Morgunblaðið - 06.11.1997, Page 30

Morgunblaðið - 06.11.1997, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Háðsádeila um kraftaverkatru \íT^y Stjörnubtó SNERTING „Touch“ ★ ★ ÞESSI nýjasta mynd bandaríska handritshöfundarins og leikstjór- ans Paul Schraders er einhvers- konar háðsádeila á kraftaverkatrú en er eitthvað svo húmorsiaus og óspennandi í útlistun sinni á fyrir- bærinu og sölumennskunni í kring- um kraftaverkatrúna að maður fer að velta því fyrir sér hvort Schrad- er hafi yfirleitt nokkru að bæta við fjölda annarra mynda sem fjall- að hafa um sama efni. Er furðu- legt að ekki skuli koma rismeiri mynd útúr sögu satíristans Elmore Leonards. Hópur þekktra leikara fer með hlutverk í myndinni og stendur sig ekki illa. Christopher Walken leikur sölumann trúarinnar sem uppgötvar kraftaverkamann í Skeet Ulrich en honum blæðir þar sem Jesú blæddi á krossinum og hann virðist geta læknað sjúka með snertingu. Bridget Fonda er kærasta blæðarans, sem varar við sölumönnum eins og Walken, og Tom Arnold er Travis Bickle-týpan (Schrader skrifaði handritið að „Taxi Driver"), sem dregur upp byssu gegn afvegaleiddu samfé- lagi. Það eru einstaka góðir sprett- ir í myndinni en Schrader hefur í raun ekkert nýtt fram að færa. Það tekur heila bíómynd að fá það útúr honum. Auðnuleysingi kemst til metorða Iiáskðlabíó HÓGVÆR HETJA „Un heros tres discret" ★ ★ Franska gamanmyndin Hógvær hetja er heimildarmynd, að hluta til leikin, um ungan Frakka sem lýgur sig upp í valdastöðu innan Rcgnboginn DJAMMARAR „Swingers" ★ ★ ★ MENN þurfa að vera vel að sér í slangri skemmtanafíkla Los Angelesborgar til að grípa alltaf meiningarnar í hnyttnum samtölum Djammara, en það lærist. Það er óhemju mikið skrafað og skeggrætt í vinahópi Trents (Vince Vaughn ) og Mikes (Jan Favreau), umræðu- efnið kvenfólk og aftur kvenfólk og hvernig komast má yfir það á faglegan hátt. Slík heilabrot eru ekki ný af nálinni í myndum um unga og ein- hleypa karla (-rembur), en það er hann hinsvegar frásagnarmátinn hjá leikstjóranum Doug Liman. Djammarar er flott byrjendaverk, Regnboginn Hugrekki ★ Paradísarvegurinn ★ ★ Cosi ★ Vi Fjölskylda á krossgötum ★ ★ ★ Lansinn //★ ★ ★ Hamlet (st)ir ★ ★ Umskipti'k ★ ★ Úthverfi ★★ Leitin að Richard ★ ★ ★ Náin kynni ★★‘/2 Djammið ★ ★ ★ Stjörnubíó Snerting ★★ franska hersins eftir síðari heims- styijöldina. Leikstjórinn, Jacques Audiard, notar heimildarmynda- formið til þess að kynnast þessum manni í nútímanum. Rætt er við fólk sem þekkti hann og dregin er upp mynd af fullkomnum auðnu- leysingja sem gerir lygina að sinni hjartans list og kemst til metorða útá falsaðar hetjusögur af sjálfum sér; líkt og Forrest Gump læðir hann sér á ljósmyndir með stór- mennum. Alla dreymir um að verða hetjur en lygarinn nennir ekki að vinna til þess. Audiard leikur sér með form og efni í heimildastílnum og sýnir m.a. reglulega strengja- hljómsveitina sem spilar tónlistina undir leiknu