Morgunblaðið - 06.11.1997, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 06.11.1997, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 11 émm ■ *?í#. ilt' jj úitiiirfflWTni>íllli11l| |||L| lllWVÍIfy S\Á> FRÉTTIR Landsfundur Alþýðubandalagsins Róttækar sam- fylkingartil- lögur kynntar Skoðanir um kosti, galla og möguleika á samfylkingu félagshyggjuflokkanna eru mjög skiptar fyrir landsfund Alþýðubanda- lagsins og gera má ráð fyrir róttækum tillögum frá ungu fólki í flokknum. Einnig má búast við að hart verði deilt um tillögu Margrétar Frímannsdóttur um auðlinda- • gjöld. Helgi Þorsteinsson spáir líflegum landsfundi. STUÐNINGSMENN samfylk- ingar á vinstri kantinum munu leggja fram róttækar tillögur í sameiningarátt í kvöld, á fyrsta degi landsfundar Alþýðubandalagsins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun framsögumaður þeirra verða maður sem hingað til hefur ekki verið yfir- lýstur stuðningsmaður samfylking- aráforma. Líklegt er að hart verði deilt um tillögu þessa og aðrar sem ganga í sömu átt enda eru skoðanir mjög skiptar innan flokksins um hversu langt eigi að ganga í þessum málum. Líklegt er að félagar í Grósku, félagi áhugamanna um sameingu jafnaðarmanna og félagshyggju- fólks, muni verða manna róttækast- ir í samfylkingarátt. Gróska kynnti fyrir skömmu drög að stefnuskrá eða sameiningargrundvöll, svo- nefnda Opna bók, fyrir fulltrúum Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Kvennalista og Þjóðvaka. „Við munu kynna Opnu bókina á fundinum og síðan hljótum við að gera kröfu til þess að umræðan um sameininguna snúist um málefni en ekki form eða tímasetningar,“ segir Helgi Hjörvar, ritstjóri bókarinnar. „Það er í undir- búningi að flytja mjög afdráttar- lausar tiliögur í sameiningarmálum, ekki aðeins á landsfundi Alþýðu- bandalagsins, heldur líka á flokks- stjórnarfundi Aiþýðuflokksins. Það verður einnig spennandi að sjá hvaða afstöðu Kvennalistinn tekur á sínum landsfundi aðra helgi.“ Stuðningur við samfylkingu virð- ist vera mestur á suðvesturhorninu og í Verðandi, félagi ungs Alþýðu- bandalagsfólks. Fremstur í flokki efasemdarmanna er Steingrímur J. Sigfússon og andstaða virðist vera allmikil á Norðurlandi. Kjördæmis- þing í heimakjördæmi Steingríms, Norðurlandi eystra, hefur_ lýst sig sömu skoðunar og hann. í ályktun þess frá miðjum síðasta mánuði seg- ir að óraunhæft sé að stefna að sam- eiginlegu framboði eða sameiningu flokka strax við næstu Alþingiskosn- ingar vegna þess að enn vanti mál- efnalega uppbyggingu. Ályktun kjördæmisþings Norður- lands vestra var öllu jákvæðari gagnvart samfylkingu, þó ekki væri tekin eindregin afstaða. Þar var lýst stuðningi við stefnu Margrétar Frí- mannsdóttur í þessum máium. Nokkuð hefur verið rætt um það að undanförnu að Margrét Frí- mannsdóttir standi ein innan þing- flokks Alþýðubandalagsins í sam- fylkingarmálum. Margrét hafnar sjálf þeirri túlkun. „í fyrsta lagi get ég nefnt að Bryndís Hlöðversdóttir hefur verið mikill talsmaður sam- fylkingar, Kristinn H. Gunnarsson sömuleiðis. Sigríður Jóhannesdóttir hefur tekið þátt í þeirri vinnu sem hefur átt sér stað í samfylkingarmál- um í Reykjanesbæ. Það er gert dálít-' ið mikið úr þessum ágreiningi. Eg hef ekki heyrt annað innan þing- flokks Alþýðubandalagsins en að þar séu langflestir á því að það beri að auka samvinnuna. Um það erum við að ræða núna, en menn eru kannski komnir dálitið fram úr sér i málflutn- ingi þegar farið er að ræða um form- ið á samstarfinu. Ég tei að það sé ekki til umræðu og er sjálf ekki tilbú- in að ræða það fyrr en ég sé hvort málefnaleg samstaða næst milli þessara flokka.“ Á landsfundinum verður lögð fram ályktun frá framkvæmdastjórn flokksins um að formanninum verði veitt umboð til að kanna grundvöll málefnasamnings milli félags- hyggjuflokkanna. Margrét vill að rætt verði um málefnasáttmála til íjögurra ára milli flokkanna sem feli í sér róttæka velferðarstefnu og nýja hugsun í utanríkismálum. Verði ályktunin samþykkt verður boðað til aukalandsfundar næsta vor til að ræða niðurstöður viðræðna við aðra flokka. Moðsuða og málamiðlanir í samfylkingu? í stefnuskrárdrögum Grósku segir meðal annars að stefnt skuli að áframhaldandi aðild að Atlantshafs- bandalaginu, en tímabært sé að semja um brottför bandaríska hers- ins. Jafnframt er lagt til að kannað- ir séu kostir og gallar Evrópusam- bandsaðildar og að innan skamms skuli haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort sækja skuli um aðild og síðan um niðurstöðuna. Margir efasemdarmanna um sam- fylkingarstefnuna eru andsnúnir öll- um þessum stefnumiðum Grósku, en reyndar er sama að segja um Margréti Frímannsdóttur. „Ég sé ekki forsendur í dag til annarrar afstöðu en þeirrar að ekki sé ástæða fyrir íslendinga til að sækja um aðild að Evrópusambandinu en ég hef hins vegar beitt mér fyrir opin- skárri umræðu um kosti og galla þeirrar stöðu sem íslendingar eru í í Evrópumálum.