Morgunblaðið - 06.11.1997, Page 32

Morgunblaðið - 06.11.1997, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ „GUSTAV Mahler var sjúkur maður þegar hann samdi níundu sinfóníuna, hina síðustu sem hann lauk við. Fyrir vikið þykir hún innihalda innri játningu tónskáldsins, minn- ingar og íhugun um farinn veg - eins kon- ar uppgjör deyjandi manns. Verkið var frumflutt í Vínarborg í júní 1912 - að höfundinum látnum. „Það er auðheyrt á níundu sinfóníunni að hún er samin af döprum manni - gleð- in er víðsfjarri," segir Finninn Petri Sak- ari, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Is- lands, sem flytur verkið á tónleikum í Há- skólabíói í kvöld. „Engu að síður er fegurð- in mikil og nær hámarki í lokakafla verks- ins, þar sem Mahler vottar rómantíska tím- anum virðingu sína. í raun má segja að níunda sinfónía Mahlers hafi markað enda- lok rómantíska tímans í tónlist, hún er síð- asta rómantíska sinfónían af þessari stærð- argráðu." Já, umfang verksins er að sönnu mikið, bæði í efnislegum og eiginlegum skilningi, en Sinfóníuhljómsveit íslands þurfti að bæta við sig þrettán hljóðfæraleikurum fyrir tónleikana, sem þýðir að 85 manns munu stíga á svið í kvöld, auk Sakaris sem hefði reyndar kosið að hafa þá ennþá fleiri! Níunda sinfónían tekur hátt í eina og hálfa klukkustund í flutningi. Á vel við SÍ Mahler á, að sögn Sakaris, vel við Sinfón- íuhljómsveit íslands en níunda sinfónían er fimmta sinfónía hans sem hljómsveitin flytur undir stjórn Finnans. Áður hefur hún leikið sinfóníur númer 1, 2, 5 og Das Lied von die Erde, sem Mahler taldi til sin- fónískra verka sinna, auk „adagio" úr tí- undu sinfóníunni sem tónskáldið lauk aldr- ei við. En það eru fleiri tónskáld en Mahler Sinfóníuhljómsveit íslands hugleikin um þessar mundir, ekki síst Jean Sibelius, landi Sakaris, en svo sem kunnugt er gekk hún á sínum tíma til samstarfs við útgáfufyrir- tækið Naxos um hljóðritanir á öllum sinfón- íum tónskáldsins og fleiri verkum til. Er það verk nú vel á veg komið. „Fyrsta geislaplatan, sem hefur að geyma Lemminkeinen og Karelia svítur Sibeliusar, er þegar komin í verslanir í Finn- landi og verður eflaust fáanleg hér á landi síðar í vetur,“ segir Sakari en samið var um sjö plötur alls, fjórar með sinfónískum verkum og þijár með verkum af öðrum toga. Búið er að hljóðrita fyrstu þijár sinfón- íurnar og er fyrirhugað að taka tvær þær LISTIR Endalok róm- antíkurinnar Sinfóníuhljómsveit íslands flytur níundu sinfóníu Gustavs Mahlers á tónleikum í Háskólabíói í kvöld kl. 20. Orri Páll Ormarsson ræddi við Petri Sakari, aðalstjómanda hljómsveitarinnar, af þessu tilefni og spurði hann einnig út í hljóðritanir sveitarinnar á verkum Sibeliusar fyrir Naxos útgáfufyrirtækið en hluti þeirra er nú að baki. Morgunblaðið/Kristinn „í RAUN má segja að niunda sinfónía Mahlers hafi markað endalok rómantíska timans í tónlist, hún er siðasta rómantíska sinfónían af þessari stærðargráðu,“ segir Petri Sakari. næstu upp síðar í þessum mánuði. Er fjórða sinfónían einmitt á efnisskrá tónleika SÍ 20. nóvember en Sakari leggur áherslu á að hljómsveitin hafi flutt verkin á tónleikum áður en að hljóðversvinnunni kemur - „það flýtir fyrir!