðasjóði. Árið 1986 samþykkti Alþingi breytingar á lögum um Stofnfjársjóð í þá veru að ef ekki hvíldi á viðkom- andi skipi skuld við Fiskveiðisjóð skyldi Stofnfjársjóður greiða inni- stæðuna út til skipseigenda. Þannig var felld niður sú trygging til inn- heimtu stofnlána sem Ríkisábyrgða- sjóður hafði þegar smíði raðsmíða- skipanna hófst. Skipin voru afhent kaupendum án þess að gengið hefði verið frá undir- rituðum kaupsamningum milli skipa- smíðastöðvanna og kaupendanna. Skipin fengu síðan úthlutað aflak- vóta, sem óheimilt var að framselja á önnur skip. Auk þess stunduðu skipin rækjuveiðar sem þá voru frjálsar, en skipin voru flokkuð sem sérhæfð rækjuveiðiskip. Kaupendur neituðu að undirrita skuldabréfin Eftir að skipin voru tekin í notkun hófust viðræður við kaupendur um frágang skuldabréfa. Þeir settu fram óskir um í hvaða mynt lánin ættu að vera, vexti og fleira. Þeir gerðu m.a. kröfu um upphafsdag vaxta sem Ríkisábyrgðasjóður féllst ekki á. Þegar álitið var að samkomulag hefði tekist voru skuldabréfin útbúin og send kaupendum til undirritunar. Þeir færðust hins vegar undan því að undirrita bréfin og báru fyrir sig að stjórnvöld hefðu ekki staðið við loforð sem gefín hefðu verið um út- hlutaðan kvóta. Stjórnvöld höfnuðu kröfum útgerðarmannanna og tog- streita um málið hélt því áfram. Þar kom að Ríkisábyrgðasjóður ákvað að höfða mál á hendur útgerðunum. Undirbúningur málssóknar tók hins vegar langan tíma m.a. vegna þess að þinglýst veðbönd Ríkisábyrgða- sjóð á nýsmíðunum höfðu ekki verið færð á skipin. Samhliða þessu var þeim möguleika haldið opnum að semja um lúkningu skulda. Fyrstu málin voru þingfest fyrir dómi fyrri hluta árs 1995, en dómar voru ekki kveðnir upp því að samkomulag tókst milli Ríkisábyrgðasjóðs og útgerð- anna fyrri hluta árs 1996. Samningar undirritaðir 1996 Samningurinn við eiganda Oddeyr- arinnar hljóðaði upp á 213 milljónir, en áður höfðu verið greiddar 7,3 millj- ónir norskra króna af eldra láni. Sam- hljóða samningur var undirritaður við eiganda Nökkva. Eigandi Gissurar skrifaði undir skuldabréf sem hljóðaði upp á 222 milljónir, en hann hafði áður greitt af norsku láni 5,6 milljón- ir norskra króna. Skuldabréfíð sem eigandi Jöfurs undirritaði hljóðaði upp á 344 milljónir. Skuldabréfin voru til tólf ára. Bókfærður kostnaður Ríkis- ábyrgðasjóðs, þ.e. ríkisins, af þessu máli er 857.246.000 krónur miðað við verðlag 1. janúar 1997. Þar af er yfirtekinn fjármagnskostnaður skipasmíðastöðvanna 533,7 milljónir. Bókfært tap vegna yfirtekinna lána er 323,5 milljónir. Inm í þeirri tölu eru reiknaðir samningsvextir til hvers gjalddaga. ------------------ Þrír bílar í árekstri ÞRÍR bílar lentu í árekstri í gær á leið úr Gjánni í Kópavogi niður á Hafnarfjarðarveg. Þrennt var flutt á slysadeild en meiðsli voru ekki alvar- leg. Bílarnir voru á leið inná Hafnar- fjarðarveg til norðurs. Ökumaður aftasta bílsins leit til hliðar til að fylgjast með umferð um Hafnarfjarð- arveg og tók þá ekki eftir að bíllinn fyrir framan hafði staðnæmst. Lenti hann á honum og kastaðist sá bíll á þann fremsta. ÁKNI BJÖRNSSON I Skemmtileg og aðgengileg bók byggð upp á svipaðan hátt og Saga daganna Fjallað er um merkisdagana í ævi hvers og eins, um siði, venjur og sagnir sem tengjast atburðum á borð við fæðingu, skírn, fermingu, trúlofun, brúðkaup eða útför. Merkisdagar á mannsævinW 'Mktí) I má! 09 menning Laugavegi 18 • Síml 515 2500 • Síöumúla 7 • Síml 510 2500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.