“ Margrét er jafn- framt bæði á móti herstöðinni og aðild að Atlantshafsbandalaginu. „Ég hef ekki nema gott eitt um það að segja að ungt fólk setjist niður og ræði um pólitík og við munum að sjálfsögðu taka við tillög- unum og fara yfir þær,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon. „En það er ekki þar með sagt að málin séu leyst fyrir flokkana.“ Steingrímur segir að Gróska hafi að sumu leyti valið sér auðveldar leiðir og niðurstöður þeirra sýni hætturnar sem felist í hraðsiglingu til samfylkingar. „Er þetta ekki til marks um það að niðurstaðan í þess- um efnum gæti orðið moðsuða eða málamiðlun þar sem útkoman er núll í hverju málinu á fætur öðru?“ Sem dæmi nefnir Stein- grímur afstöðu Grósku til NATO og herstöðvarinnar og það að efna skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn að Evrópusam- bandinu, án þess þó að tekin sé afstaða til þess hvort aðild sé æskileg eða ekki. Steingrímur varar við því að tekin sé efnisleg afstaða til stórmála í þeim tilgangi einum að auðvelda sameiningu. „Ég held að það sé miklu eðlilegra að við förum yfir okkar áherslur á fundinum, og berum þær svo fram í við- ræðum við aðra flokka, en að við förum að breyta okkar stefnu í átt að ein- hveiju sem gæti verið nið- urstaðan eftir slíkar við- ræður.“ Steingrímur telur að vinstriflokkarnir eigi að geta náð samstöðu um áherslur varðandi framtíð velferðarkerfisins og varð- veislu þess en greini á um mörg önnur atriði. „Þar af leiðandi væri að mínu mati raunsætt að reikna með að útkoman í þessari umferð gæti orðið mál- efna- og samstarfsgrun- dvöllur af einhveiju tagi, þó áfram yrði um fleiri en eitt framboð að ræða.“ Morgunblaðið/Kristinn FORMENN Alþýðubandalagsins og Þjóðvaka, Margrét Frímannsdóttir og Jóhanna Sigurðar- dóttir, hafa beitt sér fyrir samfylkingu félags- hyggjuflokkanna og tekist verður á um þau mál á landsfundi Alþýðubandalagsins. Réttlátari skipting arðsins með auðlindagjaldi Margrét Frímannsdóttir mun á þinginu kynna hugmyndir sínar um auðindagjald. Þingsályktunartillaga um þetta efni hefur verið til um- ræðu innan þingflokksins en ekki hefur náðst samkomulag um það enn. Margrét leggur til að skipuð verði nefnd sem fjalli um auðlindir í sjó, á sjávarbotni innan efnahags- lögsögunnar, í almenningum, á af- réttum og öðrum óbyggðum löndum utan heimalanda, um námur í jörðu, vatnsafl og jarðhita undir 100 metra dýpi. Nefndin skuli kanna hvernig best væri að standa að gjaldtöku af þessum auðlindum með hliðsjón af þeim gjöldum sem fyrir eru. Gjaldtakan á að vera sanngjörn og standa undir rannsóknum sem eiga að stuðla að vernd auðlindanna, sjálfbærri nýtingu þeirra og réttlátri skiptingu arðsins. I ályktun kjördæmis- þings Álþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra er öllum hugmyndum um sér- tæka skattlagningu á sjáv- arútveginn hafnað. Líklegt er því að hart verði deilt um tillögu Margrétar. Ýmsir málefnahópar hafa verið starfandi frá síðasta landsfundi og munu kynna drög að álykt- unum á morgun. Þar á meðal er sjávarútvegshóp- ur, en samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins hefur hann margklofnað og að minnsta kosti tvær mis- munandi ályktanir verða kynntar og í þeim koma fram ólík viðhorf til auð- lindagjalds. Utanríkismálahópurinn er einnig klofinn vegna afstöðú til Evrópusam- bandsins, NATO og her- sföðvarinnar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins svipar ályktuninni til til- lagna Grósku um afstöð- una til NATO og herstöðv- arinnar, en Steingrímur hafnar hvoru tveggja. Einnig kemur fram mis- munandi afstaða þeirra til Evrópusambandsins og EES. Á landsfundinum verða lagðar fram tillögur um breytingar á skatt- kerfinu. Meðal annars verður lagt til að tekjutenging barnabóta verði afnumin. í húsnæðismálum verða lagðar fram tillögur til að leysa úr vandamálum ungs barnafólks, með- al annars þeim vanda sem náms- lánakerfið hefur skapað þessu fólki með tengingu endurgreiðslna við tekjur. Dragtardagar 15% afsláttur af nýjum buxna- og pils-drögtum Mikið úrval Verð frá 9.900 SAUTJÁN, I.aimaveai 91. sími 511 1717. SAUTJAN, Krimikmni. sími 568 0017
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.