Morgunblaðið - 06.11.1997, Side 24

Morgunblaðið - 06.11.1997, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Berezovskí vikið frá að áeggjan Tsjúbajs Leiðangri Pathfínd- erslokið Pasadena. Reuters. VÍSINDAMENN lýstu því yfir í fyrrakvöld að leiðangri geimf- arsins Pathfmders til Mars væri formlega lokið, nákvæm- iega fjórum mánuðum eftir að farið lenti á plánetunni. Upphafiega stóð til að leið- angurinn stæði í einn mánuð. Samband rofnaði skyndilega fyrir rúmum fimm vikum við Pathfinder-farið og Mars-jepp- ann Soujoumer, sem Pathfind- er flutti til plánetunnar. Þá hafði leiðangurinn staðið tveim mánuðum lengur en áætlað hafði verið og jeppanum verið ekið margfalt lengra en upp- haflega var ætlunin. Jeppinn enn á ferð? Jake Matijevic, sem hefur yfirumsjón með Mars-jeppan- um, tjáði fréttamönnum að hann teldi líklegt að jeppinn, sem er á stærð við örbylgjuofn, væri enn starfhæfur. Líklegt mætti telja að kviknaði á hon- um á hveijum morgni, sam- kvæmt forriti, og hann æki umhverfis Pathfínderfarið og biði fyrirmæla. Þetta gæti hald- ið áfram uns sólarrafhlöðurnar í jeppanum gætu ekki lengur séð honum fyrir orku. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti vék í gær kaupsýslumanninum Borís Berezovskí úr rússneska öryggis- ráðinu að áeggjan umbótasinna í stjórninni, sem höfðu deilt harka- lega við hann um sölu ríkiseigna. „Jeltsín undirritaði tilskipun sem leysir Borís Abramovitsj Berezovskí frá störfum sem varaformann Ör- yggisráðs Rússlands í tengslum við flutning hans i annað starf,“ sagði í yfírlýsingu frá skrifstofu forset- ans. Talsmaður Jeltsíns sagði síðar að aðstoðarforsætisráðherrarnir Anatolí Tsjúbajs og Borís Nemtsov hefðu „sannfært Borís Jeltsín for- Bangladesh Dhaka. Reuters LEIGUVAGNAR á þremur hjól- um, sem nefndir eru rickshaw, og önnur vélknúin farartæki valda gífurlegri mengun á þröngum götum Dhaka, höfuð- borgar Bangladesh. Sljórnvöld í Bangladesh hafa nú lýst því yfir að þau hyggist breikka göt- ur, byggja brýr og leyfa inn- flutning einkaaðila á fólksflutn- ingabílum í tilraun til að Ieysa umferðarvanda borgarinnar. seta um þörfína á því að víkja Bor- ís Berezovskí frá“. Berezovskí átti stóran þátt í því að tryggja Jeltsín endurkjör í for- setakosningunum á liðnu ári og skipulagði stuðning valdamestu bankastjóra landsins og áhrifamik- illa ijölmiðla við kosningabaráttu forsetans. Síðan hefur hann átt í deilum við umbótasinnana Tsjúbajs og Nemtsov um hvernig staðið var að sölu ríkiseigna. Berezovskí kvaðst hvorki ætla að þiggja annað opinbert embætti né snúa sér aftur að viðskiptum. Hann sagðist hins vegar hafa rætt við ívan Rybkín, stofnanda Sósíal- istaflokksins, lítils mið- og vinstri- flokks, um að hasla sér völl í stjórn- málunum. Hann kvaðst þó hlynntur því að Jeltsín gæfi kost á sér til endurkjörs árið 2000 þar sem hann væri eini maðurinn sem gæti gegnt forsetaembættinu. Berezovskí hefur verið náinn samstarfsmaður Viktors Tsjerno- myrdíns forsætisráðherra og brott- vikningin virtist vera sigur fyrir umbótasinnaða ráðherra undir for- ystu Tsjúbajs. Nokkrír fréttaskýr- endur sögðu að brottvikningin væri liður í tilraunum Jeltsíns til að treysta tök sín í Kreml og til marks um að hann vildi láta meira til sín taka nú þegar hann hefur náð sér eftir hjartaaðgerðina