“ Tvær síðustu sinfóníurnar, nr. 6 og 7, verða síðan hljóðritaðar í febrúar á næsta ári, að undangengnum tónleikaflutningi á hinni fyrmefndu, þann 5. þess mánaðar. Sakari segir að sér sé ekki kunnugt um með hvaða hætti Naxos hyggst gefa verkin út en ekki sé lokum fyrir það skotið að sinfóníurnar verði gefnar út í einum pakka þegar þar að kemur. Allar plöturnar ættu þó að vera komnar í búðir fyrir lok næsta árs. Ekki þarf að hafa um það mörg orð að með samningnum við Naxos mun útbreiðsla á upptökum hljómsveitarinnar margfaldast. í framtíðinni er ráðgert að hljóðrita íslenska tónlist fyrir Naxos og dótturfyrirtæki þess, Marco Polo. Sakari segir það mikinn heiður fyrir SÍ að vera samningsbundin Naxos um þessar mundir en fyrirtækið hefur dregið mjög úr hljóðritunum hin síðari misseri vegna óheyri- legs efnisforða. „Mér skilst að Naxos eigi þegar efni á um 500 geislaplötur sem bíða útgáfu, þannig að fyrirtækið mun eflaust ekki semja við margar hljómsveitir á næst- unni.“ Kröfuhörð hljómsveit Naxos hefur einu sinni áður látið hljóð- rita sinfóníur Sibeliusar fyrir sig. Var þar að verki tékknesk hljómsveit undir stjórn bresks hljómsveitarstjóra. Segir Sakari for- svarsmenn Naxos ekki hafa verið sátta við útkomuna og sakir þess leggi þeir áherslu á að samstarfið við SI gangi hratt og örugg- lega fyrir sig. „Það orð fer af okkur að við gerum Sibeliusi, og reyndar norrænum tón- skáldum almennt, góð skil og ekki hefur Sibeliusar-platan okkar, sem Chandos gaf út um árið, spillt fyrir þegar Naxos ákvað að velja okkur til verksins. Hún var afar vel heppnuð!" Sakari segir það ákaflega gefandi vinnu að taka upp með Sinfóníuhljómsveit íslands enda geri hljóðfæraleikararnir endalausar kröfur til sjálfra sín. Hljómsveitarstjórinn þurfi ekki að hlutast til um það. „Það kem- ur oftar en ekki fyrir að hljómsveitin fer fram á eina upptöku enn, jafnvel þótt hún hafi náð settu marki. Henni finnst hún allt- af geta gert betur! Síðan er hljómsveitin auðvitað orðin þaulvön að vinna „við rautt ljós“ sem auðveldar alla tæknivinnu til muna.“ Tímarit • KOMINN er út 1997 árgangur- inn af ársritinu Goðasteinien það er héraðsrit Rangæinga. Útgefandi er héraðsnefnd Rangæinga. Í ritinu er birt erindi frá Odda- stefnu 1996 en hún fjallaði einkum um Heklu, hið fornfræga eld- fjall. Þeir sem birta erindi sín í ritinu nú eru eftirtaldir: Þór Jakobsson, Freysteinn Sig- urðsson og Árni Hjartarson, Haukur Jóhann- esson og Sig- mundur Einars- son, Elsa G. Vil- mundardóttir, Helgi Þorláksson, Sigurður Jónsson og Guðrún Sverrisdóttir. Þá eru tvær fræðilegar greinar um önnur mál, annars vegar grein um stað- fræði Njálu eftir próf. Þorkel Jó- hannesson og hins vegar grein um áhrif Sæmundar fróða á Snorra Sturluson eftir Sverri Tómasson. Sigurður J. Haraldsson skrifar um uppfærslu á Skugga;Sveini fyrir löngu og Margrét J. ísleifsdóttir um skógarhögg í Þórsmörk. Þórður Tómasson fjallar ítarlega um hag- leiksmanninn Siguijón í