Morgunblaðið - 06.11.1997, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Knstjan
ARI B. Hilmarsson á Þverá í Eyjafjarðarsveit sér um uppbyggingu reiðvegarins og hann var að
moka malarefni á bíl niður við Eyjafjarðará, á móts við bæinn Hvamm. Ábúendur þar hafa ein-
mitt komið nokkuð við sögu í deilu landeigenda og hestamanna um reiðvegamál að undanförnu.
Unnið að uppbyggingu
reiðvegar í Eyjafirði
Vegurinn yfir Fljótsheiði
Verktakinn
töluvert á eft-
ir áætlun
FRAMKVÆMDUM við nýjan veg,
Hringveg, Fosshóll-Aðaldalsvegur
yfir Fljótsheiði í S-Þingeyjarsýslu
verður hætt í dag, fímmtudag og
munu þær liggja niðri til næsta vors.
Framkvæmdin er töluvert á eftir
áætlun og ekki ljóst hvort hægt
verður að nota veginn í vetur eins
og til stóð. Það ráðist af tíðarfari
að sögn Guðmundar Svafarssonar,
forstöðumanns umdæmis Vegagerð-
arinnar á Norðurlandi eystra.
Verktakinn, Háfell úr Reykjavík
átti samkvæmt útboði að ljúka við
allar fyllingar og neðra burðarlag
vegarins þann 25. október sl. Til
stóð að opna veginn, sem er um
10 km langur, fyrir umferð í haust
og hafði hann verið settur inn á
snjóruðningsáætlun Vegagerðar-
innar. Að sögn Guðmundar á verk-
takinn alveg eftir að leggja neðra
burðarlag vegarins og héðan af
verður ekki farið í þá vinnu fyrr
en næsta vor.
Verklok 1. ágúst á næsta ári
Þá stóð hins vegar til að setja á
veginn efra burðarlag og bundið
slitlag en samkvæmt útboði eru
áætluð verklok 1. ágúst á næsta
ári. Framkvæmdir í sumar hófust
ekki fyrr en 10. júlí. Sigurður Odds-
son yfirtæknifræðingur fram-
kvæmdadeildar Vegagerðarinnar
sagði við Morgunblaðið fyrir
skömmu að fyrir vikið hafi verktak-
inn misst af besta tímanum til fram-
kvæmda.
Kostnaðaráætlun Vegagerðar-
innar hljóðaði upp á 187,7 milljónir
króna en Háfell bauðst til að vinna
verkið fyrir 133 milljónir króna, sem
er um 71% af kostnaðaráætlun.
FRAMKVÆMDIR við uppbygg-
ingu reiðvegar austan við Eyja-
fjarðará í Eyjafjarðarsveit standa
nú yfir. Að sögn Guðmundar Svaf-
arssonar, forstöðumanns umdæm-
is Vegagerðarinnar á Norðurlandi,
eystra er um að ræða kafla frá
gömlu þverbrautinni sunnan
Akureyrarflugvallar og suður að
þeim stað þar sem stokkur Hita-
veitu Akureyrar liggur yfir ána.
Guðmundur sagði að fjárveiting
vegna reiðvegar frá Akureyri og
að Melgerðismelum hljóði upp á
10 milljónir króna. „Það var sett
í forgang að byggja upp áður-
nefndan kafla, girða veginn sem
liggur með hitaveituleiðslunni og
byggja reiðbrú á Eyjafjarðará, við
Melgerðismela."
Reiðbrú yfir ána
Aðspurður sagði Guðmundur að
fyrirliggjandi fjárveiting dugi í
þessi verkefni. Hins vegar þurfi
að gera eitthvað meira á leiðinni
inn að Melgerðismelum og sagði
hann að búist væri við einhverri
fjárveitingu til verksins á næsta
ári. Guðmundur sagði stefnt að
því að hanna reiðbrúna yfir Eyja-
fjarðará í haust og vetur og hefja
framkvæmdir seinni part vetrar.
Harðvítugar deilur komu upp
sl. vor milli hestamanna á Akur-
eyri og landeigenda í Eyjafjarðar-
sveit og var reiðleið að vestan fram
að Hrafnagili lokað um tíma af
þeim sökum. Aftur kastaðist í
kekki milli þessara aðila fyrir
skemmstu, þegar bóndi í sveitinni
taldi sig ekki lengur bundinn þeirri
sátt sem gerð var í vor og byijaði
að jafna út gamla þjóðveginn, þar
sem hann liggur í gegnum land
hans.
