Morgunblaðið - 06.11.1997, Page 22

Morgunblaðið - 06.11.1997, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU ERLENT Morgunblaðið/Kong Qing Yan ÍSLENZKI þjóðarbásinn var með þeim fyrstu, sem aðstoðarráðherra landbúnaðar- og sjávarútvegs- mála í Kína skoðaði. Hann er hér annar frá vinstri ásamt bandaríska skipuleggjandanum Peter Redmayne og sendiherra íslands í Kína, Hjálmari W. Hannessyni. Útflutningur á físki til Kína hefur tífaldazt MIKIL eftirspurn er eftir rækju í Kína, einkum soðinni kaldsjávar- rækju úr Norður-Atlantshafi. Út- flytjendur á Islandi, Færeyjum, Danmörku og Kanada ná varla að anna eftirspurn. Útflutningur á soðinni skelrækju frá íslandi hefur margfaldazt á þessu ári að sögn Vilhjálms Guðmundssonar hjá Ut- flutningsráði íslands. „Verðmæti útflutnings frá íslandi til Kína hef- ur undanfarin ár verið milli 40 og 60 milljónir króna árlega, en fyrstu átta mánuði þessa árs nemur verð- mæti útflutningsins hvorki meira né minna en 500 milljónum króna, tífalt meira en allt síðasta ár,“ segir Vilhjálmur. Hann var fulltrúi Útflutningsráðs við opnun sjáv- arútvegssýningarinnar China Fis- heries and Seafood Expo í Peking nú í vikunni. íslendingar eru ekki jafn fjöl- mennir á þessari sýningu eins og á sjávarútvegssýningunni í Qingdao í fyrra. Þar náðu íslend- ingar mjög góðum árangri, héldu velheppnaða námstefnu um ís- lenzkan sjávarútveg og gáfu Kín- veijum að smakka á íslenzku sjáv- arfangi. Það skilaði sér í töluverð- um viðskiptum. Gert ráð fyrir 20.000 gestum Að þessu sinni taka 8 íslenzk fyrirtæki þátt í Kínversku sjáv- arútvegssýningunni auk Útflutn- ingsráðs Islands. Það eru Samein- aðir útflytjendur, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Samheiji, Silf- urtún og Kassagerð Reykjavíkur auk þriggja sem ekki voru með í fyrra, Hampiðjunnar, Sæplasts og Marels. Nærri 6.000 gestir úr sjávarútveginum komu á sýning- una á fyrsta degi og gera skipu- leggjendur, kínverska landbúnað- arráðuneytið, nefnd til eflingar utanríkisviðskipta og bandaríska sýningafyrirtækið Sea Fare Ex- positions Inc., ráð fyrir að alls komi um 20.000 gestir á sýning- una áður en henni lýkur í kvöld. Stærsta sýningin Þrátt fyrir að þetta sé aðeins í annað skipti sem Kínverska sjávar- útvegssýningin er haldin, er hún þegar orðin sú stærsta sinnar teg- undar í Asíu og sú stærsta af al- þjóðlegum sjávarútvegssýningum. Átta íslenzk fyrir- tæki taka þátt í sýningn í Kína Um 450 sýningarbásar eru á sýn- ingarsvæðinu og þar sýna um 2.000 fyrirtæki, bæði kínversk og frá öðrum löndum, en alls eru sýn- endur frá 28 þjóðlöndum, meðal annars Tævan. Aðstoðarráðherra landbúnaðar- og sjávarútvegsmála í Kína, Bai Zhi Jian, sem opnaði sýninguna, sagði að hún væri nú þriðjungi stærri en í fyrra. Hann bauð jafn- framt velkomna sýnendur og gesti frá sendiráðum nærri 60 þjóð- landa, en sérstaklega nefndi hann þátttöku íslendinga, Dana og Nor- egs og voru íslenzku sendiherra- hjónin Anna Birgisdóttir og Hjálm- ar W. Hannesson í sviðsljósinu. Kínversk stjórnvöld höfðu greini- lega ákveðið að gleyma 14 daga „kreppu“ í samskiptum íslands og Kína eftir heimsókn stjórnmála- manna frá Tævan til íslands. Mikill innflutningur Það er í það minnsta ekki lagð- ur steinn í