Hvammi. Sigurður Bjömsson frá Kvískeijum hugar að Kötlugosi 1918 og Harald- ur Guðnason skrifar um áveitusögu A-Landeyja. Ólafur Elímundarson sagnfræðingur segir frá Jónínu G. Loftsdóttur og birtir minningar hennar um jarðskjálftann mikla 1896 auk kvæðis sem hún kunni um skoplega atburði í Fljótshlíð. Agnes Löve segir frá 40 ára sögu Tónlistarskóla Rangæinga og Orvar Ólafsson frá Stóru-Hildisey segir frá útræði frá Landeyjasandi í gam- alli tíð. Loks birtist minnigabrot eftir Guðjón Marteinsson frá Halls- túni í Holtum. Ljóðlist fær veglegan sess í ritinu í þetta sinn. Fyrst er að nefna 10 nú- tímaljóð eftir unga rangæska skáldkonu, Hiidi Sigurðardóttur. Albert Jóhanns- son í Skógum sér um vísna- þátt. Ólafur Runólfsson birt- ir þijá söngtexta og Pálmi Eyjólfs- son á t.vö Ijóð í ritinu. Af öðru skáld- skaparefni má nefna smásögu eftir Eygló ídu Gunnarsdóttur og aðra eftir Ólaf Jónsson frá Vesturholt- um. Um Skógaskóla fjalla tveir höf- undar, Jón R. Hjálmarsson og Guðmundur Sæmundsson. Jóhann G. Guðnason ritar um veðurfar í Landeyjum 1996 og Ingólfur Guð- mundsson frá Króki segir frá eftir- minnilegri ferð á Holtamannaaf- rétt. Ritið um 320 bis., mikið mynd- skreytt og kostar 2.100 kr. Ritið fæst hjá héraðsnefnd Rangæinga oghjá rítnefndarfólkinu Margréti Björgvinsdóttur á Hvoisvelli, Sig- urði Jónssyni í Odda og Guðmundi Sæmundssyni í Skógum. IReykja- vík erhægt að kaupa ritið hjá Safnarabúðinni, Frakkastíg 7. HEKLA, vatnslitamynd eftir Andra Ólafsson, 11 ára. TÓNLISTARFLUTNINGUR í La Scala, sem margir telja merkasta óperuhús heims. Itölsku óperurnar einkavæddar Róm. The Daily Telegraph. LA SCALÁ, sem margir telja merkasta óperuhús heims, að öðr- um ólöstuðum, verður lokað innan skamms og hafnar á því gagnger- ar endurbætur, sem Pirelli hjól- barðaframleiðandinn og fleiri fyr- irtæki greiða. Er húsið verður opn- að að nýju verður það „einka- vætt“, áðurnefnd fyrirtæki munu standa straum af rekstrinum í stað hins opinbera. Þetta er hugmynd Walters Veltroni, aðstoðarforsætisráð- herra ítölsku vinstristjórnarinnar, en hún kom fyrir skemmstu í gegn- um þingið lögum sem losa hið opinbera undan ábyrgð á rekstri óperuhúsa og færa hana á herðar einkaaðila. A þetta að gerast fyrir árið 2000. La Scala ríður á vaðið. Það er sögufrægt hús þar sem Óþelló eft- ir Verdi var frumsýndur árið 1887 og engu mátti muna að Madam Butterfly eftir Puccini kolfélli þar á frumsýningunni árið 1904. Vandalítið hefur verið að fá fjár- festa enda hefur þeim verið lofað skattafrádrætti í staðinn. Pirelli mun leggja fram um 200 milljónir ísl. kr. á ári næstu þijú árin og greiða um fimmtung þeirra fimm milljarða, sem talið er að verkefni, sem hlotið hefur nafnið „Scala 2001“ kosti. í því felst mikil hátíð árið 2001 þegar haldið verður upp á 100 ára ártíð Guis- eppe Verdi, sem var nátengdur húsinu í yfir hálfa öld. Á meðan La Scala verður gert upp, verður starfsemin flutt í 2.300 manna byggingu sem stendur til að reisa á iðnaðarlóðinni í Mílanó þar sem Pirelli hóf starfsemi sína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.