sem hann gekkst undir fyrir ári. Auðgaðist á bílasölu Kaupsýslumaðurinn var skipaður í öryggisráðið 29. október á liðnu ári og átti stóran þátt í friðarsamn- ingnum við Tsjetsjena, sem var undirritaður í maí. Berezovskí er með doktorspróf í hagnýtri stærðfræði og komst í áln- ir þegar hann haslaði sér völl í bíla- viðskiptum skömmu fyrir hrun Sov- étríkjanna. Hann kveðst hafa hætt öllum viðskiptum þegar hann hóf störf í Kreml, en hann og samstarfs- menn hans eiga stóran hlut í olíu- fyrirtækjum, bílasölum og fjölmiðl- um, m.a. ORT, stærstu sjónvarps- stöð Rússlands. Þessir fjölmiðlar gerðu harða hríð að Tsjúbajs og Nemtsov þegar eftirsóttar ríkis- eignir voru seldar keppinautum Berezovskís og bandamanna hans. Ennfremur var skýrt frá því í gær að Jeltsín hefði undirritað til- skipun sem heimilar útlendingum að eignast meirihluta í rússneskum olíufyrirtækjum. Líklegt er að verð hlutabréfa þeirra hækki og sam- keppnin um þau harðni. Tæland Eftírmanns forsætísráð- herra leitað Bangkok. Reuters. BHUMIBOL Adulyadej, hinn dáði konungur Tælands, er veikur og segja læknar hans veikindin stafa af áhyggjum af efnahagsvanda landsins og því hver verði næsti forsætisráðherra. Sex aðildarflokkar samsteypu- stjórnarinnar í Tælandi hófu á þriðjudag leit að eftirmanni Chava- lits Yongchaiyudhs, sem tilkynnti á mánudag að hann ætlaði að segja af sér embætti forsætisráðherra síðar í vikunni. Forsætisráðherrann hafði verið beittur þrýstingi af hálfu stjórnar- flokkanna, stjórnarandstöðunnar og kaupsýslumanna um að hann segði af sér vegna þess að honum hefði mistekist að leysa efnahags- vanda Tælands. Yongchaiyudh sagði á mánudag að hann myndi gegna embætti þar til tekist hefði að koma tilteknum lagasetningum gegnum þingið. Þó forystumenn stjómarfiokk- anna, sem setið hafa að völdum í tæpt ár, beijist nú hatrammlega um embætti forsætisráðherra, sögðust þeir á þriðjudag vera ákveðnir í að starfa áfram saman, þótt þá greindi á um margt í stefnumálum. Reuters Herstöðin í Thule sögð ólögleg Tillögur um að krafist verði nýrra samn- inga um bandarísku stöðina í Thule SKJÖL úr danska þjóðskjalasafninu og bandarískum skjalasöfnum benda til þess að bandaríska herstöðin í Thule á Grænlandi sé ólögleg, að því er fram kemur í fréttum grænlenska útvarpsins. í skjölunum kemur fram að bandaríski herinn var byijaður að gera drög að vellinum áður en samn- ingur var gerður við dönsk stjórn- völd, árið 1951. Það eru lögmenn Hingitaq, félags fyrrverandi íbúa í Thule, sem gert hafa skjölin opinber en íbúarnir hafa lagt fram skaðabótakröfu á hendur danska ríkinu vegna nauðungarflutn- inga frá Thule á sjötta áratugnum. Samtök inúíta, ICC, sem styðja kröfu Thulebúanna, segja skjölin gefa Grænlendingum ástæðu til að krefjast þess að samið verði að nýju um herstöðina í Thule. „Skjölin sýna fram á að ekki var eingöngu farið á bak við Grænlendinga, heldur einnig Dani,“ segir Aqqaluk Lynge, formað- ur ICC. Þá telur hann að Grænlend- ingar eigi að krefjast beinnar þátt- töku í slíkum samningum og þess að auðveldara verði að nálgast upp- lýsingar um málið. Neyðarfundir Friðarviðræður ísraela og Palestínumanna í Washington Senda fleiri fulltrúa Washington, Arlington. Reuters Heitrofs hefnt með mykju Canberra. The Daily Telegraph. 