atriðunum. Mathieu Kassovitz er í titilhlutverkinu og vinnur fjarska vel úr lygaranum en það er eins og höfundar mynd- arinnar hafi ekki vitað nákvæm- lega sjálfir hvað þeir ættu að gera úr skondinni hugmynd og myndin ber þess nokkur merki. Arnaldur Indriðason það er stíll yfir henni og nokkur atriði eru sláandi vel gerð og áhrifamikil. Það er alls ekki óhugs- andi að kominn sé fram á sjónar- sviðið einkar athyglisverður, ungur leikstjóri. Næsta mynd hans sker úr um það. Handritið er skrifað af Favreau, oft smellið en flæðið er mikið. Hann stendur sig með sóma sem höfundur og leikari. Myndin er þó fyrst og fremst sigur fyrir aðalleikarann, Vaughn, þetta er sleipur nagli sem á örugglega eftir að koma við sögu í dýrari myndum í framtíðinni. Swingers skapar engin tímamót en hún er gott byrjendaverk, fín skemmtun sem kemur þægilega á óvart. Mun betri en en myndir nokkurra fræg- ari manna sem koma við sögu þess- arar kvikmyndahátíðar. Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó Georgía ★★★ Söngur Körlu ★ ★ ★ Á snúrunni ★★'/2 Sólbruni ★★ Dópsalinn ★ Hógvær hetja ★ ★ Laugarásbíó Byttur ★★★ Sigurvegarinn ★ ★ A0 hafa eða ekki ★ ★ Endalok ofbeldis ★ '/2 Sáttmálinn ★ ★'/2 Sumarið í Goulette ★ ★ ★ Sjálfs- ræktar- bækur LEIÐARLJÓS ehf. hefur helgað sjálfsræktarútgáfu undanfarin tvö ár með útgáfu bóka á borð við Hámarks árangur, Celestine hand- ritin og Boðskapur Maríu til mann- kynsins. Auk bóka hafa verið gefn- ar út fjórar mismunandi gerðir staðfestingarspjalda og sex leiddar hugleiðslusnældur með Guðrúnu G. Bergmann. „í ár beinir Leiðar- ljós sjónum sínum að samskiptum fólks. Útgáfan samanstendur af þremur bókum sem allar taka á mismunandi hliðum samskipta og þjóna stórum hópi lesenda," segir í kynningu. Leiðarljós hefur nú gefið út bók- ina Sönn augnablik elskenda, en hún heitir „Real Moments for Lov- ers“ á frummálinu. í bókinni sýnir Barbara de Angelis lesandanum m.a. inn í heim eilífrar ástar og talar um endurlífgun neistans í sambandinu, kennir æfingar til heilunar, talar tæpitungulaust um spennu sem myndast oft þegar fólk „nálgast" hvað annað, nauð- synlega stuðning og skilning í sam- böndum og margt fleira. Guðrún G. Bergmann þýddi. Viðmiðunar- verð er 2.490 kr. Bókinni fylgja staðfestingarspjöld eftir Guðrúnu G. Bergmann. Pakki með 45 spjöldum fylgir bókinni ókeypis til 22. nóvember, en þá verður pakk- inn seldur á 790 kr. Hvað vilja konur fá frá körlum? er eftir Dan True. „Hann er rithöf- undur og þekktur sjónvarpsmaður í Bandaríkjunum, sem lenti í skiln- aði eins og margir aðrir. Það sem þjakaði Dan hins vegar var að hann vissi ekki hvers vegna,“ seg- ir í kynningu. Þýðandi er Guðlaug- ur Bergmann. Viðmiðunarverð er kr. 2.490. Ástarfíkn, flótti frá nánd er eft- ir metsöluhöfundinn Anne Wilson Shaef. í þessari bók rannsakar hún hin leyndu vandamál ástarfíknar. „í þessari bók er flett ofan af og leyst úr þeim fíknum sem tengjast kynlífi, samböndum og