götu aukins innflutnings sjávarafurða frá íslandi. Kínveijar flytja nú inn fiskafurðir fyrir um 106,2 milljarða íslenzkra króna, þar sem framleiðsla heima fyrir nægir ekki til að anna eftirspurn. Kínveijar borða nú rúmlega 20 kíló af fiski árlega á hvert manns- bam, en Kínverjar eru 1,23 millj- arðar manna. „Áætlanir okkar benda til að á næstu fjórum árum munum við flytja inn sjávarafurðir og tæki og búnað fyrir sjávarútveg að and- virði nærri 50.000 milljarða ís- lenzkra króna,“ sagði kínverski aðstoðarráðherrann. Kínveijar veiddu og ólu um 33 milljónir tonna af sjávarfangi á síðasta ári og voru 18,5 milljónir tonna af því fengar úr eldistjörnum, en þörfin fyrir fiskmeti er ennþá meiri og skýrir það mikinn áhuga erlendra selj- enda sjávarafurða. Mikil spurn eftir rækju íslendingar hafa flutt sjávaraf- urðir til Kína í 20 til 30 ár, einkum lýsi, fiskimjöl, loðnu, síld og rækju. Það er hins vegar rækjusal- an sem hefur aukizt verulega síð- ustu tvö árin. Það er þakkað markvissri markaðssetningu út- flytjenda, __ Útflutningsráðs og sendiráðs íslands í Peking. Kín- veijar hafa komizt á bragðið af kaldsjávarrækjunni, þrátt fyrir að rækjueldi sé hvergi meira en í Kína. Fyrir nokkrum árum heij- uðu miklir sjúkdómar á rækjueldið og framleiðslan beinlínis hrundi. Þess vegna hófu Kínveijar inn- flutning á rækju til að svara eftir- spurn heima fyrir. Rækjueldið hefur nú náð sér á strik á ný, en Kínveijum líkaði kaldsjávarrækj- an svo vel, að eftirspurn eftir henni er sívaxandi. Þeir kaupa ekki aðeins rækju frá íslandi, heldur einnig Færeyjum, Græn- landi, Danmörku, Noregi og Kanada. Þessi rækjusala ryður svo brautina fyrir aðrar sjávarafurðir. Auka má útflutning á loðnu til Kina „Við teljum að auka megi út- flutninginn á loðnu til Kína veru- lega. Japanir vilja aðeins hrogna- fulla hrygnu, en Kínveijar vilja gjarnan hænginn, sem er mun ódýrari," segir Vilhjálmur Guð- mundsson, sem hefur kannað sjáv- araí'urðamarkaðinn í Kína og þá möguleika sem þar er að finna. Islenzku fyrirtækin þijú, sem nú eru með í fyrsta sinn á sýning- unni, náðu þegar á fyrsta degi vænlegum viðskiptasamböndum. „Strax á þriðjudagsmorgun kom til min maður frá stóru kínversku útgerðarfyrirtæki, sem gerir út 12 verksmiðjutogara víðsvegar um heiminn. Þeir nota töluvert af tækjum frá okkur án þess að við vissum af því. Þeir höfðu keypt tækin notuð í Rússlandi, en þang- að höfðu þau upphaflega verið seld. Nú hafa þeir áhuga á nýjum tækjum, en hvort það leiðir til viðskipta við þá vitum við ekki enn. Við erum í það minnsta byij- aðir að tala saman,“ segir Björn Á. Pétursson, svæðissölustjóri hjá Marel. Annar kínverskur aðili kom einnig á bás Marels strax og sýn- ingin var opnuð til að koma á fundi meðan á sýningunni stæði og segir Björn að það sé vænlegt. Sýningargestir hafa einnig sýnt mikinn áhuga á framleiðslu Hampiðjunnar og Sæplasts. Reuters Skólafólk á Evrópuþinginu SÆNSKI menntaskólaneminn Daniel Tolstoy, úr Celcius- menntaskólanum í Uppsölum, kynnir skólann sinn fyrir námsmönnum frá öðrum ríkj- um Evrópusambandsins í þing- sal Evrópuþingsins í Strass- borg í gær. Evrópski skóla- dagurinn er haldinn árlega í þinginu. Skólafólki frá aðild- arríkjunum er boðið til Strass borgar og