39 ÁRA áströlsk kona, sem hafði verið svikin í tryggðum, hefur verið sótt til saka fyrir að hella blautri mykju yfir brúði, sem var að búa sig undir hjóna- vígslu í almenningsgarði í Can- berra. Konan dulbjó sig sem skeggj- aðan garðyrkjumann og ætlaði að hella mykjunni yfir brúðgum- ann en komst ekki að honum. Hann hafði slitið íjögurra ára ástarsambandi þeirra til að geta kvænst annarri konu. Brúðarkjóllinn, sem kostaði andvirði 135.000 króna, eyði- Iagðist í árásinni, svo og jakki svaramanns, og nokkrir gest- anna urðu einnig fyrir gusunni. FORMLEGAR samningaviðræður ísraela og Palestínumanna hófust í Washington á þriðjudag þrátt fyrir að Palestínumenn hefðu þar einungis jirjá fulltrúa á móti rúm- um tug Israelsmanna. Til stóð að viðræðurnar, sem stefna að því að endurlífga friðar- ferli ísraela og Palestínumanna, hæfust á mánudag. Þeim var hins vegar frestað þar sem Palestínu- menn sendu einungis þijá fulltrúa til fundarinns vegna deilna um efnisatriði hans. Palestínumenn vilja láta umræð- ur um samgöngur milli Gasa- svæðisins og Vesturbakkans auk flugvaltar- og hafnaraðstöðu bíða þar til samið hefur verið um frek- ari brottflutning ísraelskra her- manna frá Vesturbakkanum en ísraelar leggja áherslu á að gengið verði frá þessum málum. Palest- ínumenn samþykktu þó að senda fleiri fulltrúa til fundarins eftir að Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, fór þess á leit og í gær voru tveir nýir fulltrú- ar þeirra væntanlegir til Washing- ton. Muntaka langan tíma Við upphaf viðræðnanna sagði Ross að allar hliðar málsins yrðu ræddar en á meðal helstu deiluefna eru samvinna í öryggismálum, ný- byggingar gyðinga á palestínsku landi, brottkvaðning ísraelshers frá Vesturbakkanum og undirbún- ingur lokaviðræðna um framtíðar- yfirráð á svæðinu. Eftir að David Levi, forsætisráð- herra ísraels, Mahmoud Abbas, einn af æðstu embættismönnum sjálfstjórnarsvæða Palestínu- manna og Dennis Ross, sáttasemj- ari Bandaríkjastjórnar, hittust óformlega á mánudag lýstu þeir yfir bjartsýni á að árangur gæti náðst í viðræðunum. Að loknum fyrsta formlega fundinum á þriðju- dag sagði Saeb Erekat, einn samn- ingamanna Palestínumanna, hins vegar að það muni taka langan tíma að ná árangri. Niels Helveg Petersen, utanríkis- ráðherra Dana, sagði í Nuuk í síð- ustu viku að Danir myndu ekki óska eftir því að samið yrði að nýju um Thule-herstöðina. Grænlendingar segja hins vegar ekki útilokað að til nýrra samninga komi þar sem dönsk og bandarísk stjórnvöld hafi haldið nokkra skyndifundi frá því í vor vegna lagningar flugbrautar á norð- vestur Grænlandi. Fullyrt er í Berlingske Tidende að ástæða fundanna sé sú að Banda- ríkjamenn hafi lagt æfingaflugbraut á miðju veiðisvæði rostunga. Banda- ríkjamenn haldi því fram að Danir hafi vitað af lagningu brautarinnar en Danir vísi því á bug. í Berlingske Tidende í gær studdi yfirmaður danska hersins á Grænlandi, Mogens Kruse, fullyrðingar Bandaríkja- manna og sagði herinn og varnar- málaráðuneytið hafa fengið vitn- eskju um málið í apríl sl. Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, seg- ist ekkert vita um þessar nýju upp- ljóstranir um Thule-málið en kveðst munu krefja danska forsætisráð- herrann svara á næstu dögum. i í ft i i i I I ! i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.