rómantík." Höfundurinn hefur einnig sent frá sér aðrar metsölubækur, sem tengjast sérsviði hennar. Þýðandi er Helga Ágústsdóttir. Viðmið- unarverð er 1.990 kr. Eigendur Leiðarljóss ehf. eru Guðlaugur Bergmann og Guðrún G. Bergmann. Framkvæmdastjóri er Guðjón Bergmann. EIN mynda Ragnars á Laugavegi 22. Ragnar Jón- asson sýnir á Lauga- vegi 22 RAGNAR Jónasson opnar mynd- listarsýningu á Veitingastaðn- um Laugavegi 22, á morgun, laugardag kl. 20. Á sýningunni eru átta verk unnin með olíu og kolum. Sýningunni lýkur 21. nóvember. Fimmtudagur 6. nóvember Regnboginn Paradísarvegur Kl. 17.00 Náin kynni Kl. 17.00 Úthverfi Kl. 19.00 Borgari Rut Kl. 19.00 Hugrekki Kl. 21.00 Hamlet (lengri útgáfa) Kl. 21.00 Rekaviður Kl. 23.00 Laugarásbíó Sumarið i Goulette Kl. 17.00 Byttur Kl. 19.00 Endalok ofbeldis Kl. 21.00 og 23.00 Sáttmálinn Ki. 21.00 og 23.0 Háskólabió Dópsalinn Kl. 17.00, 19.00, 21.0 og 23.10 Sólbruni Kl. 18.00 Söngur Körlu Kl. 21.00 og 23.15 Á snúrunni Kl. 23.00 Sljörnubíó Snerting Kl. 17.00, 19.00, 21.00, og 23.00 Sambíóin - Bíóborgin Þrettándakvöld Kl. 16.40, 19.00, og 21.20 Föstudagur 7. nóvember Regnboginn Anna Karenina Kl. 17.00 og 21.00 Madama Brown Kl. 19.00 og 21.00 Grát ástkæra fósturmold Kl. 19.00 og 23.00 Borgari Rut Kl. 19.00 og 23.00 Laugarásbíó Endalok ofbeldis Kl. 21.00 Sáttmálinn Kl. 23.00 Háskólabíó „Pusher“ Kl. 17.00, 19.00, 21.00 og 23.10 Hógvær hetja Kl. 19.00 Sólbruni Kl. 21.00 Söngur Köriu Kl. 21.00 og 23.15 Stjörnubíó Snerting Kl. 17.00, 19.00, 21.00 Sambíóin - Bíóborgin Þrettándakvöld Kl. 16.40, 19.00, og 21.20 Laugardagur 8. nóvember Regnboginn { leit að Ríkharði Kl. 15.00 og 17.00. Grát ástkæra fósturmold Kl. 15.00, 19.00 og 23.00. Anna Karenina Kl. 17.00 Madama Brown Kl. 17.00 og 21.00 Hugrekki Kl. 19.00 Handfylli af flugum Kl. 21.00 Óþelló Kl. 19.00 og 23.00 Hamlet Kl. 21.00 Djammarar Kl. 23.00 Laugarásbíó Sumarið í Goulette Kl. 15.00 Sáttmálinn Kl. 15.00 Endalok ofbeldis Kl. 21.00 og kl. 23.00 Háskólabíó Hógvær hetja Kl. 19.00 Söngur Körlu Kl. 21.00 og 23.15 Pusher“ KÍ. 17.00, 19.00, 21.00 og 23.10 Sólbruni Kl. 21.00 Stjörnubíó Snerting Kl. 17.00, 19.00, 21.00, og 23.00 Sambíóin - Bíóborgin Þrettándakvöld Kl. 16.40, 19.00, og 21.20 Sunnudagur 9. nóvember Regnboginn Hamlet Kl. 15.00 Hamlet (lengri útgáfa) Kl. 15.00 Anna Karenina Kl. 15.00, 19.00 og 23.00 Handfylli af flugum Kl. 17.00, 19.00 og 23.00 Madama Brown Kl. 17.00 og 21.00 Borgari Rut Kl. 19.00 „Slingblade" Kl. 21.00 í leit að Ríkharði Kl. 23.00 Laugarásbíó Sumarið í Goulette Kl. 15.00 Sáttmálinn Kl. 15.00 Endalok ofbeldis Kl. 21.00 0g 23.00 Háskólabíó Hógvær hetja Kl. 19.00 Söngur Körlu Kl. 21.00 og 23.15 Pusher“ k’Í. 17.00, 19.00, 21.00 og 23.10 Sólbruni Kl. 21.00 Stjörnubíó Snerting Kl. 17.00, 19.00, 21.00, og 23.00 Sambíóin - Bíóborgin Þrettándakvöld Kl. 16.40, 19.00, og 21.20 ÚR myndinni Djammið. Með kvenfólk á heilanum Stjörnugjöf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.