starfsemi Evrópu- þingsins skýrð fyrir því. Tilnefning Trichets þáttur í hrossakaupum? París, London. Reuters. ÁKVÖRÐUN franskra stjórn- valda um að tilnefna Jean-Claude Trichet, núverandi seðlabanka- stjóra Frakklands, í embætti að- albankastjóra Seðlabanka Evr- ópu, kann að sögn stjórnarerin- dreka að vera ætluð til að styrkja stöðu Frakka í pólitískum hrossakaupum um stöður og áhrif í alþjóðleg- um fjármála- stofnunum. „Þetta virðist vera fyrsti gam- bítúrinn í nýjum hrossakaupum," segir embættis- maður, sem hefur langa reynslu af því hvernig ríki ESB togast á um störf og embætti, í samtali við Reuters. Duisenberg „einræktun“ af Tietmeyer Wim Duisenberg, núverandi for- seti Peningamálastofnunar Evrópu (EMI) hefur oftast verið nefndur sem fyrsti aðalbankastjóri Seðla- banka Evrópu. Hann nýtur meðal annars stuðnings Þjóðveija. Hins vegar hafa Frakkar og ítalir haft horn í síðu hans, Frakkar vegna þess að hann kom í veg fyrir að tillögur franskra stjórnvalda um lausn á vanda Gengissamstarfs Evrópu árið 1993 næðu fram að ganga og ítalir af því að Duisen- berg hefur látið í ljós efasemdir um að Ítalía geti orðið stofnríki Efnahags- og myntbandalags Evr- ópu (EMU). Franskir embættismenn lýsa Duisenberg sem „einræktun" af Hans Tietmeyer, seðlabankastjóra Þýzkalands. Jacques Chirac, for- seti Frakklands, hefur sagt að Duisenberg muni ekki verða seðla- bankastjóri Evrópu sjálfkrafa. Sumir heimildarmenn telja að til- nefning Trichets sé ætluð til að knýja fram málamiðlun um þriðja manninn í bankastjórastarfið. Aðrir segja að tilnefning Tric- hets sé hluti af herferð Frakka til að halda sterkri stöðu sinni í al- þjóðlegum fjármálastofnunum. Hinn franski bankastjóri Evrópu- bankans í London, Jacques de Larosiere, mun láta af störfum í byrjun næsta árs og frönsk stjórn- völd vilja að Frakki taki við af honum. Þá styttist í að Michel Camdessus, framkvæmda- stjóri Alþjóða- gjaldeyrissjóðs- ins, láti af störf- um. „Frakkar telja virðingar sinnar vegna afar mikilvægt að halda þessum stöðum,“ segir ónafngreindur stjórnarerindreki. Hann segir að Frakkar kunni einnig að telja sig knúna til að tefla fram manni á móti Duisen- berg til að sýna að þeir beygi sig ekki endalaust fyrir Þjóðverjum í deilum um skipan mála í hinu nýja Efnahags- og myntbanda- lagi. Frakkar hafa þegar látið undan hvað varðar staðsetningu Seðlabanka Evrópu í Frankfurt, þeir hafa samþykkt tillögur Þjóð- veija að stöðugleikasáttmála, sem kveður á um að EMU-ríkjum skuli refsað fyrir að reka ríkissjóð með of miklum halla, og þeir hafa orð- ið að draga til baka tillögur um að stjórnmálamönnum verði veitt aukin áhrif á peningastefnuna í EMU. Óskráð samkomulag eður ei? „Ef Duisenberg yrði stöðvaður myndi það sýna að Frakkland ætlaði ekki að taka upp evróið á forsendum Þýzkalands,“ segir heimildarmaðurinn. Pierre Moscovici, Evrópumála- ráðherra Frakklands, sagði í gær að um leið og ákveðið var að Seðlabanki Evrópu yrði í Frank- furt í Þýzkalandi hefði verið gert óskráð samkomulag um að fyrsti bankastjóri hans yrði Frakki. Þýzk stjórnvöld segjast hins vegar ekki hafa gert neitt samkomulag af þessu tagi. EVRÓPA^ i > > > > \ > > i \ I I I i L

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.