Landsmót hestamanna verður
haldið á Melgerðismelum í byrjun
júlí á næsta ári og það er því gífur-
legt hagsmunamál fyrir aðstand-
endur mótsins að deilur við lan-
deigendur verði leystar og að reið-
leiðin frá Akureyri að mótsstað
verði greið.
Fjárveitingin sigur
fyrir hestamenn
Sigfús Helgason, formaður
hestamannafélagsins Léttis á Ak-
ureyri, sagðist fagna því heilshug-
ar að framkvæmdir við reiðveginn
væru hafnar og með því fengist
nauðsynleg tenging milli Akur-
eyrar og Melgerðismela.
Sigfús sagði ennfremur að fjár-
veitingin til verksins sé mun meiri
en menn þorðu að vona og sé í
raun stórsigur fyrir íslenska hesta-
menn. „Of langur tími hefur farið
í deilur um þetta mál, þær verður
að leysa í bróðerni og það sem
fyrst.“
Starfsfólk vantar
Frystihús Snæfells á Dalvík óskar eftir starfsfólki
til vinnu í frystihúsi fyrirtækisins á Dalvík.
Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður í síma 466 3413.
Snæfell frystihús hf.,
Dalvík.
Blaðberar
Blaðbera vantar á Akureyri. Þurfa að geta borið
út um leið og blaðið kemur til Akureyrar, sem er
frá kl. 06.30-07.30 á morgnana.
Kaupvangsstræti 1, sími 461 1600.
hAbkúunn
Aakureyri
IBUÐ
Háskólinn á Akureyri auglýsir eftir 3-4 herbergja
íbúð fyrir einn kennara sinn frá 1. janúar 1998.
Æskilegur staður er á brekkunni.
Upplýsingar eru veittar
í síma 4630900 milli kl. 8.00 og 16.00.
Morgunblaðið/Kristján
y'
. yf \
.. 7JM ' í £i
Heim frá Edinborg
ÞAÐ var líf og fjör á Akureyrarflug-
velli á þriðjudagskvöld þegar farþegar
úr fyrsta beina fluginu milli Akur-
eyrar og Edinbogar komu heim úr
vel heppnaðri ferð. Alls verða farnar
flórar ferðir milli þessara áfangastaða
nú í haust og eru farþegamir alls um
400 talsins. Guðbjörg Ringsted hjá
Úrvali-Útsýn á Akureyri sagði að
fjöldinn væri svipaður og í fyrra-
haust, heldur færra þó. Fólki stæðu
til boða mörg ferðatilboð allan ársins
hring og hefði það eflaust sitt að
segja, æ fleiri legðust því í ferðalög.
Ekkert beint flug er á þessu hausti
frá Akureyri á vegum Samvinnu-
ferða-Landsýnar en ferðalöngum
standa borgarferðir til boða um Kefla-
víkurflugvöll. Nokkur fækkun er því
á ferðafólki sem fer beint frá Akur-
eyri til útlanda á þessu hausti frá því
sem verið hefur. Veður hefur á stund-
um sett strik í reikninginn, ekki verið
hægt að lenda á Akureyrarvelli vegna
veðurs og því þó nokkuð margir lent
í svonefndu beinu „þoturútuflugi"
eins og gárungamir nefna það þegar
beina flugið frá Akureyri hefur snúist
upp í ferð með rútu suður til að ná
flugi þaðan eða heim að lokinni ferð.
Leirverk í
Svartfugli
KRISTÍN Sigfríður Garðars-
dóttir opnar sýningu á leirverk-
um í Galleríi Svartfugli á Akur-
eyri laugardaginn 8. nóvember
kl. 16.
Þetta er fyrsta einkasýning
Kristínar en hún útskrifaðist
frá Myndlista- og handíðaskóla
íslands síðastliðið vor. Verkin
á sýningunni hefur hún unnið
á þessu ári. Hún teflir saman
ljósum, þunnum postulínsform-
um gegn grófum og dökkum
hlutum úr jarðleir.
----» ♦ -♦--
Höldi út-
hlutað lóð
BYGGINGANEFND Akureyrar
samþykkti á fundi sínum í gær að
úthluta Höldi lóð undir bensínstöð
og verslun á mótum Viðjulundar
og Súluvegar.
Að sögn Hákons Hákonarsonar,
formanns bygginganefndar, ætlar
Höldur að stækka planið við Leiru-
stöð, þannig að hægt verði m.a. að
þrífa þar stóra bíla. Aður hafði
Höldur sótt um leyfi fyrir slíka að-
stöðu á lóðinni við Viðjulund og
Súluveg en því var hafnað.